Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1980 ww MORö’Jív- KAFr/NCJ íðc^ Ég keypti hér fyrir nokkru furu-hár-vatn? — — — Og svo komið þið næsta kvöld til okkar, til að horfa á sjónvarpið? Y0// 4 04 Blessaður hættu að öskra svona, maður, — ég er að drepast í höfðinu. Oft svartir sauð- ir í góðri hjörð BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Ótrúlega oft tapast spil ein- göngu vegna þess, að sagnhafi gefur sér ekki nægan tíma til að athuga spilið nægilega vel áður en látið er frá blindum í fyrsta slag, Og út af fyrir sig sannar þetta eitt, að óvandvirkni borgar sig aldrei. Stundum sleppa menn með hana þegar litlu máli skiptir hvað gert er en í öðrum tilfellum skilur vandvirknin á milli vinnings og taps. Allir á hættu, suður gaf. COSPER Norður S. ÁD63 H. 42 T. D10 Vcstur L. DG543 Austur S. 754 S. K82 H. D1076 H. G5 T. 7543 T. 982 L. 62 Suður S. G109 L. ÁK1098 H. ÁK983 T. ÁKG6 L. 7 COSPER Þér eruð í ökuprófi, en ekki á sundæfingu! Dagbjartur Björgvin Gíslason skrifar Velvakanda bréf þar sem hann segist hafa farið inn í strætisvagn við Hjúkrunar- og elliheimilið Grund. Hann segist hafa verið með staf í hægri hendi og skjalatösku undir vinstri hand- legg, en miðann hafi hann haft í munninum og látið hann detta niður í „dunkinn." Um leið bað hann um skiptimiða. Svo heldur Dagbjartur áfram: „í stað þess að afhenda mér skiptimiða, tekur hann vagninn áfram með rykk, eins og viðvan- ingar gera stundum, þegar þeir eru að læra á bíl. Eg er maður hart-nær áttræður, gamall land- póstur og eðlilega fótlúinn. Þá var ég búinn að vinna með liðagigt í hálfa öld og það er ekki beint skemmtileg veiki. Eg er engri handfestu búinn að ná þegar hann rykkir áfram með þeim afleiðingum að ég hendist tvær lengdir mínar aftur vagn- gólfið. Ég fann í fyrstu svo mikið til að ég hélt að ég væri brotinn, en komst svo að því að svo var ekki. Ég hefi sterka rödd og hrópaði fram til vagnstjórans: „Nú varst þú heppinn, vagnstjóri, að verða ekki mannsbani." Ég held að ekki sakaði þótt þessi gerð af vagnstjórum tæki meira tillit til aldraðs fólks og mætti gjarnan hvíla sig frá akstri. Ekki þekkti ég manninn og minnist þess ekki að hafa verið með honum áður.“ Og Dagbjartur heldur áfram: „Yfirleitt eru í þessari stétt rólegir og góðir ökumenn, ljúfir og hjálplegir við aldrað fólk og það fram yfir skyldur sínar, en það finnast oft svartir sauðir í góðri hjörð. Daginn áður en ég var með umræddum vagnstjóra var ég með vagni á leið 5. Hann stansaði í Lækjargötu. Kanturinn þar 'var svo lágur að ég komst ekki út nema eiga á hættu að detta. Ég hrópaði til vagnstjórans, sem var kominn hálfa leið að skýlinu. Hann snýr strax við, kemur hlaupandi að dyrunum, tekur brosandi undir hönd mér og lyftir mér léttilega niður á gangstéttina. En ekki nóg með það, heldur leiðir hann mig yfir götuna og skilur ekki við mig fyrr en við dyrnar á leið 6, sem ég ætlaði með heim.“ • Meiri birkirækt „Kæri Velvakandi. Margir íslendingar sjá marg- þætta möguleika í sínu landi og er Vestur spilaði út laufsexi eftir þessar sagnir: Surtur Norður 1 Hjarta 2 Lauí 2 (»rond 3 fínind Pass Seinni sögn suðurs var ekki beint eðlileg. Engu var líkara en, að hann vildi ekki, að makker spilaði spilið. Og sjálfsagt hefur hann ekki þekkt sín eigin tak- mörk. Sagnhafi lét laufdrottninguna frá blindum og austur drap með kóng, tók síðan á ásinn og spilaði tíunni. Blindur fékk þann slaginn en austur beið tilbúinn með tvo laufslagi, sem hann tók þegar hann fékk á spaðakónginn seinna í spilinu því sagnhafi gat ekki náð níu slögum án þess að reyna spaðasvíninguna. Einn niður. Auðvelt var að komast hjá þessu og vinna spilið. Og sjálfsagt hefði nægt að gera sér ljósa hugsanlega framvindu spilsins strax í fyrsta slag. í ljós hefði komið, að þrjá slagi mátti gefa á lauf en helst ekki fjóra. Og það þýddi að tryggara var að láta lágt lauf frá blindum í fyrsta slag. Austur hefði fengið slaginn á áttuna en verið mát um leið, því ekki gat vestur komist að til að spila aftur laufi. Og laufháspil blinds voru þá orðin nægileg fyrirstaða og útilokað að gefa nema þrjá slagi á litinn. Maigret og vínkaupmaðurinn 52 — Nei, við skulum ekki fara þangaó beint. Aktu fyrst til Rue Froidcveaux 57. Þeir óku eftir Boulevard Saint Michel og beygðu til hægri i áttina að Montparnasse- kirkjugarðinum. — Riolle hefur sjálfsagt ekki þekkt fyrirrennara sinn í starfi? — Nei. Hann kom og sótti um starfið eftir auglýsingu. bað var Chabut sjálfur sem ræddi við hann. — Og fullvissaði sig um að hann væri smámenni. — Hvað eigið þér við? — Að Louceck er eina und- antekningin af öllu starfslið- inu... hitt er allt meira og minna skaplausar geðlurður sem hann íyrirlítur. Maðurinn leit niður á allt og alla, fyrirleit þá sem hjá honum unnu, traðk- aði á svokölluðum vinum sínum. Ég er viss um að ástæð- an fyrir því að honum var svona mikil nauðsyn að sofa hjá öllum þessum konum — var bara sú tilfinning að hann hefði með því niðurlægt þær og upphafið sjálfan sig. — Já, þá erum við komnir. — Kannski er bezt að þú komir ekki með upp. Ég ætla að tala við frú Pigou og það gæti verið að henni myndi verða of mikið um það ef við værum háðir — fyndist það of form- legt. Þú skalt bíða eftir á barnum hérna á móti. Hann opnaði dyrnar inn i húsvarðarstúkuna og spurði: — Hvar býr frú Pigou? — Fimmtu hæð til vinstri. — Er hún heima? — Ég hef ekki orðið vör við að hún færi út. svo að ég geri ráð fyrir því. Það var cngin lyfta í húsinu, svo að hann varð að ganga upp á fimmtu hæð og hann nam öðru hverju staðar til að kasta mæðinni. Húsið var snyrtilegt og öllu þar vel við haldið. Þegar hann komst upp á fimmtu hæð, barði hann að dyrum því að hann kom ekki auga á neina dyrahjöllu. Ilann beið stund og barði svo aftur og var argur við þá tilhugsun að hann yrði ef til vill að snúa frá og koma aftur síðar. Hann lagði eyrað að hurðinni en heyrði ekkert hljóð. Hann barði í þriðja sinn og nú svo duglega að hurðin nötraði. í þetta skipti heyrði hann fóta- tak, að vísu mjög varfærið. — Hvað viljið þér? — Tala við frú Pigou. — Augnahlik. Það leið drjúg stund og síðan var dyrunum loks lokið upp. Ung kona i slopp horfði forvitn- islega á hann. — Hvað eruð þér að sclja? — Ég er ekki að selja neitt. Ég vil tala við yður. Ég heiti Maigret og er lögregluforingi frá Rannsóknarlögreglunni. Hún hugsaði sig cilitið um. svo veik hún til hliðar svo að hann kæmist inn fyrir. — Gerið svo vcl. Ég var hálf slöpp og lá fyrir. Þegar þau komu inn í dag- Eftir Georges Simenon Jóhanna Krist|ónsdóttir sneri á íslensku stofuna flýtti hún sér að loka inn í svefnherbergið þar sem Maigret sá að rúm var óupp- búið. — Gerið svo vel að fá yður sæti, sagði hún og benti á stól. Glugginnn sneri út að kirkju- garðinum með gróskumiklum trjám. Húsgögnin voru þokka- leg og allt var ósköp hvers- dagslegt en ekki ómerkilegt. Öskubakki fullur af sígarettu- stubbum stóð á borðinu og plötur lágu út um allt. — Komið þér vegna eigin- manns míns? — Ég get svarað því bæði játandi og neitandi. Ilafið þér heyrt frá honum? — Nci, ekki enn. Ég fór á skrifstofuna og fékk að vita að hann hefði ekki stigið þar fæti í siðustu sex mánuði. — Ifvað er langt síðan hann hvarf? — Tveir mánuðir. Það var í lok september, einmitt þegar hann átti að koma heim með launin sin. Hún sat i stól og sloppurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.