Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1980 13 Vitinn sá arna er hin mesta lísta- smíð og þá ekki síöur kútter Björgvin sem Ell- ert Schram var meö á sínum tíma. Margrét Gud- mundsdóttir og Randy Leósdóttir, afgreiöslustúlkur í versluninni. Á myndina vantar verslunarstjórann, Brynju Ingimund- ardóttur. tvær peysur keypti ég í upphafi. Svo hófst veltan og alla tíð hefur margt veriö á boðstólum í þessari verzlun fyrir hálfvirði. Oft hef ég keypt mikið magn af vörum ef veröiö hefur verið hagstætt varan góð. Hér má því segja að hafi verið útsala alla tíð þótt ekki hafi hún verið auglýst. Það voru mikil vonbrigði að hefja verzlunarstörf eftir að hafa haft mannaforráð í áratugi og fara síöan aö plokka upp kókflöskur og svo- leiöis, en það verður að gera fleira en gott þykir. Maður gekk orðið á eiturlyfjum vegna magaaðgerða og þaö var ekkert annaö aö gera en-* hypja sig í land.“ „Þér gekk vel á sjónum.“ „Já, mér gekk ávallt vel og þetta var fjölbreytilegur tími. Oft hafði maöur harðduglega menn og þá var gaman að þessu. Annars held ég að einhver skemmtilegasta áhöfn sem ég hafði hafi verið með mér eitt sumar á Andvara. Þá voru þar um borð 6 stúdentar, harðdug- legir og skemmtilegir og víst er að þeir hefðu ekki kvartað yfir vinnu- þrælkun í Háskóla íslands. Eftir að ég lauk Stýrimannaskól- anum var ég ýmist háseti eða stýrimaður m.a. hjá Símoni Svein- bjarnarsyni á Rifsnesinu og Jóni Björnssyni frá Ánanaustum. Hjá þeim læröi ég mest, það var góður skóli. 1939 fór ég til Eyja og var þá stýrimaðurá Helga gamla VE 33, en skipstjóri var Ásmundur Frjðriksson á Löndum. Ég var þá reyndar meö skipherraréttindi, því þegar ég haföi farið aö sækja skipsstjórnarréttindi til Sigurðar sýslumanris frá Vigur þá átti hann ekki skipsstjórnarskírteini og lét mig því hafa ennþá virðulegra skjal. Það var svo um áramótin 1939 — 1940 að Helgi Benediktsson hringdi í mig frá Eyjum og bað mig aö skoöa Skaftfelling hér í Reykjavík og þann bát keypti hann. Ég tók síðan við honum og í janúarlok 1940 fór ég í fyrstu Englandsferöina af um það bil 20 ferðum á stríðsárunum." „Lentirðu í kröppu?“ „Ég slapp alltaf, en oft stóð það tæpt. Ég var til dæmis á hafinu þegar Pétursey, Reykjaborgin og Fróði lentu í áföllunum. Ég hitti Fróða um 160 mílur frá landi, það var þá búið að drepa þá sem voru í brúnni og rista lífbátinn sundur. Hann var alveg eins og skorinn. Fróði gekk 8 — 9 mílur, en Skaftfellingur aðeins liðlega fjórar, nema þegar hægt var að nota seglin, því Skaftfellingur var mikill siglari og ég hafði alltaf tvöfalda seglasíöu á honum. Þegar svo bar undir gaf hann því gangmestu skipunum ekkert eftir. En þegar við hittum Fróða sá ég strax að það var ekki skynsamlegt að bjóöa honum samfylgd til íslands, því þeir hefðu þá orðið að hægja ferðina svo mikið og það hefði getað þýtt dauöa fleiri særðra manna. Ég rauf hins vegar innsigliö á talstööinni hjá mér og sendi nákvæmt skeyti til Vestmannaeyja. Síðan sigldi ég í hálftíma meö Fróða til þess að hann fyndi rétta stefnu á Eyjar, en kompásinn hjá þeim var orðinn snarvitlaus. Ég hélt síöan áfram til Fleetwood og landaöi aflanum. Þar fékk ég fyrirmæli að heiman um aö fara ekki úr höfn fyrr en frekari fyrirmæli kæmu. Ég bjóst þá við að um herskipafylgd yrði að ræða til íslands fyrir þann bátaflota sem beiö ytra. En ég vissi að Skaftfell- ingur var gangminnsta skipið og yröi því síðastur í skipalestinni og ég vissi einnig aö aftasta skipið var alltaf fyrsta skotmark árásaraðil- anna. Ég ákvað því að halda strax af staö einskipa heim á leiö. Ég bauö strákunum að fara á hótel eða koma með og við sigldum allir sem einn og vorum komnir heim áður en hin skipin lögðu af stað frá Bret- landi.“ „Lentir þú aldrei í óhöppum?" „Einu sinni datt ég í sjóinn, en það meiddist aldrei maður hjá mér. í fyrsta túrunum með Helga frá Eyjum lenti ég í óhappi. Mig dreymdi þá nóttina áður að séra Sigurjón á Ofanleiti kæmi inn til mín heima hjá mér þar sem ég sat og spjallaði viö Ásmund skipstjóra. Ég sneri baki í séra Sigurjón þegar hann kom inn, en sá á andliti Ásmundar að honum var ekki um sel. í því gekk séra Sigurjón hempu- klæddur fram hjá mér rakleiðis til Ásmundar og var búinn að lyfta höndunum til þess að blessa hann. Þá segir Ásmundur: „Það er ekki ég, hann Ásgeir fer með skiþið næsta túr.“ Ég hugsaði því að sitthvað kynni að koma fyrir. Nú seinna um nóttina dreymir mig annan draum. Þá fannst mér ég vera staddur við gömlu verbúðabryggjuna í Reykjavík og þá sé ég lífbát að hálfu uppi á bryggjunni og aftur- hlutinn var hálfur úti í sjó. Ég þekkti strax lífbátinn af Heklu, því ég hafði verið á henni áður, en Hekla hafði farist fyrir þremur árum. Ég fór strax aö bátnum og sá þá Hafliða heitinn Ólafsson herbergisfélaga minn koma undan bátnum upp á bryggjuna, en hann hafði farist með Heklunni. Ég greikkaði sporið og vildi hafa tal af Hafliöa, vildi vita hvað við tæki að loknu þessu lífi. En þá fannst mér eins og hann væri að mást út. Ég kallaði þá á hann og bað hann að segja við mig nokkur orð. Þá skýrðist hann aftur, kom og tók undir handlegginn á mér og leiddi meg yfir bryggjuna og beint út í sjóinn. Viö sukkum þar, en þegar ég átti orðið erfitt um andardrátt sleit ég mig af honum vaknaði við það að ég greip hendi í bryggjukantinn. Eftir þennan draum vissi ég að eitthvað myndi henda, en ég er forlagatrúar og veit aö þetta er allt fyrirfram ákveðið svo ég var ekkert að súta það. Þaö fer enginn fyrr en hann á að fara. Nærri tvö hunduruð mílur í hafi brotnaði stýrisstamminn og skipið lét ekki að stjórn. Við vorum með fullfermi og þaö var kolvitlaust veöur, en með herkjum tókst okkur aö tengja bráðabirgðastýri og snúa við til Eyja. Það gekk." „Þú sagðist eínu sinni hafa dottið í sjóinn." „Þaö var á Nýfundnalandsbank- anum. Það urðu snögg veöraskipti á grunnu vatni og í kröppum sjó. Ég var þafháseti á spænskum togara, Euskaleria. Við vorum að hífa inn þegar vírar slitnuðu og það skipti engum togum að trollið fleygði mér eina 10 metra út í sjó. Þetta var um nótt og það voru settir á mig allir kastarar, en rekið á skipinu var svo mikið að þeir náðu mér ekki. Ég reyndi hins vegar að ná forvængn- um á trollinu, en það var erfitt um vik í sjóstakk og stígvélum. Ég var einmitt í nýjum hvítum forláta stígvélum sem ég tímdi ekki að sparka af mér þótt ég hefði getað og líklega hefur það bjargað því aö hákarlinn þarna lét mig í friði. Það var ekki fyrr en einn íslendingurinn um borð, Þorleifur Jónsson, fór upp í brú aö það gekk að ná mér. Hann hafði lent í svona áður og benti skipstjóranum á aö fara til kuls viö mig. Þá gat Þorleifur hent línu til mín og ég batt hana utan um mig og þeir drógu mig síöan hægt og rólega í gegn um þessar kröppu öldur. Ég var 21 mínútu í sjónum og varð ekkert kalt. Það var íslenzku ullinni að þakka, því ég var í ull frá toppi til táar. í dag eru menn dauðir ef þeir nást ekki á fyrstu mínútun- um, þ.e. þeir sem eru í bómullar- búxum og hlírabol. Síðan ég byrjaði að verzla hef ég alltaf lagt mikla áherzlu á það að hafa gott úrval af ullarfötum og hvetja sjómenn til þess að klæðast þeim. Það er klárt að föðurlandið bregst ekki í harð- indunum." Ásgeir veröur heima í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.