Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1980 7 I I Vonbrigði I herstöðva- I andstæðinga Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga hefur sent frá sér yfirlýs- ingu í tilefni af stjórnar- myndun Gunnars Thor- oddsens. í henni koma ■ fram sár vonbrigði nefnd- ' arinnar yfir því, að ekki | sé ráðgert að gera landið varnarlaust á starfstíma stjórnarinnar þótt stjórn- | málaflokkarnir tveir og sjálfur forsætisráðherr- ann í ríkisstjórninni hafi ■ hver á sínum tíma verið andvígur erlendum her og herstöðvum, eöa eins og segir í yfirlýsingunni: „Nú hafa tveir stjórn- málaflokkar sem hafa brottför erlends hers á stefnuskrá sinni gerst að- ilar að ríkisstjórnarsam- starfi þar sem ekki er gert ráö fyrir aö hróflað sé við erlendri hersetu. Flokkar þessir eiga 28 þingmenn á Alþingi og ganga til samstarfs við fjóra þingmenn undir for- ystu Gunnars Thor- oddsen, sem lýsti raunar einnig á sínum tíma and- stööu við erlendan her og herstöðvar. Miönefndin lýsir yfir vanþóknun sinni yfir því að yfirlýstir andstæð- ingar erlends hers í land- inu skuli nú taka þátt í myndun hersetustjórnar (t Líklega hefur aldrei fengist betri staðfesting á því, hve vonlaus barátta svonefndra herstöðva- andstæðinga er en lestur þessarar yfirlýsingar. Þótt miðnefndin þykist geta eignað sér skoðanir allra burðarása stjórnar- innar, hefur hún þau stjónarmið ekki á stefnu- skrá sinni. Þvert á móti hefur utanríkisráðherra nýju stjórnarinnar ræki- lega undirstrikað, að engin breyting veröi á stefnunni í öryggismál- um, á meðan hann gegnir embættínu. Þjóövilja- klíkan bólgnar i tilefni af því að helstu forystumönnum Alþýðu- bandalagsins í verkalýðs- hreyfingunni hefur veriö hafnað af félagsfundi í Aiþýðubandalaginu í Reykjavík um setu í flokksráði, bendir Tíminn á það í gær, að í kjölfar hreinsunarinnar hafi 6 menn úr ritstjórn Þjóö- viijans tekið sæti í flokks- ráðinu. Þeir eru Álfheiður Ingadóttir blaðamaður, Árni Bergmann ristjóri, Einar Karl Haraldsson rit- stjóri, Úlfar Þormóösson rekstrarstjóri, Vilborg Harðardóttir fréttastjóri og Þorsteinn Magnússon þingfréttaritari, sem var aðstoðarmaöur Ragnars Arnalds í menntamála- ráðuneytinu á sínum tíma. Þetta er dágóð fylking í hópi þeirra 37, sem Al- þýöubandalagið í Reykjavík kaus í flokks- ráðið, og sýnir, að þeir Þjóðviljamenn hafa kom- ið sér vel fyrir hjá valda- hóp flokksins með skrif- um sínum, enda er blaðið eins og fregnmiöi kommaráðherranna, . Lúövíks Jósepssonar og Ólafs Ragnars Grímsson- ar. „Sýna ábyrga afstöðu“ Þegar Morgunblaðið innti Hermann Lárusson formann Félags bæjar- starfsmanna í Neskaup- stað álíts á þeim fullyrö- ingum Ragnars Arnalds fjármálaráðherra, að ekk- ert svigrúm væri til grunnkaupshækkana í væntanlegum kjara- samningum við BSRB, svaraði Hermann: „Bless- aður maðurinn er nú orð- inn ráðherra og er sjálf- sagt að reyna að sýna ábyrga afstööu." I þessum orðum er prýðilega lýst þeim tvískinnungi, sem jafnan hefur einkennt málflutn- ing ráðamanna Alþýðu- bandalagsins. Þeir telja sér ekki skylt að sýna ábyrga afstöðu fyrr en þeir hafa á ábyrgðarleys- inu flotið í ráðherrastól- ana. Og í orðunum fellst einnig þungur áfellis- dómur, því að þau verða ekki skilin á annan veg en þann, aö kröfupólitík kommúnista utan ríkis- stjórnar sé óábyrg. I pirmviuiNN. Swroi) Birwrwmu : TÁbs Stfurðartíótdr Verö meö söluskatti 44.900.- Þér fáiö vandaöa og örugga þjónustu hjá sérþjálfuöum fag- mönnum MAZDA verkstæðisins. Pantiö tíma í símum: 81225 og 81299 B/LABORG HF. SMIOSHÖFDA 23 simar: 812 64 og 812 99 Beztu þakkir færi ég Borgarstjórn Reykjavíkur, Læknaráöi Landspítalans og Rannsóknarstofu Háskólans, læknum Landakotsspítala, frændum og vinum fyrir vinsemd, gjafir og margvíslega sæmd á 80 ára afmæli mínu. Kristján Sveinsson, læknir. Ofnþurrkað Teak og Oregonfura. Mjög hagstætt verð. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTIG 1.SIMI 18430 Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur veröur haldinn í húsi Slysavarnarfélags íslands viö Grandagarö miövikudaginn 27. febrúar 1980 og hefst klukkan 20.30. Venjuleg aöalfundarstörf. „ , Stjornin. NU BIRGÐASTYRING Skortir fjármagn í fyrirtækinu? Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiöi í Birgðastýringu dagana 27.-29. febrúar n.k. kl. 15—19 dag hvern í fyrirlestrasal félagsins aö Síöumúla 23, Reykjavík. Á námskeiöinu verða tekin fyrir m.a. þessi atriöi: — Aöferöir til aö minnka fjármagn bundið í birgðum. — Fjárhagsflokkun birgöa — Birgöabókhald — Nokkur dæmi um líkön í birgðastýringu — Tölvukerfi eöa gjaldskrárkerfi — Kynnt verða nokkur tölvukerfi sem hérlendis eru á boöstólum fyrir birgöahald. Námskeiöið er einkum ætlað þeim sem vilja kynnast aöferöum til að minnka fjármagnsbind- ingu í birgöum og ná besta mögulega árangri meö takmörkuöu fjármagni á tímum verðbólgu og 1 hárra vaxta. Leiðbeinandi: Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags íslands, Halldór Friögeirsson Síöumúla 23, simi 82930. verkfræöingur. MSI—International AB Einkaritaranámskeið Stjórnunarfélag íslands mun gangast fyrir nám- skeiði fyrir einkaritara dagana 26., 27. og 28. febrúar n.k. Námskeiöiö verður haldið í Kristalssal Hótels Loftleiða og stendur yfir frá kl. 09—17 alla dagana Námskeiðið er ætlað einkariturum með a.m.k. tveggja ára starfsreynslu. Markmið námskeiösins er að auka alhliöa hæfni einkaritara viö skipulagningu, tímastjórnun, samskiþti — tjáningu, skjalavistun og almenna skrifstofustjórn- un í þeim tilgangi aö auka afköst forstjóra og ritara viö stjórn fyrirtækisins. Námskeiðið er fengið hingaö til lands frá fyrirtækinu „Mercury Sekreterar institut". Leiöbeinandi veröur Eiwor Bohm-Pedersen framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Öll kennsla fer fram á ensku og er fjöldi þátttakenda takmarkaöur við 25. Þátttaka tilkynnt til skrifstofu Stjórnunarfélags fslands, sími 82930. — Sími 82930 MGi Mercuri— Goídmann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.