Morgunblaðið - 15.02.1980, Síða 13

Morgunblaðið - 15.02.1980, Síða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980 mál, þar á meðal um endurskoðun á lögum sjóðsins í þá átt, eins og segir í stjórnarsáttmálanum, að endurskoða tekjustofnana í þeim tilgangi, að hann geti gegnt hlut- verki sínu. Hlutverk Bjargráða- sjóðs er að vera eins konar tryggingar- og neyðarsjóður fyrir fólkið í landinu, þegar verulega bjátar á vegna óvenjulegra áfalla, afurðatjóns eða fóðurskorts, einn- ig annarra áfalla, svo sem neta- tjóns sjómanna o.fl. Tekjustofnar sjóðsins eru sum- part bundnir í krónutölu og hafa því verið að eyðast í verðbólgunni á undanförnum árum. Sjóðurinn hefur því verið að fjarlægjast það að geta sinnt því hlutverki, sem hann var stofnaður til. Það er því hin mesta nauðsyn að taka þessi mál öll til athugunar og efla sjóðinn, svo hann geti gegnt hlut- verki sínu. Jafnframt er nauðsyn- legt að hafa skjót viðbrögð við útvegun fjármagns eftir því sem hægt er, til þess að milda þau áföll, sem bændastéttin hefur orð- ið fyrir í hinum gífurlegu harðind- um á síðasta ári. Stefna ríkisstjórnar- innar i landbúnaðar- málum mörkuð með ályktun Alþingis I þriðja lagi er þörf á mótun nýrrar stefnu í landbúnaðarmál- um. I málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar segir, að stefnan í málefnum landbúnaðarins verði mörkuð með ályktun Alþingis og við það miðað að tryggja afkomu bænda, sporna við byggðaröskun og fullnægja þörfum þjóðarinnar fyrir búvörur til neyslu og iðnað- ar. Þessi stefna hefur ekki að fullu verið mótuð ennþá en settir verða til þess þrír menn, einn frá hverjum aðila, sem myndar ríkis- stjórnina, til þess að semja þings- ályktunartillögu, sem síðan verður lögð fyrir Alþingi og væntanlega afgreidd. Öllum eru kunnar þær þings- ályktunartillögur, sem fluttar voru á Alþingi í fyrra um stefnu í málefnum landbúnaðarins, en náðu- þá eigi afgreiðslu. Þessar tillögur þarf að samhæfa með aðild fulltrúa Alþýðubandalags- ins, þannig að ríkisstjórnin sem heild geti staðið einhuga að þeirri stefnu sem mörkuð verður. Ég legg á það mikla áherslu að gerð verði úttekt á þjóðhagslegu gildi hinnar svokölluðu umfram- framleiðslu. í landbúnaðinum, þ.e.a.s. þeirri framleiðslu sem er umfram inn- anlandsneyslu og hráefni til iðn- aðar, sem innanlandsneyslunni fylgir. Þessari úttekt verði ekki hvað síst beint að sauðfjárfram- leiðslunni til þess að fá úr því skorið með hagrænu mati, hvort ekki er rétt að stefna áfram að sauðfjárframleiðslu sem er um- fram neyslu þjóðarinnar, með tilliti til þess, hvað sauðfjárfram- leiðslan veitir gífurleg atvinnu- tækifæri, ekki einasta í landbún- aðinum heldur langt út fyrir hann. Fáum mun dyljast að verði tvær höfuðgreinar landbúnaðarins, framleiðsla nautgripaafurða og sauðfjárafurða, aðeins miðaðar við innanlandsneyslu, þá verður torsótt að tryggja tekjur bænda til jafns við aðrar stéttir og halda byggðinni við. Það þarf því að athuga gaumgæfilega hvort ekki er hagkvæmt fyrir þjóðfélagið í heild að halda áfram að framleiða sauðfjárafurðir til útflutnings, enda þótt það kosti þjóðfélagið nokkuð í útflutningsbótum. Sauðfjárframleiðslunni fylgir bæði útflutningur iðnaðarvara, sem er veigamesti stofninn í útflutningsiðnaði landsmanna, að undanskilinni stóriðju, og hún hefur í för með sér þörf fyrir margs konar þjónustu og atvinnu fólks í þéttbýli, sem og í strjálbýli. Þarfir þess fólks, sem við þetta starfar, þyrfti að taka til athugun- ar að mæta með öðrum hætti, ef þessi atvinnugrein skerðist stór- lega. Hér er um stórmál að ræða, sem þarfnast ítarlegrar athugun- ar. Ríkisstjórnin hefur það meðal sinna stefnumála, að rannsókna- og leiðbeiningarstarfsemi land- Lyftarar á öllum hæðum i lest. Þessi mynd var tekin á efra þilfari. en brettið til vinstri er á lofti hjá lyftara i neðri lest. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir. búnaðarins verði í auknum mæli beint að nýjum búgreinum, svo sem fiskeldi, loðdýrarækt og bættri fóðurframleiðslu, í því skyni að auðvelda aðlögun fram- leiðslunnar að markaðsaðstæðum. Hraðað verði bygg- ingu nýrra gras- kögglaverksmiðja Ennfremur eru það stefnumál ríkisstjórnarinnar, að hraða bygg- ingu nýrra graskögglaverksmiðja og að gert verði sérstakt átak til markaðsöflunar. Óhætt er að fullyrða að ýmsar nýjar búgreinar gefi góðar vonir. Sumir telja mögulegt, að fiskeldi geti orðið jafnöflug atvinnugrein hér á landi og arðgæf, er stundir líða, eins og sjávarútvegurinn er í dag. Hvað sem um þetta er, þá er hitt víst að þarna liggja ónotaðir gífurlegir möguleikar, sem þarf að vinna að því að nýta okkur til hagsældar. Þann 5. febrúar s.l. skipaði fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Bragi Sigurjónsson, nefnd til að huga að auknum möguleikum fisk- eldis á Islandi og géra tillögur í þeim efnum. Þetta var hið mesta nauðsynjaverk og vonast ég til, að nefnd þessi starfi vel og skili skynsamlegum tillögum. Aætlanir um byggingu gras- kögglaverksmiðja í Hólminum í Skagafirði og í Saltvík í Suður- Þingeyjarsýslu voru gerðar fyrir nær átta árum. Mikið undirbún- ingsstarf hefur verið unnið við þessar verksmiðjur, en fram- kvæmdir eru skammt á veg komn- ar. Það er mikil nauðsyn að þoka þessum verksmiðjum áfram eftir því sem fjárhagsaðstæður leyfa. Ég tel eðlilegt að hið fyrsta verði skipaðar stjórnir fyrir verksmiðj- urnar, þannig að þær geti farið að beita sér fyrir málefnum sem verksmiðjurnar varða, m.a. að athuga um fjármögnun þeirra að hluta í heimahéruðum. Varðveita verður og ryðja braut þeim framleiðslugreinum, sem þjóðinni eru hagstæðastar Ný landbúnaðarstefna þarf að taka mið af hagsmunum þess fólks, sem sveitirnar byggir, bæði að því er snertir lífskjör og félagsleg réttindi. Hún þarf að taka mið af því að framleiðsla búvara verði a.m.k. nægileg fyrir þarfir þjóðarinnar í víðtækri merkingu. Og hún þarf að taka mið af því að byggðakeðja sveit- anna verði ekki rofin. Þessum og fleirum markmiðum landbúnaðarstefnunnar þarf að ná á þann hátt að þau fari saman við hagsmuni þjóðfélagsins í heild. Landbúnaðarframleiðsian þarf að nálgast það mark, sem þjóðfélag- inu er hagstæðast og beita til þess sveigjanlegum verðtryggingar- ákvæðum og samningum um þau til nokkurra ára í senn. En þetta verður ekki gert með því að krefjast harkalegra sam- dráttaraðgerða, skerða sjálfstæði bænda, lama framtaksvilja eða rýra eignarrétt þeirra. Þess vegna þarf stefnan í landbúnaði að varðveita eða ryðja braut þeim framleiðslugreinum, sem þjóðinni eru hagstæðastar, hvort heldur sem er á sviði hefðbundinna eða nýrra búgreina. í fjórða lagi þarf að tryggja framkvæmd landbúnaðarstefn- unnar með nauðsynlegum laga- breytingum, til að mynda á fram- leiðsluráðslögum. Ýmissa fleirri aðgerða kann að þurfa að grípa til, svo framkvæmd stefnunnar verði tryggð, sem skýrist betur þegar hún hefur verið fullmótuð. Búnaðarþing á sér alllanga sögu. Það hefur gegnt mikilvægu hlutverki, sérstaklega að því er snertir ráðgjafar- og undirbún- ingsstarf við landbúnaðarlöggjöf- ina og breytingar á henni á ýmsum tímum. Ég leyfi mér að láta þá ósk í ljós og von, að mér auðnist að eiga gott samstarf við Búnaðarþing, Búnað- arfélag íslands, Stéttarsamband bænda og aðrar stofnanir land- búnaðarins þann tíma, sem ég kann að gegna starfi landbúnað- arráðherra. Ég mun meta ráð ykkar mikils. Eg get ekki lofað að ég fari alltaf eftir þeim, en ég vænti þess, að skoðanir okkar geti oft farið saman. Landbúnaðurinn þarf stuðnings við á mörgum sviðum Eins ogáður er vikið að, á landbúnaðurinn nú í miklum erf- iðleikum, og þeim af ýmsum toga. Á margan hátt er þar vandratað og ákvarðanir þarf að taka, sem kunna að orka tvímælis. Þær verður að taka í ljósi þess, að íslenskt þjóðfélag er ein samofin heild. Við megum þó vel minnast þess, að landbúnaðurinn er einn af hornsteinum þjóðfélagsbygg- ingarinnar og ef undirstöðurnar hallast, er húsinu hætta búin. Margt bendir til að nú sé svo komið. Þess vegna þarf landbún- aðurinn stuðnings við á mörgum sviðum. Ég óska Búnaðarþingi farsæld- ar í störfum til heilia fyrir landbúnaðinn og þjóðina { heild. Nýjung a mjoli UMBOÐSMAÐUR Hafskips í Eyjum, Skipaafgreiðsla Friðriks Oskarssonar hefur tekið upp nýja tækni í Eyjum við lestun og losun skipa, þ.e. með því að nota lyftara við verkið. I janúar s.l. kom m/s Borre, skip Hafskips hf., í fyrsta skipti til Hveragerði. 14. febrúar. NÝLEGA barst Hveragerðiskirkju ein milljón króna að gjöf frá frú Sigriði Olafsdóttur, Heiðmörk 75 í Hveragerði, og skal fjárhæðinni varið til kaupa á kirkjuklukkum, en nú stendur yfir söfnun til þeirra kaupa. > Þessi höfðinglega gjöf frú Sigríðar er gefin til minningar um mann hennar, Jóhannes Guðmundsson frá Ytra-Vallholti í Skagafirði. NÁMSKEIÐ er fjallar um hug- myndafræði PROUT hefst á vegum Þjóðmálahreyfingar tslands i dag, laugardag, kl. 14. PROUT er sérstök félagsleg, efna- hagsleg og stjórnmálaleg kenning sem byggir m.a. á sameiningu and- á lestun í Eyjum Eyja og var þessi nýja aðferð notuð við lestun og losun í því. Voru notaðir alls þrír lyftarar og var öllu skipað upp og út í gegn um op á skipshlið. Samkvæmt upplýsingum Friðriks Óskarsson- ar eykur þessi nýjung að mun hraða við afgreiðslu skipanna. Formaður sóknarnefndar sagði í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins, að á þeim árum sem liðin eru frá byggingu kirkjunnar hefðu margir velunnarar hennar sýnt henni vinarhug með gjöfum og margs konar fyrirgreiðslu. Sagði hún sóknarnefndina vilja þakka öllu þessu góða fólki, og sérstaklega kirkjukór og organista fyrir mikið og fórnfúst starf í þágu kirkjunnar og safnaðarins. — Siarún legra og efnislegra vísinda, nýrri söguskoðun, sérstakri þjóðfélags- legri þróunarkenningu og alheims- hyggju. Kenning þessi var fyrst sett fram af P.R. Sarkar árið 1958. Námskeiðið verður á laugardögum næstu 6 vikur í Aðalstræti 16, 2. hæð. Öllum er heimil þátttaka. Höfðingleg gjöf til Hveragerðiskirkju Námskeið um hug- myndafræði PROUT jakkinn vinsæli kominn aftur, beint frá U.S.A. Einnig „hermanna“ buxur og skyrtur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.