Morgunblaðið - 07.02.1980, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 07.02.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980 3 Lítið um farsóttir undanfarin tvö ár ÓLAFUR Ólafsson landlæknir sagði í samtali við Morgunblaðið að mjög lítið hefði verið um farsóttir í heiminum undanfarin tvö ár, en þessar upplýsingar kæmu fram í skýrslum sem landlækni berast vikulega frá Alþjóða heilbrigðis- málastofnuninni. Ólafur sagði að aðeins hefði komið fram einstöku tilfelli á mjög af- mörkuðum svæðum, en venjulega skytu farsóttir upp kollinum ein- hvers staðar í heiminum a.m.k. einu sinni á ári. Flugleiðir: • • Onnur Boeing þotan seld til Mexíkó? TVÆR þotur Flugleiða hafa að undanförnu verið á söluskrá, ein Boeing 727 þota og ein DC—8 þota. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða hafa menn frá Mexíkó komið til viðra-ðna við Flugleiðr um hugsanleg kaup á Boeing þotunni og kvað Sveinn tilboð frá þeim væntanlegt síðar í vikunni. Boeing þotan sem hér um ræðir er fyrsta þotan er komst í eigu íslensks flugfélags, Gullfaxi, sem Flugfélag Islands tók í notkun 24. júní 1967. Sveinn Sæmundsson sagði, að Mexíkómennirnir væru fulltrúar nýs flugfélags og hefði þeim litist vel á þotuna m.a. vegna þess að hún væri með vörudyrum, en þeir hefðu hugsað sér að nota hana til vöru— og farþegaflugs milli Mexíkó og Bandaríkjanna. Að öðru leyti kvaðst Sveinn ekki vita hverju fram yndi varðandi hugsanlega sölu þotunnar, beðið væri tilboðs, sem e.t.v. bærist síðar í vikunni. fyrst og fremst hönnuð með björgunarstörf, fólksflutninga og verklegar framkvæmdir í huga. — Þyrlan getur lent á öllum varðskipunum og hægt verður að taka hana í skýli á tveimur þeirra með lítils háttar lagfær- ingum. Þessi þyrla er talin einhver bezta þyrlan, sem fáan- leg er fyrir aðra starfsemi en herstarfsemi. Þangað til á síðasta ári leyfðu flugmálayfir- völd í heiminum ekki þyrluflug í myrkri að undanskildum her- þyrlum. Með auknum tæknibún- aði hefur orðið breyting á þessu og almennar þyrlur geta nú fengið leyfi til þess. — Afgreiðslutíminn á okkar þyrlu er áætlaður í júlí og reikna má með að hún kosti okkur um 1% milljón dollara. Af þeirri upphæð erum við búnir að greiða lítinn hluta, en fjármögnun er enn ekki endanlega ákveðin. Rætt hefur verið um að selja aðra Fokker-flugvél Landhelgis- gæzlunnar, en það er þó ekki afgreitt mál og stafar meðal annars af óvissunni, sem ríkir í stjórnmálum, sagði Pétur Sig- urðsson. Landhelgisgæzlan fær nýja og f ullkomna þyrlu í sumar -Rætt um að selja aðra Fokker-flugvélina Landhelgisgæzlan á von á nýrri þyrlu næsta sumar og er hún af gerðinni Sikorsky S76. Þyrlan hefur 4—600 sjómilna flugþol, tekur 12 manns í sæti auk tveggja flugmanna og kaupverðið er um IV2 miiljón dollara eða um 600 milljónir króna. Nýja þyrlan getur flogið jafnt í björtu sem í myrkri. — Við reiknum með að fá nýju þyrluna í júlí í sumar, sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, í samtali við Mbl. í gær. PJún er af gerðinni S-76, sem er alveg ný gerð, en þó þegar komin í notkun og hafa verið pantaðar yfir 300 þyrlur af þessari gerð. Vélin er ekki hugsuð sem herþyrla og Þyrla Landhelgisgæzlunnar er talsvert minni en sú, sem vænt- anleg er í sumar, og er ekki búin til flugs í myrkri. Þá hefur hún heldur ekki spil til að bjarga fólki úr háska, t.d. á sjó. Nýja þyrlan verður búin tækjum til að framkvæma slíka björgun. I L^ ~V\rneð tágatgjPllfpwítlökkuðum hjólum. ItrDOrO fitapgltgafur, önnur með keramikflísum í borðplötu,hvítar eða'SSSnái'flísar, hin með plötum klæddum með línoliumdúk eða harðplasti. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartun 29 Simi 20640 Hcegindastólar Þægilegir léttir stólar úr birki, fást í mismunandi útgáfum, fjórir litir af fléttuðum strigaböndum og ein útgáfa með fléttuðum /S* klofnum reyr. vfrí j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.