Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 32
Sími á ritstjóm og skritstofu:
10100
jncgumMðfrfife
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1980
76 ára gömul
kona varð fyr-
bíl osr lézt
ír
UM hádegishil í gær þk biíreið á
76 ára gamla konu í Álfheimum í
Reykjavík. Konan slasaðist svo
mikið að hún lézt á leið i
slysadeildina.
Lögreglan fékk tilkynningu um
slysið klukkan 12.06. Konan var á
leið yfir Álfheima við verzlunar-
miðstöðina Glæsibæ, þegar hún
varð fyrir bifreið, sem ók suður
Álfheimana. Var konan að koma
frá lækni þegar slysið varð.
Sjúkralið kom fljótlega á staðinn
og flutti konuna á slysadeild
Borgarspítalans en hún vár látin
þegar þangað kom.
Nafn konunnar verður ekki birt
að svo stöddu.
Ákært í dekkjamálinu:
25 millj. kr.
fjárdráttur
RÍKISSAKSÓKNARI höfð-
aði nýlega opinbert mál á
hendur þremur fyrrverandi
starfsmönnum varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli og
44
„Konuna
mína vant-
aði sherrý
í súpuna
- sagði Davíð
og keypti því
ekki bjór
DAVÍÐ Scheving Thorsteins-
son iðnrekandi kom frá út-
löndum um helgina og vakti
það verulega athygli að hann
keypti ekki bjór þegar hann
kom í Fríhöfnina á Kefla-
vikurflugvelli heldur flösku
af sherrý. En eins og menn
muna var Davið upphafs-
maður þess að reglugerð var
breytt og flugfarþegum frá
útlöndum heimilað að taka
með bjór inn í landið eins og
flugáhöfnum var einungis
heimilt áður.
„Konuna mína vantaði
sherrý í súpuna og því keypti
ég sherrý," sagði Davíð í stuttu
spjalli við Morgunblaðið í gær.
„Ég vil ítreka það,“ sagði
Davíð, „að ég stóð ekki í þessu
á sínum tíma vegna þess að ég
væri svo mikill bjórmaður
heldur vegna þess að ég vildi
ekki una því að stjórnvöld
mismunuðu þegnunum. Ég vil
fá að kaupa minn bjór þegar
það hentar mér. Það hentaði
mér þegar ég kom í desember
að kaupa bjór en þá fékk ég
hann ekki. Það hentaði mér
betur að kaupa sherrý nú í
febrúar og kannski hentar mér
betur að fá mér bjór þegar ég
kem heim næst. En aðalatriðið
er að allir sitji við sama borð
og maður geti valið það sem
maður vill sjálfur," sagði
Davíð.
hjólbarðainnflytjanda í
Reykjavík vegna meintra
fjársvika í samhandi við
sölu á hjólbörðum til varn-
arliðsins. Eru mennirnir
ákærðir fyrir að hafa dreg-
ið sér röskar 25 milljónir
króna á árunum 1977 og
1978 á þágildandi verðlagi
og fengu þeir féð greitt í
gjaldeyri. Sakadómi
Reykjavíkur var falin
dómsmeðferð málsins.
Mál þetta komst upp í fyrra og
gekk þá undir nafninu dekkja-
málið. Fyrrnefndir þrír starfs-
menn varnarliðsins höfðu að-
stöðu til þess að falsa ýmis gögn
varðandi birgðavörzlu varnar-
liðsins og var því þannig komið
fyrir, að varnarliðið var látið
greiða fyrir mun fleiri hjólbarða
en það í rauninni keypti af
hjólbarðasalanum í Reykjavík.
Hin meintu svik virðast hafa
verið framkvæmd í gegnum allt
kerfið svo að þau kæmust ekki
upp og voru hjólbarðarnir, sem
aldrei bárust í bókhaldi sagðir
komnir undir bifreiðar varnar-
liðsins.
bessar geysistóru þrýstipípur voru í gær fluttar að Hrauneyjarfossvirkjun, en þær voru framleiddar í
Stálsmiðjunni í Reykjavík. Ljósm. Mbi. A.s.
Þörf verður fyrir nýja virkjun strax á árinu 1985:
Sultartangavirkjun er
eini virkjunarkosturinn
LJÓST virðist vera, að strax á
árinu 1985 verður þörf fyrir nýja
virkjun í raforkukerfi landsins, þó
svo allar þrjár fyrirhugaðar vélar
Hrauneyjarfossvirkjunar verði þá
komnar í gagnið. Þarna er reiknað
með framleiðsluþörf Landsvirkjun-
ar i samtengdu landskerfi, án
aukningar orkufreks iðnaðar. Virð-
ist Sultartangavirkjun vera nánast
eini virkjunarkosturinn, sem völ er
á í landinu, sem uppfyllt getur það
timaskilyrði.
Þetta kom fram á fréttamanna-
fundi með forráðamönnum Lands-
virkjunar í gær. Hrauneyjarfoss-
virkjun verður tekin í notkun í
þremur áföngum á næstu þremur
árum, en fyrirsjáanlegt er að strax á
árinu 1985 verður Hrauneyjar-
fossvirkjun fullnýtt og þörf verður
fyrir frekari virkjanir. Á þessu ári
er áætlað að bora a.m.k. 2—3 holur
við Kröflu, en mjög tvísýnt er þar
um árangur. Einnig er fyrirhugað að
bæta flutningsgetu dreifilína og
uppsetningu á þéttum til að draga úr
orkutapi í flutningskerfinu.
Virðist nú eðlilegasta framhaldið,
að sögn Landsvirkjunarmanna, að
ráðist verði í stíflugerð með tilheyr-
andi lokuútbúnaði á ármótum Þjórs-
ár og Tungnaár og rekstur Búr-
fellsstöðvar tryggður en þar þarf
jafnan að nota mikið vatn að vetr-
arlagi til þess að skola ís framhjá
Búrfelli. Við tilkomu stíflunnar
myndi draga mjög verulega úr
ísskolunarþörfinni og einnig myndi
stíflugerðin minnka aurburð og til-
heyrandi sanddælingu við Búrfell.
Stíflan gæti verið fullgerð 1984 og
myndi auka um 150 GWH/ár við
orkuvinnslugetu kerfisins. Stíflan
myndar einnig uppistöðulón fyrir
um 120 MW virkjun, sem kölluð
hefur verið Sultartangavirkjun.
Með þessari framkvæmd er einnig
búið í haginn fyrir stækkun Búr-
fellsvirkjunar, sem samtímis auk-
inni miðlun ofar á vatnasviðinu er
talin mjög álitlegur virkjunarkostur.
Þá er þess að geta, að Sultartanga-
virkjun, eins og hún er nú áætluð, er
talin að mestu utan áhrifasvæðis
hugsanlegra eldsumbrota á Tungna-
ársvæðinu.
Tveggja ára óbreyttur samningur niöurstaða Kjaradóms í máli BHM:
„Kom okkur ekki á óvart að
fá engar grunnkaupshækkanir“
- segir Jón Hannesson formaður launamálaráðs BHM
„VIÐ áttum i sjálfu sér ekki von á
því að Kjardómur færi að dæma
okkur einhverjar grunnkaups-
hækkanir, það hefði aðeins verið til
þess að gefa fordæmi i komandi
kjarasamningum annarra laun-
þega,“ sagði Jón Hannesson form-
aður launamálaráðs Bandalags há-
skólamanna, BHM, er Mbl. innti
hann álits á nýfölinum kjaradómi í
máli BHM gegn fjármálaráðherra,
en í honum er kveðið svo á, að
aðalkjarasamningur þessara aðila
skuii gilda i tvö ár frá 1. marz n.k.
tii 28. febrúar 1982 og kröfum
BHM um 19% grunnkaupshækkun
er alfarið hafnað.
„Það, sem skiptir okkur mestu
máli, er, að kröfu fjármálaráðherra
um niðurfellingu ákvæðis um verð-
lagsbætur á laun er hafnað í
dómsniðurstöðum og ákvæðið verð-
ur óbreytt í samræmi við lögin frá
s.l. ári. Á móti þessu kemur svo, að
dómurinn felst á kröfu fjármálaráð-
herra um niðurfellingu endurskoð-
unarákvæðisins í gildandi samning-
um, en þar er heimild fyrir því að
segja upp einstökum kjaraliðum ef
til kæmi röskun á verðbótaákvæð-
um,“ sagði Jón ennfremur.
í niðurstöðum dómsins er gert ráð
fyrir lítilsháttar rýmkun varðandi
niðurröðun í launaflokka, en kröfu
BHM um eitt launaþrep til viðbótar,
þ.e. að þeim yrði fjölgað úr 5 í 6, var
hafnað.
Þá vekur það nokkra athygli, að
kjarasamningnum er ætlað að taka
gildi 1. marz. n.k. þrátt fyrir að
samningar hafi verið lausir í nokk-
urn tíma. Venjulega hafa slíkir
samningar verið látnir gilda aftur
fyrir sig.
Það kom fram hjá Jóni Hannes-
syni að BHM-menn telja sig hafa
orðið fyrir um 17% kjaraskerðingu
frá því á árinu 1977 þegar síðast var
samið. Aðspurður sagði Jón, að
hann teldi ekki koma til greina
neinar aðgerðir af hálfu BHM,
heldur væri aðeins að bíða og sjá
hvað kæmi út úr samningum ann-
arra launþega á næstunni.