Morgunblaðið - 24.02.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 24.02.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 37 í göngum Norræna hússins eru þessa dagana til sýnis nokkrar batíkmyndir eftir Hrefnu Magn- úsdóttur. Ekkert þekki ég til þessarar konu né námsferils henn- ar, en sum verka hennar verkuðu þannig á mig, að mér þykir rétt að geta sýningarinnar að nokkru. Myndirnar, sem eru 18 að tölu ásamt með púðum, lampaskerm- um og dúkum á borði, eru mjög misjafnar að gæðum. Formin í myndum Hrefnu geta verið æði Myndllst eftir BRÁGA ÁSGEIRSSON margþætt og ómarkviss, en svo koma til aðrar myndir, sem skýr form og einföld myndbygging ein- kenna og hófleg litameðferð. Það vill einmitt oft brenna við í sambandi við gerð slíkra mynda hérlendis, að litskrúðið og við- leitnin til skreytikenndar yfir- gnæfa sjálf hlutbundin aðalform- in í þá veru, að maður grillir rétt í þau sem í fjarska, eða þoku- kenndri móðu. Tæknin, sem í sjálfu sér getur verið tilviljunar- Veröiö er enn mjög hagstætt Kr: 3.946.000 meö ryövörn og út- varpi, miðað við geng- isskráningu 19. febr. Fyrirlestur um norræna goðafræði DR. SHAUN Hughes, prófessor í ensku við Purdue University í Indiana, Bandaríkjunum, flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands mánudaginn 25. febrúar 1980 kl. 17.15 í stofu 301 í Árnagarði. Fyrirlesturinn fjallar um nor- ræna goðafræði og nefnist: „Bald- ur og Loki“. Hann verður fluttur á íslensku. Öllum er heimill aðgang- ur. AUGLÝSINGASIMINN ER: 22480 kjíJ JWorounblabib Hrefna Magnúsdóttir við eitt verka sinna. Batiksýning Hrefnu Magnúsdóttur DAIHATSUUMBOÐIÐ Ármúla 23 sími 85870 — 39179 Vegna mikillar eftirspurnar hefur okkur tekizt aö útvega frá Hollandi nokkra bíla til viðbótar af DAIHATSU CHARMANT 1979, japanska gæöa- bílnum sem var metsölubíllinn á íslandi á sl. ári. Sendingin er væntanleg í lok febrúar Vinsamlegast staðfestið pantanir viö umboðið sem fyrst kennd, freistar mjög til slíkra vinnubragða og þau eru mjög vænleg, ef fela á vankunnáttu í teikningu og myndbyggingu. Þessi vankunnátta virðist að vísu einnig vera fyrir hendi í myndum Hrefnu Magnúsdóttur, en svo koma til önnur verk, sem hreint skera sig úr fyrir hrein og „malerísk" vinnubrögð, og vil ég hér einkum nefna myndirnar „Ullarþvottur" (1), „Fólk 1“ 2, „Steinhögg" 3 og „Ur þvottalaugunum" 4. Þessar myndir bera af um einföld og markviss vinnubrögð í myndbygg- ingu og lit, gerandinn virðist hér hafa full tök á viðfangsefnunum og ganga hiklaust og hreint til verks. Þessar myndir eru allar í meðalstærð, en svo koma til stærri og smærri myndir, þar sem Hrefna virðist missa tökin á meginmarkmiði hreinnar mynd- byggingar nema í myndinni „Mar- ardansinn" 10, sem mér þykir miklu best. Af framanskráðu þykir mér einsýnt að vettvangur Hrefnu Magnúsdóttur sé einkum á sviði einfaldra og tærra forma og ætti því öðru fremur að einbeita sér að gerð slíkra myndheilda. Bragi Ásgeirsson. BorÖstofuborÖ og stólar Borðiö er með massífum viðarkanti úr Stólarnir eru „klappstólar“ úr massífum Sérverslun með aski. Hægterað losa borðplötuna upp og aski með fléttuðum klofnum reyr í setu. nútíma húsmuni. snúa henni við, tveir litir eru á hverri Sérlega vandaðurogfallegaunninn viður. plötu. Stærð borðs 120 cm. í þvermál. Metsölubíllinn í fyrra: DAIHATSU CHARMANT 1979 FRÁ H0LLANDI B-52 fljúga yfir sovésk herskip WashinKton, 21. febrúar — AP. BANDARÍKJAMENN hafa sent B-52 þotur til að fylgjast með ferðum sovéskra herskipa á Indlandshafi. Að sögn heim- ilda í Washington, þá vilja Bandaríkjamenn leggja áherslu á veru sína á Indlandshafi með þessu flugi. Að sögn heimilda, þá flugu bandarískar B-52 þot- ur yfir sovéska flotadeild þann 21. janúar. Ekki er vitað frá hvaða stað þoturnar flugu en talið að það hafi verið frá Guam í Kyrrahafi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.