Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1980 plnar|5íWii Útgefandi tlrifafrUÞ hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakið. Áfram óvissa í skattamálum Umfantísmikil breytinjí á skattalöjíum var samþykkt á Alþinjíi sl. miðvikudau. Menn skyldu því ætla, að þeir ííætu með nokkurri vissu yert sér i;rein fyrir, hvaða skatta þeir kæmu til með að bera á þessu ári. En því fer víðs fjarri. Stuðniníísmenn ríkisstjórnarinnar standa á því eins ojí hundar á roði, að en^u megi slá föstu um skattstijíana. Það eina sem frá þeim heyrist í þeim efnum er það, að tekjuskattsbyrðin skuli þyn^jast um einhverja milljarða frá síðasta ári. Þetta er ekki hvað sízt athyRlisvert fyrir þá sök, að ríkisstjórnin mun beita sér fíeíín almennum íírunnkaupshækkunum á þessu ári, ef marka má ummæli fjármálaráðherra. Flestum hefði þótt hæfilejít undir slíkum krini;umstæðum, að ríkisstjórnin seildist ekki dýpra ofan í vasa skattborj;aranna en áður. Þeir þinjímenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem skipa meirihluta fjárhafís- of; viðskiptanefndar efri deildar, löyðu fram breytin^artillöfíur við skattalaga- frumvarpið, þar sem gert var ráð fyrir um 16% meðaltalslækkun tekjuskatts. Þetta þótti eðlilegt ekki sízt fyrir þá sök, að þjóðartekjurnar minnkuðu tilfinnanlega á sl. ári og horfur eru á, að enn sírí á ófíæfuhliðina á þessu ári. Við slíkar krin^umstæður er brýnt, að með stjórn ríkisfjármála fari menn, sent kunna sér hóf í eyðslu og ganga á undan með góðu fordæmi. Það vekur ekki traust við núverandi aðstæður í atvinnu- og efnahagsmálum, þegar ríkisstjórnin hyggst ganga lengra í opinberri eyðslu en áður eru dæmi um á sama tíma og allir aðrir verða að láta sér nægja minna. Auk þess verður það að teljast sjálfsögð háttvísi við hinn almenna framteljanda, að hann viti að hverju hann gangi um skattálagninguna, um leið og hann gengur frá sínu framtali. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og þeir fimm- menningarnir, sem að ríkisstjórninni standa, buðu sig allir fram í nafni Sjálfstæðisflokksins og skuldbundu sig þar með til að létta vinstri sköttunum af þjóðinni. Með atkvæði sínu í efri deild á miðvikudaginn brást Gunnar Thoroddsen þessu loforöi sínu. Viö afgreiðslu fjárlaga hefur hann ásamt félögum sínum aftur tækifæri til þess að standa við stefnu Sjálfstæðisflokksins í skattamálum. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni. Hún gefur vísbendingu um, hverjir raunverulega ráða feröinni í ríkisstjórninni. „Ekki óskastjórn nokkurs manns“ a Þessi ríkisstjórn er ekki óskastjórn nokkurs manns, — þessi uppákoma,“ voru ummæli Guðmundar J. luðmundssonar alþingismanns og formanns Verka- mannasambands íslands í Morgunpóstinum á miðviku- dag, um leið og hann fór nokkrum orðum um svonefnt „gáfumannafélag" innan Alþýðubandalagsins. Þegar þessi ummæli eru skoðuð í samhengi við þá atburði, sem hafa verið að gerast í Alþýðubandalaginu að undanförnu og hafa m.a. lýst sér í því, að ýmsir af kunnustu verkalýðsleiðtogum flokksins náðu ekki kjöri í flokksráð, er augljóst, að þar er að myndast djúpstæður klofningur, m.a. um afstöðuna til ríkisstjórnarinnar. Þessa hefur orðið vart í skrifum Þjóðviljans að undanförnu eins og þegar Guðmundur J. Guðmundsson var snupraður á baksíðu blaðsins fyrir það aö greiða atkvæði ásamt stjórnarandstöðunni með breytingartillögu um aukinn rétt ellilífeyrisþega varðandi álagningu tekjuskatts. I þessu máli urðu ráðherrarnir í minnihluta — vegna klofningsins í Alþýðubandalaginu. Ýmis teikn eru á lofti, sem benda til þess, að þessi atkvæðagreiðsla verði ekkert einsdæmi. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1980 17 Harðar umræður í neðri deild um tekjustofnafrumvarp: Málið ekki afgreitt ef ágrein- ingur er - sagði f orsætisráðherra Sighvatur Björgvinsson formaður þingflokks Alþýðuflokksins tók til máls utan dagskrár í neðri deild alþingis í gær og gerði að umræðuefni fyrirhugaða frestun á fundum alþingis í hálfan mánuð. Sagði hann allnokkrar umræður hafa átt sér stað um það í nokkurn tíma að senda ætti þingið heim. Lengi vel hefði þó ekki verið rætt um það við þingflokkana í þinginu, og því hefði hann spurst fyrir um málið fyrir nokkrum dögum. Al- þýðuflokksmenn hefðu lýst því yfir að þeir myndu ekki standa gegn því að þingleyfi yrði gefið, enda væri það ekki óeðlilegt þegar ný ríkisstjórn tæki við, og einnig yrði að hafá það í huga, að þinghúsið yrði notað helming þessa tíma fyrir fundi Norðurlandaráðs. Sighvatur kvaðst hins vegar hafa lagt á það áherslu við forsætisráðherra að samráð yrði haft við formenn þing- flokkanna um þetta mál. Síðan sagði Sighvatur að forsætis- ráðherra hafi haft samband við for- menn þingflokkanná, og tilkynnt þeim að það væri ósk ríkisstjórnarinnar að þingi yrði frestað til mánudagsins tíunda mars. Kvaðst Sighvatur þá hafa skýrt Gunnari Thoroddsen frá því, að þótt þingflokkur Alþýðuflokks- ins sæi að vísu ekki ástæðu til að senda þingið heim, myndi hann þó ekki leggjast gegn því ef þess væri mjög eindregið óskað. Hins vegar kvaðst Sighvatur hafa lagt á það áherslu að ekki yrði við það unað að mikilvægum og flóknum málum yrði hraðað um of, eða þau keyrð í gegn um þingið og nefndir þess með óeðlilegum hætti. Af þessum sökum hefði þingflokkur Alþýðuflokksins ekki rætt frv. ríkis- stjórnarinnar um tekjustofna sveitar- félaga til hlítar á fundi sínum um morguninn, þar sem væntanlega gæf- ist nægur tími til þess síðar í samræmi við loforð Gunnars Thoroddsen um að ekki þyrfti til að koma óeðlilega hröð málsmeðferð. „En nú virðist ekki eiga að verða við því,“ sagði Sighvatur, “og eftir því sem ég hef nú rétt í þessu heyrt, stendur nú til að taka málið upp með afbrigðum á dagskrá fundarins nú á eftir. Ég vil leyfa mér að mótmæla þessu mjög harkalega. Þetta stangast gjörsamlega á við þær upplýsingar sem hæstvirtur forsætisráðherra hef- ur gefið mér, og ég borið til míns þingflokks, en á grundvelli þess höfum við tekið afstöðu til þingfrestunar. Ef ætlunin er nú að bregða út af því sem við vorum beðnir um, þá munum við breyta okkar afstöðu og mótmæla harðlega og berjast gegn þingfrestun. Því vil ég Ieyfa mér að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra að því, hvort ekki megi örugglega treysta því sem hann hefur sagt um afgreiðslu mála, og ítrekaði síðast í samtali við mig klukkan hálf eitt í dag. Sagði hann þá að ekki kæmi til að afgreiða þetta mál eða önnur þau frumvörp sem nú liggja fyrir, að frátöldu frumvarpinu um ábyrgðarheimildir og greiðslu- heimildir vegna lántöku Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins." Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra tók næstur til máls og sagði hann, að eins og kunnugt væri og skýrt hefði verið frá, þá hefði ríkisstjórnin talið æskilegt að gert yrði tveggja vikna hlé á störfum Alþingis. Til þess lægju tvær ástæður. Önnur væri sú, að Norðurlandaráðsþing stendur yfir frá 3. til 7. mars, en þá væri venja að fella niður fundi Alþing- is, það er ef þingið er háð hér í Reykjavík. Hin ástæðan væri sú, að stjórnin óskaði nú eftir nokkru funda- hléi til þess að ganga frá undirbúningi mála. Ekki síst væri þar um að ræða fjárlagafrumvarpið og mál í beinu sambandi við það. Gunnar sagði að í ríkisstjórninni hefði verið lögð á það áhersla, að afgreidd yrðu tvö mál áður en þing- leyfi hæfist. Annað væri frumvarpið um breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt, sem nú hefði verið afgreitt frá alþingi, og hitt væri frumvarpið um ríkisábyrgð vegna þriggja miílj- arða lántöku Framleiðsluráðs land- búnaðarins í sambandi við útflutn- ingsuppbætur. Það mál væri á þessari stundu til annarrar umræðu í efri deild. Síðan sagði dr. Gunnar: „Ég tjáði formanni þingflokks Al- þýðuflokksins og formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins þessar óskir. Það bar á góma um þriðja málið, frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjustofna, og tók ég fram að ég liti svo á að það yrði því aðeins afgreitt fyrir þinghlé, að um það væri sam- Hart að bíða með málið — sagði félagsmálaráðherra stáða. Ég lít svo á að ef ágreiningur er um það mál og óskir komi um að það verði ekki afgreitt nú, þá lít ég svo á að það verði ekki afgreitt áður en þinghlé verður. Að þessu leyti vil ég staðfesta það sem háttvirtur þingmaður Sig- hvatur Björgvinsson sagði um það mál.“ Þá tók til máls einn þingmanna Alþýðuflokksins, Jóhanna Sigurðar- dóttir. Sagðist hún vilja minna á það sem Sighvatur hefði sagt, að þing- flokkur Alþýðuflokksins hefði ekki tekið frumvarpið um tekjustofna sveit- arfélaga til umræðu, þar sem það mál yrði ekki afgreitt fyrir þinghlé. Því kæmi sér það. spánskt fyrir sjónir, sagði Jóhanna, að um morguninn hefði átt að afgreiða málið í nefnd. Ýmis grundvallaratriði væru þar á ferðinni sem þingflokkurinn hefði ekki fjallað um. Sagðist hún hafa talið að unnt væri að fallast á þau atriðí sem lytu að samræmingarbreytingartillögunum, en tíma þyrfti til að fá að skoða aðrar tillögur. Því sagðist hún þurfa að bera þessi mál undir þingflokkinn áður en hún skrifaði undir nefndarálit, en svo mikið virtist liggja á að ganga frá þessu máli og knýja það í gegnum þingið, 'að formaður nefndarinnar hefði sent nefndarálitið í prentun án þess svo mikið að leyfa nefndar- mönnum að sjá það. Sagðist hún hafa vanist því að nefndarmenn skrifuðu undir slík álit, og fengju áður að s já hvað þeir væru að skrifa undir. Þetta hlytu að vera mjög óeðlileg vinnu- brögð. Sighvatur Björgvinssun tók aftur til máls og kvaðst hann vilja þakka forsætisráðherra fyrir að staðfesta það, aö ekki yrði gerð tilraun til að Afgreiðsla mála á Alþingi viðameiri en í hreppsnefnd Ól- afsvíkur — sagði Sverrir Að hugsa sér að Snorri Sturluson skuli eitt sinn hafa búið í Reykholti — sagði Sighvatur Hef aldrei átt heima í Kríuhóla- hverfi eins og Sig- hvatur — sagði ólafur Þórðarson afgreiða fyrir þinghlé önnur mál en þau sem þeir hefðu rætt um. Sam- kvæmt því væri ekki ætlun stjórnar- innar að fá fram þá afgreiðslu á frumvarpinu um tekjustofna sveitar- félaga sem gerð hefði verið tilraun til í félagsmálanefnd deildarinnar um morguninn. Þá sagði hann að það þyrfti að skoða sérstaklega, ef nafn nefndarmanns væri sett undir þing- skjal án þess að viðkomandi nefndar- maður hefði undirritað það. Þar væru á ferðinni einkennileg vinnubrögð. Alexander Stefánsson (F) tók næst- ur til máls, en hann er formaður umræddrar nefndar, félagsmálanefnd- ar neðri deildar. Sagðist hann hafa haft samband við ríkisskattstjóra eins og honum hefði verið falið, til að láta undirbúa samræmingaratriði vegna meðferðar tekjuskattsfrumvarpsins á Alþingi. Hann hefði síðan komið á fund nefndarinnar og þar hefðu ýmsar hugmyndir verið ræddar og ekki hefði annað verið vitað en afgreiða ætti málið. Nefndarmönnum hefði því verið gert að kynna þingflokkum sínum þessi mál á fundum daginn áður. Þá hefði legið fyrir afstaða allra þing- flokka annarra en Alþýðuflokksins. Ákveðið hefði verið að leggja fram sameiginlegt álit allrar nefndarinnar, en tvö efnisatriði voru tekin út úr er ágreiningur varð um. Vegna tíma- skorts hefði síðan verið látið vélrita álitið, enda hefði hann haft um það samráð við starfsmenn Alþingis, að slíkt væri ekki óeðlilegt þegar um samstöðu væri að ræða, þá þyrfti ekki undirskrift nefndarmanna. Það yrði þó að sjálfsögðu gert í samræmi við það sem fram hefði komið. Sagðist Alex- ander aldrei hafa heyrt annað en ná ætti málinu fram ef um það yrði samstaða í nefndinni. Hefði hann fengið hvatningu þessa efnis frá fé- lagsmálaráðherra, vegna þeirrar ein- földu ástæðu að öll sveitarfélög lands- ins biðu nú eftir því að þessi lög yrðu sett til að unnt yrði að afgreiða fjárhagsáætlanir. Þá gaf forseti neðri deildar, Sverrir Hermannsson, Svavari Gestssyni orð- ið, en sagðist í leiðinni vilja láta Alexander vita sem og aðra deildar- menn, að ekki yrði haldinn fundur um málið í deildinni í dag. Yrðu menn að hafa hugfast að afgreiðsla mála á hinu háa Alþingi gæti verið viðameiri en afgreiðsla mála í hreppsnefnd Ól- afsvíkur. Alexander Stefánsson er sem kunnugt er oddviti hreppsnefndar Ól- afsvíkur. Þá tók til máls félagsmálaráðherra, Svavar Gestsson. Kvaöst hann efast um að athugasemdir Sverris í garð Alexanders væru þarfar. Sagðist hann vilja minna á að allir flokkarnir hefðu lýst því yfir að koma yrði þessu máli í gegn, og ætluðu þeir að gera allt sem til þyrfti í því efni. Vegna þess að öll sveitarfélögin í landinu biðu nú eftir því að getá gengið frá fjárhagsáætlun- um. Sagðist hann lýsa ábyrgð á hendur Alþýðuflokki ef hann ætlaði að bregða fæti fyrir málið. Öllum hefði átt að vera ljóst að þetta frumvarp er náskylt frumvarpi um tekjuskatt og eigna- skatt. Hart væri að bíða með þetta vegna þess að ekki væri unr.t að koma á fundi í tíu manna þingflokki Alþýðu- flokksins. Ólafur b. Þórðarson (F) í Reykholti í Borgarfirði tók næstur til máls. Sagðist hann vilja upplýsa Sverri um að forsetastóllinn væri ekki hugsaður til að skjóta úr honum óþ\erra yfir salinn þó hann hefði gaman af. Þá sagði ólafur að allir, sem vit hefðu á tekjustofnun sveitarfélaga, gerðu sér grein fyrir því að verðbólgan hefði verið að rýra þá frá því að vera 10% af tekjum þegnanna niður í 7 til 8%. Þetta væri grundvallaratriði. Sverrir gaf þá Sighvati Björgvins- syni orðið til að gera örstutta athuga- semd, en sagði um leið við Ólaf Þórðarson, að „nú væri eggið farið að kenna hænunni", er ritari setti ofan í við forseta! Sighvatur sagði síðan: „Að hugsa sér að Snorri Sturluson skuli eitt sinn hafa búið í Reykholti! Þá sagðist Sighvatur aðeins ætla að beina einni fyrirspúrn til forsætisráðherra, en vildi þó vekja athygli félagsmála- ráðherra á því að nokkrir dagar væru síðan þess hefði verið óskað að upplýst yrði hvaða mál ríkisstjórnin vildi láta afgreiða fyrir þinghlé. Félagsmálaráð- herra hefði hins vegar aldrei látið um það vita að hann hefði áhuga á að afgreiða þetta mál og forsætisráð- herra hefði þráfaldlega sagt að ekki ætti að afgreiða málið. „Ef Svavar er að leita að sökudólgi í þessu máli ætti hann að líta í spegil," sagði Sighvatur. Svavar Gestsson tók þá aftur til máls og sagðist hann hafa spurt Alexander að því hvort unnt væri að koma þessu máli áleiðis gegnum þingið næstu sólarhringa, vegna nauðsynjar þess fyrir sveitarfélögin að fá það afgreitt. Einnig hefði hann rætt það við Gunnar Thoroddsen og Steingrím Hermannsson og einnig við fyrrum samstarfsmenn sína úr vinstri stjórn- inni, þingmenn Alþýðuflokksins, og spurt hvort afstaða þeirra til málsins hefði breyst. En Svavar sagðist vilja biðja Sig- hvat afsökunar á því, að sér hefði sést yfir þann möguleika að Alþýðuflokk- urinn hefði aðra skoðun á svona máli þegar hann er í stjórn en þegar hann er í stjórnarandstöðu. Ólafur b. bórðarson (F) tók aftur til máls og byrjaði á því að segja Sighvat hafa talað sig dauðan í málinu, þar sem hann hefði talað þrisvar sinnum og hefði ekki tök á að svara. — „Það eru til fleiri," kallaði Karvel Pálmason þá fram í. — Hann kvaðst hins vegar vilja þakka Sighvati fyrir að hann rengdi það ekki að útsvarið hefði verið að lækka, og að ekki væri verið að leggja til hækkun. Ekki kvaðst hann ætla að ræða hvar menn byggju en sagðist þó aldrei hafa átt heima í Kríuhólahverfinu eins og Sighvatur! Karvel Pálmason (A) tók næstur til máls og gagnrýndi hann það háttalag félagsmálaráðherra að ætla sér að keyra mál í gegnum þingið án þess að hafa samráð við viðkomandi þing- flokka eins og eðlilegast væri. Síðastur í þessum umræðum utan dagskrár var Ingólfur Guðmundsson (F) og sagði hann þessar umræður á Alþingi ekki til þess fallnar að auka virðingu þess, og væri líklega best að senda menn heim í tvær vikur til að þeir jöfnuðu sig nokkuð. Sverrir Hermannsson: Ætla stjórnarliðar að ganga út án þess að koma málum bænda í höfn? Fundur var boðaður í sameinuðu þingi í gær, þar sem rætt var um hvort Alþingi bæri að fara í leyfi í tvær vikur, eins og ríkisstjórnin hefði farið fram á. Áður var þó kosinn fyrsti varaforseti deildarinnar, sem tekur við af Gunnari Thoroddsen sem beðist hefur undan þeim störfum. Var Pétur Sigurðsson kjörinn fyrsti vara- forseti og hlaut hann 40 atkvæði, Guðmundur J. Guðmundsson og Al- bert Guðmundsson hlutu eitt atkvæði hvor, en 9 seðlar voru auðir. Var mál manna í þinghúsinu að þeir Albert og Guðmundur hefðu kosið hvor annan, en þeir sátu tveir einir á hljóðskrafi í sal neðri deildar á meðan fundað var í efri deild. Þá tók til máls úlan dagskrár formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, Ólafur G. Einarsson. Sagði hann sjálfsagt að gefa þinginu leyfi þá viku sem þing Norðurlandaráðs stæði, en öðru máli gegndi hins vegar um. aðra viku til. Næg verkefni væru fyrir hendi og veitti ekki af þeim tíma sem þingið hefði til vors að koma ýmsum málum í gegn. Væri vafasamt í Ijósi þeirra umræðna sem orðið hefðu fyrr um daginn um virðingu Alþingis, að því væri greiði ger með slíku leyfi nú. Mætti nú heita borin von að þingmál sem lögð hefðu verið fram á þessu þingi fengju afgreiðslu, hvað þá mál sem enn væru ekki komin fram. I þessu sambandi sagðist hann telja útilokað að afgreiða fjárlög fyrir páska, eins og þó væri nú talað um, og eins væri stórlega ámælisvert að senda þingið heim án þess að tekin væri fyrir stefnuræða forsætisráð- herra eins og þó væri kveðið á um í þingsköpum. Eyjólfur Konráð Jónsson tók því næst til máls oggerði hann grein fyrir þeim umræðum, sem orðið höfðu í efri deild um afgreiðslu mála fyrir þing- hlé. Þar væri slík óeining ríkjandi meðal stjórnarsinna að ekki væri unnt að afgreiða brýn nauðsynjamál er varða landbúnaðinn. Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, tók næst- ur til máls og sagðist vilja skýra frá því, að þingflokkur Alþýðuflokksins teldi enga sérstaka ástæðu til að fresta þingstörfum, en þó vildu þeir ólafur Ragnar Grímsson: Andstaða í öðrum stjórnarflokki við tekjustofnafrv. — ekki nægilega víðtækt samkomulag um lánaheimild vegna bænda Gunnar Thoroddsen: Algjör samstaða meðal stjórnarliða ekki standa gegn óskum ríkisstjórnar- innar um þau mál. Ljóst væri að þetta myndi tefja framgang mála og draga störfin fram á vorið. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur þingflokks Alþýðubandalagsins, sagðist vilja láta það koma fram, að þingflokkur sinn hefði samþykkt það einróma að standa að því að afgreidd yrðu fyrir þinghlé frumvörp um tekju- stofna sveitarfélaga og fjármögnun til handa Framleiðsluráði, og ekki hefði staðið á þeim að þau yrðu afgreidd. Ekki þyrfti að vefjast fyrir mönnum hvers vegna þessi mál hefðu ekki verið afgreidd. Þingmenn annárs stjórnar- flokksins hefðu lagst gegn samþykkt frumvarpsins um tekjustofnana, og það samkomulag sem hann hefði beitt sér fyrir sem formaður fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar um af- greiðslu málsins, reyndist ekki eins víðtækt og Alþýðubandalagið hefði kosið. Þá tók til máls Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra, og sagði hann það misskilning hjá Eyjólfi Konráð Jónssyni, að missætti væri um þessi mál hjá stjórnarliðum, um þau væri algjör samstaða. Rakti hann síðan ástæður þær er ríkisstjórnin hefur komið með vegna óskar sinnar um þingfrestun. Kjartan Jóhannsson (A) kvaddi sér hljóðs og ítrekaði enn einu sinni að Alþýðuflokkurinn hefði ekki staðið gegn afgreiðslu umræddra mála, þar væri við aðra að sakast. Þá tók til máls Matthias Bjarnason (S) og sagðist hann ekki skilja Gunnar almennilega. Hann reyndi að skýla sér á bak við Alþýðuflokkinn, þó ljóst væri að hann stæði ekki fyrir fram- gangi þessara mála. Þá sagði hann það skjóta skökku við, er nú ætti að senda þingið heim, því á sínum tíma hefði það verið mikilvægt að mati guðfeðra ríkisstjórnarinnar, að Al- þingi yrði starfhæft á ný, eins og það hefði þá verið kallað. Sverrir Hermannsson (S) sagðist vera þeirrar skoðunar, að ekki ætti að leysa þingið upp nú, enda væri nóg að starfa. Spurði hann síðan hvort stjórnarliðar ætluðu virkilega að ganga út úr sölum Alþingis án þess að koma brýnum hagsmunum bænda- stéttarinnar í höfn. Steingrimur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, tók þá til máls og sagðist vilja upplýsa ef það væri ekki öllum ljóst, að framsókn- armenn stæðu ekki í vegi umræddra mála. Minnti hann svo á andstöðu Alþýðuflokksins við efnisatriði mál- anna og sagöi ef til vill ágætt að fá betri tíma til að kanna þessi mál og undirbúa þau. Síðastur talaði svo Ilalldór Blöndal (S) og sagði menn ekki þurfa að undrast skyndileg umskipti hjá for- sætisráðherra, það væri nokkuð sem sjálfstæðismenn hefðu lengi þurft að búa við. En fróðlegt væri að sjá Framsókn klúðra málefnum bænda á þennan hátt í annað sinn og greinilegt væri að ríkisstjórnin væri nú illa stödd. Jón Ilelgason forseti sameinaðs þings sleit síðan fundi og sagði þingfundum frestað til tíunda mars. Að loknum þessum fundi barði Sverrir Hermannsson í borð neðri deildar fundarhamrinum góða, setti fund og sleit fundi, en áður hafði fundur verið boðaður þar klukkan 18. Er þetta gerðist var klukkan um hálf sex. Eyjólfur Konráð um lánsheimild vegna bænda: Stjórnarandstaðan reiðubúin að vaka alla nóttina til að afgreiða málið Ábyrgðarheimildir og greiðslu- heimildir vegna lántöku Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins voru til umræðu í efri deild Alþingis í gær. Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) formaður meirihluta fjárhags- og viðskipta- nefndar gerði grein fyrir nefndar- störfum og þeim breytingum sem nefndin lagði til. Lagði hann til að frumvarpið yrði samþykkt með þeim breytingum og sagðist líta svo á, að hér væri á ferðinni mál er stuðlaði að því að halda byggðum Iandsins við, það er í byggð. Næstur tók til máls Kjartan Jó- hannsson (A), og gerði ítarlega grein fyrir minnihlutaáliti sínu, þar sem hann ræddi nauðsyn þess að taka upp ný vinnubrögð til að losna úr þeim vítahring sem landbúnaðarmál og þar með bændastéttin í landinu væri komin í. Að Iokinni ræðu Kjartans tók Tóm- as Árnason (F). viðskiptaráðherra til máls og sagðist hann vilja draga til baka að sinni breytingartillögu sín„ við málið, sem kvað á um að heimila Byggðasjóði að greiða á næstu 3 til 5 árum allt að helming láns Fram- leiðsluráðsins. Þá tók til máls Pálmi Jónsson (S) landbúnaðarráðherra og sagðist hann hafa lagt á það áhersiu að þessu máli yrði hraðað, enda væri á ferðinni mjög brýnt mál sem æskilegast væri að næði fram að ganga fyrir þinghlé. En nú væri raunar svo komið að ekki væri útlit fyrir að af því gæti orðið. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) talaði næstur og sagði að hér væru menn að verða vitni að allsérstæðu máli. Þann- ig væri mál með vexti að meirihluti þingsins hefði týst því yfir að hann væri reiðubúinn til þess að afgreiða nú þetta mikilvæga mál fyrir þinghlé. Sjálfstæðisflokkinn sagði hann reiðu- búinn að ljá málinu sitt liðsinni og hefði greitt fyrir málinu í nefnd í því skyni. Núna kæmi það svo allt í einu upp úr dúrnum, að ekki virtist eiga að afgreiða málið. Mikill gauragangur hefði upp hafist þegar Tómas Árnason bar fram breytingartillögu sína, og engum gat dulist að stjórnarherrun- um var mikið niðri fyrir og deildi þar hver við annan. Sagði Eyjólfur Kon- ráð að forseti deildarinnar, Helgi Seljan, hefði sagt að ekki ætti að ræða málið á fundi deildarinnar. Eyjólfur sagðist þá hafa sagt honum, að ef svo færi myndi hann kveðja sér hljóðs um þingsköp og krefjast skýringa á breyttri málsmeðferð. Síðan hefði viðskiptaráðherra dreg- ið tillögu sína til baka „að sinni" eins og hann hefði orðað það. Því næst hefði það verið látið berast út, að neðri deild ætlaði alls ekki að taka það fyrir! Sagðist hann varla trúa að satt væri, en þó benti margt til þess þar sem búið væri að boða fund í samein- uðu þingi, þar sem ef til vill ætti að gefa þinghlé í tvær vikur. Sagði Eyjólfur hér vera á ferðinni mjög óvenjuleg vinnubrögð, og tryði hann því varla að landbúnaðarráðherra léti við svo búið standa, enda hefði hann jafnan staðið vörð um hagsmuni bænda, en hér væri blátt áfram verið að fjalla um laun þeirrar stéttar. Eyjólfur sagði hvern einasta sjálf- Kemur á óvart að hlaupið er frá af- greiðslu málsins — sagði Þorvaldur Garðar stæðismann standa að baki landbún- aðarráðherra í þessu máli, þótt öðru máli gegndi um þá stjórn sem Guð- mundur J. réttílega nefndi uppákomu. En því yrði seint trúað, að landbúnað- arráðherra sem væri mikill stuðnings- maður beinna greiðslna til bænda, myndi ekki sjá til þess að málið hlyti afgreiðslu. Sagði Eyjólfur að nú væri annað hljóð í strokki þingmanna Framsóknar en í fyrra, en þeir fáruðust út af „útgöngunni“ svo- nefndu, þar sem sjálfstæðismenn hefðu þó verið í sínum fulla rétti, en núverandi stjórnarliðar hefðu leikið sama leikinn nú. borvaldur Garðar Kristjánsson (S) tók því næst til máls og sagðist hann ekki gera sig ánægðan með það að fá að heyra það út undan sér hvað væri að gerast, deildin ætti rétt á því að fá meira en ávæning af því sem um væri að vera. Sagði hann deildarmenn eiga rétt á því að fá að vita hvers vegna nú ætti að fresta málinu, nú er þeir hefðu verið látnir vinna undir pressu í málinu til að það næði fram að ganga. Gunnar Thoroddsen gekk nú í salinn og tók hann næstur til máls til aö svara fyrirspurn Þorvalds Garðars. Forsætisráðherra sagðist vænta þess að þingmönnum öllum væri það ljóst hvað væri að gerast, ætlunin væri að þingið gerði hlé á störfum sínum að ósk ríkisstjórnarinnar! Hins vegar sagði hann að ætlunin hefði verið að koma lögunum um tekju- og eignaskatt og um lántöku Framleiðsluráðs í gegn fyrir þinghlé en það væri ekki unnt vegna þess að komið væri í ljós að verulegur ágrein- ingur væri um málið í deildinni. Tími væri því ekki nægur til að ljúka málinu. borvaldur Garðar Kristjánsson (S) tók aftur til máls og sagði sér vera vel ljóst að þinghlé stæði fyrir dyrum, og ekki hefði hann í sinni ræðu gefið tilefni til að menn þyrftu að halda, að sér kæmi það á óvart. Það sem kæmi á óvart væri hins vegar að hlaupið skyldi vera frá afgreiðslu þessa máls, en nú segði forsætisráðherra það vera vegna ágreinings Alþýðuflokksins. Fyrir lægi þó að svo væri ekki, Alþýðuflokkurinn ætlaði að greiða fyrir málinu og ekki hefði verið viðhaft málþóf af þeirra hálfu. Kjartan Jóhannsson (A) tók aftur til máls og sagðist vilja koma því á framfæri, að málefnaleg afstaða Al- þýðuflokksins í þessu máli hefði legið fyrir árum saman, en þeir ætluðu þó ekki að standa-gegn afgreiðslu þess nú. Varla væri sanngjarnt eða rétt- lætanlegt af stjórnarliðum að tala um málþóf þó hann hefði í fyrri ræðu sinni, er hann gerði grein fyrir minnihlutaáliti sínu, talað í tuttugu mínútur! Ragnar Arnalds (Abl.) fjármála- ráðherra tók því næst til máls og sagði bersýnilegt að ekki yrði málið afgreitt fyrir þinghlé, enda væri það bersýnilegt öllum þeim er til þekktu á Alþingi, að þegar einn flokkur setur sig fast á móti einhverju máli, að þá tæki það ailtaf einhvern tíma að afgreiða það. Enda þyrftu stór deilu- mál alltaf nokkurn tíma, þó ekki komi til málþóf. En aðalatriðið væri hins vegar að enginn vafi væri á því að málið færi í gegn innan tíðar, þar sem þrír flokkar væru nú sammála um efni þess. í sama stað kæmi hvort það yrði endanlega afgreitt fyrir eða eftir þinghlé. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) tók þá aftur til máls og sagði hann að þó tveir ráðherrar kæmu upp og segðu annað, þá vissi hver einasti þingmað- ur að það væri ágreiningur í stjórnar- flokkunum sem ylli því að ekki væri unnt að afgreiða málið. Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu báðir lýst því yfir að þeir vildu gera allt til þess að láta það ganga í gegn. — Fyrirstað- an væri því á öðrum stöðum, en stjórnarandstaðan væri reiðubúin til að vaka alla nóttina til að afgreiða málið. Kjartan Jóhannsson (A) kom aftur upp og sagðist enn vilja ítreka það að hann hefði óskað þess að málinu yrði hraðað. Er hér var komið sögu var umræðu frestað, þótt nokkrir þingmenn væru enn á dagskrá, en ástæða þess var sú að klukkan var orðin fimm, og boðaður hafði verið fundur í samein- uðuAlþingi. -AII

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.