Morgunblaðið - 31.01.1980, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980
31
^ 'l
I P\ifT i ÍÉ
vliP JL*-TLvúlfct r
Karlakór Akureyrar 50 ára
Afmælissamsöngvar á laugardag og sunnudag í Akureyrarkirkju
KARLAKÓR Akureyrar er 50 ára
um þessar mundir og minnist
afmælisins með tveimur sam-
söngvum í Akureyrarkirkju á
laugardaginn kl. 16 og sunnudag-
inn kl. 17. Þar kemur einnig fram
kór gamalla félaga með sjálfstæða
söngskrá undir stjórn Áskels
Jónssonar, og Lúðrasveit Akur-
eyrar mun leika undir sameigin-
legum söng kóranna. Söngstjóri
Karlakórs Akureyrar er Guð-
mundur Jóhannsson, einsöngvari
Óskar Pétursson og undirleikari
Jonathan Bager. Einsöngvarar
með eldri kórfélögum eru Eiríkur
Stefánsson og Jóhann Konráðs-
son, en undirleikari Philip Jenk-
ins.
Stofnfundur Karlakórs Akureyr-
ar var haldinn 26. janúar 1930, en
þá hafði kórinn æft söng í þrjá
mánuði og sungið opinberlega 14.
desember 1929. Aðalhvatamenn að
stofnun kórsins voru Áskell
Snorrason, tónskáld, sem var í
senn fyrsti stjórnandi og fyrsti
formaður söngfélagsins, og Þórir
Jónsson, sem var fyrsti ritari þess.
Fyrsti gjaldkerinn var Aðalsteinn
Þorsteinsson. Lengst gegndi Jónas
Jónsson frá Brekknakoti for-
mennsku, en Steingrímur Egg-
ertsson hefir lengst allra setið í
stjórn. Hann var gjaldkeri í 24 ár,
kom upp öflugu styrktarfélagakerfi
og hefir séð um rekstur húseignar
kórsins til þessa.
Söngstjórar Karlakórs Akureyr-
ar hafa verið þessir: Áskell Snorra-
son (1929—-1942), Sveinn Bjarman
(1942—1943), Áskell Jónsson
(1943—1965 nema 2 ár), Jakob
Tryggvason (1951), Jón Þórarins-
son (1956), Guðmundur K. Jó-
hannsson (1965—1970 og 1977 til
þessa dags), Jón Hlöðver Áskelsson
(1970—1973), Jón Hj. Jónsson
(1973—1976) og Guðmundur Þor-
steinsson (1976—1977). — Af stofn-
endum kórsins eru nú með vissu
tveir á lífi, Indriði Isfeld og Óskar
Guðjónsson.
Fyrsta söngförin var farin árið
1938 til Reykjavíkur, og í þeirri för
var söngur kórsins fyrst hljóð-
ritaður. Síðan hafa verið farnar
margar söngferðir víða um land og
ein til Norðurlanda, 1967. Þá var
sungið í Noregi, Svíþjóð og Finn-
landi. Fyrir fimm árum kom út
hljómplata með söng kórsins. Árið
1961 keypti kórinn húseignina
Laxagötu 5 í félagi við Lúðrasveit
Akureyrar, og þar fara æfingar
fram. Konur kórmanna hafa í 15 ár
haft með sér félagið Hörpu, sem
hefir stutt Karlakórinn á marg-
víslegan hátt, ekki síst með fjáröfl-
un og rausnarlegum gjöfum.
Styrktarfélagar eru rúmlega 300,
en starfandi söngmenn 45.
Núverandi stjórn Karlakórs Ak-
ureyrar skipa: Ari Friðfinnsson,
formaður, Magnús Kristinsson,
varaformaður, Benedikt Sigur-
björnsson, ritari, Bryngeir Krist-
insson, gjaldkeri, og Grétar Bene-
diktsson, skjalavörður.
Kórinn minntist afmælis síns
með hófi í Sjálfstæðishúsinu á
föstudaginn var, og þá var með-
fylgjandi mynd tekin.
Sv.P.
Síðbúnir
barnadagar...
síöustu daga Partner verksmiðjuútsölunnar.
Við lækkum verð á allskonar barnafatnaöi, s.s.
peysum, buxum, skyrtum o.fl.
Og nú prúttum við um hrúguna á borðinu, þar sem
leynast margar góðar flíkur.
Það er sannkölluð fjölskylduskemmtun að koma á
Partner verksmiðjuútsöluna, því þar fá flestir eitthvað
við sitt hæfi og „prísarnir“ fá alla til að brosa.
Opið fimmtudag, föstudag og
laugardag kl. 10—7.
Verksmiðju-
útsalan,
bak við gamla Litavers-
húsið, Grensásvegi 22.
REGER TRIO
BERNHARD HARTOG
WOLFRAM CHRIST v,o,a
ANSGAR SCHNEIDER Violoncello
HLJOMLEIKAR I NORRÆNA HUSINU
Á VEGUM GERMANIU OG ÞYZKA BOKASAFNSINS
FÖSTUD. 1. FEBRIIAR 1980 KL. 20.30.
Franz Schubert
Max Reger
Ludwig van Beethoven
Strengiat'io i B-Dur D 581
Strengiatrio i d-moll op 141b
Strengialrio i G-Dur op 9 1
r Félagið GERMANIA verður sextíu ara á þessu ari
Hljómleikar þessir er einn þáttur í afmælishátið félagsins
Enginn aögangseyrir.
Strandgötu 1 — Hafnarfiröt
Opiö 9—1
Rönk
'Nú mæta allir Pönk klæddlr, Pönk málaöir og
Pönk greiddir. Og þelr sem koma þannig fá frítt
inn.
Spiluö veröur Pönk og nýbylgju tónlist frá 9—11/
og Dóri sýnir lit, ef ekki tvo.
Bræðrabandið
kemur svo kl. 11 meö sitt frábæra og villta atriöi
úr villta vestrinu.
Ath.
Þiö fáiö Pönk hárlitlna ( Lokknum sfmi 51388 og jafnvel
litunlna ef þörf krefur.
Flensborgarar
fjölmenniö
Rokkótek — Rokkótek — Rokkót-ek
I
4*
Q>
o
O)
-o
o
oc
*o
o
oc
R0KK0TEK
íkvöld kl. 9—1
ATHUGIÐ LOKAÐ Á MORGUN
Hótel Borg sími 11440
í fararbroddi í hálfa öld.
I
a>
'O
o
cc
JtK
0)
'O
o
cc
I
JtK
0)
»o
41
Jt
Rokkótek — Rokkótek — Rokkótek œ
Tfskusýning
f kvöld
kl. 21.30
Modelsamtökin sýna.