Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 37
MnwfílINBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ^vfíéim mikið slit á vegi og hjólbörðum, er safnast saman í aurrastir, sem síðan þrýstast undan hjólbörðun- um, ata húsin, vegfarendur og gangstéttir auri. Þú ættir að líta á þetta, Velvakandi minn. 7. Höldum við síðan inn að Sjónvarpshöll, þá sjáum við, þegar rignir, að frárennsli frá akbraut- inni er ófullnægjandi. Ágjöf af vatni blönduðu steinmylsnu, as- falti og fleiru, gengur langt yfir gangbrautina og á gangandi veg- farendur. 8. Þegar slíkt ástand er ætti að setja upp skilti til aðvörunar gangandi vegfarendum. Hlé. Þegar ég tók aftur til við þetta verkefni, var kominn þurrkur með roki og síðan logni. Þá breyttist auðvitað sviðið á sömu stöðum. I stað aurslettna á hús, gangstéttir og vegfarendur fáum við þessa blöndu þurrkaða ofan í lungu. Ekki veitir af, því af stein- og örefnum er ekki nóg í venjulegu fæði, er það? Ég vil nú samt kalla þetta mengun, lyktar- og bragð- lausa mengun. Ef til vill er ekki orð á þessu gerandi samanborið við „peningalyktina"? Velvakandi minn, ég bað þig hér á undan að líta áðurnefndan hluta úr Reykjavík í bleytu. Nú bið ég þig að skoða staðinn einnig í þurrki, en hafðu með þér rykgrímu og láttu síuna á vog fyrir og eftir komuna. Svo þakka ég þér fyrirhöfnina. Sig. H. Ólafsson.“ Þessir hringdu . . . • Hlutleysi Alberts, Einar Þ. Mathiesen: „Mér eins og mörgum öðrum hafa þótt broslegar skýringar og rökstuðningur Alberts Guð- mundssonar á fyrirheiti sínu um að verja vantrausti ríkisstjórn sem Gunnar Thoroddsen myndi mynda með Framsókn og komm- únistum. Albert segir m.a. að nauðsyn- legt sé vegna sveitarfélaganna í landinu að mynduð verði stjórn til að afgreidd verði fjárlög sem fyrst á Alþingi. Því þá fyrst verði hægt fyrir sveitarfélögin að ganga frá sínum fjárhagsáætlunum. Vissu- lega er það rétt að knýjandi er orðið að hefja störf á Alþingi en hver trúir því að Albert Guð- mundsson beri hag sveitarfélag- anna úti á landi fyrir brjósti? Hvað eru mörg ár síðan Albert Guðmundsson barðist hatramm- lega á móti því í borgarstjórn Reykjavíkur að samningur yrði gerður milli Hitaveitu Reykja- víkur og nágrannasveitarfélag- anna um lagningu hitaveitu í Hafnarfjörð, Kópavog og Garða- bæ? Til hagsbóta fyrir íbúa þess- ara byggðarlaga og til hagkvæmni fyrir rekstur Hitaveitu Reykja- víkur. Hvar var þá hagur ná- grannanna? Eitt er víst að Albert Guðmundsson bar hann ekki fyrir brjósti þá. Albert Guðmundsson er til- búinn að veita ríkisstjórn sem Gunnar Thoroddsen myndar með Framsókn og kommúnistum hlut- leysi til að verja hana vantrausti án þess að hafa augum litið væntanlegan málefnasamning stjórnarinnar og þetta gerir Al- bert með bréfi svona fyrirfram. Hvaða samræmi er nú í þessari afstöðu og afstöðu þeirri sem Albert Guðmundsson tók er stjórn Geirs Hallgrímssonar var mynduð 1974 og Albert treysti sér ekki til að styðja vegna þess að Sjálfstæð- isflokkurinn ætlaði í samstarf við Framsóknarflokkinn og í öðru lagi vegna þess að sjálfstæðisflokkur- inn fékk ekki viðskiptamál í þeirri ríkisstjórn. Nú er hægt að gefa fyrirheit sitt blindandi vitandi það að í þessari ríkisstjórn koma kommúnistar til með að fara með viðskiptamálin. Ég spyr: Hvar er samræmið? Af framansögðu má sjá að Albert Guðmundsson er ekki sér- staklega að hugsa um þjóðarheill þessa dagana. Persónulegur metn- aður ræður fyrst og fremst því að Albert Guðmundsson frambjóð- andi til forsetakjörs og Gunnar Thoroddsen hafa gert með sér gagnkvæmt stuðningsbandalag. Gunnar Thoroddsen styður Albert Guðmundsson í forsetakosningun- um og í staðinn verður Albert Guðmundsson að styðja Gunnar Thoroddsen. Hér er það metnað- argirnd þessara tveggja manna, sem ræður fyrst og fremst." SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Reykjavíkur 1980 kom þessi staða upp í skák þeirra Gylfa Gylfasonar og Karls Þor- steins, sem hafði svart og átti leik. 24. ... Hxe5! og hvítur gafst upp, því að eftir 25. dxe5 — Bd8, fellur hvíta drottningin. 24.... Bd8 hefði hins vegar verið mjög slæmt vegna 25. Rxc6+. HÖGNI HREKKVÍSI RUSL“/f it ,\W/. 1980 McNaught Synd., Inc. iþÁ ££ KAFFIHtélÐ tbú 10 'i P46. . . ’ Karlmannaföt frá kr. 16.900 Terylenebuxur kr. 9.450 Terylenefrakkar frá kr. 9.900 Kuldaúlpur kr. 17.750 Kuldajakkar kr. 16.900 og 18.700 Prjónavesti, hneppt meö vösum kr. 4.950 o.m.fl. ódýrt Andrés, herradeild, Skólavörðustíg 22. Útsala — Útsala Mikil verðlækkun. Glugginn, Laugaveg 49. Sýningarskáli Kaupstefnunnar hf. er stendur við Laugardalshöll, er til sölu. Afhending að lokinni næstu sýningu Heimilið '80 er haldin verður dagana 22. ágúst - 7. september n. k. Upplýsingar veittar í síma 11517 KAUPSTEFNAN REYKJAVtK HF K)00-1200m’ STÁLGRINDARHÚS TIL SÖLU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.