Morgunblaðið - 24.02.1980, Side 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980
VERf|LD
ÁLLTAF BATNAR
Hreindýrin
orðin sjúk
af áhyggjum
Það eru ekki aðeins menn, sem
verða illilega fyrir barðinu á
streitu hins daglega lífs, heldur
einnig málleysingjar. Komið hef-
ur á daginn, að um 80% af
hreindýrunum í Norður-Svíþjóð
þjást af magasári. Telja vísinda-
menn, að ástæðan sé sú, að dýrin
þoli illa álagið af nútímahjarð-
mennsku, en við hana eru notað-
ar þyrlur.
Claes Rehbinder dýralæknir
komst að raun um þessa miklu
tíðni sjúkdómsins, er hann rann-
sakaði nokkur hundruð skrokka
eftir hina árlegu hreindýraslátr-
un í Sama-héruðunum. Segir
hann, að nánari rannsókna sé
þörf áður en hægt sé að kveða
endanlega upp úr um sjúkdóms-
orsökina, en ljóst sé þó að hinar
nútímalegu aðferðir við hjarð-
mennsku séu ekki heppilegar
heilsufari dýranna. Þau eru rek-
in hundruð kílómetra um ógreið-
fær héruð, — og síðan eru þau
látin fara hring eftir hring þar
til komið er að ákvörðunarstað.
Rehbinder segir, að magasár
hreindýranna sé nákvæmlega
sama eðlis og í fólki. Hafa
niðurstöður hans valdið talsverð-
ur áhyggjum í héruðum Sama,
þar sem hreindýrarækt er mik-
ilsverður atvinnuvegur.
Lars Gunnar Thomasson, full-
trúi Sama í Mittádalen reynir af
fremsta megni að verjast kröft-
ugum mótmælum umhverfis-
verndarmanna í Svíþjóð. Hann
segir: „Enginn hreindýrabóndi
vill láta dýrin sín þjást af
streitu, bæði vegna þess að hon-
um er umhugað um þau og
honum er einnig mikið í mun, að
kjötið af þeim sé gott. Hann
segir, að smölun með þyrlu ætti
að vera betri fyrir dýrin, sé henni
vel stjórnað, en smölun með
snjósleðum og hundum.
Langt fram á þessa öld átti
nálega hver Sama-fjölskylda í
Svíþjóð dálitla hjörð hreindýra,
sem voru ailt að því tamin. Þau
voru bæði notuð til mjalta og
áburðar og fjölskyldurnar fóru
stað úr stað með dýrin. Nú á
tímum hefur eftirspurnin eftir
hreindýrakjöti farið ört vaxandi
og fyrir bragðið hafa hjarðirnar
stækkað óðum. Úr hreindýra-
skinnum eru unnin klæði og
skæði og úr hornum þeirra búin
til búsáhöld í stórum stíl til þess
að freista ferðamanna, sem koma
til að berja augum „leifarnar af
ósnortinni Evrópu", en það heiti
hafa ferðamálayfirvöld í Svíþjóð
fundið upp yfir Sama-héruðin í
norðurhluta landsins. En Sam-
arnir eru löngu hættir að nota
áhöld úr horni til eldamennsku,
og hafa þess í stað gripið til
málmpotta og plastskála.
—CHRIS MORGENSSON
FYRIRBÆRII
Böndin
berast
að Suður-
Afríku
Aðfaranótt 22. september árið
1979, á sama tíma og kjarneðlis-
fræðingar telja að atómsprengja
hafi sprungið suður af Góðrar-
vonarhöfða, var floti s-afrískra
herskipa á leynilegum æfingum á
sömu slóðum, að því er haft er
eftir bandarískum
leyniþjónustumönnum, CIA.
Þó að ekki sé vitað með fullri
vissu um staðarákvörðun flota-
Leynilegar æfingar,
og gárur
í jónosferunni.
æfinganna hafa bandarískir
leyniþjónustumenn engu að síður
borið það fyrir nokkrum þing-
nefndum í Washington, að þær
hafi farið fram á um það bil
sömu breiddar- og lengdargráðu
og sprengingin. „Þetta er ein
helsta sönnunin fyrir þessari
margumtöluðu sprengingu enn
sem komið er,“ sagði einn af
starfsmönnum þingsins í Wash-
ington nýlega, „og bendir til þess,
að hana megi rekja til flugskeyt-
is sem skotið hefur verið frá
einhverju s-afrísku herskip-
anna.“
CIA lét þinginu einnig í té
aðrar upplýsingar, t.d. þær, að
vísindamenn við heimsins
stærstu móttökustöð fyrir út-
varpsbylgjur, hefðu orðið varir
við gáru eða ölduhreyfingu í
jónosferunni yfir Puerto Rico
nokkrum stundum eftir að Vela-
gervihnötturinn greindi tvo ljós-
bjarma á suðurhveli jarðar í 4000
mílna fjarlægð.
„Menn voru ekki á eitt sáttir
um gáruna í jónosferunni," er
STREITA - Magasárið á sér nákvæmlega sömu orsakir og hjá
mannfólkinu!
DOMSMA
Pabbinn er
lögbrjótur
vegna ástar
sonarins!
Dómstólar í Frakklandi hafa
þjarmað svo að Germain Ravera,
að hann á orðið erfitt með að sjá
sér farborða og á frelsisskerð-
ingu í vændum. Hann hefur það
eitt til saka unnið, að eiga
óskipta ást sonar síns, sem
Pascal heitir og er 10 ára garnall.
Ravera býr í Pantin, sem er
útborg Parísar, og þar hitti
blaðamaður hann að máli fyrir
skömmu. — Þetta er orðin sann-
kölluð martröð, — sagði hann. —
Dómarar saka mig fyrir að
hvetja Pascal til þess að koma
heim til mín, enda þótt móðir
hans hafi haft forræði hans frá
því að hann var 5 ára. Um leið og
hann birtist sendi ég hann alltaf
strax í burtu, en refsingunum
linnir ekki.
Ravera stundar sjálfstæðan
atvinnurekstur í byggingariðn-
„Sannkölluð martröð'*
aðinum. Hann missti ökuskír-
teini sitt fyrir þremur árum, og
nýlega var vagninn, sem hann
notar við störf sín, gerður upp-
tækur vegna vangoldinna fjár-
sekta, er hann hafði verið dæmd-
ur til að greiða fyrir að hafa virt
að vettugi dómsniðurstöðu varð-
andi forræði barnsins, þegar
hann og kona hans fengu skilnað
að lögum. I síðasta mánuði
áfrýjaði hann þessari málsmeð-
ferð, en hafði það eitt upp úr
krafsinu, að dómurinn var
þyngdur upp í fjögurra mánaða
fangelsisvist.
— Ég er enn frjáls ferða
minna, — segir hann, því að
annað áfrýjunarmál er óútkljáð.
Ef ég aðhefst eitthvað, sem túlka
má á þá lund, að ég hafi ögrað
réttinum, get ég séð mína sæng
útbreidda. Þá geta þeir tekið
allar eigur mínar.
Dómsmálaráðuneytið í Frakk-
landi fór þess nýlega á leit við
dómstóla, að þeir beittu svo-
nefndri vararefsingu í forræð-
ismálum, einkum sviptingu öku-
réttinda og upptöku bifreiða.
Ravera er hræddur um, að rétt-
urinn muni einnig gera upptæk
verkfæri hans og jafnvel íbúð-
ina, takist honum ekki að koma í
veg fyrir að sonur hans haldi
uppteknum hætti.
I Frakklandi endar eitt hjóna-
band af þremur með skilnaði.
Eru dómarar mjög harðir í horn
að taka, ef þeir telja að niður-
stöður þeirra varðandi forræði
og umgengnisrétt vera virtar að
vettugi.
Tvö önnur dæmi sýna glögg-
lega þrákelkni franskra dómara,
er þeir telja að valdi þeirra sé
IRAN
Nánar sagt
frá níðings-
verkum
Nýjar upplýsingar og sannanir
um pyntingar á valdatíma írans-
keisara fyrrverandi ættu að geta
auðveldað fólki nokkuð að skilja
heiftina sem íranskur almenning-
ur og stjórnvöld þar í landi sýna
„vinum" gömlu stjórnarinnar.
Frásagnir af misþyrmingum og
pyntingum voru nýíega birtar í
ritinu „Skýrslur um íran“ en ritið
gefur út tímarit nokkurt í London,
Index on Censorship, sem hefur
helgað sig því verkefni að gefa út
skjöl og skýrslur um margvíslegt
misrétti af hálfu stjórnvalda víða
um heim og sem viðkomandi
yfirvöld leggja allt kapp á að ekki
verði lýðum ljóst.
Meðal þess þýðingarmesta, sem
nefndin, sem skal rannsaka feril
keisarans, fær til umfjöllunar, er
frásögn bresks vopnasölumanns,
Richards Savins að nafni, sem
kom til Ítalíu í nóvember árið 1978
eftir að hafa verið í hálft þriðja ár
í Vakil Abad-fangelsinu í Mashad.
Samkvæmt frásögn Savins var
einangrunarklefinn í fangelsinu
aðeins 36 þumlungar á hvorn veg
svo að fangar, sem þar voru
hafðir, urðu að sitja á hækjum
sínum með bakið upp að veggnum.
Savin segir, að á tímabili hafi
70—80 pólitískir fangar bæst
daglega í hóp þeirra sem fyrir
voru í fangelsinu. „Allir voru þeir
reifaðir eftir barsmíðarnar," segir
hann. „Þeir sem höfðu verið hand-
teknir vegna stjórnmálaafskipta
voru lamdir strax við komuna til
fangelsisins hvort sem réttarhöld
höfðu farið fram yfir þeim eður
ei.“
í fangelsinu var allt falt, þar á
meðal ungir fangar á aldrinum
6—15 ára. Foringjarnir notuðu þá
að vild og seldu þá auk þess
föngunum.
í „Skýrslunni", sem „Nefnd til
varnar pólitískum föngum í íran“
gaf upphaflega út, eru nafngreind-
ir margir menn, sem sætt hafa
pyntingum, og menn sem ekkert
hefur spurst til eftir að þeir lentu
í höndum leynilögreglunnar, Sav-
ak.
Meðal þeirra pyntingaraðferða
UPPGJÖRIÐ — Hoveida (fremstur),
síðasti forsætisráðherra keisarans,
fyrir byltingarrétti 1 Qasr-fangelsi í
Teheran. Hann var dæmdur til dauða
og skotinn.
sem algengastar voru má nefna,
að fangar voru lamdir með köpl-
um, lamið var á iljar þeim og
drepið í logandi sígarettum á
ýmsum hlutum líkamans. Sumum
föngum var varnað svefns lang-
tímum saman og þeir jafnframt
neyddir til að standa uppréttir,
aðrir voru stungnir brenninetlum
á ýmsum viðkvæmum stöðum og
að síðustu má nefna langvarandi
einangrun.
Foreldrar unglings, sem Savak
hneppti í fangelsi á sínum tíma,
hafa skýrt fulltrúum Amnesty
International frá því, að þegar
þeim hafi loks verið leyft að vitja
sonar síns í fangelsinu hefði hann
staulast á móti þeim með mestu
erfiðismunum og engu verið líkara
en hann „gengi á glóðum". Hann
hafði verið laminn svo rækilega á
iljarnar, að þar var ekki hold-