Morgunblaðið - 15.02.1980, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980
17
BÚNAÐARÞING var sett í
Bændahöllinni i gærmorgun
að viðstöddum búnaðarþings-
fulltrúum og fjölda gesta og
var forseti íslands, dr.
Kristján Eldjárn, meðai
þeirra. Ásgeir Bjarnason for-
maður Búnaðarfélags íslands
setti þetta 62. Búnaðarþing
en auk þess flutti landbúnað-
arráðherra. Pálmi Jónsson,
ræðu við þingsetninguna.
Rétt tii setu á Búnaðarþingi
eiga 25 fulltrúar og er gert
ráð fyrir að þingið standi 2
vikur. Tveir varamenn, sem
ekki hafa áður setið á Bún-
aðarþingi. tóku sæti á þinginu
í gær og eru það þeir Gísli
Ellertsson bóndi á Meðalfelli í
Kjós og Ragnar Guðmunds-
son bóndi á Brjánsiæk, Vest-
ur-Barðastrandarsýslu.
I upphafi setningarræðu sinnar
fjallaði Asgeir Bjarnason nokkuð
um sögu búnaðarfræðslunnar í
landinu og minnti á að Jón
Sigurðsson forseti hefði fyrstur
manna ritað um búnaðarskóla hér
á landi árið 1849. Og þó gerðar
hefðu verið nokkrar tilraunir til
stofnunar búnaðarskóla, hefði
þýðingarmesta sporið verið stigið
með stofnun skólans í Ólafsdal
árið 1880. í ár væri því aldaraf-
mæli búnaðarfræðslu á íslandi.
Ásgeir sagði að alltof fáir bændur
hefðu sótt búnaðarskóla, eða inn-
an við 20%, og sagði það íhugun-
arefni hver ástæðan kynni að
vera.
Ásgeir sagði að síðasta ár hefði
verið einstakt í sinni röð að því er
landbúnað varðar. Harðindin
hefðu komið illa niður á bændum
og afurðir hefðu allar verið rýrari
en áður. Mjólkurframleiðslan
hefði dregist saman um 2,7%. á
árinu og fallþungi dilka orðið 1,4
kg minni að meðaltali fyrir landið
en árið 1978. Afkoma bænda hefði
versnað á árinu og margir stæðu
höllum fæti, einkum þar sem
tíðarfarið var verst. Bjargráða-
sjóður hefði óvenjumiklu hlut-
verki að gegna nú vegna afleiðinga
harðindanna og væri það langt
umfram það sem fjárráð hans
leyfðu.
Fram kom hjá Ásgeiri að hagur
Stofnlánadeildar landbúnaðarins
hefur batnað mjög á árinu og væri
það að þakka breyttum lánakjör-
62. Húnaðarþiníí sett í gær:
Fjöldi gesta var viðstaddur setningu Búnaðarþings og á meðal þeirra var forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn. Við hlið hans situr Halldór
Pálsson búnaðarmálastjóri. Ljósm. Mbi. RAX.
við 20% bænda haf a
sótt búnaðarskóla
Innan
Ásgeir Bjarnason setur Búnað-
arþing
um og nýjum tekjustofni frá
bændum, svonefndu lánajöfnun-
argjaldi.
Þá gerði Ásgeir Bjarnason
nokkuð að umtalsefni lagabreyt-
ingar og þingsályktunartillögur,
sem til meðferðar hefðu verið
bæði á Alþingi og Búnaðarþingi í
fyrra um breytingar á fram-
leiðsluháttum og stefnu í landbún-
aðarmálum. Minnti hann á að í
samþykkt Búnaðarþings frá í
fyrra hefði verið undirstrikað
hversu nauðsynlegt væri að halda
sveitum landsins áfram í byggð.
Allar breytingar á framleiðslu-
háttum þyrftu því að miðast við að
byggðin héldist og að þeir, sem þar
byggju hefðu ekki lakari kjör en
aðrir þjóðfélagsþegnar. Ásgeir
sagði að búreikningar sýndu að
samdráttur í framleiðslu þyrfti
ekki alls staðar að hafa í för með
sér minni nettótekjur ibúanna, því
búreksturinn mætti lengi bæta og
breyta. Ásgeir lagði einnig áherslu
á að vinna þyrfti að frekari
jöfnuði raforkuverðs og athuga
þyrfti vel virkjun heita vatnsins
og dreifingu þess og skipuleggja
varmaveitur sem víðast.
Ásgeir sagði að margs væri að
gæta, þegar mörkuð væri ný
stefna í landbúnaði en hann hefði
þá trú að söluvandamál landbún-
aðarins væru tímabundin. Þau
þ.vrfti engu að síður að leysa og
það þyrfti að gera í áföngum svo
röskun yrði sem minnst. Þótt á
móti blési í landbúnaðinum, eins
og það hefði alltaf gert 'annað
slagið, sagðist Ásgeir ekki bera
ugg í brjósti, því möguleikarnir til
bjargar væru miklir og ólíkir því,
sem var, þegar fyrsti búnaðarskól-
inn var reistur fyrir einni öld og
jörðin var í klakaböndum.
Að síðustu þakkaði formaður
Búnaðarfélagsins forseta íslands,
dr. Kristjáni Eldjárn, fyrir kom-
una og sagði það hafa verið
bændum þessa lahds mikils virði í
þeim andblæstri, sem þeir hefðu
mætt á undanförnum árum, að
njóta þess siðferðislega stuðnings
sem forseti þjóðarinnar hefði veitt
þeim við margháttuð tækifæri.
Bjargráðasjóður:
1,1 milljarð vantar til lána
vegna harðindanna í fyrra
NÆR 1,1 milljarð króna vantar
nú til að Bjargráðasjóður geti
veitt bændum lán vegna harðind-
anna á síðastliðnu ári.
í ræðu Ásgeirs Bjarnasonar,
formanns Búnaðarfélags Íslands,
við setningu Búnaðarþings i gær
kom fram að sjóðurinn þyrfti alls
til útlána vegna harðindanna á s.l.
Erlendum ferða-
mönnum f jölgaði
á síðasta ári
ERLENDUM ferðamönnum sem
leið sina lögðu til íslands á siðasta
ári fjölgaði um 1.68% frá fyrra ári,
og komu samtals 76.912 ferðamenn
hingað á árinu 1979.
Bandarískir ferðamenn voru lang-
flestir, eða 23.525 talsins, en þeim
fækkaði þó um 0.2% frá árinu áður.
Fjöldi ferðamanna frá öðrum lönd-
um, eitt þúsund eða fleiri frá hverju
landi, var annars sem hér segir: Frá
Þýskalandi 9.680 (18,3% fækkun frá
árinu 1978); frá Danmörku 7.318
(1,5% aukning frá 1978); frá Bret-
landi 6.761 (22,3% aukning); frá
Svíþjóð 6.660 (13,6% aukning); frá
Noregi 5.737 (14,7% aukning); frá
Frakklandi 3.829 (11,4% aukning);
frá Sviss 3.436 (42,8% aukning); frá
Hollandi 1.696 (15% fækkun); frá
Finnlandi 1.275 (14% aukning) og
frá Austurríki 1.248 (27,9% aukn-
ing).
ári um 1,750 milljónir króna en
upp í þessi lán hcfði Bjargráða-
sjóður fengið 130 milljónir króna
hjá Viðlagatryggingu og 300
milljónir króna hefðu fengist með
bráðabirgðavixlum í bönkum.
Pálmi Jónsson landbúnaðarráð-
herra sagði í ræðu sinni á Búnað-
arþingi í gær, að enn hefði ekki
unnist tóm til, eftir að ríkisstjórnin
tók við, að athuga þetta mál eins og
skyldi en í stjórnarsáttmálanum
væri tekið fram, að Bjargráðasjóði
yrði útvegað lán vegna harðind-
anna 1979. Jafnframt, að tekju-
stofnar sjóðsins yrðu teknir til
endurskoðunar í þeim tilgangi, að
hann geti gegnt hlutverki sínu.
Að sögn Ásgeirs Bjarnasonar
skiptast þessar 1,750 milljónir
króna þannig að 130 millj. kr. eru
lán vegna veiðarfæratjóns af völd-
um hafíss árið 1979, 70 milljónir
væru lán vegna vorharðinda 1979,
1100 milljónir kr. væru lán vegna
heyskorts á Norður- og Norðaust-
urlandi, lán vegna uppskerutjóns á
kartöflum væru 225 millj. kr. og
styrkir vegna hey- og grasköggla-
flutninga væru áætlaðir 225 millj-
ónir króna. Sagði Ásgeir að enn
ætti sjóðurinn eftir að veita megin-
hlutann af þeim lánum, sem til-
heyra heyskorti og uppskerubresti
á kartöflum frá s.l. sumri. Þá hefðu
á s.l. ári orðið mikil og margþætt
óhöpp, sem Bjargráðasjóði bæri að
bæta og veitti sjóðurinn þeirra
vegna 65 millj. kr. í styrki og 160
millj. kr. lán vaxtalaust til 5 ára.
Þar að auki ætti eftir að afgreiða
margar umsóknir, því þær væru
alltaf að berast.
Fram kom hjá Ásgeiri að tekjur
sjóðsins á þessu ári eru áætlaðar
545,4 millj. kr. og væri því ljóst að
tekjurnar hrykkju skammt miðað
við þarfirnar. Þá hefði ríkissjóður
dregið í land með að standa við þau
ríkisframlög, sem lög Bjargráða-
sjóðs ákveða, og næmi sú lækkun
60 millj. kr. á s.l. ári. Farið hefði
verið fram á að ríkið borgaði
upphæð þessa, en óvíst væri um
árangur. Minnti Ásgeir á tillögur
stjórnar sjóðsins um aukna tekju-
öflun til sjóðsins með því að hækka
framlög sveitarfélaga úr kr. 150 í
300 kr. af hverjum íbúa og að
hækka hlutdeild í búnaðarmála-
sjóðsgjaldi úr 0,3% í 0,6% af
söluvörum landbúnaðarins. Fram-
lag ríkissjóðs ætti að vera jafnhátt
framangreindum framlögum.
Næðu þessar tillögur fram að
ganga myndu tekjur Bjargráða-
sjóðs hækka sem næst um 300
millj. kr. í ár á ársgrundvelli.
Spennandi kosningar á þriöjudag:
Verður þingið sent
heim í þr jár vikur?
STEFNT mun að því að ljúka
mest aðkallandi þingstörfum,
afgreiðslu skattlagafrumvarps
og kosningu í ráð og nefndir,
n.k. þriðjudag — miðvikudag.
Orðrómur var um það i þing-
húsinu í gær, að ríkisstjórnin
hygði á þinghlé, jafnvel í allt að
20 daga (þ.e. fram yfir Norður-
landaráðsþing, sem hér verður
háð 3.-7. marz n.k.) en stjórn-
arandstaðan mun mjög andvíg
svo langri heimsendingu þing-
manna. Ekki lá á hreinu, hvort
um óformlega frestun yrði að
ræða, ef til kæmi, eða formlega
frestun með þingsályktun, en i
siðara tilfellinu fengi ríkis-
stjórnin bráðabirgðalagarétt.
Kosningar þær, sem fram eiga
að fara á þriðjudag, munu vekja
mikla athygli, ekki sízt vegna
þess samkomulags, sem gert var
í þingflokki Sjálfstæðisflokksins
í desembermánuði s.l. um skipan
manna í nefndir, en að því
samkomulagi stóðu m.a. þrír
núverandi ráðherrar og tveir
þeirra hlutu kjör í fjárveitinga-
nefnd, sem er áhrifamesta þing-
nefndin, út á það samkomulag:
Friðjón Þórðarson og Pálmi
Jónsson.
Á þriðjudag verður væntan-
lega kosið í eftirtaldar nefndir
og ráð: stjórn Framkvæmda-
stofnunar, Útvarpsráð, Trygg-
ingaráð, Húsnæðismálastjórn,
Menntamálaráð, stjórn Atvinnu-
leysistryggingasjóðs, stjórn
Vísindasjóðs, Kjaradeilunefnd,
Landskjörstjórn og yfirkjör-
stjórnir, Áfengisvarnaráð og Út-
hlutunarnefnd listamannalauna.