Morgunblaðið - 07.02.1980, Page 38

Morgunblaðið - 07.02.1980, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980 • Sigurftur Gunnarsson og félagar hans í Víkingi innbyrtu tvö auðveid stig í Firðinum í gærkvöldi. Ekki glæta hjá slökum Haukum Evrópukeppnin í handknattleik Draumur Vals rættist — drógst á móti spænsku meisturunum MÓTHERJAR íslandsmeistara Vals í undanúrslitum Evrópumeistara- keppninnar í handknattleik verða spænsku meistararnir Atletico Madrid. Og má segja að draumur Valsmanna hafi ræst því að þetta voru óskamótherjar þeirra í 4 liða úrslitunum. Vestur-þýzku meistararnir Grosswaldsted drógust á móti ungversku meisturunum Tatabanja. Möguleikar Vals eru því góðir á að komast í úrslit keppninnar takist liðinu vel upp í leikjum sínum á móti Spánverjun- um. Rétt er þó að vara við ofmikiili bjartsýni. Spænskur handknatt- leikur hefur verið í mjög rnikilli framför nú hin siðari ár. og höfum við íslendingar ekki sótt gull í greipar Spánverja í tveim síðustu landsleikjum þjóðanna, þeir töpuðust með 25 mörkum gegn 22, og í B-keppninni á Spáni í febrúar 1979 tapaði landsliðið með 19 mörkum gegn 15. Spænska landsliðið vann sér rétt til þátttöku á Ólympíuleik- unum í Moskvu og ekkert er til sparað að liðið nái þar sem bestum árangri. Það er því alveg ljóst að róður Vals verður ekki léttur því að í spænska liðinu eru ekki færri en átta landsliðsmenn. Þórður Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar Vals sagði í viðtali við Mbl. í gær að vissulega væru Valsmenn í sjöunda himni. — Að hinum liðunum ólöstuðum þá teljum við mesta möguleika á að sigra Spánverjana. En við skulum ekki gleyma því að spænska liðið sigraði dönsku meistarana létt og örugglega og sýnir það okkur styrkleika þeirra. Við munum leggja allt í sölurnar til þess að ná sem bestum árangri í leiknum, og ekkert verður til sparað að afla upplýsinga um liðið og leikmenn þess. Það gæti farið svo að Hilmar Björnsson færi til Spánar til að fylgjast með því þar. Við leggjum áherslu á að fyrri leikurinn fari fram 24. febrúar og síðari leikurinn hér heima 9. mars, en við höfum ekki sett okkur í samband við Spánverjana ennþá og því er allt óákveðið í þessum efnum. En málin munu skýrast fljótt, sagði Þórður að lokum. Jón H. Karlsson leikreyndasti maður Vals sagði: — Að dragast á móti Atletico Madrid gefur okkur mestar vonir um að komast í úrslitin í keppninni. En gleymum því ekki að handknattleikurinn á Spáni er góður, og það gæti farið svo að fólk yrði fyrir vonbrigðum með úrslitin í leikjum okkar. Það er betra fyrir okkur að leika fyrri leikinn á útivelli, hann kemur til með að skipta höfuðmáli. -þr. „Tel að Valsmenn eigi ekki möguleika“ — segir Viggó Sigurðsson EINS og kunnugt er leikur einn íslenskur landsliðsmaður í handknattleik, Viggó Sigurðsson, með spænska liðinu F.C. Barcelona við góðan orðstír. Við slógum á þráðinn til Viggós í gærdag og inntum hann cftir því hvaða möguleika hann teldi að Valsmenn ættu í leikjum sinum á móti spænsku meisturunum, og báðum hann að segja okkur hvcrjir væru helstu kostir þessa liðs sem Valsmcnn þurfa að leggja að velli til þcss að komast í úrslitaleik Evrópumeistarakeppninnar í handknattleik. Haukar:Víkingur 20:24 STIGIN voru aldrei í hættu hjá Víkingum er þeir sóttu Ilauka heim í Fjörðinn í gærkvöldi. Öruggur fjögurra marka sigur var útkoman 24—20 fyrir Víking. eftir að staðan í hálfleik hafði vcrið 12—8 fyrir Víking. Það var aldrei hin minnsta spenna í leik þessum, Víkingarn- ir voru hreinlega allt of góðir fyrir Kauka og eini Ijósi punktur- inn hjá þeim var, að Hörður Harðar virðist vera að ná sér á strik eftir afleitan vetur. Gegn lakari liðum en Víking er ekki ólíklegt að það færi þeim eitthvað af stigum í næstu lcikjum. Eftir tíðindalitlar fimm fyrstu mínútur, fór hraðaupphlaupa- maskínan í gang hjá Víkingi og áður en langt var um liðið var staðan orðin 7—2. Þá kom ein af þessum dæmigerðu Haukasveifl- um þeir skoruðu næstu fimm mörkin, þar af Hörður fjögur, og jöfnuðu 7—7, en þá voru sex mínútur til leikhlés. Víkingarnir sigu þá fram úr á nýjan leik og voru fjórum mörkum yfir í hálf- leik. Síðari hálfleikur var síðan tíðindalítill, Víkingar héldu sínum hlut, þrátt fyrir að Haukarnir beittu óvenjulegri vörn, 3—3, og síðan „Hilmarsbragðinu" að taka tvo leikmenn Víkings úr umferð. Þetta féll um sjálft sig, það hindraði að vísu sum kerfi Víkinga, en þá var bara tekið til við gegnumbrot og hornaspil í staðinn, svo ekki sé minnzt á hraðaupphlaupin. Það var lengst af meistarabrag- ur á leik Víkings og höfðu Hauk- arnir ekki roð við þeim. Þorbergur Aðalsteinsson fór á kostum og lék einn sinn bezta leik í langan tíma. Þá var Jens mjög góður í markinu, varði 17 skot í leiknum. Páll og Árni voru einnig mjög sterkir, en annars var liðið jafnt. Hjá Hauk- um bar Gunnar Einarsson mark- vörður af. Hann varði 18 skot í leiknum, þar á meðal þrjú víti, og er niðurdrepandi fyrir veslings Gunnar að sýna slíkan leik, en hafna samt í tapliði. Þá sýndi Hörður sinn bezta leik á vetrinum, Árni Hermannsson var einnig sleipur. j stuttu máli: íslandsmótið 1. deild Hafnarfirði Haukar—Víkingur 20—24 (8—12) Mörk Hauka: Hörður Harðarson 9/4, Árni Hermannsson 4/1, Stefán Jónsson 3, Andrés Kristjánsson 2, Árni Sverrisson og Júlíus Pálsson 1 mark hvor. Mörk Víkings: Þorbergur Aðal- steinsson 9/2, Páll Björgvinsson 5/1, Siguröur Gunnarsson 4/2, Ólaf- ur Jónsson, Árni Indriðason og Erlendur Hermannsson 2 mörk hver. Brottrekstur: Steinar, Páll, Er- lendur og Jens úr Víkingi í 2 mínútur hver, Höröur í Haukum í 2 mlnútur. Misheppnuð víti: Gunnar varði vítaköst Páls, Sigurðar og Þor- bergs, Höröur skaut einu í stöng. —89- — Það hefur töluvert verið skrifað um þetta hér í blöðunum og er greinilegt að Spánverjar óskuðu þess að fá Val sem mót- herja. Ég hafði það líka einhvern veginn á tilfinningunni að þessi tvö lið myndu dragast saman, sagði Viggó, og hélt svo áfram og sagði: — Ég er mjög ánægður með að fá samanburð á spænskum og íslenskum handknattleik. Ég tel að Valsmenn eigi ekki möguleika á að sigra þá í leiknum. Að mínu mati er þetta of sterkt lið fyrir þá. Mjög sterkt sóknarlið, með góðar skyttur bæði vinstri handar og ENGLENDINGAR voru ekki í vandræðum að sigra slakt lands- lið írska lýðveldisins í landsleik i knattspyrnu á Wembley i gær- kvöldi, en leikurinn var síðasti leikurinn í 4. riðli Evrópukeppn- innar í knattspyrnu og voru Englendingar fyrir löngu búnir að tryggja sér sigur í riðlinum. Englendingar skoruðu tvívegis gegn engu marki íra. Staðan i hálfleik var 1—0. Leikurinn þótti slakur i flesta staði, en snilldarframmistaða Kevins Keegan lífgaði mjög upp á molluna. Keegan skoraði bæði mörk enska liðsins. Það fyrra kom á 33. mínútu, er Terry McDermott hægri handar, góða hornamenn, góða miðjumenn sem dreifa spil- inu vel. Liðið leikur ákaflega hraðan bolta. Lítið er um línu- sendingar. Þeir spila ekki mikið leikkerfi, en mikið er um einstakl- ingsframtak. Byrjunarliðið hjá þeim er allt í landsliðinu. Átta menn sem léku með spænska landsliðinu í B-keppninni á síðasta ári, eru í liðinu. Mark- varsla liðsins er gloppótt, en varnarleikurinn getur verið mjög sterkur, harður og oft á tíðum góður. Þetta eru allt atvinnumenn sem eru í liðinu. Þeir hafa aðeins tapað einum leik það sem af er sendi fyrir markið, beint á kollinn á David Johnson. Hann skallaði rakleiðis á tærnar á Keegan, sem skoraði af stuttu færi. Síðara markið skoraði Keegan síðan á 74. mínútu, er hann vippaði knettin- um laglega yfir írska markvörð- inn. keppnistímabilinu. Gerðu svo jafntefli við F.C. Barcelona, 16— 16. Leikmenn æfa daglega, og gerð- ar eru miklar kröfur til getu þeirra. Liðið er mjög sterkt á útivelli og hefur mikla reynslu. Sló frönsku meistarana létt út, sigruðu þá með sjö marka mun á útivelli. Þetta er gott hraðaupp- hlaups lið, en það fer mjög í taugarnar á Spánverjum ef lið hanga á boltanum. Það er mikill plús fyrir Valsmenn, en ég get fullvissað þá um að róðurinn verður erfiður bæði heima og heiman, sagði Viggó. — Við í Barcelona eigum að leika gegn Atletico Madrid hinn 24. febrúar og segja má að það sé úrslitaleikurinn í deildarkeppn- inni hér. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli 16—16. Við erum enn í efsta sæti, en þeir fylgja fast á eftir. Mér hefur gengið ágætlega að undanförnu og verið með þetta 5 til 6 mörk í leik. Ég hef ekki tekið neina ákvörðun enn varðandi félagaskipti þegar keppnistímabil- inu lýkur hér. Mig langar til V-Þýskalands, hvað sem verður. Dave Johnson, sem lék þarna sinn fyrsta landsleik fyrir Eng- land í fimm ár, var borinn af leikvelli, illa slasaður í andliti eftir árekstur við írska markvörð- inn Gerry Peyton, sem éinnig varð að hverfa af leikvelli. Stutt gaman fyrir Johnson. Valur AÐALFUNDUR knattspyrnufé- lagsins Vals fer fram 14. febrúar n.k. að IHíðarenda og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Einkunnagjðfln LIÐ VÍKINGS: Jan Einarsson 4, Sígurður Gunnarsson 2, Árni Indriöason 3, Páll Björgvinsson 3, Þorbergur Aðalsteinsson 4, Erlendur Hermannsson 2, Ólafur Jónsson 2, Guömundur Guðmundsson 1, Kristján Sigmundsson 1, Steinar Birgisson 2. LID HAUKA: Gunnar Einarsson 4, Ingimar Haraldsson 1, Andés Kristjáns- son 2, Hörður Harðarson 3, Stefán Jónsson 2, Árni Hermannsson 3, Árni Sverrisson 1, Júlíus Páisson 1, Sigurgeir Marteinsson 1. DÓMARI: Óli Ólsen og Gunnar Kjartansson 3. -Þr. Keegan í miklum ham

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.