Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1980 Náin samvinna Heiden og þjálfarans hefur orsakað gullflóðið ERIC Heiden. skautahlauparinn handaríski. er eitt besta dæmi þess að einstaklingurinn er ekki allt. Fyrir öllu er að hafa snjall- an þjáifara. Þjáifari hins 21 árs Kamla Heiden. sem unnið hefur þrenn gullverðlaun á Lake Placid-Ieikunum til þessa og keppir að tveimur í viðbót, er 28 ára jfomul k0na að nafni Diane Holum. Samband skautahlaupara við þjálfara sinn er hálfgert vél- mennasamband þegar annað er úti á brautinni og hitt á hliðarlín- unni. Þegar Heiden hefur sprett úr spori veit hann ekkert hvað tímanum líður og hann getur ekki haft samband við Holum. En alls kyns tákn fara á milli þeirra. Hún fylgist með tímanum eins og fálki með rjúpu, ef hann þarf að herða hraðann gefur hún merki, en ef henni þykir hann hafa farið of ÍBK hefur gengið frá ráðningu knattspyrnuþjálfara fyrir kom- andi keppnistimabil. Er það Skoti að nafni John Mac Kern. 27 ára gamall, sem starfaði hjá ÍBK við þjálfun yngri flokka félags- ins árið 1972. Mac Kern er væntanlegur til landsins í byrjun mars, en fram að þeim tíma mun Guðni Kjartansson stjórna æfing- um en það hefur hann nú gert um nokkurt skeið. Eru æfingar vel sóttar og mikill áhugi i liðs- mönnum ÍBK að sögn Hafsteins Guðmundssonar. Um mánaðamótin næstu munu geyst af stað gefur hún annað merki. Og Heiden fer í einu og öllu eftir merkjum Diane, hann treystir fullkomlega dómgreind hennar. Dómgreind hans er áreiðanlega í ágætu lagi, en hann veit að hún er í betri aðstöðu til að meta aðstæð- ur. „Diane hefur verið þjálfari minn lengst af þau 13 ár sem ég hef æft skautahlaup. Hún veit allt um mig, hvernig ég bregst við hinum ýmsu aðstæðum. Þegar ég kem út á brautina einbeiti ég mér eingöngu að hendi hennar, hvaða merki hún gefur," sagði Eric Heiden eftir glæsilegan sigur í 5000 metra hlaupinu. „Það hefur úrslitaþýðingu hvort hlaupari hleypur rétt,“ segir Diane. „T.d. fór Norðmaðurinn Tom Eric Oxholm, sem hljóp á móti Eric, allt of hratt af stað. Þannig var Eric um tíma fjórum sekúndum á eftir honum. Oxholm tveir leikmenn fara utan til La Louviere og æfa með liðinu í einn mánuð. Er það IBK að kostnaðar- lausu, þar sem það ákvæði var í samningi Þorsteins Bjarnasonar að tveir leikmenn frá IBK gætu komið árlega meðan hann dveldi hjá félaginu. Að sögn Hafsteins bendir allt til þess, að Ragnar Margeirsson leiki með ÍBK-liðinu í sumar. Hefur hann fengið tilboð frá ýmsum félögum eins og kunnugt er en mun ætla að halda að sér höndum alveg fram á haustið. -þr. hefndist fyrir hamaganginn og við höfðum engar áhyggjur af því að vera á eftir honum um tíma. Eins og venjulega fór Eric í einu og öllu eftir merkjunum og þegar tími var til kominn stakk hann Owholm af“ Kaj Arne Stenshjemmet frá Noregi varð annar í 5000 metrun- um og hann er talinn einn sterkasti skautahlaupari veraldar. Norðmaðurinn fékk einni sekúndu lakari tíma en Heiden og hann sagði: „Eg reyndi að sigra mann- inn, en það reyndist mér um megn, hann er sá besti, ég verð að sætta mig við að vera næst bestur. Þegar tvær lotur voru eftir af hlaupinu missti ég allan mátt í handleggj- unum, ég gat því ekki bætt við hraðann. Þá ■vissi ég að ég hafði byrjað með of miklu offorsi og Heiden væri búinn að klekkja á mér. Það sem gerir gæfumuninn fyrir Heiden tel ég að sé hin nána samvinna hans og þjálfarans Diane Holum." Eric Heiden Skoskur þjálfari til Keflavikur Hmcjahaííi STALHF SINDRA Fyrirliggjandi í birgðastöö STANGAJÁRN Fjölbreyttar stæröir og þykktir SÍVALT JÁRN FLATJARN VINKILJARN L FERKANTAÐ JÁRN □ Borgartúni31 sími27222 • Alexander Mikhailov skorar i landsleik gegn Kanadamönnum i vetur, hann gerði einnig Finnum grikk í gær, er þjóðirnar mættust. Svíþjóð, Bandaríkin og Tékkóslóvakía berjast um úrslitasæti Gífurleg keppni er í íshokkiinu og á mánudaginn fóru fram í Lake Placid nokkrir landsleikir og fara úrslitin hér á eftir: Kanada — Japan 6—0 Svíþjóð — Noregur 7 — 1 Holland — Pólland 5—3 Rússland — Finnland 4—2 Tékkóslóv. — V-Þýskal. Bandaríkin — Rúmenia Staðan í fyrsta riðli er þessi: Sovétríkin Kanada Finnland Holland Pólland Japan Og staðan í B-riðli Svíþjóð Bandaríkin Tékkóslóvakía Vestur-Þýskal. Rúmenía Noregur Til þess að koma í veg fyrir misskilning, þá töflunum sigra liðsins, önnur talan töp, þriðja kemur markatalan og loks stigaf jöldinn. 11-3 7-2 0 0 45-7 8 1 0 24 - 6 6 0 16-15 4 1 13-33 3 0 10-22 2 6-31 1 1 0 1 22-5 7 0 1 21-8 7 1 0 32-11 6 3 0 19-26 2 3 0 10-26 2 4 0 6-33 0 merkir fyrsta talan í talan jafntefli, síðan ÞrennahjáUlrich? AUSTUR-Þjóðverjinn Ulrich Wehling hafði i gær forystuna í samanlagðri stigatölu fyrir nor- rænar skiðagreinar, þ.e.a.s. stökki og göngu. Eftir 70 metra stökkkeppnina hafði Wehling hlotið 227,2 stig, en næsti maður, Svíinn Walter Malmkvist, hafði 221,8 stig. I þriðja sætinu var Hubert Schwarz frá Vestur-Þýskalandi með 219,6 stig. Þess má geta, að Wehling sigraði í samanlögðu i norrænum greinum á tveimur síðustu Ól- ympíuleikum. Arsenal áfram Liverpool vann Nottingham ENSKU bikarmeistararnir Ars- enal tryggðu sér í gærkvöldi sæti f 8 liða úrslitum ensku bikark- eppninnar með öruggum sigri yfir Bolton 3:0. Arsenal var miklu betra og Bolton átti aldrei möguleika. Mörk Arsenal skor- uðu Alan Sunderland 2 og Frank Stapleton. Arsenal mætir næst Watford í keppninni. Önnur úrslit í gærkvöldi urðu sem hér segir í ensku knattspyrn- unni: 1. deild: Bristol City — Everton 2:1 Ipswich — Crystal Palace 3:0 Liverpool — Nott.Forest 2:0 2. deild: Burnley — West Ham 0:1 Oldham — Watford 1:1 Englandsmeistarar Liverpool hefndu ófaranna gegn Notting- ham í deildarbikarnum á dögun- um með öruggum sigri á Anfield Road að viðstöddum 45 þúsund áhorfendum. Terry McDermott, sem í gærkvöldi lék sinn 200. leik, hélt upp á daginn með glæsilegu marki á 78. mínútu og Ray Kenn- edy bætti marki við fimm mínút- um síðar. Liverpool hefur nú þriggja stiga forystu í deildinni og hefur leikið einum leik minna en næsta lið, sem er Manchester Utd. Ipswich heldur áfram sigur- göngu sinni og hefur nú ekki tapað í 11 leikjum í röð. Mörkin í gærkvöldi skoruðu Eric Gates, John Wark og Alan Brazil. Ips- wich er nú komið í hóp fremstu liða en á erfiðan leik á laugardag- inn, mætir Liverpool á Anfield. Bristol City vann sinn fyrsta sigur síðan í nóvember og staða Everton versnaði enn við tapið. Trevor Ross skoraði fyrst fyrir Everton en Tom Ritchie og David Rodgers svöruðu fyrir heimaliðið. West Ham vann mikilvægan útisigur og nálgast nú toppinn í 2. deild. Elnkunnagjöfln UMFN: Guðsteinn Ingimarsson 4, Jónas Jóhannsson 3, Júlíus Valgeirsson 3, Gunnar Þorvarðarson 3, Jón V. Matthíasson 2, Valur Ingimundarson 1, Brynjar Sigmundsson 1. Valur: Torfi Magnússon 2, Ríkharður Hrafnkelsson 2, Jón Steingrímsson 2, Kristján Ágústsson 3, Jóhannes Magnússon 1, Þórir Magnússon 1, Sigurður Hjörleifsson 1, óskar Baldursson 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.