Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1980 Óskar varpaði 18,39 m ÓSKAR Jakobsson frjálsíþrótta- maður úr ÍR, er dvelst við nám og æfingar i Texasháskóla, ásamt Friðrik Þór Óskarssyni ÍR, varp- aði kúiu á innanhússmóti i Forth Worth við Dallas, 18,39 metra. Varð Óskar i þriðja sæti, en sigurvegari var bandariski svert- inginn Michae) Carter. Carter varpaði 20,43, sem er einn bezti árangur í kúluvarpi innanhúss í ár. Carter þessi á heimsmet unglinga utanhúss. Friðrik Þór tókst illa upp í þrístokkinu, náði aðeins einu stökki i undankeppninni, stökk 14.50 metra, og komst ekki í úrslitakeppnina. „Það hefur gengið það vel hjá mér á æfing- um að ég held ég geti stokkið 15.50 til 16.00 metra hvenær sem er,“ sagði Friðrik i spjalli við Mbl. Á mótinu náði skólafélagi Friðriks og óskars, Ilerbie Walls, fimmta bezta árangri sem náðst hefur frá upphafi i 60 stiku (jarda) hlaupi. Hljóp Walls á 6.09 sekúndum. —ágás. UMFN áfram UMFN sigraði ÍR í bikarkeppni KKI í Njarðvik í fyrrakvöld með 110 stigum gegn 96 og er Njarðvík þar með komið i undan- úrslitin. Best í afvötnun NÝJUSTU fréttirnar af knatt- spyrnukappanum Geroge Best. sem lýsti sjálfan sig áfengissjúkl- ing í siðustu viku, eru, að hann er kominn i afvötnun á stofnun í Lundúnaborg. Kona hans Angela var ekkert að skafa utan af orðavali sínu er hún tjáði fjöl- miðlum að hún myndi höggva fæturna af karli sínum og setja hann á sirkus ef hann brygðist sér nú. Naumur sigur en kærkominn FH bætti stöðu sína á botni 1. deildar kvenna i handknattleik með því að vinna góðan sigur á Haukum i baráttuleik i Hafnar- firði í fyrrakvöld. LokatöJur leiksins urðu 14—12, FII í vil, en staðan í hálfleik var jöfn, 7 — 7. Það var ekki fyrr en undir lok leiksins, að FH tryggði sér endan- lega sigur, enda var leikurinn í járnum lengst af. Það var Björg Gilsdóttir sem tryggði FH loks sigur, er hún skoraði tvö mörk með stuttir millibili undir lokin. Mörk FH skoruðu: Kristjana 6, Svanhvít 4, Björg 2, Katrín og Ellý eitt hvor. Mörk Hauka skoruðu: Margrét 7/5, Halldóra 2, Sjöfn 2, Björg eitt mark. Vetrarólympíuleikarnir í Lake Placid Heiden iðinn við kolann í safnið • Eric Heiden með litlu systur sina, Beth Heiden, á öxlunum. Eric hefur náð þeim frábæra árangri i Lake Placid að vinna fjögur gullverðlaun, auk þess sem hann á stóran möguleika á þvi að vinna fimmta gullið. Beth hefur nælt sér i ein bronsverðlaun, en reiknað hafði verið með betri frammistöðu hjá henni. — bætti fjórðu gullverðlaununum ERIC Heiden, hinn 21 árs gamli skautahlaupari frá Bandarikjun- um, varð fyrsti karlmaðurinn scm vinnur til fjögurra gullverð- iauna á sömu vetrar-Ólympíuleik- um. er hann gerði sér lítið fyrir og sigraði í 1500 metra skauta- hlaupi karla í Lake Placid i gærdag. Hann sigraði þrátt fyrir að hann rynni illa til i fyrstu beygjunni en það kom ekki að sök og hann sló gamla Ólympiu- metið, sem Jan Egil Storholt setti í Innsbruck fyrir fjórum árum, 1:59,32. Tími Heiden var 1:55,44 mínútur. Enn á Eric Heiden eftir að keppa í einni grcin, 10.000 metra skautahlaupi. og er óhætt að segja að hann er talinn sigurstranglegastur allra kepp- enda og ef hann ynni sigur í greininni, yrði afrek hans ein- stakt. „Það var einhver ójafna á ísnum og það munaði engu að ég félli um koll. Mér tókst þó að koma hend- inni fyrir mig og halda þannig jafnvægi," sagði Heiden eftir sig- urhlaupið og hann bætti við: „Eg varaði mig á ójöfnunni það sem eftir var hlaupsins." Norðmenn voru sigursælir í þessu hlaupi, þeir hirtu bæði silfur og bronsverðlaunin, auk þess sem þriðji keppandinn í liði þeirra hafnaði í sjötta sæti á betri tíma en gamla Ólympíumetið. Kai Arne Stenshjemmet varð annar, en hann fékk tímann 1:56,85 mínútur. Landi hans Terje Ander- sen varð þriðji á 1:56,94. í sjötta sætinu var síðan gamli methafinn, Jan Egil Storholt og tími hans nú var 1:57,95. Austur-Þjóðverjinn Andreas Dietl varð fjórði á 1:57,14 og Sovétmaðurinn Jourie Kondakov varð fimmti á 1:57,36. A-þýskur sigur í 4x5 km göngu AUSTUR-ÞÝSKU stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og skákuðu þeim sovésku í 4x5 kilómetra skíðaboðgöngu í Lake Placid í gær. Komu þau úrslit verulega á óvart, þar sem reiknað var með að Rússar ynnu þar öruggan sigur. En þær austur-þýsku voru ekk- ert á því að láta slíkar spár aftra sér og þær höfðu forystuna í göngunni frá upphafi til enda. Tími sveitarinnar var 1:02:11,10 klst., en sveitina skipa þær Mar- lies Rostock, Barbara Petzold, Carola Anding og Veronika Hess. Sovésku konurnar höfnuðu í öðru sæti, hlutu tímann 1:03:18,30. klukkustundir. Norsku stúlkurnar urðu í þriðja sæti, fengu timann 1:04:1,00 klukkustund. Aðeins átta lið kepptu, en röð og tími þeirra, sem enn er ógetið, er hér að neðan: Tékkóslóvakía 1:04:31,39 klst. Finnland 1:04:41,28 klst. Svíþjóð 1:05:16,32 klst. Bandaríkin 1:06:55,41 klst. Kanada 1:07:45,70 klst. „Hefól sætt mig við ekkert ef svo hefði borið undir“ — sagði Hanni Wenzel eftir að hafa sigrað í stórsvigi „ÉG ÁTTI ekki í teljandi vand- ræðum á brautinni, en ég var afar taugaóstyrk og brautin sjálf erfiðari en síðast,“ sagði Hanni Wenzel kampakát eftir að hafa tryggt sér sigur í stórsvigi kvenna á ólympiuleikunum í Lake Placid í gær. Tími hennar var 1:27,33 mínútur. samanlagt 2:41,66 mínútur. Tími hennar í gær var þó aðeins þriðji besti tíminn. Perrine Peien, 18 ára gömul stúlka frá Frakklandi, átti bcsta tímann í gær, 1:26,96, sem gaf henni samanlagt 2:42,14 sem nægði til bronsverðlauna. Annað sætið féll í skaut Irene Eple írá Vestur-Þýskalandi, hún var í öðru sæti eftir fyrri ferðina og í þeirri siðari fékk hún einnig annan besta tímann, 1:27.37, sam- anlagt 2:42,12. Það er oft stutt á milli hláturs og gráturs, það fékk Fabianne Serrat frá Frakklandi að reyna, samanlagður tími henn- ar var aðeins 0,1 úr sekúndu lakari en hjá Perrine Pelen! Christa Kinshofer frá Vestur- Þýskalandi, sem var þriðja eftir fyrri ferðina, datt niður í 5. sætið er hún náði aðeins 1:27,44 í síðari ferðinni, samtals 2:42,63. Onnur fræg, Anne Marie Moser Pröll, varð að láta sér lynda sjötta sætið, fékk samanlagða tímann 2:43,19, en hún gat eftir atvikum vel við unað, því að hún var í sjöunda sæti eftir fyrri íerðina. í sjöunda sætinu hafnaði þó að lokum besti Bandaríkjamaðurinn, Christine Cooper, sem fékk sam- anlagt 2:44,71. Áttunda varð Mar- ie Epple frá Vestur-Þýskalandi (1:16,20 og 1:29,36), sem fékk samtals 2:45,56. Níunda varð Kathy Kreiner frá Bandaríkjunum, tímar hennar voru 1:17,19 og 1:28,56, samtals 2:45,75, og í tíunda sæti hafnaði Anna Karin Hesse frá Svíþjóð, tímar hennar voru 1:17,24 og 1:29,78, samtals 2:47,02 mínútur. Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum innanhúss um helgina MEISTARAMÓT íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram laugardaginn 23. febr. og sunnudaginn 24. febr. Alls hafa 114 keppendur frá 17 félögum og héraðssamböndum látið skrá sig til keppninnar. sem hefst í Laugardalshöllinni kl. 10.30 á laugardag og verður síðan fram haldið í Baldurshaga kl. 13.00. Má búast við skemmtilegri keppni i hinum fjölmörgu greinum sem keppt verður í. Flestir þátttakcndur eru skráðir í 50 m hlaup kvenna eða 36 talsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.