Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1980 29 0100KL 10—11 Er virkilega útilokað, að bank- arnir geti gefið okkur, sem vinn- um frá klukkan 7 til 17 einhvern afgreiðslutíma eftir þann tíma, þó ekki væri nema einn dag vikunn- ar? Ég átti brýnt erindi í bankann minn einn daginn, og til þess að þurfa ekki að stelast úr vinnunni hljóp ég við fót og komst á þeim hálfa klukkutíma sem mér er ætlaður í mat, á ákvörðunar- staðinn. Matnum varð ég auðvitað að sleppa þann daginn. Þetta var sem sagt kl. 12.00. Þegar ég kom í bankann var slík biðröð, að mér duttu helst í hug biðraðir við áfengisútsölurnar á Þorláks- messu, eins og maður hefur heyrt um. Allt var þetta fólk sem var eins og ég að skjótast í matartímanum. Ég tók mér stöðu í einni biðröð- inni, gjaldkerabásarnir voru þrír þarna. Ég var að vona með sjálfri mér, að þetta gengi nú það fljótt fyrir sig, að mér reyndist unnt að seðja sárasta sultinn á síðustu mínútun- um af matartímanum, þegar ég aftur kæmist á vinnustað. En mér til skelfingar sá ég, að blessaðar dömurnar í gjaldkera- básunum pökkuðu saman og fóru í mat, rétt þegar röðin var að koma að mér. Ég hugsaði bankakerfinu þegj- andi þörfina, og enn spyr ég í einfeldni minni: Er þetta hægt? Þið bankaráðsmenn og banka- stjórar. Hafið þið gert ykkur grein fyrir hvernig og hvenær sá maður eða manneskja sem vinnur frá 7 til 17 á að geta komist í banka, en eins og nú er málum háttað, er það algjörlega útilokað að vinnandi fólk geti haft not af þessum stofnunum. Kannski er best og vandaminnst að hafa það eins og gamla fólkið ku hafa gert, að geyma fé sitt undir koddanum, en varla trúi ég því að það sé það sem bankarnir eru að stuðla að? Þar sem bankarnir nú hafa tekið að sér alls konar gíró- greiðslur og ferðamannagjaldeyri að viðbættri allri annarri banka- starfsemi, skyldi maður halda að það væri ekki síður þeirra hagur en hins almenna borgara að þessir aðilar næðu saman þó ekki væri nema einn eða tvo daga vikunnar. Ég skora á bankana að endur- skoða afstöðu sína í þessum af- greiðslumálum og stuðla að því, að vinnandi fólk geti átt viðskipti við SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi í janúar kom þessi staða upp í skák hollensku alþjóðameistaranna Van der Wiels sem hafði hvítt og átti leik, og Ligterinks: bankana á ný eins og verið hefur í þessu landi. Sömuleiðis vildi ég biðja ykkur hin, sem ekki komist í bankann, eða getið ekki notið fyrirgreiðslu þeirra í hinum ýmsu málum, að láta í ykkur heyra, svo að bank- arnir megi sjá, að þetta er ekkert gamanmál. Hér þarf úrbóta við. Hedda" • Teiknimyndir fyrir fréttir Sjónvarpsáhorfandi kom að máli við Velvakanda og vildi koma þeirri ábendingu á framfæri við sjónvarpið að það sýndi ekki teiknimyndir ætlaðar börnum eft- ir fréttir og auglýsingar á kvöldin. Lítil börn, sem fylgdust spennt með þessu efni, gætu ekki beðið eftir eril og amstur dagsins eftir þessari skemmtun — sýningar- tíminn væri eftir háttatíma þess- ara litlu sjónvarpsáhorfenda. Jafnan fyrir fréttir er 15 mínútna og jafnvel 20 mínútna tími, þar sem aðeins er leikin tónlist. Þessum tíma kvað sjón- varpsáhorfandinn ekki vera betur varið en fyrir þessa ungu áhorf- endur. Þrír stundarfjórðungar með 30 mínútna fréttum væru oft þessum þreyttu, litlu áhorfendum um megn og þau væru dottin út af, þegar loks kæmi að þessari skemmtan, sem þau vildu svo gjarnan sjá. Velvakandi getur tekið undir þessa ábendingu, þótt e.t.v. megi segja að það skipti ekki höfuðmáli hvort þessar myndir eru sýndar hálftímanum fýrr eða seinna. Á hitt er rétt að benda og þakka að hér er um nýjung að ræða, þarfa og ágæta af hálfu sjónvarpsins og er áreiðanlega á flestum barna- heimilum beðið þessara mynda daglangt. HÖGNI HREKKVÍSI „IÁttu MI& OARA VITA ET i Fe A9 A þ)6.." 03^ SlGGA V/öGA C Á/LVEgAkJ KANARI er 9. marz Athugið vikiarkjörin 1/3 fargjalds út eftirstöðvar á 4 mánuðum FLUGLEIÐIR Lækjargötu 2 og Hótel Esju Sími 27800. URVAL Samvinnuferdir ÚtsÝm v/Austurvöll I pnWci/n hf Austurstræti 17 Sími 26900 ' 1 Sími 26611 Austurstræti 12 Sími 27077 [wútJúWF/m ow&Áism A YlOffoOA/úó $\OKKOtf y/NVSÍ A9 WúM ^ SÝA/A WTNlV Btmm vSoYíA 29. c5! (Þessi framrás ræður úrslitum) — dxc5, 30. bxc5 — Hxd5, 31. c6 — Hdl+ (Svartur vonast eftir 31. Hxdl — Bc5+) 32. Kg2! og svartur gafst upp. /6O0V/MA 'btelWo? U'oTBG ^iv/ vem vúa vfg-'R ó/'KKUí? VÍNA/tT 'QúóftKZtöA/ii\ 49 vl/M'hTA Xo ‘öT/ óöLLÖtf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.