Morgunblaðið - 15.02.1980, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980
Kauphækkunin
um mánaðamót-
in verður 6,67%
KAUPLAGSNEFND hefur reikn-
að vísitölu framfærslukostnaðar í
febrúarbyrjun og reyndist hún
vera 2.085 stig og haíði hækkað
um 174,39 stig frá því í nóvem-
berbyrjun. í prósentu er hækkun-
in 9,13%, sem orsakast af hækk-
un fjölmargra vöru- og þjónustu-
liða. innlendra og erlendra, m.a. í
Dregur úr
umbrotum
við Kröflu
„HÉR ER lítið að frétta og
heldur er að draga úr virkninni
aftur í dag, hún var minni í dag
en í nótt,“ sagði Páll Einarsson
jarðfræðingur í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins i
gærkvöldi, en Páll var þá stadd-
ur á skjálftavakt hjá Kröflu.
Páll sagði að landsig væri enn
en færi minnkandi.
Að sögn Páls eru það einkum
mælitækin við Kröflu sem
„finna" skjálftana og aðrar jarð-
hræringar þar nyrðra, en fólk
sagði hann lítið finna fyrir
skjálftunum. Sagði hann að ekki
væri laust við að sumum íbúum í
nágrenni Kröflu þætti fullmikið
veður gert úr málinu í fjölmiðl-
um, en svo hefði þó ekki verið að
sínu mati.
kjölfar 13,21% launahækkunar
hinn 1. desember siðastliðinn.
í fréttatilkynningu frá Kaup-
lagsnefnd, sem Hagstofa íslands
sendi út í gær, segir: „Verðbóta-
vísitala reiknuð eftir framfærslu-
vísitölu 1. febrúar 1980 í samræmi
við þar um gildandi ákvæði í
lögum er 144,00 stig, miðað við
grunntölu 100 svarandi til fram-
færsluvísitölu í febrúar 1979.
Verðbótavísitala greiðslutímabils
1. desember 1979 til 29. febrúar
1980 er 134,99 stig, og er því hér
um að ræða 6,67% hækkun vísitöl-
unnar. Hækka öll laun um þá
hundraðstölu frá byrjun næsta
greiðslutímabils, 1. marz 1980."
Frá aðalfundi Félags islenskra stórkaupmanna á Hótel Sögu í gær.
Myndina tcik Ólafur K. Maitnús.s»n.
o
Verslunin best sett í samkeppni
einkaaðila og samvinnufélaga
— sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra á aðalfundi F.Í.S.
AÐALFUNDUR Félags íslenskra
stórkaupmanna var haldinn að
Hótel Sögu í Reykjavik. Á fundin-
um flutti Tómas Árnason við-
skiptaráðherra meðal annars
ávarp og svaraði fyrirspurnum
fundarmanna.
Viðskiptaráðherra sagði meðal
annars, að hann væri því hlynntur
að verslunin í landinu yrði gefin
frjálsari, samfara þvi sem komið
yrði á auknu verðlagseftirliti. Þá
sagði hann það sína skoðun að
verslunin í landinu væri best sett í
höndum einkaaðila og samvinnu-
félaga. Sagði hann í því sambandi
að hann væri andvígur hugmynd-
um um þjóðnýtingu, best færi á
því að þarna ríkti eðlileg sam-
keppni einkaaðila og samvinnu-
fyrirtækja.
Á fundinum í gær voru kjörnir í
stjórn þeir Ólafur H. Ólafsson,
Richard Hannesson og Sverrir
Sigfússon. Fyrir í stjórn voru
Einar Birnir formaður, Jóhann
Ágústsson, Ólafur Haraldsson og
Valdemar Baldvinsson.
Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra:
Breyttar forsendur fyr-
ir Bessastaðaárvirkjun
INNLENT
Vorleikir á þorra.
— Ljósm: Emilia Björg.
„Ég hef ekkert tekið á því máli,“
sagði Hjörleifur Guttormsson iðn-
aðar- og orkumálaráðherra, er
Mbl. spurði hann, hvort hann
myndi nú aftur setja i gang
framkvæmdir við Bessastaðaár-
virkjun, en sem kunnugt er, var
það með síðustu embættisverkum
Ráðherrar Alþýðubandalagsins:
Gagnrýna vinnu-
brögð Steingríms
— en vilja ekki segja álit sitt á ákvörðuninni sjálfri
MORGUNBLAÐIÐ ræddi í gær við ráðherra Alþýðubandalagsins í tilefni af þeim ummælum Lúðvíks
Jósepssonar, formanns Alþýðubandalagsins, í samtali í Þjóðviljanum í gær. Þar segir Lúðvik, að ákvörðun
Steingríms Hermannssonar, sjávarútvegsráðherra, um stöðvun loðnuveiða, sé ákvörðun hans eins, en ekki
ríkisstjórnarinnar, og hafi Steingrimur með þessari ákvörðun brotið í bága við samkomulag, sem gert var
við stjórnarmyndunina þess efnis að mál af þessu tagi skyldu rædd í rikisstjórninni og ákvörðun tekin þar
sameiginlega. Mbl. spurði ráðherra Alþýðubandalagsins, hvort þcir væru sammála þessari fullyrðingu
Lúðviks og einnig spurði Mbl. þá, hvort þeir sjálfir væru sammála ákvörðun Steingríms eða ekki. Svör þeirra
fara hér á eftir:
„Þessi ákvörðun var ekki borin
undir ríkisstjórnina. Hún var til-
kynnt í ríkisstjórninni," sagði
Svavar Gestsson. „Það var gert
samkomulag um að ekki yrðu
teknar meiriháttar ákvarðanir um
takmarkanir á nýtingu fiskistofna,
nema á vettvangi ríkisstjórnarinn-
ar.“ Þegar Mbl. spurði Svavar,
hvort hann væri ákvörðuninni
samþykkur eða ekki, svaraði hann:
„Ég hef sagt það, sem ég vil segja
um þetta mál að sinni."
„Þessi ákvörðun hafði þegar
verið tekin, þegar málið var kynnt
í ríkisstjórninni. Við andmæltum
því þá, að ekki skyldi hafa verið
höfð samráð við samstarfsflokka
og þingnefndir," sagði Ragnar
Arnalds. „Við töldum það mistök,
að ákvörðunin skyldi ekki hafa
verið ítarlega rædd, áður en hún
var tekin."
„Ég held að það hefði verið vel
hægt að finna lausn á þessu, sem
allir hefðu getað sætt sig við,“
sagði Ragnar, er Mbl. spurði um
afstöðu hans til málsins. Hann
kvaðst hins vegar ekki vilja fara út
í það, hvernig hann hefði viljað
leysa málið.
„Ég hef gagnrýnt þessa ákvörð-
un í ríkisstjórninni og þá fyrst og
fremst beint gagnrýninni að því,
hvernig þessi ákvörðun var tekin,
það er vinnubrögðunum," sagði
Hjörleifur Guttormsson. „Ég
hvatti til þess að um mál af þessu
tagi yrði aflað sem breiðastrar
samstöðu.
Hins vegar er þetta atriði ekki
nema eitt af mörgum, sem upp
koma í sambandi við stjórn veiða
og stefnumörkun og ég treysti
núverandi sjávarútvegsráðherra
til að beita þar bæði lagni og
samráðum, eins og æskilegast er.
Ég tel líka, að slík vinnubrögð séu
til þess fallin að auðvelda störf
hans sjálfs sem ráðherra við
vandasamar ákvarðanir af þessu
tagi.“
„Þessi ákvörðun hefur verið tek-
in og ég sé ekki út af fyrir sig
ástæðu til þess nú að fjölyrða um
efni hennar," sagði Hjörleifur, er
Mbl. spurði um hans álit á ákvörð-
uninni. ítrekaðri spurningu blaðs-
ins svaraði hann á þessa leið: „Það
sem mestu máli skiptir nú er
hvernig haldið verður áfram í
sambandi við það magn, sem leyft
verður að veiða í frystingu og til
hrognatöku, bæði varðandi heild-
armagn, skiptingu á veiðiskip og
miðlun afla til vinnslustöðva.
Mér sýnist einna vænlegast að
farin verði sú leið að úthluta kvóta
til veiðiskipanna, eins og reyndar
var gert ráð fyrir fyrr í vetur og að
heimilt verði að hefja veiðarnar,
þegar loðnan hefur náð tiltekinni
hrognafyllingu, til dæmis 12%. Þá
gætu þessir aðilar og vinnslustöðv-
arnar átt það við sig, hvernig
aflinn yrði tekinn. Um þessi mál
má vænta umræðna í ríkisstjórn-
inni og við hagsmunaaðila á næst-
hans í vinstri stjórn ölafs Jóhann-
essonar að fela Rafmagnsveitum
rikisins að hefja framkvæmdir við
Bessastaðaárvirkjun, sem hluta
Fljótsdalsvirkjunar, en eftirmaður
hans, Bragi Sigurjónsson, aftur-
kallaði þau fyrirmæli.
„Ég mun athuga stöðu þessara
mála í heild,“ sagði Hjörleifur.
„Ákvörðun mfn um Bessastaðaár-
virkjun byggði á tilteknum forsend-
um og samþykktum, sem lágu fyrir í
þáverandi ríkisstjórn, meðal annars
varðandi lánsfjáráætlun. En þau
atriði liggja ekki fyrir á sama hátt
nú og einnig þarf málið athugunar
við út frá málefnasamningi þessa
nýbyrj aða stjórnarsamstarfs. Ég
mun kanna stöðuna út frá heildar-
hagsmunum og hagsmunum ein-
stakra byggðarlaga og síðan reyna
að finna samkomulag, sem aðilar
ríkisstjórnarinnar geta við unað.“
Mbl. spurði iðnaðarráðherra,
hvenær ákvörðunar væri að vænta.
Hann sagði: „Það er ljóst, að það er
ekki langur tími til stefnu að taka
ákvarðanir varðandi frekari orku-
öflun fyrir landskerfið og þá næstu
virkjun eða virkjunaráfanga.
í málefnasamningi ríkisstjórnar-
innar er gert ráð fyrir sérstökum
ráðstöfunum vegna þess vanda, sem
blasir við næsta vetur og hafa verið
nefndir gufuaflsmöguleikar í Kröflu
og Svartsengi. Verði góður árangur
af borunum við Kröflu í sumar, gæti
skapast eitthvert svigrúm varðandi
ákvarðanir um framhaldið, þótt hitt
sé vel ljóst, að valt er að treysta á
virkjun eins og Kröflu við núverandi
aðstæður."
— Hvað verður borað við Kröflu í
sumar?
„Tvær til þrjár holur. Það er
matsatriði um fjárhagslegt svig-
rúm. I raun er þetta í samræmi við
þær hugmyndir, sem uppi voru á
síðasta ári og Alþýðuflokkurinn
stöðvaði þá. En þeir sáu sig svo um
hönd, eins og fram kom í fjárlaga-
frumvarpi Sighvats Björgvinssonar
og drögum að lánsfjáráætlun. Þar
var talað um tvær holur við Kröflu á
árinu 1980 og reyndar bætti Sig-
hvatur ofan á tölur Tómasar Árna-
sonar að þessu leyti.“
Flugvélin
sneri við
öðru sinni
í GÆR varð Fokker Friendship-
flugvél Flugleiða á leið til Banda-
ríkjanna að snúa við öðru sinni, nú
vegna slæmra veðurskilyrða á
Grænlandi þar sem hún átti að
millilenda.
Vélin hafði áður orðið að snúa við
eftir stutt flug vegna bilunar, en í
gær hafði vélin flogið í um það bil
tíu mínútur er fréttir bárust um
óveður í Nassarsuaq. Vélin hefur
verið seld bandarísku flugfélagi, en
það er íslensk áhöfn sem flýgur
henni utan. Áætlað er að reyna í
þriðja sinn að koma vélinni vestur
um haf um hádegi í dag.
Mikil fiskigengd á
V estf jarðamiðum
Siglufirði. 14. febrúar.
SIGLUVÍKIN landaði hér
140
tonnum í gær eftir 6 daga veiði-
ferð. Skipstjórar sem verið hafa á
Vestfjarðamiðum hafa orðið var-
ir við mikla fiskigengd.
Sigurjón skipstjóri á Siglu-
víkinni sagði, að allir togararnir
hefðu verið með góða túra eftir
síðustu viku, en stærsti hluti
flotans hefði verið á Vestfjarða-
miðum, þ.e.a.s. þeir sem eru á
þorskveiðum.
Búið er að taka á móti um 60
þúsund tonnum af loðnu hjá SR á
Siglufirði og af því eru um 22—23
þúsund tonn í þróm. Áfram verður
því brædd loðna hér á Siglufirði
næstu daga, þó svo að veiðitíma-
bilinu ljúki senn að þessu sinni.
- mj