Morgunblaðið - 07.02.1980, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980
M0RödK/-í6^_
KAFr/NU \ R
Þú veiddir hana! Nú skaltu
bara vinda að því bráðan bug
að steikja hana.
Ég er kominn á lappir —
kominn á lappir — kominn á
lappir!
Ég vann fimm milljónir!
Flöskuhálsar
og mengun
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Sem gjafari opnaði suður á
tveim gröndum með spilin að
neðan. Norður beitti þá einfaldri
samlagningu og sagði lokasögn-
ina. sex grönd.
Norður
S. K92
H. K93
T. ÁD6
L. 9864
Vestur
S. DG10
H. D874
T. 95
L. G1032
Austur
S. 8753
H. G62
T. G842
L. 75
Suður
S. Á64
H. Á105
T. K1073
L. ÁKD
Útspil spaðadrottning. Suður
tók slaginn heima og þegar í ljós
kom, að laufin skiptust ekki 3—3,
austur lét spaða, varð greinilega
að ná fjórum slögum á tígul. Og að
auki varð að beita vestur valdi, svo
hann gæfi eftir tök sín á svörtu
litunum. En hvernig?
Ef þvingun átti að nást varð að
gefa einn slag og fengi austur slag
á hjarta myndi hann spila spaða
og þá yrði ekki fyrir hendi inn-
koma á blindan á réttum tíma.
Suður fann laglega lausn á þessu.
En hún krafðist þess, að austur
ætti bara þrjú hjörtu og því fjora
tígla.
Eftir slagina þrjá á lauf tók
suður á ás og drottningu í tígli,
spilaði tígli á tíuna, og tók á
kónginn en vestur varð þá að iáta
tvö hjörtu og blindur mátti missa
eitt hjarta. Þar með vorU fimm
spil á hendi og óskastaðan að
koma. Hjartakóngur og ás fylgdu
og vestur lenti í óttalegri púka-
pressu þegar suður lagði hjartatí-
una á borðið.
COSPER
Maturinn var svo sem ekkert sérstakur, en tíma-
sprengjan — hún heppnaðist ágætlega!
„Heill og sæll, Velvakandi minn.
Áttu svolitla prentsvertu, sem
þú mátt sjá af, til þess að koma
eftirfarandi á framfæri?
Ég ætla ekki að taka fyrir, til
umræðu, nema örlítinn hluta af
Reykjavík, sem sé Laugavegs-
spottann frá Hlemmi að Sjón-
varpshöllinni.
1. Frá fleyg-gatnamótum Hverf-
isgötu og Laugavegar að
Mjólkurstöðinni þrengist gatan,
sem nú heitir Laugavegur, svo hún
myndar „flöskuháls".
2. Þarna um fer hér um bil einn
bíll á 3ja sekúnda millibili.
3. Gegnt Mjólkursamsölunni er
gangbraut, þar hafa bílar
(bílstjórar þeirra) ekið á fólk á
gangi þar yfir.
4. Væri ekki ráð að mála
gangbrautarmerki á akbrautina?
Það er ekki alltaf snjór á henni.
5. Og banna framúrakstur á
þessum spotta og mála einnig slíkt
bannmerki á götuna. Ósk mín að
umferðarmerki séu máluð á göt-
una, er vegna þess að mér virðist
að sumir ökumenn hafi augun
langt fyrir neðan sjóndeildar-
hringinn og sjá þess vegna ekki
þessi háu umferðarmerki á stólp-
unum.
6. í áðurnefndum „flöskuhálsi",
frá Þverholti að Mjólkurstöðinni,
er eins og áður segir mikil og hröð
bílaumferð og þar af leiðandi
Vestur Norður S. K9 H. - T. - L. 9 Austur
S. G10 S. 87
H. - H. G
T. - T. -
L. G L. -
Suður S. 64 H. 10 T. - L. - Greyið mátti ekkert spil missa
og blindur tók síðustu slagina.
Maigret og vínkaupmaðurinn
39
— í fötum hans sem voru
mér send 'var lyklakippa. Ég
býst við að þar hafi einnig verið
lykillinn að peningaskápnum
en ég hugaði ekkert að þvi.
— Ég ætla ekki að trufla
yður meira að sinni. en jafn-
skjótt og jarðarförin er um
garð gengin ...
— Þér getið bara hringt í
mig sejnni partinn á morgun.
— Ég leyfi mér að biðja yður
að farga ekki neinu ...
Skyldi ekki forvitnin verða
annríkinu yfirsterkari svo að
hún færi í skápinn í dag og
athugaði hvað þar væri að
finna.
Síðan hringdi hann í Gíraff-
ann.
— Ifvernig gengur?
— Því skyldi það ekki ganga
vel?
— Mér er tjáð að yður hafi
verið hoðið í jarðarförina.
— Já. hún hringdi í mig. Ég
hafði ekki búizt við því. Ég
hafði á tilfinningunni. að henni
gcðjaðist ekki að mér.
— Segið mér, er peninga-
skápur á Quai de Charenton.
— Já, í skrifstofu bé)khaldar-
ans.
— Hver er með lykilinn að
honum?
— Náttúrlega bókarinn og
væntanlega hefur Oscar sjálfur
haft lykil.
— Vitið þér hvort hann
gcymdi einkabréf þar?
— Það hcld ég ekki. Þegar
honum bárust slík bréf reif
hann þau annað hvort i ta-tlur
eða stakk þeim í vasann.
— Viljið þér samt spyrja
bokarann og segja mér svar
hans. Ég bíð.
Ifann notaði tækifærið að
kveikja sér í pípunni. Nokkrum
minútum síðar kom hún aftur.
— Eruð þér þarna enn?
- Já.
— Þetta var ‘rétt hjá mér.
Það er ekkert í skápnum annað
en skjöl og dálítið í seðlum.
Bókarinn veit ekki einu sinni
hvort Chabut hafði lykla. Það
er víst frekar að hr. Lepretrc
hafi lykil.
— Þakka yður fyrir.
— Verðið þér við útförina?
— Ég geri ekki ráð fyrir því.
Mér hefur ekki verið boðið.
— Það hafa allir leyfi til að
ganga inn i kirkju.
Hann lagði tólið á. Hann var
enn þungur í höfðinu. en skapið
var betra en um morguninn.
Hann gekk inn til samstarís-
manna sinna. Lapointe sat þar
og skrifaði skýrsluna sína í
óðaönn. Ilann pikkaði á ritvél
og notaði aðeins tvo fingur en
hann var eldfljótur samt.
— Ég fékk heimsókn áðan.
sagði Maigret. — Það var lista-
verkabókaforleggjarinn.
— Ilvað vildi hann?
— Fá einhver bréf aftur. Það
er alveg ófyrirgefanlegt að ég
skyldi ekki hugsa út í þau bréf
sem Chabut hefur fengið. Þar
ga>ti verið að finna eitthvað sem
kynni að leiða eitthvað í ljós.
Það á meðal annars við um bréf
Caucassons. Hann skrifaði til
að biðja Chahut um peninga.
Eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslensku
— Vegna þess að Chabut var
í tygjum við konu hans?
— Caucasson kom einu sinni
að þeim. Reyndar hélt hann nú
víst um tíma við Jeanne Chabut.
En þetta er athyglisvert og það
gæti verið að við kæmumst á
snoðir um hitt og annað ef við
næðum í bréfin ...
— Ilvar cr þau að finna?
— Væntanlega i pcninga-
skáp sem er byggður inn í
vegginn bak við málverkið af
honum sjálfum á heimili hans.
— Ilefur kona hans lesið
þau?
— Mér skilst hún hafi ekki
látið sér detta í hug að gá í
skápinn. Ilún fann af tilviljun
lykilinn að honum í flíkum
þeim sem voru sendar heim til
hennar og maður hennar var
klæddur á miðvikudaginn.
— Hafið þér rætt þetta við
hana?
— Já og ég er viss um að hún
opnar skápinn og tckur bréfin
og les þau i kvöld. Jarðarförin
er á morgun. Það verða bara
nokkrir útvaldir viðstaddir og