Morgunblaðið - 07.02.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980 _______________________________2 1
1134 íbúðir
í smíðum í
Reykjavík
um áramót
Á SÍÐASTA ári var lokið bygg-
ingu húsnæðis í Reykjavík, sem
samtals telur 514.223 rúmmetra.
íbúðarhús telja 228.603 rúm-
metra, skólar og félagsheimili
23.041 rúmmetra, verzlunar- og
skrifstofuhúsnæði 71.313 rúm-
metra, iðnaðar-, verkstæðis- og
geymsluhús 106.909 rúmmetra
og bílskúrar og geymslur 84.357
rúmmetra.
Meðalstærð nýbyggðra íbúða er
ca. 436 rúmmetrar, en það er 26
rúmmetrum meira en árið 1978. I
smíðum um áramótin voru 1134
íbúðir, þar af 592 fokheldar eða
meira. A árinu var hafin bygging
á 536 nýjum íbúðum. Á síðasta
ári var lokið við 79 færri íbúðir
en 1978, en hins vegar hafin
bygging á 25 fleiri íbúðum en
1978. Á árinu samþykkti bygg-
inganefnd 113 áður gerðar íbúðir.
Friðjón og
Pálmi óráðn-
ir ennþá
ÞEIR Friðjón Þórðarson og
Pálmi Jónsson alþingismenn
höfðu í gærkvöldi ekki tekið
ákvörðun um það, hvort þeir
gerðust stuðningsmenn ríkis-
stjórnar Gunnars Thoroddsen
eða ekki.
Friðjón og Pálmi sátu í gær
fundi með stjórnarmyndunarað-
ilum og einnig áttu þeir fund með
Geir Hallgrímssyni, formanni
Sjálfstæðisflokksins, og Ólafi G.
Einarssyni, formanni þingflokks
sjálfstæðismanna. Hvorki Geir
Hallgrímsson né Ólafur G. Ein-
arsson vildu segja nokkuð af
þeim fundi og Mbi. tókst ekki að
ná í Friðjón, Pálma eða Eggert
Haukdal seint í gærkvöldi.
■
Sovétríkin
Sovétríkin eru stærsta ríki í
heimi, teygja sig vestan frá
Eystrasalti austur að Kyrrahafi
og 5000 km leið frá norðri til
suðurs. Það er fróðlegt að skoða
á korti hvernig þau hafa verið að
smástækka síðan þau urðu til.
Ártölin sýna það. Að forminu til
eru þetta, skv. stjórnarskrá Sov-
étríkjanna 1977, 15 sam-
bandsríki, 22,4 millj. ferkm.
Flest gengu þau endanlega í
ríkjasambandið 1922, þó ekki öll.
Og það er athyglisvert að ríkin
norðan við Afganistan, Kazak-
stan og Kirgizía voru síðust, ekki
fyrr en 1936, og Tadzhikistan
1929.
stœkka
jafnt
og þétt
Síðan hafa smám saman verið
innlimaðir bitar næst landa-'
mærunum. 1940 tóku Sovétmenn
að vestan Eistland, Lettland og
Lithaugaland. Einnig Moldavíu
eða Bessarabíu við landamæri
Rúmeníu, og 1944 fengu þeir
Karilíu á Kirjálasvæðinu frá
Finnum. Landamærin að vestan
liggja norðan frá Ishafi og suður
að Svartahafi að Noregi, Finn-
landi, Póllandi, Tékkóslóvakíu,
Ungverjalandi og Rúmeníu, þau
síðasttöldu austan járntjalds og
undir áhrifamætti þeirra, svo
sem sjá mátti þegar Rússar
réðust með her inn í Ungverja-
land 1956 og Tékkóslóvakíu 1968.
Að sunnan liggja Sovétríkin
að Tyrklandi, íran,- Afganistan,
Kína, Mongólíu og Kóreu. Mong-
ólía er á þeirra áhrifasvæði.
Fóru þeir fyrst að fara inn í
hana með her 1920—25 og oftar
síðan, svo sem 1932 og 1939. Og
nú hefur sovéskur her farið
suður yfir Afganistan. Þessi tvö
ríki eru því a.m.k. hálfinnlimuð.
Að austan hafa Sovétmenn
líka fengið viðbótarland. Tóku á
síðustu dögum heimsstyrjaldar-
innar síðari — eftir að atóm-
sprengjunni hafði verið varpað á
Japan — landsvæði og hafa ekki
síðan skilað Sakalínskaga og
Kúrileyjum.
Hér hefur þetta verið sett
niður á kort til glöggvunar.
Punktalínan sýnir landamæri
Sovétríkjanna.
Gunnar Thoroddsen um málefnasamninginn:
„Ekki ákveðið hvernig mál-
ið verður lagt fyrir þingflokk
Sjálfstæðisflokksins“
„í ALLAN dag höíum við unnið að gerð málefnasamn-
ings og þessu hefur skilað vel áfram,“ sagði Gunnar
Thoroddsen alþingismaður í samtali við Mbl. í gær
þegar blaðið ræddi við þrjá aðila í stjórnarmyndunar-
tilraunum Gunnars. „Þessu hefur skilað vel áfram,“
sagði Gunnar, „en hér er um að ræða nokkuð ítarlegar
málefnasamning um helztu þætti þjóðmála. Fyrst og
fremst um efnahagsmál og verðbólgu, en einnig önnur
mál, eflingu atvinnulífs o.fl. Við stefnum að því að ljúka
gerð málefnasamningsins í kvöld og að ríkisstjórnin
taki við völdum á föstudag.
„Heíur verið rætt um skipt-
ingu ráðuneyta?“
„Það hefur lítið verið rætt um
það mál.“
„Það hefur verið rætt um
hugsanlega stuðningsmenn þína.
Liggur fyrir hverjir þeir eru?“
„Eggert Haukdal hefur verið
með okkur á þessum fundum,
fylgzt með og tekið þátt í undir-
búningi. Þá hafa þeir Friðjón og
Pálmi verið með okkur í dag og
þeim hefur verið kynntur mál-
efnasamningurinn. Þeir hafa
einnig lagt til málanna, gefið
ábendingar og gert athugasemdir
við ýmsa þætti svo að gagn hefur
orðið að.“
„Þú hefur sagt, að þú ætlir að
leggja málefnasamninginn fyrir
þingflokk Sjálfstæðisflokksins
og kynna hann.“
„Hef ég sagt það? Ætli ég hafi
notað orðið að kynna? Það verður
ekki ákveðið hvernig því verður
háttað varðandi þingflokkinn fyrr
en málefnasamningurinn er til-
búinn."
„Hyggst þú leggja málefna-
samninginn fyrir flokksráðsfund
Sjálfstæðisflokksins n.k. sunnu
dag?“
„Það er ógerningur að segja til
um það í dag, það gerist svo margt
á hverjum degi. Ef þingflokkurinn
samþykkir að koma til samstarfs
um þessa stjórnarmyndun, þá
mun ég gera grein fyrir málinu af
minni hálfu á þingflokksfundi."
„Ef þú hyggst ákveða ríkis-
stjórnina á morgun, fimmtudag,
og ætlar að hún taki við völdum á
föstudag, er þá einhver timi til að
kynna þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins málið?“
„Það er ekki hægt að taka
neinar ákvarðanir á þessu stigi."
„Við fórum yfir málefnagrund-
völlinn á þingflokksfundi Fram-
sóknarflokksins í dag eins og hann
Eggert Haukdal kemur til stjórn-
armyndunarviðræðna að Lauga-
vegi 18 í gær.
liggur fyrir og gerum aðeins
örfáar athugasemdir við hann,“
sagði Steingrímur Hermannsson,
formaður Framsóknarflokksins, í
samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Það
verður annar þingflokksfundur
hjá okkur og framkvæmdastjórn í
fyrramálið kl. 10 og ég vona að
skipting ráðuneyta liggi þá fyrir
— hún þyrfti að gera það.“
„Málefnasamningurinn hefur
Hjörleifur Guttormsson og ólaf-
ur Ragnar Grímsson stika upp
Laugaveginn. Ljósm.Mbl.: ói.k.m.
verið ræddur á þingflokksfundi
Alþýðubandalagsins í dag, en mál-
ið er ekki afgreitt ennþá."
„Eruð þið sáttir við málefna-
samninginn. þótt hann sé ekki
afgreiddur ennþá?“
„Nei, en það verður annar þing-
flokksfundur kl. 10 í fyrramálið,
en ég veit ekki hvort málið verður
afgreitt þá.“