Morgunblaðið - 20.02.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1980
Hvað segja formenn
aðildarfélaga BSRB?
MORGUNBLAÐIÐ innti þrjá formenn aðildarfélaga innan BSRB eftir áliti þeirra á þeim yfirlýsingum
Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra, að ekki væri svigrúm til neinna grunnkaupshækkana í komandi
kjarasamningum og áliti þeirra á kröfugerð BSRB sem nú liggur fyrir. Að siðustu voru formennirnir
spurðir að þvi hvort nýbirt niðurstaða Kjaradóms í máli BIIM gcgn fjárntálaráðherra kæmi til með að
torvelda BSRB eitthvað samningsaðstöðuna, en í niðurstöðum dómsins kemur fram, að ekki komi til
neinar grunnkaupshækkanir á aðalkjarasamningstimabilinu sem er tvö ár. Svör þremenninganna fara
hér á eftir:
„Svona yíirlýsingar eru
afskaplega furðulegar“
„Svona yfirlýsingar í upphafi
samningaviðræðna eru auðvitað
afskaplega furðulegar," sagði
Valgeir Gestsson formaður Fé-
lags grunnskólakennara er Mbl.
innti hann álits á yfirlýsingum
fjármálaráðherra þess efnis, að
ekkert svigrúm væri til neinna
grunnkaupshækkana í komandi
samningum.
„Það má auðvitað alltaf deila
um hvað sé raunhæft i þeim
kröfum sem BSRB hefur lagt
fram, en ég fullyrði að það er
mjög margt í þeim sem á fyllilega
rétt á sér á þessari stundu.
Þá tel ég ekki að Kjaradómur í
máli BHM gegn fjármálaherra
muni hafa nein áhrif á okkar
kjarasamningagerð," sagði Val-
geir Gestsson að síðustu.
„Þessi ummæli ráðherrans
koma mér ekkert á óvart“
„Þessi ummæli fjármálaráð-
herrans koma mér nú ekkert á
óvart. Við höfum séð svona um-
mæli áður bæði frá ríkisvaldinu
og vinnuveitendum. Hins vegar
þykist ég vita, að þau valdi
sumum vonbrigðum, sem reiknað
hafi með að nú væri loksins komið
vinsamlegt yfirvald í fjármála-
ráðuneytið," sagði Ágúst Geirs-
son formaður Félags íslenzkra
símamanna er Mbl. innti hann
álits á þeim yfirlýsingum fjár-
málaráðherra að nú væri ekki
svigrúm til neinna grunnkaups-
hækkana.
„Varðandi launakröfur BSRB
vil ég undirstrika að þær eru
settar fram í lok nóvember og ég
sé ekki að nein grundvallarbreyt-
ing hafi orðið í þjóðfélaginu síðan.
Þannig að við hljótum að halda
okkar kröfum ti streitu þegar við
hefjum viðræður við fjármálaráð-
herra. Það verður svo að sjá
hvernig þeim verður tekið.
Ég geri ekki ráð fyrir að
niðurstöður kjaradóms í máli
BHM komi til með að hafa nein
áhrif á gang mála í okkar samn-
ingaviðræðum," sagði Ágúst að
síðustu.
„Hjá ýmsum kveður nú
við nokkuð annan ton“
„Ég verð nú að segja það að hjá
ýmsum kveður nú við nokkuð
annan tón en fyrir kosningarnar í
desember s.l. Mér finnst ennfrem-
ur að núverandi fjármálaráðherra
hafi verið ansi fljótur að tileinka
sér hefðbundin tilsvör fyrirrenn-
ara sinna," sagði Þórhallur Hall-
dórsson formaður Starfsmanna-
félags Reykjavíkurborgar er Mbl.
innti hann álits á yfirlýsingu
fjármálaráðherra þess efnis að
ekki væri svigrúm til neinna
grunnkaupshækkana til handa
opinberum starfsmönnum í kom-
andi samningum.
„Kröfugerð BSRB ber að sjálf-
sögðu merki verðbólguþjóðfélags
okkar og lögbundins tveggja ára
samningstímabils opinberra
starfsmanna. Á komandi vikum
mun á það reyna hvort takast
megi að finna viðunandi lausn á
samningamálum starfsmanna
hins opinbera og þannig forðast
átök, þar sem ekki einungis hags-
munum þjóðarheildarinnar væri
stefnt í tvísýnu, heldur jafnvel
einnig hagsmunum opinberra
starfsmanna.
Ég hef ekki séð niðurstöður í
kjaradómsmáli BHM en vil aðeins
segja það, að tveggja ára kjara-
samningur við núverandi aðstæð-
ur er fráleitur og alls óviðunandi,"
sagði Þórhallur Halldórsson.
Utnefndur Paul
Harris-félagi
Rotaryklúbbur Húsavíkur 40 ára
Húsavík 19. feb.
ROTARYKLÚBBUR Húsavíkur
minntist í gær 40 ára afmælis
sins en þess má geta i leiðinni,
að Rotaryhreyfingin verður 75
ára 23. þessa mánaðar.
Aðalhvatamaður að stofnun
klúbbsins var sr. Friðrik A. Frið-
riksson. í tilefni þessara tíma-
móta var hann gerður að svo-
nefndum Paul Harris-félaga, sem
er ein mesta virðingarviðurkenn-
ing, sem Rotary International
veitir og er hann fyrsti Paul
veitir. Núverandi forseti Rotary-
klúbbs Húsavíkur er Gísli G.
Auðunsson læknir.
— fréttaritari.
Friðrik A. Friðriksson.
Þorrablót Átthagafélags Gren-
víkinga og Höfðhverfunga
ÁTTHAGAFÉLAG Grenvíkinga og
Höfðhverfunga heldur þorrablót
sitt föstudaginn 22. febrúar. Blótað
verður I Hreyfilshúsinu við Grens-
ásveg. borraveitingar verða á borð-
um, svið, pungar, brennivín, hákarl
oJL
Reiknað er með að gestir skemmti
sér sjálfir og hver öðrum, en á
dagskrá er þó ýmislegt: Til blótsins
er boðið Sverri Guðmundssyni bónda
á Lónstjörn og flytur hann annál að
norðan. Þá mun Magnús Jónsson
óperusöngvari syngja nokkur lög við
undirleik Jórunnar Viðar. Til blóts-
ins er og boðið Sigrúnu Jóhannes-
dóttur í Höfða. Sigrún er tæplega
níræð, 16 barna móðir, flestum
hressari þótt yngri séu. Undir borð-
um verður almennur söngur. Sitt-
hvað fleira er á dagskrá. Eftir
borðhald verður dansað fram á nótt.
Verð aðgöngumiða verður í lág-
marki eða kr. 7.000, unglingar greiði
hálft gjald og fólk yfir 75 ára aldri
fær ókeypis aðgang. Húsið verður
opnað kl. 19, en matur borinn fram
kl. 20.
Til blótsins eru velkomnir allir
þeir, sem ættir eiga að rekja norður
á Grenivík, í Höfðahverfi, Látra-
strönd eða út á fjörur eða hafa
önnur tengsl norður í Grýtubakka-
hrepp. Gestir eru og velkomnir.
Átthagafélag Grenvíkinga og
Höfðhverfunga hóf göngu sína þ. 23.
nóv. sl. með stofn- og skemmtifundi.
Var þá fjölmenni og gleðskapur
mikill, söngur og dans. Formaður
þorrablótsnefndar er Lára Egils-
dóttir.
Fréttatilk.
1974 — Rússar prófa stærstu
langdrægu eldflaugina.
1973 — Stjórnin í Laos og hreyf-
ingin Pathet Lao semja frið.
1972 — Richard Nixon kemur til
Peking í sögufræga heimsókn.
1967 — Sukarno forseti fær Su-
harto hershöfðingja völdin í
Indónesíu en heldur titlinum.
1965 — Ranger 8 brotlendir á
tunglinu.
1964 — Marokkó og Alsír semja
um lausn landamæradeilu.
1962 — Anthony Eden utan-
ríkisráðherra Breta segir af sér.
1928 — Bretar viðurkenna sjálf-
stæði Trans-Jórdaníu.
1919 — Emírinn í Afghanistan
myrtur.
1917 — Bandaríkjamenn kaupa
Hollenzku Vestur-Indíur.
1910 — Butros Ghali, forsætis-
ráðherra Egypta, ráðinn af dög-
um.
1833 — Rússnesk skip sigla inn í
Bosporus á leið til Konstantín-
ópel til að hjálpa Tyrkjum gegn
Egyptum.
1827 — Her Brazilíu bíður ósig-
ur fyrir her Uruguay og Arg-
entínu í orrustunni um Ituzi-
ango.
1810 — Andreas Hofer, þjóð-
hetja Tyrol, tekinn af lífi.
1790 — Leopold II verður keis-
ari.
1618 — Jóhann Oldenbarneveldt
fundinn sekur um landráð og
líflátinn í Hollandi.
1437 — Jakob I Skotakonungur
myrtur í Perth.
Afmæli: Karl V, keisari (1500—
1558) — Sir William Cornwallis,
enskur aðmíráll (1744—1819) —
Honoré Daumier, franskur list-
málari (1808—1879) — Luciean
Pissaro, franskur listmálari
(1863-1944).
Andlát: 1677 Benedikt Spinoza,
heimspekingur — 1790 Jósef
keisari II — 1920 Robert Peary,
landkönnuður.
Innlent: 1882 Elzta kaupfélagið,
Kaupfélag Þingeyinga, stofnað
— 1245 d. Styrmir Kárason fróði
— 1856 d. Þórður Sveinbjörnsson
háyfirdómari — 1850 Stiftyfir-
völd banna útkomu „Þjóðólfs" —
1907 „Reykjavík" strandar í
Reykjavíkurhöfn — 1911 Van-
trauststillaga borin fram á
Björn Jónsson ráðherra — 1960
Lög um viðreisn birt — 1973
Aðstoð frá Noðrurlandaráði
vegna Vestmannaeyjagossins —
1975 Sjórekin hlustunardufl við
Stokksnes og á Skógarsandi
Orð dagsins: Endalok mann-
kynsins verða þau, að það deyr
að lokum úr siðmenningu —
Ralph Waldo Emerson, banda-
rískur heimspekingur (1803—
1882).
Má lækna getuleysi?
Chicago. 19. janúar, AP.
GETULEYSI orsakast í a.m.k.
einu tilfelli af hverjum þremur af
óeðlilegri líffærastarfsemi, að því
er niðurstöður rannsóknar
læknadeildar Ilarvardháskóla
sýna og skýrt er frá í timariti
bandarísku læknasamtakanna.
Er þar með andmælt þeirri
algengu skoðun, að getuleysi stafi
af sálrænum erfiðleikum.
Rannsakaðir voru menn ,sem
þjáðst höfðu af getuleysi, og kom í
ljós að kirtlastarfsemi var ekki í
lagi hjá þriðjungi þeirra og horm-
ónastarfsemin því ekki í jafnvægi.
Af 37 er áttu við óeðlilega horm-
ónastarfsemi að stríða, fengu 33
fulla lækningu eftir meðferð.
Þessir einstaklingar skýrðu frá
því, að er þeir hefðu leitað lækn-
inga vegna getuleysisins hefðu
læknar sagt þeim að karlmannleg
geta minnkaði með aldrinum og að
áhyggjur og streita hefðu mikil
áhrif þar á. Sagði talsmaður
vísindamannanna við Harvard-
háskólann að kominn væri tími til
að endurskoða hugmyndir um
getuleysi, þar sem ekki þyrfti að
vera samband milli þess og streitu
hins daglega lífs.
Graham Sutherland
listmálari látinn
London, 18. febrúar. AF.
BREZKI listmálarinn Graham
Sutherland lézt í sjúkrahúsi í
London í gærkvöldi, 76 ára að
aldri.
Sutherland var frægastur fyrir
umdeilt málverk sitt af Winston
Churchill sem olli 23 ára deilu er
náði hámarki með því að fjöl-
skylda Churchills skýrði frá því
1978 að ekkja hans hefði eyðilagt
málverkið sem eiginmaður henn-
ar fyrirleit.
Neðri málstofan fól Sutherland
að mála Churchill 1954 og gamli
maðurinn sagði um árangurinn:
„Ég er látinn líta út eins og
hálfviti sem ég er ekki.“ Hailsham
lávarður, núverandi forseti lá-
varðadeildarinnar, sagði þegar
listaverkið var afhjúpað með við-
höfn: „Þetta er ógeðslegt... dóna-
legt... hræðilegt."
Sutherland sagði um eyðilegg-
ingu Churchill-myndarinnar,
einnar af 30 andlitsmyndum sem
hann málaði á 30 árum, að hún
væri „eyðileggingarstarfsemi sem
ætti sér enga hliðstæðu í listasög-
unni.“
Hann taldi að myndin væri
200.000 punda virði ef hún hefði
ekki verið eyðilögð. Hann kvaðst
hafa fengið tilboð um 500.000 pund
ef hann málaði aðra mynd. Hann
hafnaði boðinu og sagði að ef hann
mundi mála aðra mynd af Church-
ill mundi hann gera það ókeypis.
Auk andlitsmynda, meðal
annars af Konrad Adenauer og
Helenu Rubenstein, var kunnasta
verk Sutherlands „Christ of
Glory" sem hangir í dómkirkjunni
í Coventry.