Morgunblaðið - 31.01.1980, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakið.
Hjúkrunarheim-
ilið í Kópavogi
Það er ekki að ástæðulausu, sem sagt hefur verið, að í
sumum greinum sé aðbúnaður aldraðra þvílíkur hér
á landi, að sé á mörkum þess að samræmzt geti
menningar- og velferðarþjóðfélagi. Bæði er það, að
tekjutrygging og eftirlaun eru með mjög mismunandi
hætti. Sumir eiga aðgang að verðtryggðum lífeyrissjóði,
jafnvel mörgum, meðan aðrir naumast draga fram lífið,
þótt þeir velti hverri krónu milli handanna, áður en þeir
eyða henni. Hitt er þó miklu verra, að sumt gamalt fólk
hefur hvergi höfði sínu að að halla, þótt það sé þrotið að
heilsu og kröftum og þurfi hjúkrunar og umönnunar við
til þess að fá nauðþurftum sínum fullnægt.
Sl. laugardag gerðist sögulegur atburður í málefnum
aldraðra, er elzti íbúi Kópavogs, Ragnheiður Guðbrands-
dóttir, 101 árs gömul, tók fyrstu skóflustunguna að
Hjúkrunarheimili aldraðra, sem verður hið fyrsta sinnar
tegundar á landinu. Aðdragandinn er tæp tvö ár. í apríl
1978 var með formlegum hætti hafizt handa við
undirbúninginn, þar sem mikil sjálfboðaliðsvinna hefur
verið lögð af mörkum, m.a. af ýmsum sérfróðum
mönnum. Að þessari framkvæmd standa 9 félagssamtök,
en söfnunarbaukum hefur verið dreift inn á hvert
heimili í Kópavogi. Búizt er við, að byggingarfram-
kvæmdum og frágangi ljúki að fullu á næsta ári.
Það er eftirtektarvert, að hið opinbera, hvorki bær né
ríki, kemur neitt við sögu varðandi byggingu þessa
hjúkrunarheimilis, heldur stendur framkvæmdin ein-
vörðungu á framtaki og dugnaði einstaklinga og
samtaka þeirra. Þannig vill það löngum fara, þótt við
búum við margbrotið tryggingakerfi og ítarlega löggjöf,
að borgararnir sjáflir vita bezt, hvar þörfin er brýnust,
og taka að lokum til sinna ráða, ef kerfið opnast ekki,
heldur byrgir fyrir allar gáttir. Morgunblaðið fagnar
þessu framtaki með heillaóskum um að árangurinn verði
eins og til er stofnað.
Naflastrengur-
inn heldur enn
Viðbrögðin við handtöku Sakarovs hafa verið eindreg-
in og hörð hvarvetna í löndum hins frjálsa heims.
M.a. hefur „íslenzka andófsnefndin“ verið stofnuð- og
beitt sér fyrir, að útvarpsþáttur verði um andófsmenn
n.k. sunnudagskvöld.
Við afgreiðslu málsins í útvarpsráði greiddu fulltrúar
Alþýðubandalagsins atkvæði gegn því, að þátturinn yrði
fluttur og lét annar bóka, að andófsmenn hefðu verið
mikið í fréttum að undanförnu og að nóg væri komið af
sovétníði.
Við venjulegum manni horfa þessi mál svo, að hinir
sovézku ráðamenn hafi kveðið sjálfum sér níð með
verkum sínum. Reynslan sýnir, að þrýstingur frá hinum
frjálsa heimi getur orðið til þess að lina þjáningar
andófsmanna, sem hnepptir hafa verið í fai\gelsi eða
lokaðir inni á „geðveikrahælum" og jafnvel valdið því, að
þeir hafa verið látnir lausir. Þess vegna er vandséð, hvað
fyrir fulltrúa Alþýðubandalagsins vakti, þegar hann
kvartaði undan, að andófsmenn hefðu verið mikið í
fréttum, svo að yrði að „sovétníði". En hitt leyndi sér
ekki, að „naflastrengurinn“ heldur enn við móðurflokk-
inn í austri, þangað sem „steinbarnið" sækir „næringu"
sína.
Morgunblaðið sneri sér í gær til þriggja
manna, sem nefndir hafa verið á nafn vegna
komandi forsetakosninga og spurði hvort
þeir hygðust gefa kost á sér í framboð. Fara
svör þeirra hér á eftir:
Andrés Björnsson útvarpsstjóri:
„Á framboðstímum
er margt skrafað“
Ég sækist ekki
eftir þessu virðu-
lega embætti
„Á FRAMBOÐSTÍMUM er
margt skrafað. Einhverjir hafa
nefnt þetta við mig,“ sagði
Andrés Björnsson útvarps-
stjóri í gær, er Mbl. spurði
hann, hvort hann hygðist gefa
kost á sér til kjörs forseta
íslands, en hann er einn af
þeim, sem nefndir hafa verið.
„Ég hef ekki leitt huga að því,
og sækist ekki eftir þessu
virðulega embætti,“ sagði hann
að lokum.
Hans G. Andersen sendiherra:
„Eg hygg
ekki á
neitt slíkt“
„JÚ, ÉG hef heyrt eitthvað
um það,“ sagði Hans G. And-
ersen sendiherra er Mbl.
spurði hann, hvort hann hefði
fengið áskoranir um að gefa
kost á sér til kjörs forseta.
„Ég hygg þó ekki á neitt
slíkt,“ sagði hann ennfremur.
„Margir kallaðir
en fáir útvaldir“
— sagði Sigurður Bjarnason sendiherra,
en hann hyggst ekki gefa kost á sér
„MARGIR eru kallaðir en
fáir útvaldir,“ sagði Sigurð-
ur Bjarnason sendiherra í
London, er Mbl. spurði hann,
hvort hann hygðist gefa kost
á sér til forsetaframboðs.
„Það er rétt, að það hafa
ýmsir nefnt þetta við mig og
okkur hjónin,en við höfum
ekki hug á þessu starfi og
þykir miður að Kristján Eld-
járn skuli láta af störfum.
En við þökkum þeim, sem
sýnt hafa okkur það traust að
minnast á þetta við okkur, og
árnum þjóðinni árs og friðar,"
sagði Sigurður í lokin.
Nýi Barði kom í gær
Neskaupstað — 30. jan.
NÝTT skip bættist í flotann í dag
þegar Barði NK kom hingað í
fyrsta skipti klukkan 16.30. Þessi
margumtalaði skuttogari kom frá
Englandi, þar sem gerðar voru á
honum breytingar.
Togarinn var keyptur í Frakklandi
og tóku kaupendurnir gamla Barða
upp í kaupverðið. Mismunurinn á
kaupverðinu var fjármagnaður með
lántöku í Englandi. Skipstjóri á
Barða er Herbert Benjamínsson, 1.
vélstjóri, Bjarni Þórlindsson og 1.
stýrimaður Jón Aðalsteinsson.
-Ásgeir.
*
Forseti Islands, he
Erfiða
an í
„ÉG taldi þetta vera rök-
rétt framhald af viðræðum
mínum við einstaka
flokksformenn í fyrradag
og aftur í gær,“ sagði
forseti íslands, herra
Kristján Eldjárn, er Mbl.
ræddi við hann í gær eftir
að hann hafði falið flokks-
formönnunum öllum að
reyna til þrautar myndun
meirihlutastjórnar og sett
þeim frest til að komast að
niðurstöðu í síðasta lagi á
mánudaginn.
Mbl. spurði forsetann, hvort af
þessu mætti ráða, að hann teldi
samstjórn allra flokkanna fjög-
urra líklegasta kostinn.
„Ég tel fjögurra flokka stjórn
einn af þeim möguleikum, sem
koma til greina, en ég vil nú ekki
gera þar upp í milli," svaraði
forsetinn. „Það að ég tilnefni
engan einstakan flokksformann
til að standa fyrir þessari könn-
un ber ekki sérstaklega að skilja
sem undanfara þjóðstjórnar,
heldur mælist ég til þess að
flokksformennirnir kanni alla
raunhæfa möguleika, sem enn
kunna að vera fyrir hendi til
myndunar meirihlutastjórnar."
Þá spurði Mbl. forsetann,
hvort hann væri farinn að undir-
búa þann möguleika, að hann
þyrfti að skipa utanþingsstjórn.
„Þessi möguleiki er vitanlega
fræðilega séð fyrir hendi, en þá
sem síðasta úrræði og málið er
ekki komið á það stig ennþá,“
svaraði forsetinn.. „Mér finnst
hinsvegar að menn geti sagt sér
það sjálfir, að ég hef hugsað um
þetta og það er ekki fyrir það að
synja heldur, að þetta hafi borið
á góma í samtölum við menn, en
það er langt því frá að nokkur
ákvörðun hafi verið tekin. En ég
hef velt því allmikið fyrir mér,
hvernig eigi að standa að þessu,
ef til þess þyrfti að taka.“
Mbl. spurði forsetann, hvort
minnihlutastjórn, ef einhver
flokkur eða flokkar vildu mynda
hana, væri ekki nærtækari kost-
ur en utanþingsstjórn. Hann
sagði: „Að meirihlutamöguleik-
um frágengnum má búast við því
Geir Hallgrímsson:
Það á að
sér að þjc
„ÉG tel að það sé ekki annað
reynandi en hella sér af krafti í
það að kanna möguleikann á fjög-
urra flokka stjórn,“ sagði Geir
Hallgrímsson formaður Sjálfstaíð-
isflokksins í samtali við Mbl. i
gærkvöldi.
Mbl. spurði Geir hvort hann teldi
að það sem gerzt hefur síðan hann
skilaði stjórnarmyndunarumboði
sínu væri nægilegur undanfari þjóð-
stjórnar, en Geir kannaði sem
kunnugt er möguleikana á fjögurra
flokka samstarfi.„Það vil ég ekkert
segja um á þessu stigi,“ svaraði
Geir. „En ég hugsa að það verði
algjörlega að ganga úr skugga um
það.“
í greinargerð Geirs að stjórnar-
myndunartilraun hans lokinni sagði
hann m.a. að hann teldi ekki að það
væri málefnaágreiningur sem í raun