Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1980 27 Sími 50249 Ljótur leikur Hin afar vtnsæla mynd Goldle Hawn, Chevy Chase. Sýnd kl. 9 flÆJARBi(P —7 - Simi 50184 Bræður glímukappans Ný hörkuspennandi mynd um 3 bræöur. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone. Sýnd kl. 9 Síld brauð og smjör Kaldir smáréttir Heitur pottrettur Ostar og kex Aðeins kr 4.950 WIKA Þrýstimælar Allar stæörir og geröir. SíÍMiHlmDgjsjir J(?)3in)©©@irii St (S@ Vesturgötu 16,simi 13280 Hitamælar ÍG9 12.0 SÖMoUaEíigjytr (Siöi Vesturgötu 16. .sími. 13280. Oskudags- gleði í HQLLyMðB í kvöld veröur sannkölluð öskudagsgleði hjáokkur og við bendum á að nú verða öskubakkarnir í hávegum hafðir Við hvetjum aila aðdáendur öskunnar að mæta á þessum hátíðisdegi öskunnar Nú er að drífa sig úr öskunni í eldinn HðUJWOOO FREMSTUR MEÐAL JAFNINGJA ^ (Q klúbtjurinn 3) borgartúm 32 sírni 3 53 55 JOHANNEY HAY Veröur á Ijósagólfinu hjá okkur í kvöld — Þessi frábæri sjónhverfingameistari hefur hvarvetna vakiö mikla hrifningu. Núna er hann með nýtt atriöi — Hann handjárnar aöstoöardömu sína, stingur henni niöur í kistu, og svo... Meira segjum viö ekki. Komdu bara í kvöld og sjáöu kappann meö eigin augum..! Mundu betri gallann! Til sölu Mercedes Benz 280 SLC 1975 Sjálfskiptur, vökvastýri, metalic lakk, leðurklædd- ur, útvarp, stereo og kassettutæki, þaklúga. Upplýsingar gefur Oddgeir Bárðarson, co. Ræsir, sími 19550. Frá keppni hjá Bridgedeild Breiðfirðinga. Brldge Umsjónt ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Vestmannaeyja Mjög skemmtilegt bréf hefur borizt þættinum um sveita- keppni sem þar lauk fyrir nokkru og er það svohljóðandi: Fyrir skömmu lauk sveita- keppni Bridgefélagsins. Átta sveitir tóku þátt í mótinu sem var líflegt og fjörugt allan tímann. I fyrstu skáru tvær sveitir sig nokkuð úr og voru jafnar framan af, sveit Richards Þorgeirssonar og Hauks Guð- jónssonar. Þegar mótið var rúmlega hálfnað seig sveit Hauks fram úr og hafði heppn- ina með sér meðan flest gekk á afturfótunum hjá sveit Rich- ards. Með Hauki í sveit voru þeir Þorleifur Sigurlásson, Baldur Sigurlásson, Jónatan Aðal- steinsson og Valur Valsson, en með Richard voru í sveit Frið- þjófur Másson, , Jakobína Guð- laugsdóttir, Hilmar Rósmunds- son og Jón Hauksson. Fyrir síðustu umferðina var staðan þannig að Haukur hafði 99 stig. Richard 82 og sveit Gunnars Kristinssonar 78 stig. Gunnari hafði gengið afleitlega í byrjun en sigið jafnt og þétt á og fyrir síðustu umferð áttu aðeins þess- ar þrjár sveitir möguleika á efsta sætinu og raunar aðeins fræðilega, þar sem Haukur mátti tapa sínum leik 16—4 og vera samt tryggur með fyrsta sætið. En mótherjar hans í síðustu umferð eru þekktir fyrir allt annað en uppgjöf. Guðmundur Jensson og samkennarar hans þeir Einar Friðþjófsson, Gísli Sighvatsson og Olafur Sigur- jónsson eygðu möguleika á fjórða sæti sem gefur stig og mættu ákveðnir til leiks. Ekki blés þó byrlega í hálfleik. Hauk- ur hafði 30 stig yfir (17—3) og sigurinn virtist endanlega í húsi. En seinni hálfleikurinn er senni- lega einhver mesta martröð sem nokkur sveit hefur orðið að þola, kennararnir nefnilega rótburst- uðu Hauk og hans menn og útkoman varð 18—2, einhver mesta kúvending í einum hálf- leik sem um getur. Og nú var komin spenna í hlutina. Sveit Gunnars vann sveit Helga Bergvins hreint 20—0 en það nægði ekki í fyrsta sæti. Og þá voru það úrslitin sem allir biðu eftir, frá viðureign Richards við sveit þeirra bræðra Jóhannesar og Guðlaugs Gísla. Ef Richard vann hreint (20—0) var hann orðinn efstur. Sveit Hauks beið í ofvæni eftir úrslit- unum (og'einn úr sveitinni hafði ekki taugar í að sitja kyrr heldur þrammaði stanslaust fram og aftur um salinn). Svo komu fyrstu tölur eins og reiðarslag, Richard hafði unnið 19—1 var sem sagt orðinn jafn Hauki. Ákafur taugafeber greip um sig og tempóið jókst um helming í þramminu. En svo var endurskoðað og í ljós kom að einu litlu stigi var ofaukið í útreikningi. Richard hafði „aðeins" unnið með 18—2 •og vantaði því einn „impa“ upp á að ná Hauki. Lágt andvarp kvað við og fótatakið hljóðnaði um leið og svitinn var strokinn af enninu. Sjaldan eða aldrei hafa jafn fá stig skilið að þrjár efstu sveitir í sveitakeppni og nú varð raunin á og einhverjum varð að orði að nú væri gaman að eiga eina umferð eftir. En úrslitin urðu sem hér segir: Sveit stig 1. Hauks Guðjónss. 101 2. Richards Þorgeirss. 100 3. Gunnars Kristinss. 98 4. Guðm. Jenssonar 71 5. Jóhannesar Gíslas. 69 6. Sveins Magnúss. 50 7. Helga Bergvinss. 44 8. Gunnlaugs Guðjónss. 15 Nú er hálfnuð hraðsveita- keppni félagsins og er staðan: 1. Rich. Þorgeirss. 915 2. Helgi Bergvinss. 879 3. Haukur Guðjónss. 864 4. Gunnar Kristinss. 850 5. Sveinn Magnúss. 812 Meðalskor er 864 stig og er því um mjög jafna keppni að ræða, getur allt gerst þau tvö kvöld sem eftir eru. Bridgesamband Islands Fyrir nokkru var haldinn fundur í stjórn Bridgesambands- ins og kom þar fram m.a. að ráðinn hefir verið starfskraftur á skrifstofu BSÍ. Ákveðið hefir verið að skrifstofan verði opin milli kl. 16—18 á þriðjudögum og mun Þóra Ásmundsdóttir stýra skrifstofunni. íslandsmótið í tvímenningi verður haldið í Domus Medica 15.—18. maí nk. Þátttökugjald verður 18000 krónur á par og verður spilað eftir nýjum reglum sem samþykktar voru á síðasta sambandsþingi. Sambandið hefir fengið senda nýja bridgebók, Blátt Precision eftir Þorstein Ólafsson. Sent hefur verið bréf til bridgesambands Hollands, þar sem tilkynnt var þátttaka íslands í Ölympíumóti í sveita keppni, opnum flokki. Þessi til kynning var samt endanleg. Samþykkt var að senda þátt- tökutilkynningu liða á Norður- landamót 1980 í opna- og kvennaflokki, með sama fyrir- vara og hafður hefur verið unr önnur mót. Samþykkt var að fram fari keppni um landsliðssætin í opna flokknum á Ólympíu- og Norður- landamóti. Spilaður verður Butl- ertvímenningur með þátttöku 16 valinna para og að honum lokn- um einvígisleikur tveggja sveita með frjálsum valrétt efstu para Þessi keppni verður auglýst nán- ar síðar. Ákvörðun um val kvennaliðs og unglingaliðs verður tekið seinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.