Morgunblaðið - 07.02.1980, Page 10

Morgunblaðið - 07.02.1980, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980 Sandgerði: Góður af li togara en bátaaflinn er misjafn Sandt?erði 5. feb. í SANDGERÐI var landað í janúarmánuði 2617 lestum af bolfiski og 2250 lestum af loðnu. Togararnir þrír, Dagstjarnan, Erlingur og Ólafur Jónsson, öfluðu allir mjög vel í mánuðinum og lönduðu þeir átta sinnum í Sandgerði samtals 1003 lest- um, að mestum hluta þorski. Auk þess landaði Ólafur Jónsson einu sinni í Njarðvíkum í mánuðinum. Bátarnir lönduðu í janúar 1614 lestum úr 436 sjóferðum en í sama mánuði í fyrra var afli þeirra 1713 lestir í 426 sjóferðum. Mjög ógæft- arsamt var hjá bátunum fram eftir mánuðinum en þá feKkst reytingsafli á línu þegar gaf. En seinni hluta mánaðarins var mun skárra veður en þá tregaðist afli þeirra mjög á heimaslóðum og er sáratregur þar enn. A dýpri mið- unum fæst aftur á móti þokka- legur afli á línu, þetta yfirleitt 4—10 lestir í róðri. Afli neta- og togbáta hefur verið mjög tregur það sem af er árinu. í gær lönduðu hér 30 bátar 134 lestum og voru stærri línubátarnir almennt með 5—8 lestir og í morgun kom togarinn Erlingur inn eftir viku útivist með um 140 lestir. Aflahæstu bátarnir í jan- úar voru Freyja með 135,8 lestir, Bergþór 114,2 lestir og Arney 102,8 lestir. Freyjan og Bergþór eru á línu en Arney á netum. — Jón. Vetrarvertíð á Vestfjörðum: Góðar gæftir en langt sótt VETRARVERTÍÐ Vest- fjarðabáta hefur gengið all- vel það sem af er, gæftir hafa verið góðar, en afli þó mun lakari en var á haust- vertíðinni. Sá fiskur, sem fengist hefur, er fuliur af loðnu og tekur því ekki beitu. Línubátar frá Djúpi hafa róið austur í Reykja- fjarðarál síðustu daga og fengið þar ágætan afla, 8— 12 tonn í róðri, en verið á annan sólarhring í róðrin- um. Patreksfjarðarbátar hafa undanfarið leitað fyrir sér úti á landgrunnsbrún- inni í vestur frá Patreks- firði. Meðalafli í janúar var um 5 lestir á bát, sem er hliðstætt því sem verið hefur tvær síðustu vetrarvertíðar. Á haustvertíðinni var meðalaflinn hins vegar 8 tonn í róðri. Aflahæstur Vestfjarðabát- anna í janúar var Orri frá ísafirði með 176.6 lestir í 25 róðrum, Víkingur III frá ísafirði með 149.3 lestir í 24 róðrum, Jakob Valgeir frá Bolungarvík með 148.9 lestir í 24 róðrum, Garðar frá Patreks- firði með 145.6 lestir og Vestri frá Patreksfirði með 144.4 lestir í 24 róðrum. Möppudýragarðurinn nefnist nýtt íslenskt leikrit sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Hveragerði í Hótel Hveragerði annað kvöld. Leikritið er eftir Óttar Einarsson kennara á Akureyri, en leikstjóri er Aðalsteinn Bergdal. Leikmynd gerði Ha- llmundur Kristinsson. Allir hafa þeir þremenn- ingar komið við sögu hjá Leikfélagi Akureyrar, sem raunar ætlaði upp- haflega að setja verkið á Allt í fullum gangi á sviðinu: Kristján Theódórsson, Kristín Michelsen, Rósa Ragnarsdóttir, Jóhanna Sigurgeirsdóttir, Elsa Busk, Steindór Gestsson, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og liggjandi er Arni ÓIi Þórisson. Ljósm: Ragna. Möppudýragarðurinn Sviðsljósunum komið fyrir. Arnar Daðason og Gísli Garðarsson við uppsetningu ljósanna. Sviðsmenn að störfum við undirbúning sýningarinnar, talið frá vinstri: Kjartan Bjarnason, Þorsteinn Hansen og Kristján Theódórsson. Ljósmyndina tók Ragnar Axelsson. svið. Ekki varð þó af því af ýmsum ástæðum, með- al annars vegna tíma- skorts að sögn. Blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðs- ins lögðu leið sína aust- ur fyrir Fjall í vikunni og litu þá við á æfingu Leikfélags Hveragerðis í Hótelinu. Þeir Aðalsteinn leikstjóri og Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson formaður Leikfélagsins sögðu, að æfingar hefðu gengið ágæt- lega, en þær hófust um miðjan nóvember, og tóku þær aftur upp í janúar að loknu löngu jólafríi. Þetta er annað verkið sem sýnt er í vetur, því í haust var tekið til við að sýna „Ærsladrauginn“, sem þá var vakinn upp, en hann var sýnd- ur í fyrravetur einnig. Aðalsteinn sagði leikritið, sem raunar væri réttara að nefna ærsla- eða fáránleik, sem nokkuð svipaði til kaba- retts, fjalla um þaráttu manns við „Kerfið". „Hann verður fyrir því óláni að eignast nokk- ur börn utan hjónabands," sagði Aðalsteinn, „raunar hvorki meira né minna en 12 börn á einu ári með jafnmörg- um konum. Maðurinn er deild- arstjóri í einni deild S.O.S., sem stendur fyrir Samvinnu- félag okkar Sunnlendinga, og þar vinna konurnar tólf einnig. Nú, það er ekki að orðlengja það, að manninum er sagt að fólk ætti að kannast vel við.“ Með eitt stærsta hlutverkið fer Sigurgeir Hilmar Frið- þjófsson, en með önnur helstu hlutverkin fara Bergþóra Árnadóttir og Steindór Gests- son, sem raunar leikur hvorki meira né minna en sjö hlut- verk! Þá leika þeir undir á píanó og gítar, Theódór Krist- jánsson og Árni Jónsson. Alls eru leikarar 14 talsins, en að sýningunni vinna um 20 manns. Sigurgeir sagði að Leikfélag Hveragerðis væri nú 44 ára að aldri, og væri líklega búið að sýna álíka mörg leikrit. Með Möppudýragarðinn sagði hann að yrði farið í nágrannabyggð- irnar, auk þess sem líklega yrði sýnt á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, auk þess sem Akur- eyri væri ofarlega á blaði. Aðalsteinn sagði aðstæður í Hótel Hveragerði vera heldur erfiðar, einkum baksviðs og hvað búningsaðstöðu snerti. Salurinn sem slíkur væri hins vegar ekki sem verstur. „Þá eru leikararnir hér heldur alls ekki sem verstir," sagði Aðalsteinn, „heldur eru þeir í raun alveg frábærir. Hér örlar til dæmis ekki á þessum fræga „lestón" sem oft veldur erfiðleikum, heldur setja leikararnir fram textann óaðfinnanlega. — Það ætti því að vera hægt að lofa góðri skemmtun og sennilega væri ráðlegra að biðja fólk með falskar tennur að skilja þær eftir heima!“ - AH Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson formaður Leikfélags Hveragerðis og Aðalsteinn Bergdal leikstjóri. hann verði að greiða fæðingar- orlof kvennanna allra, eða samtals 36 mánuði! Síðan er rakin barátta hans við Kerfið; hann þarf að slá fé hjá lánar- drottnum og svo framvegis, og einnig verður hann einnig að létta sér upp annað veifið, en allt virðist þetta ganga á mikl- um afturfótum hjá honum og flest gengur honum í óhag. Ég tel þó ekki rétt að rekja efnisþráðinn of nákvæmlega til að spilla ekki ánægju væntan- legra leikhússgesta, en get að- eins sagt það, að þetta er ákaflega létt verk og hressi- legt, algjör ærslaleikur með miklum söng. Höfundur er eins og sagði að framan Óttar Einarsson á Akureyri, en í æfingum okkar hér hefur það þó tekið allmiklum breyting- um, auk þess sem það hefur verið staðfært. Tónlistin er öll frá því eftir stríð, allt lög sem Nýtt íslenzkt leikrit á fjalimar hjá Leik- félagi Hveragerðis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.