Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1980
29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
vujAinaraH'ini
það vel. Má t.d. nefna notkun
hverahitans, sem er einn mesti
fjársjóðurinn hér og ræktun fisks
í ám og vötnum, sem eflaust er
mikil framtíð í.
Svo er einn okkar mesti auður
fiskimiðin umhverfis landið og
landið sjálft, þetta fagra stór-
brotna land.
En það er einn hópur, sem mér
hefur ávallt fundizt á villigötum
og það eru hinir svokölluðu skóg-
ræktarmenn. Það sem mér gremst
mest hjá þessum mönnum er að
þeir hugsa mest um svokölluð
barrtré, en aftur á móti minna um
íslenzka birkið, nema þá til að
skýla útlendingunum í uppvextin-
um. Þeir segjast vera að hugsa um
timburframleiðslu framtíðarinn-
ar, sem ég held að flestir sjái að
eru bara órar. Ef þeir þurfa að
leggjast á birkið til að koma
barrtrjánum að, ,þá eru þetta
engir skógræktarmenn. Birkið ber
okkur hins vegar að vernda bæði
fyrir fé og skógræktarmönnum.
Það eru ótrúlegustu staðir sem
barrtrjám hefur verið plantað á,
t.d. Asbyrgi og Þingvellir.
Nei, ég held það sé mál að linni
og við sláum skjaldborg um eitt
fegursta einkenni íslenzkrar nátt-
úru, björkina. Reynum að hlúa að
því sem eftir er og finna af henni
góða stofna til að rækta.
Hvernig þætti ykkur ef æðsti
maður hrossaræktarmála hér á
landi fengi skyndilega áhuga á
einhverjum erlendum stofnum,
sem gæfu meira kjöt af sér? Þar
með væri stefnt að stórkostlegri
fækkun íslenzka hestsins í kjölfar-
ið. Svo kæmi í ljós að erlendu
hestarnir þyldu ekki íslenzka
veðráttu og dræpust unnvörpum
úr kulda. Skrokkarnir væru bara
látnir liggja þar sem þeir féll-
u(sbr. brúnu brunnu barrtrén
dauðu), en hrossaræktaryfirvaldið
breytti í engu um stefnu.
Svona í tilefni af ári trésins
langar mig að spyrja: Finna trén
ekki til líka? Hvaða skepna hefur
þjónað íslendingum betur í gegn-
um aldirnar en íslenzki hestur-
inn? Og er ég þó hrædd um að enn
sé sums staðar tæpt á að hann fái
nógu gott atlæti á vetrum. Og
hvar værum við ef birkið hefði
ekki verið? Það var á því níðst, en
þá var það okkar eymd, sem olli
því.
í tilefni af ári trésins þyrftu
skógræktarmenn að endurskoða
stefnu sína og helzt þyrfti að
stofna nýtt skógræktarfélag til
verndar íslenzku trjánum.
Breiðfirðingur“
Kjólaútsala
Barna- og dömupeysur, prjónabútar í kjól og
peysur, allt á óvenju hagstæöu verði. Nýtt og
fjölbreytt úrval af kvöld- og dagkjólum. Það
borgar sig aö líta inn. Næg bílastæöi.
Verksmiðjuútsalan — Brautarhotli 22.
Inngangur frá Nóatúni gegnt Þórscafé.
Þessir hringdu . .
• Hlusta aðeins
gamalmenni?
Móðir:
— Hjá Velvakanda hefur ný-
lega verið minnst á lestur Passíu-
sálmanna á kvöldin. Var nýlega
talað um að þeir væru lesnir of
seint á kvöldin og get ég vel tekið
undir það og fer fram á að það
verði endurskoðað hvort ekki sé
hægt að lesa þá fyrr á kvöldin.
Hins vegar er ég ekki sammála því
sem kom fram þarna að það væri
aðeins gamla fólkið er hlustaði á
Passíusálmana. Dætur m;nar sem
eru 10 og 12 ár sitja yfirleitt og
hlusta á lesturinn og hafa sálm-
ana hjá sér og fylgjast með á
bókinni. Veit ég um fleiri börn,
sem hlusta á lestur Passíusálm-
anna og held ég að mörg börn geri
það þegar þau eru á vissum aldri.
• Góð grein
6410-8344:
Ég vildi fá að koma á fram-
færi þökkum fyrir frábæra grein
Margrétar Sölvadóttur, sem birt-
ist í Mbl. á fimmtudag og heitir
Einhleypt fólk býr ekki í bælum.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Wijk
aan Zee í Hollandi um daginn kom
þessi staða upp í skák stórmeist-
aranna Jans Timman, Hollandi,
sem hafði hvítt og átti leik, og
Roberts Byrne, Bandaríkjunum.
Hvítur er í stórsókn, en hins
vegar er sá ljóður á ráði hans að
allt hvíta liðið stendur að meira
eða minna leyti í uppnámi. Hvítur
Eiginmenn
— Unnustar
Nú er tækifærið til að
bjóða eiginkonunni eða
unnustunni á ítalska kvöldið að
Hótel Sögu sunnudag 24.
febrúar n.k.
í tilefni dagsins fá all-
ar konur blóm og ilmvötn
frá Parfums Givenchy, París,
ilmvötn sem voru gerð sér-
staklega fyrir Audry
Hepburn.
Veriö velkomin
Samvinnuferóir - Landsýn
Au.lur.lra.tl 12, «fml 27077
HOGNI HREKKVISI
IÐNAÐARMENN
Hér hafiö þér það, sem yöur
vantar.
Rafmagns-
handverkfæri
BOSCH
’^urnai í^lriZfiiVMíl Lf.
Suöurlandsbraut 16'-/,Sími 35200
53^ S\GGA V/öGÁ í “(iLVtRAN
EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU
35. Ba2! (En ekki 35. Bc5+ - Kg7,
36. Dg3 — Hc8!,). Svartur gafst
upp. Ef 35 ... gxf4 þá 36. Bg7+ og
mátar í næsta leik.