Morgunblaðið - 15.02.1980, Qupperneq 1
32 SIÐUR
38. tbl. 67. árg.
FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
íslenzka ólympíuliðið geng-
ur framhjá Ólympíueldinum
í Lake Placid við upphaf
leikanna i fyrradag.
(AP-simamynd)
iCEUW
PiiHl
Afganistan:
Sovétherinn varp-
ar napalmi á þorp
Kabúl, 14. febrúar — AP.
ERLENDIR diplómatar i Aíg-
anistan segjast hafa orðið vitni
að því á mánudaginn var er
sovézk sprengjuþota af gerð-
inni Mig-23 varpaði mörgum
smásprengjuklösum til jarðar
við þorpið Cargha, sem er 20
kilómetra norður af Kabúl.
Hafi svart reykjarský lagzt
yfir staðinn eftir að sprengjun-
um var varpað og bendi yfir-
gnæfandi líkur til þess að um
napalm hafi verið að ræða.
Haft er eftir þessum heimildar-
mönnum, að öflugt fótgöngulið
með skriðdreka hafi þarna átt í
höggi við uppreisnarmenn innan
stjórnarhersins, og hafi mikið
mannfall orðið í bardaganum, sem
aðeins stóð í eina klukkustund og
lauk með fullum sigri Sovét-
manna.
í Badakshan í norðausturhluta
Afganistans fóru Sovétmenn hall-
oka í byrjun vikunnar þegar þeir
reyndu að ná bænum Fayzabad úr
höndum uppreisnarmanna úr
stjórnarhernum. Tókst uppreisn-
armönnum að verja bæinn, en
Sovétmenn sitja um hann og
halda honum í einangrun.
Bandaríkjastjórn telur sig hafa
sannanir fyrir því að Sovétmenn
hafi flutt fjölda afganskra fanga
til Sovétríkjanna að undanförnu,
og hefur skýringa verið krafizt af
fulltrúa Sovétríkjanna í mann-
réttindanefnd Sameinuðu þjóð-
anna.
Mikið mminfall
í N-Líbanon
Bcirút — 14. lebrúar — AP
TALIÐ er að mikið mannfall hafi
orðið í hörkubardaga milli fylk-
inga kristinna varaliðsmanna
norður af Beirút í dag, en síðan
sýrlenzku friðargæzlusveitirnar
boðuðu brottför sina frá Líbanon
i byrjun mánaðarins hefur mikil
ólga verið á þessum slóðum og
hvað eftir annað hefur slegið í
brýnu. 26 manns hafa fallið í
þessum átökum, fyrir utan þá,
Gíslunum sleppt áður
en rannsókn hefst?
Washington, Teheran, 14. febr. AP.
SEAN Macbride, Nóbelsverðlauna-
hafi og fyrrum utanríkisráðherra
írlands. segir samkomulag hafa
tekizt milli írana og Bandaríkja-
stjórnar um að gíslunum i banda-
riska sendiráðinu i Teheran verði
sleppt um leið — eða jafnvel áður
— en rannsókn hefjist á stjórnar-
ferli keisarans fyrrverandi fyrir
tilstilli Sameinuðu þjóðanna. Af
hálfu Bandaríkjastjórnar hefur
þessu ekki verið mótmælt, en hins
vegar er varað við of mikilli
bjartsýni, þar sem margt sé enn á
huldu um hverjar kröfur írans-
Tító dauðvona en
með fullri rænu
Belsrad — 14. febrúar. AP.
LÆKNAR Títós Júgóslaviuforseta
segja að ástand sjúklingsins sé
mjög alvarlegt, en svo djúpt í
árinni hafa þeir ekki tekið áður.
Greinilega er búizt við þvi að hinn
aldni þjóðarleiðtogi gefi upp önd-
ina þá og þegar, en i dag hraðaði
forsætisráðherra landsins sér heim
frá Austur-Þýzkalandi, degi fyrr en
ætlað var, og utanrikisráðherrann
hefur frestað för sinni til Indlands.
Haft er eftir mönnum, sem fylgj-
ast náið með framvindu mála, að
þótt búast megi við andláti forsetans
hvenær sem er, þá sé hann enn með
fullri rænu, og raunar megi búast
við því að hann kunni að lifa í
nokkra daga til viðbótar.
í dag minntust fjölmiðlar í fyrsta
skipti á varnarmátt Júgóslavíu frá
því að Tító veiktist, og var haft eftir
háttsettum mönnum innan hersins,
að varnarviðbúnaður landsins væri
svo öflugur að herinn væri fullkom-
lega fær um að reka af höndum sér
hvaða árásaraðila sem væri.
stjórnar raunverulega séu, og megi
fastlega búast við því að enginn
gislanna 50 verði látinn laus fyrr
en að loknum löngum og ströngum
samningaviðræðum.
Bani-Sadr, forseti írans, sagði í
dag að unnt væri að sleppa gíslunum
innan tveggja sólarhringa ef Banda-
ríkjastjórn gengi að öllum skilyrðum
stjórnar hans. Oljóst er hvaða kröf-
ur Bani-Sadr hafði í huga, en áður
hefur hann m.a. sagt, að ein krafan
væri sú að Bandaríkjastjórn viður-
kenndi að hafa framið glæpi í Iran.
Margt bendir til þess að samstaða
um frelsun gíslanna sé hvergi nærri
útkljáð mál í Teheran og að bylt-
ingarráðið sé í því efni erfiður ljár í
þúfu.
Macbride og talsmenn hjá Sam-
einuðu þjóðunum hafa sagt að hinni
alþjóðlegu rannsóknarnefnd verði
komið á svo fljótt sem auðið er, en
þeir hafa ekki viljað tiltaka ákveð-
inn tíma í því sambandi. Macbride
segir, að í nefndina komi sterklega
til greina fulltrúar frá Alsír, Mexíkó,
Bangladesh og fleiri ríkjum þriðja
heimsins, auk þess sem hann búist
sjálfur við að starfa í nefndinni
ásamt formanni sambands franskra
lögfræðinga. Macbride, sem hlaut
friðarverðlaun Nóbels fyrir að stilla
til friðar í Namibíu-deilunni, segir
það skilning sinn að Ayatollah
Khomeini hafi fyrir sitt leyti fallizt
á þá lausn málsins, sem nú sé í
sjónmáli. Carter forseti hefur lýst
ánægju sinni með rannsóknarnefnd-
ina, en af hálfu Bani-Sadr var það
eitt af þeim skilyrðum, sem Banda-
ríkjastjórn á að uppfylla.
sem létu lífið í bardaganum í dag,
en enn er ekki vitað hversu
margir þeir eru.
I Norður-Líbanon takast á
stuðningsmenn Franjiehs, fyrrum
forseta Líbanons, og varaliðsmenn
úr flokki falangista, en hinir
síðarnefndu segja, að menn Fran-
jiehs stefni að því að ná á sitt vald
svæðum þeim í fjallahéruðum í
norðurhlutanum, sem falangistar
hafa ráðið.
Klofningur í liði kristinna
manna, sem í borgarastyrjöldinni
í landinu áttu einkum í höggi við
vinstri sinnaða Palestínumenn,
kom upp á yfirborðið í júní 1978
þegar falangistar ruddust inn í
þorp Franjiehs og skutu til bana
33 íbúa, þar á meðal son Fran-
jiehs, tengdadóttur og þriggja ára
barn þeirra. Sagt er að Franjieh
hafi á valdi sínu 26 gísla úr liði
falangista. í Suður-Líbanon er
ástand mjög ótryggt, og er ljóst að
á báðum vígstöðvum færist aukin
heift í leikinn, en á laugardaginn
kemur ríkisstjórn landsins saman
til sérstaks fundar til að reyna að
koma á heildaráætlun um hvernig
helzt megi fá þá átján trúflokka
og stjórnmálahópa, sem í erjum
eiga í landinu, til að sitja á sátts
höfði.
Tyrkland:
Herlið gerði áhlaup
á spunaverksmiðju
Ankara, 14. febrúar. AP.
HUNDRUÐ hcrmanna gerðu i dag
áhlaup á spunaverksmiðju i
Smyrnu, með skriðdreka i broddi
fylkingar, og náðu þeir verksmiðj-
unni úr höndum vinstri sinnaðra
verkalýðsleiðtoga. Vinstri sinnar
höfðu náð henni á sitt vald og lokað
henni i mótmælaskyni við uppsagn-
ir hinnar nýju minnihlutastjórnar
Demirels, en uppsagnirnar tóku til
hundruða verkamanna. Verksmiðj-
an er rikisrekin, og segja yfirvöld i
Smyrnu að átökin i dag hafi ekki
verið mannskæð að öðru leyti en
þvi, að einn árásarmannanna hafl særzt
Víða í Tyrklandi er mikil ógla. í
hinum afskekktu austurhéruðum
hefur komið til átaka milli lögreglu
og fólks, sem var að mótmæla
verðhækkunum stjórnarinnar að
undanförnu, og í Istanbul má heita
að atvinnulífið hafi verið lamað í
gær, en þá voru flestar verzlanir og
fyrirtæki lokuð vegna sprengjuhót-
ana öfgasinnaðra andstæðinga
stjórnarinnar.
Franski herinn tók
Rainbow Warrior
Cherbourg, 14. febrúar. AP.
FRANSKI herinn tók Rainbow
Warrior í hafnarmynni Cher-
bourg i morgun. Var áhöfnin
tekin höndum, en siðdegis var
skipverjum sleppt að einum und-
anskildum og fékk togarinn að
láta úr höfn við svo búið. Höfðu
Rainbow Warrior-menn gert til-
raun til að hindra skip, sem var
að flytja kjarnorkuúrgang til
eyðingar i Frakklandi, i þvi að
leggjast að bryggju.
Frá því á mánudag hafði togar-
inn haldið sig utan landhelgi, en í
skjóli næturþoku veitti hann flutn-
ingaskipinu eftirför. Tvö frönsk
varðskip fylgdu flutningaskipinu
inn í höfnina, en sex menn úr
áhöfn Rainbow Warrior komu þá
upp að skipinu í tveimur gúmíbát-
um, og reyndu þeir að komast um
borð. Eftir nokkurt þóf voru menn-
irnir handteknir og Rainbow
Warrior og áhöfnin höfð í vörslu
hersins á meðan skipstjórinn, John
Castle, var yfirheyrður. Sá skip-
verja, sem nú er í vörzlu frönsku
lögreglunnar, heitir Bruce Cram-
ont, og er ekki vitað hvers vegna
honum var ekki sleppt með áhöfn-
inni.