Morgunblaðið - 31.01.1980, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980
27
Lúðrasveit Hafnarfjarðar. sem í dag á 30 ára afmæli.
Þrjátíu ára afmæli í dag
Lúðrasveit Hafnarfjarðar er í
dag 30 ára. Hún var stofnuð 31.
janúar 1950. Fyrsti formaður
hennar var kosinn Friðþjófur
Sigurðsson, byggingarfulltrúi.
Núverandi formaður er Ævar
Hjaltason. Lengst hefur Einar
Sigurjónsson gegnt formennsku
eða í 17 ár.
Fyrsti stjórnandi sveitarinnar
var Albert Klan sem byggði upp
starfið af mikilli elju og dugnaði og
stjórnaði sveitinni til dauðadags
1961. Þá tók við Jón Asgeirsson
tónskáld og stjórnaði hann sveit-
inni í þrjú ár. En síðan hefur Hans
Ploder Fransson verið stjórnandi
og hefur reynst mjög ötull og
áhugasamur um gengi sveitarinnar
og er óhætt að segja að Lúðrasveit-
in stendur í mikilli þakkarskuld við
þennan ágæta stjórnanda.
Lúðrasveitin hefur tvisvar sinn-
um farið í hljómleikaferð til út-
landa og hlotið þar lof fyrir góðan
flutning. Nú eru í sveitinni 43
blásarar.
Að sjálfsögðu heldur sveitin upp
á þessi tímamót. Laugardaginn 2.
febrúar verður afmælisfagnaður í
veitingahúsinu Gaflinum við
Reykjanesbraut. Einnig verða af-
mælishljómleikar haldnir seinni
part marsmánaðar fyrir styrktar-
félaga og aðra gesti.
(Fréttatilkynning).
Að gefnu tilefni
Áminnir Vélstjórafélag íslands þær útgeröir sem
hyggjast leita eftir undanþágum fyrir menn til
vélstjórnarstarfa, af hálfu félagsins veröa þær ekki
samþykktar nema Ijóst sé aö áöur hafi veriö auglýst
eftir réttindarmönnum þar sem fram hafi komið:
1. Skipsheiti.
2. Staöa vélstjóra.
Einnig vill félagið minna á aö undanþágubeiönir skulu
berast á þar til geröum eyöublööum sem fást hjá
skráningarstjórum um land allt.
Stjórn Vélstjórafélags íslands.
BahusAlfa
Einingunum má raöa upp á ótal vegu, alveg
upp í loft (239 sm), sérstakar einingar í hornin
og einnig má tengja samstæöuna yfir dyr og
kringum glugga.
VERIÐ
VELKOMIN
EF ÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGI.YSINGA-
SÍMINN ER:
22480