Morgunblaðið - 07.02.1980, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980
Ólafsvíkurenni milli Olafsvíkur og Kifs.
Fimm snjóflóð féllu á veginn undir Ólafsvíkurenni:
Veghefilliim stanzaði aðeins
steinsnar frá bjargbrúninni
Ólafsvik. fi. fohrúar.
LITLU munaði að stórslys yrði
þegar mikið snjóflóð féll á
veginn Ólafsvíkurenni. þar sem
veghefill var að ljúka við að
riðja veginn. Flóðið hreyf hefil-
inn með sér og feykti honum
um 20 metra niður snarhratta
hlíðina og staðnæmdist hann
ekki fyrr en steinsnar frá
bjargbrúninni. en þar cr um 50
metra hengiflug fram af niður í
sjó.
Þrátt fyrir erfiðar aðstæöur
tókst hefilstjóranum, Ríkharði
Hjörleifssyni, að komast út úr
heflinum lítt meiddur. Hann
hlaut aðeins skrámur hér og þar.
Annárs má segja að mikil
mildi var, að ekki urðu frekari
slys, því aðeins munaði hárs-
breidd, að annað snjóflóð hryfi
með sér sex fólksbíla, sem biðu
þess að vegurinn opnaðist.
Það var rétt um hádegið að
veghefillinn var sendur út í Enni
til að ryðja veginn, en það hafði
fennt mjög í driftir. Þeir sem á
eftir heflinum komu sögðu svo
frá, að hann hefði verið að ryðja
síðustu hindruninni úr vegi þeg-
ar flóðið kom æðandi framan á
hann. — „Flóðið feykti heflinum
svo eins og eldspýtustokki út af
veginum og áfram um 20 metra
niður undir bjargbrúnina".
Skriðan sjálf mun hafa verið
30—40 metra breið og mjög
þykk.
Er Ríkharður hafði komizt út
út heflinum ætlaði einn bílanna,
sem beið, að aka honum til
Ólafsvíkur, en þá féll stór
snjóskriða þar rétt hjá þannig
að bílarnir sex voru innilokaðir.
Það munaði því aðeins hárs-
breidd að stórslys yrði í því
tilviki.
Það var svo tveimur tímum
síðar, að stór grafa opnaði veg-
inn á nýjan leik við mjög slæmar
aðstæður, auk þess sem mikil
hætta var á því að ný flóð féllu.
Veginum var eftir þetta lokað
vegna slysahættu. Alls munu
fimm snjóskriður hafa fallið á
veginn í dag, en það er ekki svo
óalgengt yfir vetrartímann.
Hreppsnefndir Ólafsvíkur og
Neshrepps hafa ítrekað sent
stjórnvöldum óskir um aðgerðir
til að draga úr slysahættu í
Enninu, en því hefur lítt eða ekki
verið sinnt til þessa. — Helgi.
Búfé fækkaði veru-
lega á síðasta ári
SAMKVÆMT bráðabirgðauppgjöri forðagæzlumanna í
56 hreppum landins í 6 sýslum hefur orðið veruleg
fækkun búfjár á sl. ári og eru aðalástæður þess taldar
vera hin mikla ótíð sem var allt síðasta sumar, þannig
að mjög lítið náðist inn af góðum heyjum.
Nautpeningi hefur samkvæmt
uppgjörinu fækkað um 8,68% frá
fyrra ári, mjólkurkúm um 6,80%,
sauðfé um 10,68% og hrossum um
6.07%. —
£>
INNLENT
Þá hefur fariö fram könnun á
eftirtekju og kemur þar í ljós að
rýrnun eftirtekju á Suðurlandi
hefur verið um 3%, en um 20%
nyrðra, en um 12% reiknast rýrn-
un eftirtekju, mæld í næringar-
gildi fóðursins, í samanburði við
árið 1978.
Það er því reiknað með að fyrir
landið í heild reynist eftirtekju-
tapið milli ára vera um 12% og er
áætlað að tap bænda vegna þessa
nemi á fjórða milljarð króna.
Skattframtöl:
Eyðublöðin borin
út á næstu dögum
Framtalsfrestur óbreyttur, eða 25. febrúar n.k.
RÍKISSKATTSTJÓRI hefur nú
gefið öllum .skattstjórum lands-
ins fyrirmæli um að hefja dreif-
ingu hinna nýju framtalseyðu-
hlaða, sem prentuð hafa verið.
Sigurbjörn Þorbjörnsson ríkis-
skattstjóri sagði í samtali við Mbl.
að væntanlega yrði hafist handa
við dreifingu eyðublaðanna í
kringum næstu helgi og síðan í
kjölfarið yrðu gefnar út leiðbein-
ingar um framtalið, sem unnar
hafa verið af starfsmönnum ríkis-
skattstjóra.
Aðspurður sagði Sigurbjörn að
enn hefði ekki verið tekin nein
ákvörðun um frekari framtals-
frest, en samkvæmt síðustu
ákvörðun ber fólki að skila fram-
tölum sínum fyrir 25. febrúar n.k.
Landið sígur og
skjálftum linnir
á Kröflusvæðinu
SlÐUSTU sex daga hefur land sigið á Kröflusvæðinu og jarðskjálftum'
fækkað úr 20—30 á sólarhring í aðeins einn í gærdag. Landsigið er
mjög hægt ög var'varla merkjanlegt fyrst i stað og sambærilegt við
sig. sem varð á svæðinu fyrstu tíu dagana í desember, en að því sigi
loknu byrjaði land að rísa að nýju og hefur aldrei verið hærra en nú.
Þetta sig nú og það sem var í
desember eru mun minni en þessi
stóru sig undanfarin ár, þegar
kvikan hefur hlaupið um lengri
veg í norður eða suður, sagði Axel
Björnsson jarðeðlisfræðingur í
samtali við Mbl. í gær.
— Þannig er nú um breytta
hegðun að ræða og þróunin er
mjög hægfara, sagði hann. Þegar
hann var spurður hvort umbrot-
unum við Kröflu væri e.t.v. að
ljúka, svaraði hann því til, að
fleiri veltu þeim möguleika fyrir
sér.
— Það er einn möguleikinn að
svo sé, en ég held að enn sé of
snemmt að slá nokkru föstu um
það. Það veröur að fylgjast með
þessari þróun og sjá hvað gerist.
Sumir jarðvísindamenn halda því
fram, að þetta séu dauðateygjurn-
ar og aðrir að umbrotin séu að
breyta um eðli og áfram megi
vænta tíðinda af þessu svæði,
sagði Axel.
Þess má geta, að enn er
skjálftavakt í Reykjahlíð, en
jarðvísindamenn hugleiða nú
hvort leggja skuli til við Al-
mannavarnarráð, að sú öryggis-
vakt verði lögð niður.
ísafjörður:
íbúðarhús
eyðilagðist
í eldsvoða
HÚSIÐ við Mánagötu 2 á ísafirði,
sem er tvílyft íbúðarhús.
skemmdist mikið af völdum elds
og vatns í gærdag og má segja að
allt innbú tveggja fjölskyídna.
sem þar bjuggu, sé ónýtt.
Eldur kom upp í húsinu um
hálfsexleytið í gærdag og varð
húsið fljótlega alelda. Slökkvilið
Isafjarðar var þegar kallað á
staðinn og tók um klukkustund að
ráða niðurlögum eldsins.
Fóru nið-
ur um ís
á Þing-
vallavatni
ÍSINN á Pingvallavatni
hefur undanfarið verið
ha'ttulegur yfirferðar og
þá einkum á vatninu aust-
anverðu. Fyrir nokkrum
dögum varð það óhapp á
vatninu. að ísinn gaf sig
undan hjónum. sem þar
voru á ferð á vélsleða
ásamt fjögurra ára syni
sínum. Is var undir í vök-
inni. og hefur það trúlegast
orðið fólkinu til bjargar.
Hafði fólkið farið út á
vatnið til að vitja um net og
var þetta í þriðja skiptið.
sem þau fóru þeirra erinda.
Um hvað voru
þeir að tala?
GUÐMUNDUR .1. Guðmundsson
alþingismaður kom í gær að máli
við Morgunblaðið og vildi benda
á, að frá hendi Alþýðubandalags-
ins hafi viðræður, sem fram
hefðu farið við Alþýðuflokkinn,
og hann tók þátt i ásamt Þresti
Ólafssyni og Magnúsi H. Magn-
ússyni og Karli Steinari Guðna-
syni aðeins staðið um það að
freista þess að finna málefna-
grundvöll milli þessara tveggja
flokka, en ekki um nýsköpunar-
stjórn, eins og fram kom í
fréttaskýringu í Morgunblaðinu í
fyrradag.
Hins vegar er það ljóst, að
Magnús H. Magnússon og Karl
Steinar Guðnason áttu einnig í
viðræðum við sjálfstæðismenn á
þessum sama tíma. Alþýðuflokks-
mennirnir kynntu þær hugmynd-
ir, sem þar var rætt um sem
hugsanlegan grundvöll að nýsköp-
unarstjórn. Til þeirra viðræðna
voru nefndir af sjálfstæðis-
mönnum þeir Ólafur G. Einarsson
og Lárus Jónsson. Því er ljóst af
þessu, að um nýsköpunarviðræður
var að ræða milli Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks, en viðræður um
málefnagrundvöll milli Alþýðu-
bandalags og Alþýðuflokks. Ný-
sköpunarstjórn er eins og kunnugt
er samstjórn Sjálfstæðisflokks,
Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks.
Harður árekstur
MJÖG harður árekstur varð á
Vesturlandsvegi um klukkan 15 í
gærdag. Pick- up bifreið ók af-
leggjarann frá Skálatúnsheimil-
inu og út á Vesturlandsveginn og
lenti þá í árekstri við vörubifreið,
sem kom frá Reykjavík. Hentist
minni bifreiðin talsverðan spöl og
rotaðist ökumaðurinn. Hann var
fluttur á slysadeildina. Báðir
bílarnir skemmdust mikið.