Morgunblaðið - 15.02.1980, Qupperneq 5
-^J'TNj; JT\ rjj_\ rr, Ijj ■
jU -L/ 3 -j S -j -í - - S .
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1980
★ Fermingardragtir m/pilsi kr. 60.700
★ Fermingardragtir m/buxum kr. 61.700
★ Fermingarföt kr. 64.900
★ Stakir jakkar og buxur kr. 63.900
★ Skyrtur— Blússur — Bindi — Skór o.m.fl
ferminga.
Nyjar tizkuvörur
teknar upp í dag
til
Austurstræti 22,
2. hssð. Sími 85055.
Magnús Jónsson.
safnaðarins, Kirkjunefndar
kvenna Dómkirkjunnar.
Kaffisalan verður, eins og í
fyrra, í Víkingasal Hótels Loft-
leiða. Þar munu hlaðborð að venju
svigna undir ljúffengum kökum og
brauði, sem hver getur sótt sér að
vild, og jafnframt verður í anddyri
lítið söluborð með „páskaföndri",
sem kirkjunefndarkonur hafa út-
búið að undanförnu.
Messuna kl. 2 þennan dag ann-
ast sr. Þórir Stephensen, og Magn-
ús Jónsson óperusöngvari syngur
þar tvö lög, Friðarins Guð og
Allsherjar Drottinn, hið síðara
ásamt Dómkórnum. Á söng-
skemmtunum að undanförnu hef-
ur Magnús hlotið einstaklega góð-
ar viðtökur allra og stendur nú á
hátindi síns söngferils. Það er því
Kaffisala Dónúdrkju-
kvenna á Loftleiðum
Kjartan Ólafsson
forstjóri Fram-
kvæmdastofnunar?
BÆÐI Framsóknarmenn og Al-
þýðubandalagsmenn sækja nú
fast að fá forstjórastöður við
Framkvæmdastofnun ríkisins
fyrir sína menn; framsóknar-
menn vilja fá að setja inn mann í
stað Tómasar Árnasonar, sem
sótt hefur um starfsleyfi meðan
hann gegnir störfum viðskipta-
ráðhe.rra, og alþýðubandalags-
menn vilja að Kjartan Ólaísson
verði forstjóri við Framkvæmda-
stofnunina. Nú er einn forstjóri
starfandi, Sverrir Hermannsson.
Það var vinstri stjórnin 1971 —
74, sem setti Framkvæmdastofn-
unina á fót og tilnefndi þá hver
stjórnarflokkur einn „kommisar".
Þeir urðu Bergur Sigurbjörnsson
, frá Samtökum frjálslyndra og
vinstri manna, Guðmundur Vig-
fússon frá Alþýðubandalaginu og
Tómas Árnason frá Framsóknar-
flokknum. Þessir „kommisarar"
báru ekki ábyrgð gagnvart stjórn
stofnunarinnar, heldur sínum
flokkum og var þeim sagt upp
störfum við stjórnarskiptin 1974,
eins og lög sögðu til um.
Þessu fyrirkomulagi var svo
breytt 1975 þannig að forstjórarnir
skyldu ráðnir af stjórn stofnunar-
innar og voru þeir Sverrir Her-
mannsson og Tómas Árnason
ráðnir forstjórar. Tómas Árnason
fékk svo leyfi frá störfum, er hann
varð fjármálaráðherra í vinstri
stjórninni 1978. Framsóknarmenn
sóttu þá fast að fá að setja mann í
stað Tómasar, en Alþýðuflokks-
menn neituðu og varð ekkert sam-
komulag með stjórnarflokkunum
um þetta, þannig að Sverrir Her-
mannsson var eini forstjóri stofn-
unarinnar. Tómas tók svo aftur við
starfi, þegar vinstri stjórnin
sprakk, en hefur nú aftur fengið
starfsleyfi vegna viðskiptaráð-
herraembættisins.
Fermingarfatnaður
á pilta og stúlkur í úrvali
N.K. sunnudag, 17. febrúar.
verða Dómkirkjukonur með
kaffisolu að Hótel Loftleiðum, og
hefst hún kl. 3 e.h. að lokinni
messu í Dómkirkjunni, þar sem
Magnús Jónsson óperusöngvari
syngur einsöng.
Það hefur lengi verið fastur
liður í vetrarstarfi Dómkirkju-
safnaðarins að efna til „kaffi-
dags“, þar sem fólki er gefið
tækifæri til að njóta samfélags í
notalegu umhverfi að lokinni
guðsþjónustu, og styrkja um leið
hið mikilvæga starf kvenfélags
sérstök ánægja að fá hann til
söngs í Dómkirkjunni þennan
sunnudag, og ég veit, að marga
mun fýsa að koma og njóta listar
hans.
Kaffisalan á Hótel Loftleiðum
hefst kl. 3, um það bil sem
messunni lýkur. Þá verður ferð
með strætisvagni frá Dómkirkj-
unni suður á hótel, og í bæinn
aftur upp úr kl. 4. Einnig er hægt
að komast með Vífilsstaðavagnin-
um. Hann fer úr Lækjargötu
neðan við Menntaskólann 10
mínútur fyrir heilan tíma og frá
hótelinu 5 mínútur yfir hálfan
tíma.
Ennþá standa eftir nokkrar
skuldir frá hinni miklu viðgerð á
Dómkirkjunni og málningunni að
utan s.l. sumar. Þar að auki eru
verkefni óteljandi framundan.
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj-
unnar hefur lagt fram ótrúlega
stóran skerf að flestum málefnum
kirkjunnar, bæði þeim, er varða
kirkjuhúsnæði sjálft og hið al-
menna safnaðarlíf. Þetta hefði
ekki verið unnt, ef ekki hefði til
komið öflugur stuðningur hinna
fjölmörgu velunnara Dómkirkj-
unnar. Við treystum því, að þeir
minnist enn síns forna helgidóms
og að fjölmennt verði á sunnudag
bæði í kirkju og kaffisölum.
Þórir Stephensen.
Helgi
Hálfdanarson:
Eftir-
máli
Ég þakka Magnúsi
Kjartanssyni fyrir góða
orðsendingu í dag. Honum
er greinilega jafn-ljóst og
mér, að ekki er vert að
teygja um of á orðaskipt-
um af því tagi sem við
höfum stundað um skeið,
þó að mér virðist báðir
hafa haft af því ánægju, og
báðir eigi vafalaust ýmis-
legt ósagt. Mér þykir vænt
um að Magnús skerpir
ekki ágreining okkar, svo
sem efni kunnu að standa
til, en lokar samt ekki á
mig dyrum sínum. í grein-
arlok gerir hann mér þann
kost, sem ég hefði beztan
kosið. Ég lýk þessum eftir-
mála með þökk til Magn-
úsar Kjartanssonar fyrir
skemmtilegt vináttu-spjall
um sameiginlegt áhuga-
mál okkar beggja: velfarn-
að íslenzkrar tungu.
14. febrúar 1980.
iff^^ TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
timKARNABÆR
r Glæsibæ — Laugavegi 6b Simi fra skiptiboröi 85055