Morgunblaðið - 31.01.1980, Page 30

Morgunblaðið - 31.01.1980, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980 Stefnumörkun Sjálfstæðis- flokksins Frá ráðstefnu SUS NOKKUÐ skiptar skoðanir komu fram um stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins á ráðstefnu Sambands ungra sjálfstæðismanna um síðustu helgi. Ágreiningur var þó fremur um áhersluatriði og túlkun en sjálf aðalatriði stefnu flokksins. Samband ungra sjálfstæðismanna ákvað nokkru fyrir síðustu alþingiskosningar að efna til ráðstefnu um stefnumörkun flokksins og kosningabaráttu, hver sem úrslit kosninganna kynnu að verða. Taldi stjórn SUS, að hreinskilnar umræður um stefnu og stöðu flokksins væru flokknum mikilvægar og í ljósi úrslita kosninganna var talin enn frekari þörf á opnum og hreinskiptum umræðum innan flokksins. Hér á síðunni eru birtir úrdrættir úr ræðum þriggja ræðumanna á ráðstefnunni en allar meginlínur, sem fram komu hvað varðar stefnumörkun flokksins, koma fram í þessum ræðum. Eins og sjá má af ræðunum þremur greinir menn nokkuð á um ýmis atriði. Einkum greinir menn á um færar leiðir að markmiðum en ekki um markmiðin sjálf, sem sameina alla sjálfstæðismenn í stórum og opnum flokki. Það er aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins, að virðing er borin fyrir skoðunum einstaklinga og ekki er reynt að steypa allar umræður í mót kennisetninga. Á sama tíma og skoðanir geta verið skiptar um einstök atriði þekkja sjálfstæðismenn nauðsyn þess að standa saman og gera það þegar á reynir. Þetta tvennt undirstrikar vel grunnþættina í stefnu og hlutverki Sjálfstæðisflokksins. Stefna flokksins er frelsi einstaklinganna, hlutverk flokksins í íslenskum stjórnmálum hefur verið og er að sameina og sætta þjóðina alla. JOH. Ásmundur Einarsson: Togstreita smáhópa I hægri flokkum Evrópu eru það hinir svokölluðu hægri menn, sem fara fyrstir af stað og raska jafnvægi í flokkunum. Þeir hafa orðið ofan á í bili, ekki vegna málefnalegra yfirburða, heldur einfaldlega vegna þess að hinir hópar flokk- anna hafa sundrast eða misst þróttinn. Hægri menn verða því sterkasti hópurinn. Hægri menn í Evrópu, sem komist hafa til einhverra áhrifa, byggja á grunnmúr- uðum þjóðfélagshugmyndum og sögulegum styrk en þeir hafa samt mætt verulegri andstöðu. Þeir hafa átt erfitt uppdráttar einfaldlega vegna þess, að það er ekki lengur þörf fyrir þá. Fólk virðist líta svo á, að þeirra sé helst þörf þegar rífa þarf þjóðfélög upp á sem skemmstum tíma eins og til dæmis Þýskaland eftir stríðið og Hong Kong um þessar mundir. Það sem einnig veldur því að hægri menn ná ekki völd- um fyrr en eftir harðvítuga baráttu innan eigin flokka er ótti almennings við að þeir gangi of langt. En hvernig getur hópur, sem berst fyrir frjálsræði einstaklinga til allra athafna, nokkurn tíma gengið of langt? í fyrsta lagi virðist frelsið ekki alltaf keppikefli fólks heldur ör- yggi. í öðru lagi hugsar fólk nú meira í réttindum og frjálsræði en í rétti og frelsi. Lauslega skilgreint mætti segja sem svo, að rétti og frelsi fylgi skyldur en rétt- indum og frjálsræði fylgi kröfur á aðra, í þessu tilfelli á þjóðfélagið í heild. Ondvert við evrópska hægri menn byggja íslenskir hægri menn ekki á grunn- múraðri hugsun. Þess vegna hafa þeir ekki orðið valda- menn á borð við skoðana- bræður sína í öðrum löndum þrátt fyrir langa og mikla baráttu og stórfellda fyrir- greiðslu í Sjálfstæðisflokkn- um. Baráttuaðferðir þeirra hafa ekki skapað virðingu heldur ögrun og síðan fælt frá flokknum. Þeir eru líka í andstöðu við tíðarandann og því hefur bilið milli flokksins og þjóðarinnar breikkað. Konservatívir sjálfstæðis- menn í dag, sem er annar aldurshópur, kallar sig frjálshyggjumenn. Sjálfur kalla ég þá konservatíva vegna þess að þeir eru í samvinnu við slík öfl í Sjálf- stæðisflokknum og gera enga tilraun til greinarmunar. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur löngum verið þjóðarflokk- ur í þeim skilningi, að hann hefur sjálfur gætt þess að hafa innra samráð í lagi og síðan hefur hann gætt þess að ganga ekki í berhögg við meginhugsunina í landinu. Það gerir hann um þessar mundir og þjóðin öll verður að gjalda fyrir það. Leita þarf nýrra leiða til samráðs konservatívra og fjöldans í flokknum áður en það verður um seinan. Fylgið mun þá fyrst koma aftur í fyrra mæli og ílendast þegar við förum raunveru- lega að hugsa um málefni þjóðarinnar í sínum mann- lega fjölbreytileik. Það þarf að bjóða fleiri manneskjum til starfa í flokknum, við vitum hvar þær eru. Guðmundur H. Garðarsson: Sjálfstæðis- flokkurinn sætti stéttir og landshluta ÞEGAR kosningastefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er rædd, styrkleikar hennar og veik- leikar, er óumflýjanlegt að fjalla um forsendur flokksins og sögulegt hlutverk hans í íslenskum stjórnmálum. í ljósi þessa hlutverks og ríkjandi ástands í íslenskum þjóðmálum er síðan rétt að meta kosningastefnuskrána. Ég tel að meginveikleiki þessarar stefnuskrár hafi verið fólginn í því, að stefnu- skráin fullnægði ekki kröfu fólksins um að Sjálfstæðis- flokkurinn væri trúr sögu- legu hlutverki sínu í stjórn- málum. Þetta hlutverk er fólgið í að bera sáttarorð milli stétta og landshluta. Til að rækja þetta hlutverk þarf Sjálfstæðisflokkurinn að koma fram fyrir þjóðina sem flokkur málamiðlunar, hinn mikli sáttasemjari íslenskra stjórnmála. í þessu sögulega mikilvæga hlutverki þarf flokkurinn að sýna mikinn sveigjanleika. Grundvall- arstefna flokksins, byggð á frjálslyndi og íhaldssemi og í UfffeHORP UMSJON: JON ORMUR HALLDÓRSSON senn samfara ákveðnu stjórnlyndi, gefur svigrúm til slíks sveigjanleika. Til þess að hægt sé að útfæra þessa stefnu þarf hins vegar sterka forystu. Forystu, sem tryggt getur að ekki hallist á í mikilsverðum málum. Stefna Sjálfstæðisflokks- ins síðustu ár hefur um of mótast af fræðilegum for- sendum um óskaþjóðfélagið án þess að taka tillit til hvort til séu færar stjórnmálalegar leiðir að þessu markmiði. Um þetta má finna fjölda dæma úr síðustu kosningastefnu- skrá. Ég tel mig vera hóflega íhaldssaman en hafna aftur- hvarfi til fortíðarinnar. Ég legg hins vegar áherslu á rækt við sögulega fortíð flokksins og bendi fundar- mönnum á þau straumhvörf, sem urðu í stefnumörkun og áherslu um og eftir 1940 þegar Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Jóhann Haf- stein og Gunnar Thoroddsen koma fram á sjónarsviðið. Frjálslyndi og hófleg íhalds- semi samfara pólitísku raunsæi og manneskjulegum viðhorfum réðu störfum þessara manna. Flokkurinn á enn að skipa slíkum forustumönnum en þeir njóta sín ekki allir sem skyldi vegna vafasamra prófkjara og fullhuga, sem skilja ekki, að stjórnlyndur, sterkur forustukjarni og virðing fyrir verkum ann- arra, verður að sitja í fyrir- rúmi. Þessi atriði hefur skort á síðustu árum. Kosninga- stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins varð til í þessu umhverfi og þess vegna var hún veik og Sjálfstæðisflokk- urinn fékk ekki þann styrk- leika, sem að var stefnt. Hannes H. Gissurarson: Að búa atvinnulífinu góð skilyrði Stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins fyrir síðustu al- þingiskosningar var að mínum dómi í beinu fram- haldi af fyrri stefnuskrám hans og ekki síður þeim umræðum, sem urðu nýlega um meginvandann, sem Islendingar glíma við. Hver er sá vandi? Hann er í sem fæstum orðum sá að reka þjóðarbúskap í þessu landi, sem sé samkeppnihæfur við þjóðarbúskap í öðrum lönd- um. Hagvöxtur hefur verið minni á íslandi síðustu árin en í nágrannalöndunum, og lífskjör hafa því ekki batnað eins og í þeim. Menn flytja frá landinu, ef svo verður mjög lengi enn, sjálfstæðu þjóðlífi lýkur, ellefu alda tilraunin mistekst. Þennan vanda má að sjálfsögðu leysa með því að leggja átthaga- fjötra á Islendinga og reka sjálfsþurftabúskap í landinu. Sú er í rauninni lausn sam- hyggjumanna (sósíalista). Lausn frjálshyggjumanna er önnur. Hún er sú að búa atvinnulífinu nægilega góð skilyrði til þess, að það geti vaxið og dafnað og keppt við atvinnulíf annarra þjóða. Hún er sú að reka markaðs- búskap. Við eigum margar auðlindir, fiskimiðin, fall- vötnin, jarðvarmann og síðast, en ekki sízt, einstakl- ingana sjálfa, atorku þeirra og verksvit. Það er íslending- um lífsnauðsynlegt að létta álögum af atvinnulífinu og lækna þá meinsemd, sem miklu meiri verðbólga á íslandi en í nágranna- löndunum er. I stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar var það lagt til. Ég tek undir þær tillögur. Nokkrir sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt stefnuskrá flokksins fyrir síðustu al- þingiskosningar. Sumt er réttmætt í þeirri gagnrýni, annað ekki. Ég held, að ósamkvæmni máls og máls- flytjenda, ónógur almennur skilningur verðbólguvandans og óheppilegt orðaval í áróðri hafi valdið miklu um það, að sigur flokksins varð minni en flokksmenn vonuðu. En þeir menn, sem ræða mjög um „sættir" flokka og „sáttahlut- verk“ Sjálfstæðisflokksins, fela það í þeim orðum að íslendingar sætti sig við óbreytt vinnubrögð í stjórn- málum, sætti sig við óbreytta stefnu frá frelsi til ríkis- valds. En við óbreytt vinnu- brögð mega íslendingar ekki sætta sig. Breyting er nauð- syn — lífsnauðsyn. Þessir „sáttamenn" eru hinir raun- verulegu íhaldsmenn í Sjálf- stæðisflokknum, þótt þeir nefni aðra því nafni. Og að sjálfsögðu eru einnig til í öllum flokkum stjórnmála- menn, sem halda fast í skömmtunarvald sitt, halda fast í þá almannasjóði, sem þeir nota til þess að kaupa fyrir atkvæði. Það kemur engum á óvart, að þeir séu á móti auknu atvinnufrelsi — á móti því, að valdið sé fært frá stjórnmálamönnunum til einstaklinganna. Ég geri þau orð fyrsta formanns Sjálf- stæðisflokksins, Jóns Þor- lákssonar, í Eimreiðinni 1926 að mínum, að vonandi verði þeir einstaklingar „nægilega margir í þjóðfélag- inu, sem fá lífsskilyrði til að beita þannig kröftum sínum og njóta ávaxtanna af iðju sinni þannig, að frjálslyndið verði þeim kærara heldur en það stjórnlyndi, sem býður upp á deildan verð án nokk- urrar verulegrar vonar um bættan efnahag".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.