Morgunblaðið - 15.02.1980, Side 32
DAMATSU „DAIHATSU
Charade
Charade
FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1980
Veður var fatíurt í höfuðborginni í gær og marst fólk úti að ganga, eins og þessi kona með börn sin tvö sem Emilia festi á filmu á gangi
á ísnum á Tjörninni. Rétt er þó að minna fólk á að ís á iónum og tjörnum getur verið varasamur í svona tíð, þegar frystir á nóttunni en
hlýnar um miðjan daginn.
Landbúnaðarvörur hækka tví-
vegis með tíu daga millibili
Landbúnaðarafurðir
munu að öllum líkindum
hækka í verði nú um helg-
ina, en um málið var fjallað
á fundi ríkisstjórnarinnar í
gærmorgun. Hér er um að
ræða hækkun sem til er
komin vegna þess að fráfar-
andi minnihlutastjórn AI-
þýðuflokksins neitaði að
fallast á hækkun þann
fyrsta desember síðast lið-
inn, sem stafaði af kostnaði
við vinnslu og dreifingu.
Ekki er alveg ljóst hve þessi
hækkun verður mikil, en
Guðmundur Sigþórsson
deildarstjóri í landbúnað-
arráðuneytinu sagði í gær,
að hún yrði milli eitt og tvö
prósent.
Þá verður verð landbúnaðaraf-
urða einnig hækkað þann fyrsta
mars næstkomandi, en ekki liggur
enn fyrir hve sú hækkun verður
mikil. Unnt er þó að taka mið af
því að kaupgjaldsvísitalan á þá að
hækka um 6,67%, og vísitala
framfærslukostnaðar hækkar um
9,13%.
Ljóst er því, að verð landbúnað-
arafurða mun hækka tvívegis með
tíu daga millibili á næstunni,
þann 18. febrúar og 1. mars.
Morgunblaðinu tókst ekki að ná í
Pálma Jónsson landbúnaðarráð-
herra eða Gunnar Guðbjartsson
formann Stéttarsambands bænda
í gær vegna þessara hækkana, og
ekki tókst að fá nákvæmlega
uppgefið hve miklar þær verða.
Loðnuskipstjórar:
Sjómenn
eru lög-
hlýðnir
VEÐUR á loðnumiðunum fyrir norð-
an land var oröið þokkalegt i
gærkvöldi og voru skipin öll að
veiðum er Morgunblaðið fór í prent-
un í nótt. Skipstjórar sem Morgun-
blaðið ræddi við á miðunum kváðust
allir verða úti þar til fullfermi væri
fengið, „jafnvel þó það verði ekki
fyrr en um hvítasunnu" eins og einn
þeirra orðaði það. Flotinn var allur
á um átta til tfu mílna kafla i
Langanesdjúpi i gærkvöldi og þar
austur af.
Þeir Gísli Jóhannesson á Jóni
Finnssyni og Guðjón Pálsson á Gull-
bergi sögðu megna óánægju ríkja
meðal sjómanna vegna loðnuveiði-
bannsins, en þó myndu menn líklega
viröa það, enda væru sjómenn lög-
hlýðin stétt. Hart væri þó að una við
bannið, og sagði Gísli að þetta væri
líkt og að taka helminginn af launum
manna í landi, og Guðjón líkti því við
það að skorin yrði niður helmingur
bústofns bænda. Slíkt væri tjónið
fyrir sjómenn og það á þeim tíma sem
sjórinn væri svartur af loðnu.
Veiðarnar gengu nokkuð vel í
gærkvöldi, einkum framan af, en þá
fengu sumir bátar svo stór köst að
þeir sprengdu næturnar. Síðar í
gærkvöldi var loðnan þó farin að
dreifa sér í smærri torfur og gekk því
hægt að fylla skipin.
Bæði þeir Gísli á Jóni Finnssyni og
Guðjón á Gullberginu sögðu að heyrst
hefði af mikilli loðnu í Víkurál og
væri það enn ein sönnun þess að mun
meira væri af loðnu en fiskifræðingar
vildu vera láta. Flest þau skip sem nú
eru á loðnumiðunum munu fara til
heimahafna er þau hafa náð full-
fermi, en önnur munu þó selja þar
sem hæst verð fæst fyrir, hvar sem
það verður á landinu. Að sögn
skipstjóra sem Morgunblaðið ræddi
við í gær munu sjómenn síðan bíða
átekta og sjá hverju fram vindur og
ekki yrði í bráð að minnsta kosti farið
að huga að öðrum veiðum, enda væri
þar víst ekki feitan gölt að flá.
Innbrot í Alþingi?
Fundar-
bjöllu
saknað
BJALLA forseta Sameinaðs
þings og forseta neðri deildar
fannst ekki, er þingfundir hófust
í gær, en hljóm þessarar bjöilu
þekkja landsmenn af .tvarps-
umrseðum, er forseti setur fund
og slítur honum. Forseti neðri
deildar notaðist við fundarbjöilu
efri deildar í gær.
Friðjón Sigurðsson skrifstofu-
stjóri Alþingis sagði í samtali við
Mbl. í gær, að næturvörður hefði
heyrt til mannaferða á salernum á
neðri hæð í fyrrinótt, en ekki séð
viðkomandi og taldi næturvörður-
inn að maður þessi eða menn
hefðu ekki farið lengra inn í húsið.
Hann kvaddi til lögreglu, en hún
varð engra vör, þegar hún kom.
Rimlar fyrir salernisgluggum
höfðu verið fjarlægðir.
Friðjón sagði, að ekki væri ljóst,
hvort þarna hefðu verið þeir á
ferð, sem bjölluna tóku eða hvort
„einhverjir þeirra, sem hér eru á
hverjum degi, eru að gera grikk."
Friðjón sagði, að ekki væri fleiri
hluta saknað en bjöllunnar, sem
stendur á tréundirstöðu, og tré-
kólfs, sem þingforsetar nota til að
slá í bjölluna við setningu og slit
þingfunda.
Guömundur J. Guðmundsson, alþingismaður og formaður VMSÍ:
Varðar ekkert um hvað
pappírstígrisdýr urra og
súkkulaðidrengir hjala
„MIG varðar ekkert um, hvað
pappírstígrisdýr urra eða um
hvað súkkulaðidrengir hjala,“
sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson, alþingismaður og
formaður Verkamannasam-
bands íslands, er Morgunblaðið
spurði hann i gær, hvað hann
vildi segja um ummæli Ragnars
Arnalds fjármálaráðherra um
að ekkert svigrúm væri til
grunnkaupshækkana og Þor-
steinn Pálsson framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambands
íslands, tók undir. Fleira kvaðst
Guðmundur ekki hafa um þetta
að segja á þessu stigi málsins.
Svo sem lesendur Morgun-
blaðsins rekur minni til, sagði
Ragnar Arnalds fjármálaráð-
herra í samtali við Morgunblaðið
í fyrradag, að miðað við þær
Guömundur
liaiíiiar
ströngu verðlagsforsendur, sem
menn hafi sett sér á þessu ári,
væri ekkert svigrúm til grunn-
kaupshækkana nú.
í Morgunblaðinu í gær er
Þorsteinn Pálsson spurður um
þessi ummæli nýja fjármálaráð-
herrans. Þar segir Þorsteinn, að
þessi afstaða Ragnars Arnalds sé
ekkert ný fyrir vinnuveitendur,
þar sem Steingrímur Hermanns-
son, formaður Framsóknar-
flokksins hafi margsinnis lýst
þessari sömu skoðun. Þetta væri
einnig í samræmi við það, sem
VSÍ hefði bent á. Síðan sagði
Þorsteinn:
„Mér sýnast þessir menn meta
efnahagsaðstæður mjög svipað og
við og niðurstaðan hlýtur að vera
áþekk. Það hlýtur að liggja í
augum uppi, að miðað við verð-
lagsforsendur og gengisforsend-
ur, sem ríkisstjórnin setur, þá er
ekki fyrir hendi neitt svigrúm til
aukningar kaupmáttar. Þetta
höfum við sagt okkar viðsemj-
endum. Við töldum okkur strax
geta lesið það út úr málefna-
samningi ríkisstjórnarinnar, að
hún setti allt sitt traust á, að
vinnuveitendur semdu ekki um
aukinn kaupmátt. Ummæli Ragn-
ars Arnalds staðfesta þetta.“