Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1980 25 fclk í fréttum Margaret opnar diskótek í Japan MARGARET Trudeau, fyrrverandi eiginkona Pierre Elliott Trudeaus, fær 20 þúsund Banda- ríkjadollara fyrir að opna nýtt diskótek í Japan eftir tæpan hálfan mánuð og koma þar fram þrívegis. Fréttum fylgir að í samkomulaginu sé aðeins gert ráð fyrir að frúin stígi dans, en hún þurfi ekki að tala við blaðamenn. Þar fyrir utan er talið að Margaret muni hafa í hyggju að hafa hægt um sig á næstunni, eins og hún hefur gert að undanförnu, meðan maður hennar háði hina árangursríku kosningabaráttu sem lyftir hon- um á ný til forsætisráðherraembættis í Kanada, eins og skýrt hefur verið frá. Leikrit páfa flutt í Vatikaninu JÓHANNES Páll páfi II var á þriðjudagskvöldið viðstaddur sýningu á leikritinu „Gullsmíðabúðin", sem var fært upp sérstaklega á litlu sviði í kardinálafundasalnum i Páfagarði og páfi samdi undir dulnefni fyrir 20 árum. Þetta var í fyrsta skipti sem páfi sá leikrit sitt þannig og hann sagðist þakka leikendum listræna túlkun. „Fram til þessa hef ég alltaf verið smeykur um að þetta væri leiðinlegt leikrit," sagði hann þegar hann skók hendur leikenda, glaður í bragði eftir sýningu. Leikritið snýst um ástir og hjónabönd. Það hefur verið flutt í ítalska útvarpinu og fékk þokkalega dóma og nokkur áhugamannaleikhús hafa síðan fengið leyfi til að flytja það. Viðstaddir sýninguna voru 120 valdir gestir, flestir starfsmenn Páfagarðs eða tengdir honum. Risaveldamenn + ÞESSI fréttamynd var tekin fyrir nokkru á fyrsta fundi þessa árs á afvopnunarráðstefnunni í Genf. Hér heilsast fulltrúar risaveldanna. Þeir takast i hendur fulltrúi Bandarikjanna Adrian Fisher (til h.) og fulltrúi Sovétrikjanna, Viktor Issraelinan. — Hafði fulltrúi Bandarikjanna í upphafi ráðstefnunnar strax vikið máli sinu að atburðunum i Afganistan og þau áhrif og afleiðingar, sem þeir myndu hafa i för með sér fyrir þessa ráðstefnu og afvopnunarmálin i heiminum i heiid. Sýninga- höllinni viö Bíldshöföa á sannkallaða markaðsstemmningu. Opið í dag kl. 1 — 10 og á morgun kl. 9 — 12. Nú ætla Karnabæjarverslanirnar aö bjóöa öllum uppá að Prútta um vöruverð sem þýðir aö allir hafa möguleika á aö gera góö kaup eins og vera ber á góðum markaði. Uppboö Við höldum 5 — 6 uppboð á Ijósapallinum undir stjórn Þorgeirs Astvaldssonar — og þar er sko mikið fjör. Lukkumiðahappdrættid enn eru ósóttir nokkrir vinningar númer — 78 — 1985 — 3976 — 1100 — 2773 — 5211 og 5685 — 7710. Aðalvinningurinn 300.000 króna Út- sýnarferð drögum við svo út í dag. Hið Ljúfa IH — Þú og ég. Jóhann — Helga og Þorgeir ásamt dönsurum koma í heimsókn kl. 4 og 8 í dag og flytja lög af plötu ársins Ljúfa líf. Bezta diskó- atriði ársins flutt á Ijósagólfi frá — H0U9W00S ekta diskóstuö. Nú verður sannkölluð skemmtimarkaðsstemmning í Sýningarhöllinni v/Bíldshöfða. Við megum svo ekki gleyma barna- gæslunni — veitingasölunni — mat- vælakynningunni, listkynningum og öllum ódýru fallegu vörunum sem eru margbreytilegar. Nú er aðeins 11/2 dagur eftir. Verið velkomin. Karnabær Glith.f. (allar verslanir og Sauma- I. Pálmason stofa) Skóverslun Þóröar Péturs- Steinar h.f. sonar Blómaval Tómstundahúsió Sól/Tropicana, Gullkistan íslensk Matvæli Melissa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.