Morgunblaðið - 31.01.1980, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 31.01.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980 23 íslands. En það eru einungis vangaveltur, sem bíða betri tíma — ef utanþingsstjórn verður valín. Við skulum hafa í huga við þessa umhugsun, hvað Wilhelm Nölling, fjármálaráðherra Ham- borgar, hafði um efnahagsmál íslands að segja. Gott er að hafa til hliðsjónar að Hamborg er í V-Þýskalandi, þar sem lífskjör eru einna best í heiminum og nánast engin verðbólga er. Nölling sagði m.a.: „Það sem þið þurfið, er góður ráðgjafi til þess að taka efna- hagsmál landsins til gagngerrar endurskoðunar. Að öðrum kosti er hætta á að illa fari. Þessi ráðgjafi verður að vera laus við öll afskipti þrýstihópa (t.d. stjórnmálaflokka — innskot R.G.) og hafa óskorað vald til þess að gera það sem hann telur vænlegt. Það gengur aldrei til langframa að þrýstihópar stjórni efnahagsmálum heillar þjóðar. Framtíðin Hvort sem utanþingsstjórn, meirihlutastjórn, minnihluta- stjórn, „Stefanía", eða hvað þær nú allar kallast verður fyrir val- inu, er eitt víst. Til þess að framtíðin eigi að geta borið í skauti sér bætta og farsæla tíma í þjóð- og efnahagsmálum íslands, verður að breyta stjórnarfarinu. Það verður að nýta orkulindir landsins með skynsemi í þágu allra landsmanna. Það leiðir af sér betri lífskjör og betra mannlíf. Það verður að koma efnahags- málum í traust horf — skipu- leggja fjárfestingu þjóðarinnar — auka þjóðarframleiðslu og fram- leiðni — vinna að skipulögðum og skynsömum kjarasamningum — vinna að félagslégu öryggi og réttlátri skiptingu þjóðartekna á þá vegu, sem líklegastir eru til að ná árangri. Það verður umfram allt að varast að vanmeta verðbólguna. Hún verður ekki vegin með taum- lausu orðaglamri. Hún verður ekki leyst á klukkutíma, eins og einn stjórnmálamaður sagði í síðustu kosningabaráttu. Hún verður kveðin niður með skipulegum og raunhæfun aðgerðum, sem án efa kosta e-a fórn allrar þjóðarinnar. Ég held að þjóðin sé reiðubúin að fórna e-u, ef sú fórn tryggir betri tíma. Við erum öll orðin leið á því að vera æ ofan í æ að gjalda fyrir syndir feðranna — syndir stjórn- málamanna, sem gjörsamlega hafa brugðist hlutverki sínu. Jón- as H. Haralz spáði því fyrir u.þ.b. 20 árum, að næstu 20 ár (þ.e. u.þ.b. ’60—’80) yrðu ekki verðbólguár. Rökstuðningur hans var góður og raunsær. Spáin reyndist alröng, eins og öllum er ljóst, eingöngu vegna þess, að hann bjóst ekki við öllum þessum mistökum stjórn- málamanna. Hver hefði búist við þeim? Eflaust enginn. En þetta eru blákaldar staðreyndir, sem við getum ekki hunsað. Já! Ástandið er svo sannarlega ekki bjart framundan. Og við skulum ekki gleyma því að hin ágæta atvinnustétt sjómenn hefur átt mestan þátt í því að þjóðmálin hafa ekki goldið afhroð undanfar- in ár, vegna verðbólgunnar og neikvæðrar þróunar viðskipta- kjara. Iðnaðurinn hefur haft mik- ið að segja en fyrst og fremst mikill fiskafli (1979 var metár) hefur haft mesta þýðingu fyrir aukningu þjóðarframleiðslu, jöfn- uð í utanríkisviðskiptum og t.d. forðað frá atvinnuleysi. En þjóðin getur ekki til lengdar reitt sig á metafla í fiskveiði. Það verður að renna stoðum undir þjóðarbúið á breiðum grundvelli. Það verður að nýta vinnufúsar hendur hvar sem er á landinu — svo að allir geti fest björg í bú og hver og einn finni um leið að hann vinnur sjálfum sér og öðrum gagn. 100 lestir af hrossa- k jöti seldar til Noregs FYRIR nokkru seldi Búvörudeild Sambandsins tæpar 100 iestir af hrossakjöti til Noregs. Þá hafa einnig verið send sýnishorn af folalda- og tryppakjöti til Ítalíu og eru þau viðskipti á vegum Hamborgarskrifstofu Sambands- ins. Ef af sölu verður, er reiknað með að allt að 300 lestir verði seldar þangað. Verðið á hrossa- kjötinu er taiið viðunandi miðað við verð á öðrum landbúnaðar- vörum. Frá þessu er skýrt í nýútkomn- um Sambandsfréttum. Þar segir ennfremur: Eins og kunnugt er ollu erfið- leikar á fóðuröflun á síðasta ári því, að mun meira var fellt af stórgripum s.l. haust en venjulega. Þetta hefur valdið því, að birgðir af hrossa- og nautgripakjöti hafa aukist. Þannig var hrossaslátrun 300—350 lestum meiri nú í haust en árið áður, og sömuleiðis er talið að nautakjötsbirgðir hafi verið tæplega 600 lestum meiri nú um áramótin en næstu áramót á undan. Hrossakjötið gefur betra verð erlendis, samanborið við inn- anlandsmarkað, heldur en naut- gripakjötið, og einnig er á það að líta að undanfarin síðustu ár hefur heldur verið vöntun en hitt á nautgripakjöti á innanlands- markaði. Af þeim sökum hefur þótt fýsilegra að leita markaða erlendis fyrir hrossakjötið heldur en nautgripakjötið. Lentu á ísilögðu vatn- inu og hófu veiðar — ÞETTA var fyrsta veiðiferðin okkar í vetur en áreiðanlega ekki sú síðasta, sagði Guðmund- ur Hilmarsson flugmaður þegar hann skýrði fréttamanni Mbl. frá óvenjulegri veiðiferð sem hann fór sl. sunnudag ásamt Þorláki Jóhannssyni. Þeir félagar fóru á Piper super- cup flugvél Guðmundar upp á Mosfellsheiði og lentu á ísilögðu Mjóavatni, en vatnið hefur Þor- lákur á leigu. Þeir brutu gat á ísinn með járnkarli, en ísinn var um 50 sentimetra þykkur. Síðan hófst veiðiskapurinn og stóð hann 1 5—6 tíma og afraksturinn tveir fallegir urriðar, 4 'A og 3 pund, sem sjást á meðfylgjandi mynd. Erfitt er að komast að Mjóa- vatni og er flugið hentugasti fararmátinn á veturna en vafa- laust er óalgengt að menn fari í veiðiferðir eins og þeir félagar Guðmundur og Þorlákur á sunnu- daginn. Úr kvikmyndinni Onibaba. Japönsk kvikmynd hjá Fjalakettinum Ráðstef na BSRB um efnahagsmál FJALAKÖTTURINN sýnir í Tjarnarbíói í kvöld, fimmtudag, kl. 21, á laugardaginn kl. 17 og á sunnudaginn kl. 17, 19:30 og 22 kvikmyndina ONIBABA eftir Kaneto Shindo. Myndin er gerð í Japan árið 1964. Á tímum borgarastyrjaldanna í Japan lifa móðir og dóttir hennar einar sér í kofa. Þær vinna sér inn peninga með því að selja brynjur og herklæði dauðra hermanna. Þá eftirfarandi athugasemd frá Skip- stjórafélagi Norðlendinga: Vegna ummæla Kristjáns Ragn- arssonar, formanns L.Í.Ú. sem birt- ust í Morgunblaðinu þriðjudaginn 22. janúar s.l. undir yfirskriftinni „Samningum stéttarfélaga sagt upp kemur til þeirra ungur maður og hinn klassíski þríhyrningur mynd- ast þegar hann verður elskhugi dótturinnar. Móðirin drepur dul- arfullan gest og setur á sig grímu hans til að hræða hinn unga keppinaut. En henni til mikillar skelfingar getur hún ekki losað grímuna af sér. Aðalhlutverkin í myndinni eru leikin af Nobuko Otowa og Jitsuko Yoshimura. án samráðs við þau“ vill stjórn Skipstjórafélags Norðlendinga taka fram, að ákvörðun félagsins að segja ekki upp samningum er tekin að vilja meirihluta starfandi félags- manna og á ekkert skylt við van- traust á forystu F.F.S.Í. Getgátur Kristjáns Ragnarssonar þar að lútandi eru að sjálfsögðu hans eigið RÁÐSTEFNA Bandalags starfs- manna ríkis og bæja um efna- hagsmál hefst í dag, fimmtudag. og er þegar fullbókað á ráðstefn- una. Þar munu, eins og segir í fréttatilkynningu frá BSRB, margir „helztu hagspekingar þjóðarinnar” halda erindi og svara fyrirspurnum þátttakenda og taka þátt í hringborðsumræð- um. Á ráðstefnunni verður fjallað um flesta meginþætti íslenzks efnahagslífs, s.s. um þjóðhags- reikninga, gengisskráningu, fjár- lagagerð, opinber gjöld, fjárfest- ingar, áhrif opinberra aðgerða á efnahagslífið, landbúnað, iðnað, verzlun og viðskipti, sjávarútveg og fiskvinnslu. Ráðstefnunni lýkur á sunnúdag með hringborðsumræðum, þar sem þátt taka fulltrúar stjórn- málaflokkanna, þeir Geir Hall- grímsson, Kjartan Jóhannsson, Steingrímur Hermannsson og Svavar Gestsson. Þá hefur BSRB vakið athygli á, að skattamálaráðstefnu BSRB, sem vera átti 5. febrúar, hefur verið frestað, vegna þess að fram- talsfresti hefur verið breytt. Veita átti leiðbeiningar um útfyllingu skattskýrslunnar 5. febrúar, en það verður nú gert 20. febrúar hugarfóstur. Stjórn Skipstjórafélags Norð- lendinga ber fyllsta traust til for- ystu samtakanna og telur að þau mistök, sem urðu við uppsögn samninganna, hafi verið skýrð og leiðrétt af framkvæmdastjóra F.F.S.Í. á fullnægjandi hátt. klukkan 20:30 að Grettisgötu 89. Sams konar erindi átti að flytja á Akureyri, í Iðnskólanum. Því hef- ur einnig verið frestað til sama dags, en hefst klukkan 20 eða hálfri klukkustund fyrr en í Reykjavík. Dollar við 400 króna markið GENGI islenzku krónunnar gagn- vart Bandaríkjadollar hefur farið lækkandi undanfarna daga og hefur dollarinn smám saman nálgast 400 krónu markið. Tvo undanfarna daga hefur sölu- gengi dollars verið 399,90 krónur en fastlega er reiknað með því að gengið sígi næstu daga og dollarinn fari yfir 400 króna markið. Athugasemd VEGNA fréttar á bls. 2 í blaðinu í gær um fund út- varpsráðs hefur Vilborg Harð- ardóttir, annar fulltrúi Al- þýðubandalagsins í ráðinu, óskað eftir að taka það fram að hún hafi gert þá grein fyrir atkvæði sínu, að hún hefði síður en svo á móti því að fjallað yrði um þetta mál í þætti í dagskrá útvarpsins, en hún treysti ekki Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni til þess að stjórna slíkum þætti hlutlaust né til að gera viðhlít- andi greinarmun á sovézkum andófsmönnum. „Ekki vantraust á forystu FFSÍ“ MORGUNBLAÐINU hefur borizt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.