Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1980 3 Ályktun Verzlunarráðs íslands um kjaramál: Nýir kjarasamningar feli ekki í sér endurnýjun ríkjandi óðaverðbólgu Á AÐALFUNDI Verzlun- arráðs íslands í gær var samþykkt eftirfarandi ályktun um kjaramál: Aðalfundur Verzlunarráðs íslands, haldinn 21. febrúar 1980, hvetur fyrirtæki atvinnulífsins til að standa einhuga saman í kom- andi kjarasamningum. Telur fundurinn mjög brýnt, að endur- nýjun kjarasamninga feli ekki í sér endurnýjun þeirrar óðaverð- bólgu, sem ríkt hefur hérlendis allan þennan áratug. Skynsamleg- ir kjarasamningar, sem miða að hjöðnun verðbólgunnar er nú eitt mikilvægasta viðfangsefni at- vinnulífsins. Með virkri samstöðu atvinnufyrirtækja ætti að vera lagður góður grundvöllur til að ná því markmiði. Aðalfundur Verzlunarráðs íslands bendir á, að nýtt árgjalda- kerfi Vinnuveitendasambands Islands ráðgerir, að öll fyrirtæki eigi aðild að Vinnuveitendasam- bandinu með sömu kjörum. Því felur aðalfundur Verzlunarráðs íslands stjórn ráðsins að beita sér fyrir því innan Kjararáðs verzlun- arinnar, að samningur þess við Vinnuveitendasamband Islands, dagsettur 25. nóvember 1975, verði framlengdur á grundvelli nýs árgjaldakerfis Vinnuveitendasam- bands Islands, sem samþykkt var á sambandsfundi þess 22. janúar 1980. Aðalfundur Verzlunarráðs Islands felur jafnframt stjórn ráðsins að gera samstarfssamning við Vinnuveitendasamband íslands, sem ákveði verkaskipt- ingu og aðild fyrirtækja að sam- tökunum. Nýtt hvalkjöt ______ aðeins 970,- Reykt hvalkjöt .....aðeins 1.360,- Lambahakk ....... aðeins 1,980.- Saltkjötshakk ......aðeins 1.975.- Ærhakk ..............aðeins 1.600.- Kálfahakk ..........aðeins 2.260,- Folaldahakk ........aðeins 2.980.- Nautahakk 10 kg .. aöeins 2,590.- kr. kg kr. kg kr. kg kr. kg kr. kg kr. kg kr. kg kr. kg Ennþá ódýrt svínakjöt Svínakótelettur ........ 4.400,- kr. kg Svínaiæri .............. 2.400,- kr. kg Útb. Svínahnakkar ...... 3.600.- kr. kg Svínalifur ............... 700.- kr. kg Svínahausar ............. 300.- kr. kg Opið til kl. 7 föstudag, til 12 laugardag..—. Unghænur ......... 10 stk. unghænur Þorrabakkinn Útb. hangikjötslæri 1.290.- kr. kg 1.200,- kr. kg 2.600.- kr. stk. 4.460.- kr. kg Laugalaak 2, sími 35020. Frá aðalfundi Verzlunarráðs íslands í gærdag. Ljósmynd Mbl. RAX. Hjalti Geir Kristjánsson endurkjörinn fgrmaður Verzlunarráðs Islands HJALTI Geir Kristjánsson var endurkjörinn formaður Verzlun- arráðs íslands á aðalfundi ráðs- ins sem haldinn var á Hótel Loftleiðum í gærdag. Þá var á fundinum lýst stjórnarkjöri, sem fram fór fyrir fundinn, en í aðalstjórn ráðsins eru kjörnir 19 menn og sami fjöldi í varastjórn. Eftir að Hjalti Geir hafði sett fundinn flutti Árni Árnason framkvæmdarstjóri VÍ skýrslu um störf stjórnar VÍ og fjárreið- ur þess. Þá fjutti viðskiptaráð- herra, Tómas Árnason, ávarp. Á fundinum var sérstakur dagskrárliður, Framfarir og fram- tíðin-Atvinnulífið á nýjum áratug. Þar ræddi Guðmundur Einarsson verkfræðingur um tækninýjungar á komandi áratug og áhrif þeirra á atvinnulífið. Jónas Haralz bankastjóri fjallaði um efnahags- leg skilyrði framfara, auk þess sem þrír menn greindu frá tækni- nýjungum sem innleiddar hafa verið í fyrirtækjum þeirra. Örn Jóhannsson skrifstofustjóri sagði frá tölvuvæðingu sem átt hefur sér stað á Morgunblaðinu, bæði hvað varðar fjárreiður fyrirtækis- ins, svo og í sambandi við setningu blaðsins. Steinar Berg Björnsson greindi frá tölvuvæðingu sem átt hefur sér stað hjá Pharmaco og Ekkert Hauksson greindi frá nýj- ungum í starfsemi Plastprents. Á fundinum var samþykkt fjár- hags- og framkvæmdaáætlun VI fyrir 1980 og kemur þar m.a. fram, að áætlaðar tekjur ráðsins á næsta ári eru ríflega 107 milljónir, en þær voru tæplega 70 milljónir á sl. ári. Hækkunin er um 55%. Þá ræddu Ragnar Halldórsson og Jóhann J. Olafsson um við- fangsefni VÍ 1980—1990. Fundarstjóri var Haraldur Sveinsson, sem nú lét af störfum í stjórn Verzlunarráðsins eftir 26 ára setu þar. Lýst var stjórnarkjöri eins og áður sagði og voru eftirtaldir kjörnir í aðalstjórn: Hjalti Geir Kristjánsson, Ragn- ar Halldórsson, Hörður Sigur- gestsson, Hjörtur Hjartarson, Jó- hann J. Ólafsson, Hilmar Fenger, Ólafur B. Ólafsson, Brynjólfur Bjarnason, Sigurður Gunnarsson, Halldór Jónsson, Gísli V. Einars- son, Pétur O. Nikulásson, Albert Guðmundsson, Kristmann Magn- ússon, Gunnar Ragnars, Friðrik Pálsson, Gunnar Ásgeirsson, Þorvaldur Guðmundsson. Eftirtaldir voru kosnir í vara- stjórn: Eggerrt Hauksson, Leifur ísleifsson, Ottó A. Michelsen, Ól- afur B. Thors, Jón Magnússon, Gunnar Petersen, Öttó Schopka, Önundur Ásgeirsson, Guðlaugur Bergmann, Steinar Berg Björns- son, Þráinn Þorvaldsson, Olafur Haraldsson, Sveinn Snorrason, Rafn F. Johnson, Ebenezer Ás- geirsson, Pálmi Jónsson, Karl Eiríksson, Björn Theodórsson, Þorvaldur Þorsteinsson. „Franskbrauð kostaði 23 kr. í stað 200 króna“ „EITT FRANSKBRAUÐ myndi kosta 23 krónur í stað 200 króna. Kíló af ýsuflökum myndi kosta 90 krónur í stað 1000 króna, ef verðbólgan hefði verið svipuð allan síðasta áratug og hún var árið 1971, eða 3% yfir árið,“ sagði Hjalti Geir Kristjánsson formaður Verzlunarráðs íslands m.a. í setningar- ræðu sinni á aðalfundi ráðsins í gær. „Væri kaupið þá ekki staklinga og atvinnuvega mun lægra, myndu sumir spyrja. Þvert á móti. Talið er að ef Islendingar heTðu búið við stöðugt verðlag hefði hagvöxtur orðið a.m.k. 1% meiri að meðal- tali á ári en hann varð í raun. Kaupmáttur væri því 10% meiri en nú er. Það sem meira er, vext- ir væru 45% í stað þess að vera 45%. Lánastofnanir ættu gnægð fjár til út- lána. Fjárfestingar ein- hefðu grundvallast á þjóð- hagslegri arðsemi í stað ávinnings í skjóli óverð- tryggðra lána, og loks væri hagur atvinnuvega og þjóðarbúsins traustur í stað þess að nú þolum við illa minnstu áföll án al- mennrar kjaraskerðing- ar,“ sagði Hjalti Geir ennfremur í setningarr- æðu sinni á aðalfundi Verzlunarráðs íslands í gærdag. Það jafnast ekkert á við Holtakjúkling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.