Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1980 Afganska þjóðin hefur sameinast um einn óvin FYRRI HLUTI Soveskar ílutningavélar á flugvellinum í Kabúl Mf m Afganskir upp- reisnarmenn með riffla og gamal- dags fallbyssu Við erum her til að hjaipa, segja sovéskir hermenn og andinn meðal þeirra er góður Sovéskir skriðdrekar í Afganistan Hinn kunni fréttamaður AP, Marc- us Eliason, dvaldi í einn mánuð í Afganistan þar sem hann aflaði frétta um innrás Sovétríkjanna í landið. Hann eins og aðrir vestrænir frétta- menn varð að sætta sig við stranga ritskoðun yfirvalda. í byrjun mánaðarins hvarf Marcus Eliason, ásamt brezku blaðamönnun- um Liz Thurgood frá The Guardian og Richard Balmforth frá Reuters. Þau komust þá i heimsfréttirnar. Þau höfðu farið frá Kabúl áleiðis til Salangsskarðs í norðurhluta landsins. Eftir að Marcus fór frá Afganistan skrifaði hann grein um ástandið í landinu og birtist fyrri hluti hennar í blaðinu í dag. Með hækkandi sól í hinu hrjóstruga landi Afganistan, þegar snjóa hefur leyst, munu bardagar hefjast. „Mujahiddin" — hinir heilögu hermenn íslams — munu koma niður úr fjöllun- um og reka sovéska innrásarliðið af höndum afgönsku þjóðinni. Þannig hljóðar afganski spá- dómurinn. Þessi spádómur um hina heilögu hermenn íslams er hafður yfir aftur og aftur, jafnt meðal hárra sem lágra, jafnt meðal landeigenda sem smá- bænda, meðal leigubílstjóra sem stúdenta, meðal kráareigandans í Hindu Kush-fjöllum sem minjagripasalans við landamæri Sovétríkjanna og Afganistans. Afganistan hefur um árhundr- uð verið eins og á milli steins og sleggju, milli Breta og Sovét- manna. Afgönum tókst að halda sjálfstæði sínu. Þeir ráku Breta af höndum sér á síðustu öld. „Land hinna þrjózku", eitthvað á þessa leið útleggst nafnið Afgan- istan. Uppreisnarmenn vonast nú til að landsmenn feti í fótspor feðra sinna og reki útlendinga á brott, rétt eins og þegar forfeður þeirra ráku Breta úr landinu. Sagan hefur sterk ítök meðal landsmanna, landið byggir stolt þjóð og minningin um afrek feðranna er ljóslifandi. Þessi minning gæti orðið sá neisti, sem kveikti það bál, er yrði Sovétmönnum um megn að slökkva. Riffill gegn skriðdreka Sovéskar hersveitir streymdu til landsins skömmu fyrir jól og sovéskir hermann, búnir full- komnustu vopnum úr vopnabúri sovéska hersins, mættu upp- reisnarmönnum vopnuðum riffl- um frá tímum fyrri heimsstyrj- aldarinnar. Aður en Sovétmenn komu til landsins höfðu upp- reisnarmenn barist gegn stjórn- völdum í Kabúl með þessum sömu vopnum. Þeir höföu náð á sitt vald víðáttumiklum land- svæðum. Þeir höfðu náð mikil- vægum samgönguleiðum á sitt vald og ýmsum helgustu stöðum þessa hrikalega og jafnframt fallega lands. Þrátt fyrir stórsigra gegn stjórnvölcfum, er þá höfðu sov- éska hernaðarráðgjafa til stuðn- ings sér, er ólíklegt að uppreisn- armenn reynist Rauða hernum mikil hindrun. Vestrænir dipl- ómatar í höfuðborginni sjá þess engin merki að sovéskir her- menn verði kallaðir heim. Al- menningur í landinu þarf ekki annað en að líta út um gluggann hjá sér til að sjá, að Sovétmenn hyggja á langa dvöl í landi þeirra. Daglega fara sovéskir flutningabílar yfir Amu Darya- fljót á landamærum ríkjanna. Stórar Antonovflutningavélar koma reglulega með nýja her- menn, sem er ekið til höfuðborg- arinnar í löngum lestum flutn- ingabíla. Afganir vonast til að Sovétmenn eigi fyrir höndum svipaða baráttu og Bandaríkja- menn í Víetnam — og að lokum muni þeir gefast upp fyrir ódrepandi baráttuþreki þjóðar- innar og snúa heim. En Sovétmenn hafa yfir að ráða háþróuðum vítisvélum, þeir hafa þyrlur vopnaðar eldflaug- um, skriðdrekar elta uppi upp- reisnarmenn og séu hindranir í vegi þá er þeim einfaldlega rutt á brott. Sé skarð rofið í veg þá koma sovéskar herdeildir og á skömmum tíma hefur bráða- birgðabrú verið sett upp. Afgan- istan er ekkert Víetnam, — uppreisnarmenn geta ekki farið huldu höfði í hitabeltisfrum- skógum. „Margir ræða með blík í augum um, að Sovétmenn hefðu átt að nema lærdóm Breta, áður en þeir komu — að Afganir muni aldrei lúta erlendri stjórn," sagði einn diplómat í Kabúl og hann bætti við, „svo kann að hafa verið fyrir öld á tímum lítt þróaðra vopna. Þá var það riffill gegn riffli. En ef einhver heldur að Afganir muni endurtaka sög- una og sigra Rauða herinn, þá hlýtur hann að vera vitskertur." „Við erum hér til að hjálpa“ Margir telja, að Sovétmenn hafi misst þrjú þúsund menn fallna, en meðal sovéskra her- manna virðist andinn góður. Sovéskur hermaður á vakt við Salangskarð í Kindu Kush- fjöllum sagði aðspurður við fréttamann, að hann væri ein- ungis að gera „skyldu sína“ og bætti við: „Þú verður að skilja að hér er ekki um íhlutun að ræða. Við erum hér til að hjálpa.“ Diplómatar í Kabúl reyna að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.