Morgunblaðið - 15.02.1980, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980
Steingrímur
og frumkvæöiö
„Dr. Gunnar Thor-
oddsen hafði algerlega
sjálfur frumkvæði aö
þessum viðræðum. Hann
bauðst aö fyrra bragöi til
| þess að hafa forgöngu
um myndun ríkisstjórnar
með Framsóknarflokkn-
um og Alþýðubandalag-
inu.“ Þannig kemst
Steingrímur Hermanns-
son að orði í viðtali við
blað sitt Tímann, sem
■ birtist föstudaginn 1.
febrúar undir þeirri fyrir-
sögn, sem hér fylgir
mynd af.
Tilraunir Steingríms
Hermannssonar síöan
þetta viðtal birtist til að
slá ryki í augu manna
■ varðandi tilurð núverandi
ríkisstjórnar eru marklitl-
ar og einkennast af því
I________________________
einu að reyna að gera
hlut samráðherranna
sem bestan.
Yfirlýsing Steingríms
er mikilvæg, því að hún
er birt áður en Gunnar
Thoroddsen skýrði þing-
flokki sjálfstæðismanna
frá því að hann hefði
tekið upp stjórnarmynd-
unarviðræður við fram-
sóknarmenn og komm-
únista. Það var ekki fyrr
en síðdegis föstudaginn
1. febrúar sem Gunnar sá
ástæðu til að ræöa málið
við þingflokkinn. Þá voru
tilraunir hans komnar á
flugskrið og hann ekki
tilbúinn til að lúta vilja
samflokksmanna sinna,
enda hefur síðar komið
fram, að Gunnar lítur á
þingflokk sjálfstæð-
ismanna sem hverja aðra
klíku.
Víöar gíslar
en í Teheran
málamann á dögunum
sagðist hann vilja benda
höfundinum á, að það
væru víðar gíslar en í
Teheran.
Lúövík dæmir
Steingrím
í Þjóðviljanum í gær er
leitað álíts Lúðvíks Jós-
epssonar á loðnuveiði-
banninu. í viðtalinu er
meðal annars þessi orða-
skipti að finna:
„— Stendur ríkis-
stjórnin öll að þessari
stundarákvörðun?
— Nei, hér er um
ákvörðun Steingríms
Hermannssonar eins að
ræða. Sú ákvöröun hans
brýtur í bága við sam-
komulag, sem gert var
við stjórnarmyndunina,
þar sem ákveöið var að
allar meiriháttar stöðvan-
ir fiskveiða og ákvarðanir
um heildar fiskveiði-
stefnu skyldu teknar af
ríkisstjórninni, en ekki
sjávarútvegsráðherra
einum ...
— Steingrímur hefur
þá ekki virt jietta sam-
komulag?
— Nei, hann virti það
ekki, en það mun stafa af
því að hann hafi ekki
verið viðstaddur á þeim
fundi í stjórnarmyndun-
arviðræðunum þar sem
þetta samkomulag var
gert." (I)
Við lestur þessara um-
mæla Lúðvíks getur eng-
inn varist þeirri hugsun,
að það stjórnarsamstarf,
sem nú er að hefjast, sé
byggt á sandi. Formaður
Alþýðubandalagsins sak-
ar formann Framsóknar-
flokksins um að hann viti
ekki um samkomulag,
sem er forsenda sam-
starfsins. Og þeir, sem
utan standa, hljóta að
spyrja: Er til of mikils
mælst, að sjávarútvegs-
ráðherra lesi stjórnar-
sáttmálann?
Ragnar Arnalds gaf
eins og Steingrímur Her-
mannsson lykilyfirlýsingu
um það á hvaða forsend-
um stjórnin var mynduó,
þegar hann huggaði mið-
stjórn Alþýðubandalags-
ins með því að minna
hana á, að Gunnar Thor-
oddsen væri orðinn ein-
angraður og gæti ekki til
baka snúið, þar af leiö-
andi yrði hann sem band-
ingi í stjórnarsamvinn-
unni.
Þegar staksteinahöf-
undur ræddi þetta mál
allt við reyndan stjórn-
HLAKUEYÐIRINN
á tröppurnar, gangstéttina og bílastæðið
. og alls staðar þar sem ís og klaka
Ék festir. Skaðlaust fyrir skófatnað,
Jjgk teppi, gólf og gróður.
Hverjir nota
ICE-FOE
íseyði nú þegar
á íslandi?
Sjúkrahús — bankar
— verksmiðjur —
verzlanir
■■P* Er til sölu
hjá helstu bensínstöðvum,
Vörkumarkaðnum, Hagkaup,
Kaupgarði og ýmsum verslunum og
kaupfélögum.
Fjöldi opinberra stofn-
ana og fyrrtækja
ásamt hundruðum
heimila um land allt.
Stærri pakkingar fáan-
legar: 45 kg tunnur og
11,3 kg kassar.
HEILDSOLUBIRGÐIR:
ICE-FOE umboöið Kópavogi, sími 41630
og Valgarður Stefánsson h/f Akureyri S. (96) 23432
ÞARFTUAÐXAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
T2
l'l Al (.I.VSIK l M AI.I.T I.ANt) l'KI.AK
W U l.l.VSIIt I MORfll NBI.ADIM
Kjólaútsala
Barna- og dömupeysur, prjónabútar í kjóla og
peysur, allt á óvenju hagstæðu veröi. Nýtt og
fjölbreytt úrval af kvöld- og dagkjólum. Þaö borgar
sig aö líta inn.
Verksmiöjusalan — Brautarholti 22.
Inngangur frá Nóatúni gegnt Þórscafé.
Rýmingarsala vegna
eigendaskipta
Flosbotnar og garn á góöu verði. Mikið af garni í
smyrna, rýa og demantssaum, selt meö miklum
afslætti. Einnig niöurklippt púöaborö fyrir smyrna
og rýa. Pakkningar á hagkvæmu veröi. Seljum
mikiö af gömlum módelum.
Hannyrðaverzlunin Laugavegi 63.
ALLT FYRIR
SMIÐINN
€
KB. BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.
Viö bjóöum nú úrvals saltkjöt,
gulrófur, gulrætur og bacon.
Gular baunir aöeins
190 kr. pk., (400 gr).
Muniö bollurnar okkar góðu fyrir bolludaginn.
Opiö tii kl. 8 og til hádegis laugardaga
vnausL
Þverbrekku 8, Kópavogi. Símar 42040 og 44140.