Morgunblaðið - 07.02.1980, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 07.02.1980, Qupperneq 40
^-Síminn á afgreiðslunni er %} 83033 lorðíwwMaijiiíí* Lækkar hitakostnaðinn FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1980 Feyenoord vill kaupa Asgeir Sigurvinsson IIOLLENZK daKblöð hafa undanfarna da>?a hirt fréttir þoss efnis, að knattspyrnufé- laiíið Feyenpord væri á hött- unum eftir Ás)jeiri Sigurvins- syni, sem Likur nú mcð helgíska félaginu Standard Liege. Þessi frétt harst Mbl. frá Ilollandi i gærkvöldi. 'fgja blöðin, að Feyenoord hafi hug á því að Asgeir taki stöðu hollenzka landsliðsmannsins Wim Jansen, sem hættir hjá Feyenoord í vor og fer til Bandaríkjanna. Leika Ásgeir og Pétur saman liði Feyenoord? Grímsstöðum á Fjöllum: Folaldið fannst eftir langa veru á öræfum Grímsstöðum á Fjöllum. 6. febrúar. FOLALD, sem hefur verið týnt frá því í haust, fannst loksins í dag við Fremstahól, mjög sunnar- lega á Fjöllum. Það var Vernharður í Möðrudal, sem á folaldið, sem fór við annan mann í morgun til þess að leita að því, en það hafði sézt við Grafarlönd vestur við Jökulsá fyrir skömmu. Folaldið er nú komið í hús hér á Grímsstöðum og er við „hestaheilsu". Það lítur hreint ótrúlega vel út miðað við aðstæður. Tíðarfar hefur verið gott hér undanfarnar vik- ur og færð þokkaleg. Hér hefur verið fært í Mý- vatnssveit á jeppum í all- an vetur og einstöku bíll farið austur yfir þótt sú leið sé talið ófær með öllu. Þá má geta þess að nokkuð vel hefur til tekist í búrekstri hér þrátt fyrir að útlitið væri dökkt í haust vegna heyleysis og af fólki hér er allt gott að frétta. — Benedikt Segja blöðin ennfremur, að Feye- noord hafi fullan hug á því að reyna að kaupa Ásgeir, þótt vitað sé að hann muni kosta stórfé. Ásgeir sem nú er 24 ára gamall, hefur verið atvinnuknattspyrnu- maður í Belgíu síðan árið 1973. Annar íslenzkur knattspyrnu- maður, Pétur Pétursson, leikur sem kunnugt er með Feyenoord og er hann nú markhæsti leikmaður liðsins og jafnframt markhæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í Hollandi. Morgunblaðið reyndi í gær- kvöldi að ná tali af Ásgeiri, en tókst ekki. Stjórnarmyndunarviðræður Gunnars Thor- oddsens, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags héldu áfram í gær og sátu þeir Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson viðræðufundi og kynntu sér efni málefnasamningsins. Á þessari mynd, sem Ol.K.M. tók á fundi eftir hádegi, eru f.v.: Gunnar Thoroddsen, Pálmi Jónsson, Eggert Haukdal, Jón Helgason, Tómas Árnason, Steingrímur Her- mannsson og Svavar Gestsson, en milli hans og Steingríms sátu Ólafur Ragnar Grímsson og Hjörleifur Guttormsson. Málefnasamningur ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens: Kaupgjald ekki lögákveðið, hámarkshækkun á verðlag MÁLEFNASAMNINGUR ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen er nú svo til fullgerður. í honum segir, að ekki megi setja lög um kaupgjald. ekki skerða kaupgjaldsvisitölu, ncma allir aðilar stjórnarinnar þrír samþykki. Ennfremur sé eigi heimilt að gera slíkt nema i fullu samráði við samtök Iaunafólks. Þá er ákveðið, að verðlag megi ekki hækka umfram ákveðin mörk, sem eru 8%, 7% og 5% á næstu þremur ársfjórðungum og vextir hækki ekki frekar en orðið er, en lækki með verðbólgustiginu. Þá segir. að afgreiða skuli greiðsluhallalaus fjárlög. í málefnasamningnum segir m.a.: „Ríkisstjórnin mun ekki setja lög um almenn laun, nema allir aðilar að ríkisstjórninni séu þar sammála, enda sé haft samráð við samtök launafólks. Hins vegar mun ríkisstjórnin leita eftir sam- komulagi við aðila vinnumarkaðar- ins um niðurstöður í kjarasamn- ingum, sem geta samrýmst barátt- unni gegn verðbólgu og þeirri stefnu stjórnarinnar, að jafna lífskjör og bæta kjör hinna lakast settu í þjóðfélaginu." „Til að draga úr almennum peningalaunahækkunum er ríkis- stjórnin reiðubúin til þess í tengsl- um við kjarasamninga að beita sér fyrir eftirtöldum ráðstöfunum: Árin 1980 til 1981 verði tryggðir a.m.k. 5 til 7 milljarðar, er renni m.a. til eftirtalinna verkefna: bygg- ingar verkamannabústaða, íbúða á vegum sveitarfélaga og bygginga- samvinnufélaga, nýbyggingar hjúkrunar- og dvalarheimilis aldr- aðra, dagvistunarheimila. Athuguð verði í þessu sambandi niðurfelling útsvars af lægstu tekjum og sjúkratryggingagjalds. Frá 1. júní hækki tekjutrygging aldraðra og öryrkja umfram verðbætur og sömuleiðis frá 1. júní 1981.“ Þá er sagt, að sett skuli löggjöf um nýtt húsnæðislánakerfi. Settar eru hömlur á hækkun verðlags, sem eru mjög svipaðs eðlis og tillögur Framsóknarflokks- ins. Er verðlag þar bundið næstu þrjá ársfjórðunga við 8%, 7% og 5%. Sjá viðtal við Gunnar Thoroddsen um málefna- samninginn og þingflokk Sjálfstæðisflokksins á mið- opnu. Garðar Sigurösson um málefnasamninginn: „Ýmislegt sem ég er aBs ekki ánægður með“ „ÉG SAMÞYKKI enga hluti fyrirfram,“ sagði Garðar Sig- urðsson, alþingismaður Alþýðu- bandalagsins. i samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, þegar hann var inntur eftir áliti á þeim málefnasamningi, sem unnið hef- ur verið með í tilraunum til myndunar ríkisstjórnar siðustu daga. „Ég samþykkti að þessi mögu* leiki yrði kannaður," sagði Garð- ar, „en það er ennþá verið að bítast um ýmis atriði og því er ekki hægt að neita, að það er ýmislegt í þessu, sem ég er alls ekki ánægður með.“ ,fiim og hendi vœri veifað og hefiUinn hentist af stað“ „ÞAÐ VAR eins og hendi væri veifað þegar ég var að komast í gegnum síðustu hindrunina á veginum að hefillinn hentist af stað með flóðinu,“ sagði Ríkharður Hjörleifsson veghef- ilsstjóri, sem lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu í gær- dag, að stórt snjóflóð féll á hann, þar sem hann var að ryðja veginn undir Ólafsvikur- enni í samtali við Mbl. „Hefillinn hentist áfram með flóðinu um 20 metra niður bratta hlíðina og stöðvaðist Joks sagði Ríkharð- ur Hjörleifsson sem slapp naumlega úr snjóflóði undir Ólafsvikurenni í klettabelti rétt fyrir ofan sjálfa bjargbrúnina, þannig að það mátti engu muna að ég færi fram af,“ sagði Ríkharður enn- fremur. — Reiknaðir þú með því að dagar þínir væru taldir þegar allt fór af stað? „Nei, ég var mjög rólegur, enda hef ég oft hugsað um það, hvað ég mund gera ef ég lenti í snjóflóði. Ég gerði mér því dálitla grein fyrir því hvað myndi gerast," sagði Ríkharður. Aðspurður hvort hann hefði slasazt sagði Ríkharður, að hann hefði aðeins fengið skrámur hér og þar, en rúður hefilsins hefðu brotnað í öllum hamaganginum og hurðin gengið inn. „Ég komst síðan út um einn gluggann og upp á þak, en hefillinn stóð að hluta til upp úr flóðinu. Það mátti svo engu muna að illa færi þegar við vorum á leiðinni inn til Ólafsvík- ur, en þá féll annað snjóflóð á veginn rétt fyrir framan okkur," sagði Ríkharður að síðustu. Sjá einnig — „Veghefillinn stoppaði aðeins ...“ bls. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.