Morgunblaðið - 15.02.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980
11
hvors landsins. Sundið dýpkar
eftir því sem nær strönd Omans
dregur. Þess vegna eru siglinga-
leiðir í báðar áttir, sem eru mílu
breiðar rennur með mólu breiðu
öryggisbelti á milli, aðeins í
lögsögu Omans. Dýpið í rennun-
um sjáifum er 300 fet og það
minnkar óðfluga, þegar farið er
út úr vandlega merktri siglinga-
leiðinni.
Olíumálaráðherra Saudi-* 1
Arabíu Ahmed Zaki Yamani
hreyfði því á síðasta ári, að
örvilnaðir palestínskir skærulið-
ar kynnu að reyna að sökkva
olíuskipum í þessum grunnu
rennum. Hafa verið uppi ráða-
gerðir um að breyta um siglinga-
leiðir til að draga úr þessari
hættu. Hvað sem þessu líður eru
flestir sérfræðingar á einu máli
um það, að litlar sem engar líkur
séu á því, að hryðjuverkamenn
geti til frambúðar lokað sund-
inu.
Sérfræðingar minna á, að
sundið sé ekki svo mjótt, að það
nægi að sökkva þar einu olíu-
skipi til að stöðva umferðina.
Hins vegar benda þeir á, að unnt
væri að koma þar fyrir tundur-
duflum á fimm klukkustundum á
sjó eða flugvélar gætu komið
þeim þar fyrir á fimm eða tíu
mínútum..Þá mætti einnig sigla
kafbáti að sundinu og senda eitt
eða tvö tundurskeyti frá honum
til að sjá hver áhrifin yrðu á
tryggingariðgjöld Lloyds. Og
sérfræðingarnir minna á, að
öllum beri saman um að Sovét-
menn eigi nægar birgðir af
tundurduflum og fjölda kafbáta.
Með slíkum óvinabrögðum
væri unnt að skrúfa svo til alveg
fyrir olmstreymið frá Saudi
Arabíu, írak, íran, Kuwait og
Sameinuðu arabísku furstadæm-
unum. En á hverjum degi senda
þessi lönd meira en 18 milljónir
tunna af olíu út um Hormuz-
sund. Þó bæði írak og Saudi
Arabía eigi olíuleiðslur sem
liggja um nágrannaríkin til
Miðjarðarhafs dugar það lítið,
því að þær flytja aðeins um
milljón tunnur af olíu á dag. Og
flestum sérfræðingum kemur
saman um, að þær þyldu ekki
meira en tvær og hálfa milljón
tunna. í þessu sambandi má það
ekki gleymast, að það er yfirleitt
mun betra að trufla flutninga
um leiðslur en með skipum. Til
dæmis gerðist það 1970 að jarð-
ýta í Sýrlandi rauf af slysni
leiðslu Saudi Araba.
Þannig er ljóst, að Hormuz-
sund er og verður mikilvæg
siglingaleið fyrir öll þau ríki,
sem þurfa að flytja inn olíu.
Iðnríkin myndu ekki taka á þeim
vanda neinum silkihönskum, ef
sundinu yrði lokað með hervaldi.
„Ég get ekki gert mér í hugar-
lund, að Sovétmenn vilji hefja
þriðju heimsstyrjöldina með
þessum hætti, en einmitt um það
erum við að tala,“ sagði hernað-
arsérfræðingur, þegar hann var
spurður um líkur á hernaðarlegu
brölti Kremlverja við sundið.
Þrátt fyrir þetta telur Banda-
ríkjastjórn nauðsynlegt að vera
við öllu búin og skipuleggur nú
aukinn viðbúnað við Persaflóa.
Kristján og Margrét í vinnslunni. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir.
Eyjafiski óx
fiskur um hrygg
FYRIR liðlega einu ári hóf Eyjafisk-
ur s.f. framleiðslu á harðfiski í 50 fm
húsnæði sem fyrirtækið keypi í
Vestmannaeyjum. Fljótlega eftir að
vinnsla á þurrkuðum fiski hófst varð
húsrými of lítið vegna mikillar sölu
og varð fyrirtækið því að stækka við
sig strax á síðasta ári. Fer vinnslan
nú fram í 200 fm húsnæði við
Kirkjuveg þar sem um er að ræða
frystiklefa, flökunar- og þurkklefa
og pökkunarsal. Hófst vinnsla í öllu
húsinu eftir áramótin. Framleiðsla í
fyrra húsnæðinu var um 7000 pakk-
ar á mánuði, en verður 15.000 pakkar
á mánuði ásamt unnum fiski í
neytendapakkningum sem eru ýsu-
flök, ýsubitar, gellur, lúða, skata og
saltfiskur. Eigendur Eyjafisks eru
Kristján Sigurjónsson og Margrét
Ólafsdóttir ásamt börnum og
tengdabörnum. Um þessar mundir
er unnið úr 500—700 kg af fiski á
dag.
Glæný ýsa dregin að, en lagt er
kapp á úrvalshráefni.
in var sett í mikinn vanda vegna
innrásarinnar. Hún var gerð inn
í land, sem heyrir til svonefnd-
um þriðja heimi.
Fidel Castro hefur keppst við
að ná forystu sem dyggur vernd-
ari og talsmaður sjálfstæðis
þessara ríka og var þjónkun
hans við hernaðarbrölt Kreml-
verja í algjörri andstöðu við þá
ímynd. En vegna efnahags-
þrenginga og þess heljataks, sem
Sovétmenn hafa á fjárhagslegri
afkomu Kúbu, varð Castro að
fara að vilja þeirra í einu og öllu.
Vandinn, sem steðjar að Fidel
Castro, hefur þó ekki enn leitt til
þess, að hann kallaði hersveitir
sínar heim frá Afríku. Um 19
þáund kúbanskir hermenn eru í
Angólu, 15 þúsund í Eþíópíu og
meira en 1000 annars staðar. Þá
eru um 6500 borgaralegir tækni-
menn frá Kúbu í Angólu einni.
Fram hafa komið hugmyndir
um, að Afríkuríki greiði kúb-
önsku stjórninni fyrir návist
þessara manna og gæti það orðið
drjúg lind erlends gjaldeyris.
I skólum á Kúbu eru um 10
þsund útlendingar til þjálfunar
og eru flestir þeirra frá Afríku.
Vestrænir sendiráðsmenn segja
að 600 skólabörn frá Kongó
undir 12 ára aldri hafi komið til
Havana í nóvember sl. og sé
ætlunin að þau stundi allt að 13
ára nám á eyjunni. Frá Eþíópíu
kom tvisvar sinnum fjölmennari
hópur til Kúbu í sama mánuði.
Grein sinni lýkur Hugh
O’Shaugnessy i Financial times
með þessum orðum:
„Þegar litið er til þeirra vand-
kvæða, sem að Kúbúmönnum
steðja, og þeirrar staðreyndar,
að þeir eru ekki 10 milljónir að
tölu, hljóta menn að fyllast
undrun yfir því, hve mikla
áherslu þeir leggja á að efla
samband sitt við erlendar þjóðir.
Þessi áhersla verður aðeins
skýrð með því að vísa til þess
persónulega metnaðar Fidels
Castros að tryggja sjálfum sér
og landi sínu sem stærstan sess í
annálum heimsbyltingarinnar."