Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980 15 ' degi og syngur allar 3 raddirnar og með „dramatík", sem gerir þetta svo frábært, sagði Levine. — Ég var satt að segja fyrir- fram svolítið hræddur við þetta fyrirtæki allt því að fólkið hefði ekki svo mikla æfingu í slíkum uppfærslum, sagði Levine. En þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel og við eigum enn tvær vikur eftir til hljómleikanna. Ég verð að vísu að gera hlé fram á fimmtu- dag, því hljómsveitin æfir fyrir tónleikana þá, en á föstudag byrjum við aftur af fullum krafti á La Traviata. Og hann bætti því Á æfingu í Háskólabíói. Ein- söngvararnir Garóar Cortes, Ólöf Harðardóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Guömundur Jónsson og Kristinn Hallsson. Gilbert Levin stjórnar Sin- fóníuhljómsveitinni á æf- ingu. við að óperan yrði flutt í heilu lagi. I raun heldur lengri en oft á sviði, þar sem sleppt væri úr. Lærði mest af Solti Við víkjum talinu að Gilbert Levine sjálfum. Þótt hann hafi nú nokkrum sinnum stjórnað Sinfón- íuhljómsveit íslands á tónleikum, ■i Myndin er af norðurenda Látravatns, það er 8 — 900 metra langt 380 m breitt. og yfir 20 m djúpt. Þarna er á ferð kvikmyndaleiðangur Óskars Gíslasonar á leið á Látrabjarg fyrir rúmum 30 árum, og vafalaust hefir óskar tekið myjadina. Þórður Jónsson, Látrum: Borun í Látravatni veit fólk kannski ekki mikið um hann utan íslands. Byrjað var á því að spyrja hvort hann hefði ekki hlotið Karajanverðlaunin. — Jú, en það hafði ekki svo mikil áhrif á minn feril, svaraði hann. Það sem hefur haft mest áhrif á minn listræna þroska, var árið mitt sem aðstoðarhljómsveit- arstjóri hjá Georg Solti, stjórn- anda hljómsveitarinnar í Convent Garden. Þetta var árið 1973. Ég hafði stjórnað sinfóníuhljómsveit- um, en hafði enga reynslu af óperum. Hann var þá að vinna að Carmen og fleiri stórum óperum. Ég lærði meira af því að horfa á hann vinna en af nokkrum öðrum manni á lífsferli mínum. Arum saman sat ég þó hjá hljómsveit- inni í Metropolitanóperunni í New York og fylgdist með öllum stjórn- endum stjórna margvíslegum verkum, svo sem Wozek, Rósakav- alerunum, Tristan og Fidelio svo eitthvað sé nefnt. Tveim síðast- töldu verkunum stjórnaði Karl Böhm. Þarna var t.d. Bernstein og Eric Liensdorf, sem var hreinasta afbragð sem stjórnandi. Hann var svo öruggur. Ég sá hann aldrei gera minnstu mistök. Þetta var gagnlegt, en með Solti var ég undir smásjánni og lærði alveg ótrúlega mikið á því. Árin í New York var ég stjórnandi Prince- ton-sinfóníuhljómsveitarinnar og taldi ekki eftir mér að fara niður til New York til að sitja þarna á kvöldinn og horfa á þá stjórna hjá Metropolitan. Gerði það þegar ég gat því við komið, allt þangað til nýju stjórnendurnir komu og settu nýjar reglur. Þá var búið með það. En meðan leyft var að ég sæti í hljómsveitinni þurfti ég að vera í kjólfötum eins og hljóðfæraleikar- arnir. Stóllinn minn var við trommurnar svo ég sat í öllum gauraganginum, þegar þær fóru af stað, og hafði trombónana fyrir aftan mig, segir Solti og hlær að minningunum um þetta. Sue Peters segist sleppa við að borga sig inn á Metropolitan, því hún hafi unnið með svo mörgum söngvaranna þar, og þekki stjórn- endurna. Aftur á móti sé það regla heima hjá henni í San Fransisco, að aldrei sé látinn frímiði, hversu frægur sem gesturinn er, enda sé það víst önnur af tveimur óperum í heiminum, sem skili ágóða. En San Fransisco-óperan hefur stutt- an sýningartíma, aðeins fáa mán- uði á ári, og því sagðist hún sjálf geta haft sína hentisemi og unnið annars staðar þar fyrir utan. Gilbert Levine starfar nú sem stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar- innar í Norfolk en hann fer líka víða um. Tildrög þess að hann fór að koma til íslands eru þau, að hann hafði kynnst Jóni Sen og stanzaði því hér einn dag, er hann átti leið um, til að hitta hann. Jón sagði þá! Þú verður að koma aftur og stjórna hljómsveitinni! Og það var í janúar 1979. Það var mitt í skammdeginu, og svo dimmt, að hann segist hafa átt erfitt með að koma sér á fætur á morgnana. En fólkið var svo yndislegt, bætir hann við. Hér hefi ég fundið svo mikla hlýju og vinsemd. Og Sue Peters tekur undir það. Það fer ekki á milli mála að þeim líkar vel við Islendinga. Frá því Levine var hér síðast við að stjórna Sinfóníuhljómsveitinni, hefur hann m.a. verið í London og stjórnað Royal Philharmoniu- hljómsveitinni, í Svíþjóð og Ham- borg hjá NDR. Þegar hann fer héðan í þetta sinn eftir miðjan febrúar, fer hann til Berlínar til að „deputera" þar. Verða þá ekki nema þessir tvennir tónleikar á La Traviata? J-a, ef verður uppselt á þessa tvennu tónleika og áhugi mikill, þá væri hugsanlega hægt að end- urtaka þá þegar ég kem frá Berlín viku síðar á leið'vestur um. Hvað um það, þetta starf hér hefur verið svo ánægjulegt, og gengið svo vel segir Levine að lokum, að við erum jafnvel farnir að gæla við þá hugmynd að taka fyrir aðra óperu á næsta ári. Það er alltaf gaman að koma hér og stjórna Sinfóníuhljómsveitinni, en þetta hefur verið hreinasta unun. — E.Pá. í grein minni í Morgunblaðinu 24. janúar sl., um eitt og annað úr Rauðasandshreppi á árinu 1979. gat ég meðal annars um borun í Látravatni, sem ég hefði ekki frétt um árangur af, eða raunverulegan tilgang borunar- innar. Nú hefir Leó Kristjánsson, Dunhaga 3, Reykjavík, verið svo vinsamlegur að bæta úr þessu. Hann segir í bréfi til undirritaðs forgangsmann sýnatökunnar. Roy Thompson frá Edinborg. vera í leyfi fratvenjulegum rann- sóknarstörfum sínum'í vetur. en taka til við kjarnana sem hann safnaði hér næsta sumar eða haust. Megintilgang rannsóknanna segir hann vera að kanna breyt- ingar á stefnu segulsviðs jarðar, sem orðið hafa síðastliðin nokkur þúsund ár. Hagstæðast segir hann að gera slíkar mælingar á vatna- seti, sem hægt er að aldursgreina FRAMKVÆMDASTJÓRI Sinfón- íuhljómsveitar íslands sagði í út- varpsviðtali í gærkvöldi og lætur hafa eftir sér í viðtali í Morgun- blaðinu í dag, að fyrirhugaður flutningur óperunnar „La tra- viata“, sé fyrsti óperuflutningur, sem Sinfóníuhljómsveitin standi fyrir. Þetta er ekki rétt, og þótt litlu skipti ef til vill, þykir mér ástæða til að leiðrétta þetta. v Vorið 1958 flutti Sinfóníu- hljómsveitin óperuna „Carmen“ eftir Bizet á tónleikum í Austur- bæjarbíói, og var það í fyrsta skipti sem óperan var flutt hér með þeim hætti. Stjórnandi var þýzki hljómsveitarstjórinn Wil- helm Brukner-Riiggeberg, í titil- hlutverkinu var bandaríska söng- konan Gloria Lane, en íslenzkir söngvarar í öðrum hlutverkum, meðal þeirra Stefán íslandi, sem þá var enr- starfandi við Konung- lega leikhúsið í Kaupmannahöfn, í hlutverki Don José. Þessi nýjung ÁFENGISVARNANEFND Hafn- arfjarðar hefur gert svofellda ályktun. þar sem mótmælt er reglugerð um sölu bjórs í Fríhöfn- inni til farþega. sem koma hingað til lands: „Afengisvarnanefnd Hafnar- fjarðar mótmælir harðlega nýút- gefinni reglugerð fjármálaráð- herra, þar sem hann leyfir stórauk- inn innflutning á áfengum bjór. Telur nefndin að innflutningur á bjór sterkari en 2'á % til neyslu meðal íslendinga sé með öllu með geilsakoli. Síðan sé hægt að nota niðurstöðurnar til að áætla aldur annarrra jarðlaga (fok- sands, hrauna o.fl.) útfrá segul- stefnunni. Leó segir íslendinga ekki hafa átt tæki til að taka eins langa setkjarna og dr. Thompson getur tekið, en telur ísl. visindamenn væntanlega geta skoðað kjarna hans þegar segulmælingum sé lokið. Bréfritari segir vonir standa til að þar fáist ýmsar upplýsingar um veðurfar, uppblástur lands, dýra- líf í vötnum, og útbreiðslu gos- öskulaga á undanförnum árþús- undum, og lofar undirrituðum nánari upplýsingum, þegar meira fréttist frá Edinborg. Þakka Leó Kristjánssyni upp- lýsingarnar og vinsamlegt bréf. Látrum, 3/2 1980. Þórður Jónsson átti mjög miklum vinsældum að fagna, og var óperan flutt að mig minnir alls tólf sinnum, fyrst á þessum vortónleikum og síðan aftur um haustið, vegna þess hve margir höfðu orðið frá að hverfa um vorið. Mun víst óhætt að fullyrða, að ekki hafi aðrir tón- leikar Sinfóníuhljómsveitarinnar til þessa dags verið sóttir af fleiri áheyrendum. Þetta dregur á engan hátt úr því framtaki, sem flutningurinn á „La traviata“ er, og vildi ég mega óska þess að hann tækist ekki miður en flutningurinn á „Carmen" gerði á sínum tíma. Ég hef alltaf talið, að fáar aðferðir væru vænlegri en þessi til að stækka áheyrendahóp hljómsveitarinnar, og fagna því að þráðurinn skuli tekinn upp aftur, enda þótt fyrstu sporin virðist flestum gleymd. Með þökk fyrir birtingu. 6. febrúar 1980. Jóit Þórarinsson. óheimill lögum samkvæmt og sala hans í Fríhöfninni á Keflavíkur- flugvelli til farþega og flugáhafna samrýmist ekki ísienskum lögum. Það getur ekki annað en leitt til siðleysis og upplausnar í þjóðfélag- inu gangi opinberir aðilar á undan í slíku virðingarleysi á lögum lands- ins. Áfengisvarnanefnd Hafnar- fjarðar skorar því á aðila, sem eiga að gæta laga og réttar í landinu að stöðva nú þegar þá sölu á áfengum bjór sem viðgengst í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli." „La traviata“ í Háskóla- bíói — Litil leiðrétting Mótmælir bjórnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.