Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1980 Ve ulegt tap á rekstri Landsvirkjunar: Þyrfti 15-20% gjald- skrárhækkun 1. maí TAP á rekstri Landsvirkj- unar hefur verið verulegt á s.l. íveimur árum, eða alls 1.5G7 millj. kr. Tií að hægt verði að rétta við rekstur- inn á þessu ari þarf Lands- virkjun að fá 15—20% hækkun á gjaldskrá 1. maí til viðbótar 27% hækkun- inni 1. febr. s.l., en þá var sótt um 43% hækkun. Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjunar, sagði á fréttamannafundi í gær, að ástæðan fyrir þessari óhagstæðu þróun væri hversu erfiðlega Skjálftavaktin við Kröflu lögð niður í bili ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja niður skjálftavaktina í Reyni- hlíð í Mývatnssveit fyrst um sinn en slík vakt hefur verið síðan í október. Hins vegar verður vaktin tekin upp að nýju ef þörf verður talin á. Mjög litlar breytingar hafa orð- ið á landi á Kröflusvæðinu síðan á laugardaginn og virðist umbrota- hrinan gengin yfir, samkvæmt því sem Bryndís Brandsdóttir jarð- fræðingur tjáði Mbl. í gær. Land hefur hins vegar ekki byrjað að rísa á ný eins og ætíð hefur gerst áður í lok kvikuhlaupa en jarðvís- indamenn vilja þó engu spá um framhaldið. Skjálftavirkni er þó nokkur en skjálftarnir mjög litlir. Fylgst verður áfram með mæl- um í Reynihlíð eins og verið hefur þó þar verði ekki vakt jarðvísinda- gengi að fá stjórnvöld til að heimila í tíma nauðsynlegar breytingar á gjaldskrá fyrirtæk- isins. Verðhækkanir hafa því oft dregist á langinn og ekki verið nægilega miklar, þegar þær hafa verið heimilaðar. Þetta hefur valdið því að Landsvirkjun hefur orðið að taka lán vegna greiðslu- halla. „Hér er að sjálfsögðu um , öfugþróun að ræða,“ sagði Jó- hannes, „því stefnt hefur verið að því að eigin fjármögnun fyrirtækisins vegna stofnkostn- aðar Hrauneyjarfossvirkjunar verði um 27% eða ásamt stofn- framlögum eigenda um 31%. Stofnkostnaður Hrauneyjarfoss- virkjunar (140 MW) áætlast 51.656 millj. kr. án vaxta á byggingartíma. Jóhannes tók fram, að 15— 20% hækkun 1. maí myndi nægja fyrirtækinu hækkana út þetta ár. án frekari Rafmagnsbil- anir á óveðri á Snæfellsnesi MIKIÐ hvassviðri var 4 Snæíells- nesi í gærmorgun og gærdag og brotnuðu rafmagnsstaurar á nokkrum stöðum. Urðu rafmagns- biianir af þessum orsökum en lengst varð rafmagnslaust í Grund- arfirði eða i átta klukkustundir, frá klukkan 8 í gærmorgun til klukkan 16 í gærdag. Menn fóru til að gera við bilanirn- ar en þeim gekk erfiðlega að athafna sig vegna hvassviðris. Áttu þeir fullt í fangi með að halda bifreiðunum á réttum kili og varð því lítið um viðgerðir sums staðar. Heilbrigðiseftirlitið mótfallið sjálfsaf- greiðslu á saltkjöti í HÁDEGISÚTVARPI i gær birt- ust tilmæli frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar til kaup- manna um að selja ekki saltkjöt með sjálfsafgreiðslufyrirkomu- lagi. Vegna þess hafði Morgunblaðið samband við Þórhall Halldórsson, forstöðumann Heilbrigðiseftirlits- ins í Reykjavík. Þórhallur sagði að fyrir sprengidaginn í fyrra hefði lítillega borið á auglýsingum um Ingvar Jónasson ein- leikari á næstu hljóm- leikum Sinfóníunnar NÆSTU áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands verða á morgun, fimmtudag, í Háskóla- bíói og hefjast kl. 20:30. Á efn- isskrá eru verk eftir Fjölni Stef- ánsson. Kóplon, konsert fyrir víólu eftir Walton og sinfónía nr. 2 eftir Tschaikovsky. Einleikari er Ingvar Jónasson og stjórnandi Göran W. Nilson. Ingvar Jónasson er fæddur á ísafirði 1927 og stundaði hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Royal College of Music og síðar hjá Ingvar Jónasson vióluleikari. Ernst Morawec í Vín. Lék hann með Sinfóníuhljómsveit íslands að loknu námi allt til ársins 1970, fyrst á fiðlu og síðar víólu og starfaði sem kennari við Tónlist- arskólann í Reykjavík til ársins 1972 er hann flutti til Svíþjóðar. Gerðist hann þá kennari við Tón- listarháskólann í Malmö, starfaði í 2 ár sem fyrsti víóluleikari við Sinfóníuhljómsveitina í Malmö, en hefur seinustu árin stundað kennslu og tekið þátt í flutningi kammertónlistar m.a. með Malmö ' kammarkvintett, sem leikið hefur á Islandi. Hefur hann leikið einleik og kammertónlist í mörgum Evrópulöndum og Bandaríkjunum, gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp og leikið inn á hljómplöt- ur. Hljómsveitarstjórinn Göran W. Nilson er fæddur í Halmstad 1941, hóf píanónám 3 ára og fékk tíu ára gamall inngöngu í Konunglega tónlistarskólann í Stokkhólmi þrátt fyrir að lágmarksaldur væri 15 ár. Stundaði hann framhalds- nám í París, Lundúnum og New York. Árin 1963—1969 starfaði hann sem hljómsveitarstjóri við Konunglegu óperuna í Stokkhólmi og síðan 1974 hefur hann verið aðalstjórnandi við Sinfóníu- og kammersveitina í Örebro. Auk þess sem hann hefur stjórnað helztu hljómsveitum í Svíþjóð hefur hann leikið einleik með fjölda hljóm- sveita í Evrópu og Ameríku. slíkt í fjölmiðlum og svo hefði það aftur gerst nú að nokkrir kaup- menn hefðu auglýst að viðskipta- vinirnir gætu sjálfir valið saltkjöt- ið. Heilbrigðiseftirlitið hefði kann- að málið í gærmorgun og þá hefði komið í ljós að á nokkrum stöðum hefði sá háttur verið hafður á að viðskiptavinirnir gátu handfjallað kjötið og valið sjálfir úr tunnum eða bökkum. Þetta væri auðvitað ófært og flokkaðist nánast undir sóðaskap sem ástæðulaust væri að viðhafa. Því hefði tilkynningin verið sett í útvarpið og sagði Þórhallur að kaupmenn hefðu brugðist vel við. — Ég vil taka það fram, sagði Þórhallur, að það er auðvitað til bóta að láta viðskiptavinina velja saltkjötið en þá er bezta fyrir- komulagið að hafa það bak við hlífðargler og láta afgreiðslumenn taka til kjötið eftir ábendingum viðskiptavinarins. INNLENT Fyrsti samningafundurinn í starfsmönnum var haldinn deilu Flugleiða og hluta af hjá sáttasemjara ríkisins, Guðlaugi Þorvaldssyni, í gær. Myndirnar voru teknar við það tækifæri af fulltrúum deiluaðila. Efst er samninga- nefnd Félags Loftleiðaflugmanna, í miðið samninganefnd Flugleiða og neðst samninganefnd Félags íslenzkra atvinnuflugmanna. Stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs: Alþýðubandalagið er ekki tilbúið í kosningabandalag KOSNINGU í stjórn atvinnuleys- istryggingasjóðs var frestað á AI- þingi i gær að beiðni Alþýðubanda- lagsins. Ekki er samkomulag í þingflokki sjálfstæðismanna um kosninguna. Meirihlutinn vill halda við sam- þykkt um framboð eins aðalmanns til þess að Alþýðuflokkurinn fái fulltrúa í stjórninni, en Gunnars- menn vilja hins vegar að sjálfstæð- ismenn bjóði fram tvo fulltrúa, sem myndi þýða að falazt eftir kosn- ingabandalagi við Framsóknarflokk og Alþýðubandalag, ef samkomulag verður ekki í þingflokki sjálfstæð- ismanna. Alþýðubandalagsmenn eru því fylgjandi að Alþýðuflokkur fái fulltrúa í stjórninni og voru ekki tilbúnir til kosningabandalags stjórnarliðsins í gær. Þeir vilja hins vegar bíða og sjá tilnefningu ASI í stjórnina og meta út frá henni, hvort Alþýðuflokkurinn ætti að fá kjörinn fulltrúa á þingi eða hvort tilnefning ASÍ tryggir Alþýðu- flokknum hlutdeild í stjórninni, þannig að af kosningabandalagi stjórnarliðsins geti þá orðið. Meirihluti þingflokks sjálfstæð- ismanna hefur samþykkt að bjóða fram Pétur Sigurðsson sem aðal- mann í stjórn atvinnuleysistrygg- ingasjóðs og Axel Jónsson, fyrrver- andi alþingismann, sem varamann. Gunnarsmenn vilja hins vegar fá Axel inn í stjórnina sem aðalmann líka. Samninganefnd BSRB þingaði um stöðuna: Hugsanleg verkf allsboðun verði rædd í félögunum SAMNINGANEFND BSRB hélt fund í gær þar sem rædd var staðan i kjaramálum opinberra starfsmanna, jafnframt því sem kjörin var átta manna nefnd til viðræðna við fulltrúa ríkisvalds- ins. Fundur þessara aðila er fyrirhugaður á föstudag. Samninganefndin gerði sam- þykkt þess efnis, að því væri beint til allra ríkis- og bæjarstarfs- mannafélaga, að þau gengjust á næstunni fyrir almennum fundum félagsmanna um væntanlega kjarasamninga, þar sem staðan í samningamálunum og hugsanleg verkfallsboðun yrði rædd og jafn- framt hvatt til samstöðu um fjög- ur atriði: — Verndun vísitölukerfis á laun allra opinberra starfsmanna. — Aukinn rétt til samninga og verði gildistími samnings umsam- inn hverju sinni. — Félagsleg réttindi starfs- manna og samtakanna. — Náð verði þeim kaupmætti, sem um var samið í síðustu samningum, og aukið jafnrétti í launamálum. Samninganefndin fól formanni og varaformanni nefndarinnar að ræða við ríkissáttasemjara og ósk- aði eftir því við hann, að fundir á vegum sáttanefndar með deiluaðil- um hefjist sem allra fyrst eftir næstu helgi. í átta manna nefnd til viðræðna við fulltrúa ríkisvaldsins voru kjörin: Kristján Thorlacíus, Har- aldur Steinþórsson, Þórhallur Halldórsson, Ágúst Geirsson, Ein- ar Ólafsson, Svanlaug Árnadóttir, Valgeir Gestsson og Örlygur Geirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.