Morgunblaðið - 13.02.1980, Side 28

Morgunblaðið - 13.02.1980, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1980 VlEP '■ M0Röjk,-/3v;( nvncruFV’ kawnu \[ ! «2. ((/ _________________________ Hvenær lagast bankarnir? Segðu mér. þú ert búinn að vera hér hjá okkur í 15 ár. Hvers ÖlWöf ■IÐð. Djö... uppákoma er þetta annars — að ekkert pláss var í vagninum. Ég hélt að handbremsan væri þín megin! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Eflaust muna margir eftir hin- um spennandi lokamínútum Stórmóts Bridgefélags Reykja- víkur 1978 þegar sænsku Evrópu- meisturunum Göthe og Morath tókst að krækja í hin háu pen- ingaverðlaun á siðustu spilunum. Ari eftir komu sína hingað reyndu þeir að verja Evróputitil sinn í Lausanne í Sviss en tókst ekki. Norður gaf, allir utan hættu. Norður S. 9865 H. 75 T. DG8632 L. D Vestur Austur S. ÁKDG104 S. 732 H. Á1092 H. KG843 T. K9 T. Á54 L. 10 L. 73 Suður S. - H. D6 T. 107 L. ÁKG986542 Eftir tvö pöss opnaði suður á fimm laufum. Göthe var með spil vesturs og doblaði en Morath tók út í fimm hjörtu. Göthe leist þá vel á að spila sex spaða, sagði þá og þrjú pöss fylgdu. Útspil laufdrottning. Suður tók með kóng og spilaði næst ásnum sem vestur trompaði með háu og tók fjóra slagi á tromp. Síðan tígulkóngur og ás og þegar suður fylgdi þóttist vestur vita nóg. Hann tók næst á hjartaás og svínaði síðan hjarta. Þannig fór um þessa sjóferð, suður fékk á drottninguna, einn niður. Þessi frammistaða var nú varla Evrópumeistara sæmandi. Strax eftir slag nr. 2 var spilið í raun og veru upplagt. Vitað var um níu spil á hendi suðurs og aðeins þurfti að athuga hvernig hin spilin fjögur skiptust. Eyðan í ■ trompinu kom í ljós í næsta slag og þá var bara eftir að athuga hve marga tígla suður ætti. Kóngur, tígull á ásinn og þriðji tígullinn trompaður segir allt um skiptingu tíglanna og vitað verður, að hjartadrottningin mun koma í ás og kóng. Og hefði Göthe farið svona að hefði hann getað lagt spilin á borðið, skýrt frá að hann myndi ekki svína hjarta og and- stæðingarnir gefist upp möglun- arlaust. COSPER „Einhvern tíma áður hef ég séð um það fjallað í blöðum og kannski víðar, að bankarnir hefðu það til endurskoðunar að lengja opnunartíma sinn eftir að breyt- ingar voru gerðar á honum í haust. Ef einhver man það ekki þá er það þannig nú að allir bankar eru opnir á venjulegum skrifstofu- tíma (og varla það þó), en einn dag í viku er þó opnað í klukkustund milli 5 og 6 ef ég man rétt. Áður var þó oft eitthvert úti- búið opið framundir kl. 7 á kvöldin og menn sem unnu af einhverju viti gátu þá komist í bankann á heimleiðinni eða því sem næst. Ekki veit ég hvort þessi endur- skoðun á opnunartíma bankanna er vel a veg komin, en hún hefur að minnsta kosti ekki verið kunn- gerð lýðnum ennþá. Þess vegna langar mig til að spyrja hvenær bankarnir lagist, hvenær ætla þeir að hefja til vegs á ný þjónslund sína. Það er engu líkara, en maður þurfi að skríða fyrir þeim í öllum efnum, bæði hvað varðar lána- umsóknir og bara venjulega þjón- ustu. Það er orðið svo mikilvægt að komast í bankann nú orðið að það dugir ekkert minna en fá sér frí í vinnu til að geta litið þessar merku stofnanir augum á opnun- artíma þeirra. Mér finnst mjög áríðandi að bankarnir taki upp að nýju fyrra samband sitt við viðskiptamenn, venjulegt launafólk á í erfiðleik- um með að komast í banka með núverandi opnunarfyrirkomulagi og því hlýtur það að hugsa sig um tvisvar í framtíðinni áður en það fer að treysta þessum merku stofnunum fyrir aurum sínum. Aurarnir eru hvort eð er ekki svo miklir að bankinn þrífist ekki án þeirra, og kannski var það þetta, sem bankanir óskuðu eftir. Vona ég svo að bankarnir líti á þetta sem vinsamlega gagnrýni og tilmæli, en ekki eingöngu röfl frá óánægðum viðskiptavini. Launþegi." • Friðarstörf Sovétmanna „Ekki vantar Sovétmenn liðs- mennina hér á landi. Fréttamaður til margra ára vitnar og segist trúa þeim fyrir heimsfriðnum. Þeir hafa líka gætt hans vel eða hitt þó heldur. Mig langar til að gera smá úttekt á friðarstörfum Rússa eftir stríð. Þegar sósíalistarnir í Austur— Evrópu voru búnir að svíkja ætt- lönd sín í hendur Stalíns þá vildi hann meira. Hann lét loka Berlín og ætlaði að svelta 4 og hálfa milljón manna og hirða síðan. Þá CQSPER Þú ekur bara beint af augum og þá kemurðu að Brennerskarðinu! Maigret og vínkaupmaðurinn 44 stakt verk og sé fram á hversu glæsilegur árangur yrði af út- komu hennar. Það er ekki nokkur vafi á þvi, að ég myndi geta selt útgáfuréttinn síðar hæði til Bandaríkjanna og víðar. En til þess að geta komið henni út. þarf ég snarlega að fá 200 þúsund franka og ég á ekki svo mikið sem tíkall. Meg á smávegis. en það er varla meira en nokkur þúsund frankar. Getur þú aðstoðað mig og lagt fram þessa upphæð? Ég veit það er smámál fyrir þig. Þetta er í fyrsta skipti sem ég bið þig um peninga og mér finnst það fjarska óþægilegt. Ég hef rætt þetta við Meg og hún segir þú berir svo hiýjar tilfinningar til okkar að þú munir ekki neita að gera mér þennan greiða. Hringdu til mín eða sendu mér nokkur orð um hvenær við getum hitzt heima hjá þér eða á skrifstofunni. Ég skrifa undir hvað sem þú segir.“ — Það er nú hreinlega hægt að gubba yfir þessu. ekki satt? Maigret kveikti í pípunni og hún fékk sér sígarettu. — Þér veittuð athygli hvern- ig hann kemur Meg að. er það ekki? Ilitt bréfið er styttra. Það var handskrifað og eins og bréfritarinn hefði verið óstyrkur. JKæri vinur. Ég er undrandi yfir því að hafa enn ekki fengið svar við bréfi mínu. Ég varð að herða mig upp til að skrifa það. Það var mikii traustsyfirlýsing að skrifa svona hreinskilnislega. Síðan hafa málin gerst enn flóknari. Ég er með allháa víxla sem falla alveg á næstunni og það ga'ti orðið til þess að ég yrði að hadta öllu. ef ég get ekki staðið í skilum með þá. Meg. sem veit um alla erfið- leikana mína. tekur þetta mjög nærri sér og hún sárbað mig að skrifa þér aftur. Ég vona að þú munir sanna mér það að vinátta er ekki orðin tóm. Ég treysti á þig eins og þú getur treyst mér. Þinn einlægi og tryggi vin- ur.“ — Mér þætti fr<>ðlegt að vita hvort yður er ekki eins farið og mér að skynja leynda hótun að baki orða hans. — Jú. tautaði Maigret — ég held að það fari ekkert á milli mála. — Lesið nú bréf Meg. Hann greip eitt af handahófi. „Ástin mín hjartakær! Mér finnst eilífð síðan ég hef séð þig og þó hittumst við á mánudag í síðustu viku. Ó. hvað mér leið yndislega þegar ég hvildi í örmum þinum. þar sem ég er svo sæl og örugg. Eg sendi þér orð í íyrradag til að segja þér hvar og hvenær við gætum hitzt. Ég fór á venjulega stað- inn en þú komst ekki og Ma- dame Blanohe sagði að ekkert hefði heyrzt frá þér. Ég er óróleg. Ég veit að þú ert mjög önnum kafinn og margt sem kallar að hjá þér og ég veit lika Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á islensku að ég er ekki eina konan i lífi þínu. Ég er þó ekki afbrýðisöm — bara ef þú lætur mig ekki lönd og leið. því að ég þrái að þú þrýstir mér að brjósti þér — þá líður mér svo vel. Levfðu mér að heyra frá þér og það strax. Ég hið ekki um langt hréf, bara að þú segir mér hvenær við getum hitzt. Jean Luc er sem stendur afar áhyggjufullur. Hann langar til að gefa út bók sem hann telur að verði happ lífs hans. Ó. hann er svo litlaus og óspennandi samanborið við mann eins og þig! óteljandi kossar! Þín Meg.“ — Það eru mörg í þessum dúr og sum eru satt að segja óhugnanlega ástríðukennd. — Frá hvaða tíma er hið síðasta? — Skrifað rétt fyrir sumar- leyfið. — Hvar voruð þér i sumar? — í íbúð sem við eigum í Cannes. Oscar fór nokkrum sinnum flugleiðis til Parisar. í Cannes hittum við ýmsa kunn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.