Morgunblaðið - 24.02.1980, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980
39
Til þess aö lenda ekki í klípu
frammi fyrir fulltrúum Rauða
krossins, þá drápu þeir
hann... (SJ*. jran)
haft eftir öðrum starfsmanni
þingsins, „en stefna hennar og
hraði bentu til, að kjarnorku-
sprenging nálægt Suður-Afríku
hefði getað valdið henni. Ef svo
er ekki, er hér um afar undarlegt
fyrirbæri að ræða.“
Flest bendir sem sagt til, að hér
hafi verið um að ræða kjarnorku-
sprengingu af mannavöldum og
auk þess sem leyniþjónustumenn
nefndu til flotaæfingarnar og
gáruna í jónosferunni þessu til
sönnunar, bentu þeir á, að ekki
hefði aðeins eitt mælitæki í
gervitunglinu heldur tvö greint
ljósbjarmana tvöfalda, sem er
svo einkennandi fyrir atóm-
sprengingu.
Starfsmenn CIA segja, að ef
um kjarnorkusprengingu hafi
verið að ræða þá gruni þeir
S-Afríkumenn um að hafa verið
þar að verki. Einnig nefna þeir
til ísraelsmenn sem líklegan
sökudólg en útiloka með öllu
Pakistani og Indverja. í Pretoríu
hefur talsmaður hersins neitað
að tjá sig um málið.
—THOMAS O'TOOLE
ögrað. Nokkur þúsund manns
efndu nýlega til mótmælaað-
gerða í Suður-Frakklandi. Þátt-
takendur voru m.a. fyrrum for-
ingi í franska flotanum, verka-
lýðsfélög, leiðtogar kirkjunnar
o.fl., og komu þeir m.a. fyrir
vegatálmunum og tóku á sitt
vald opinberar byggingar. Taldi
mannfjöldinn nauðsynlegt að
grípa til þessara róttæku ráð-
stafana til þess að mæla gegn
endurtekinni kröfu dómstóls um
að 7 ára gömul telpa flyttist frá
móður sinni til föður síns, sem
hvað eftir annað hafði áreitt
barnið. Síðara dæmið er jafnvel
enn furðulegra. Snemma í
febrúar dæmdi dómstóll lækni
og eiginkonu hans í Norður-
Frakklandi í háa fjársekt fyrir
að hafa sniðgengið dómsúrskurð
á þá lund, að ung börn þeirra
skyldu dveljast hjá afa sínum og
ömmu 66 daga á ári hverju.
Hafði missætti komið upp í
fjölskyldunni, og foreldrarnir
hætt að senda börnin til afa
þeirra og ömmu í fríum, eins og
áður hafði tíðkazt. Gömlu hjón-
unum líkaði þetta stórilla og
báðu dómstólana að skerast í
leikinn með fyrrgreindum afleið-
ingum.
—PAUL WEBSTER
tægja eftir. Hann gekk á beinun-
um berum.
Þetta var árið 1978, löngu eftir
að öllum pyntingum átti að hafa
verið hætt, að sögn keisarans.
„Þó að þeir gerðu þrisvar aðgerð
á fótunum gátu þeir ekki bjargað
þeim og til þess að lenda ekki í
klípu frammi fyrir fulltrúum
Rauða krossins þá drápu þeir
hann,“ sögðu foreldrar drengsins.
í formála fyrir „Skýrslum um
íran“ segir Edward Mortimer um
þær upplýsingar sem þar er að
finna: „Þær minna okkur á það, að
þetta var stjórn sem á 30 ára
valdaferli sínum hneppti hundruð
þúsunda manna í fangelsi og ber
ábyrgð á því, að ótaldar þúsundir
voru ýmist dæmdar til dauða,
myrtar eða létust af völdum pynt-
inga.“
- IAN MATHER
RITSKOÐUN
Meira að
segja hann
Snati fellur
ekki íkramið
Áhugasamir útgefendur ólöglegra
rita, klámrita eða vinstri sinnaðra
bókmennta, eiga sér sitt fyrirheitna
land sem heitir Ródesía. Þar er
nefnilega svo margt bannað.
Marx er bannaður, bæði Karl
Marx og Groucho Marx, og jafnvel
hann Snati í Smáfólkinu hans Char-
les Schulz er á listanum yfir for-
boðnu ávextina.
Listinn sá arna gefur nokkra
innsýn í samfélag hvíta minnihlut-
ans í Ródesíu sem er, þrátt fyrir að
hjónaskilnaðir séu þar tíðari en
annars staðar gerist, eitt hið ein-
angraðasta og umburðarlausasta
sem um getur.
Ýmsar heiðarlegar og vel ritaðar
bækur um kynlíf eru stranglega
bannaðar í landinu ásamt t.d. bókum
um stjórnmál í Suður-Afríku; svart-
an jazz; skoðanir Þjóðverja á síðari
heimsstyrjöldinni og næstum allt
um kommúnisma, sem gefur dálitla
skýringu á átakanlegri fáfræði
hvítra Ródesíumanna í þeim efnum.
Bannlistinn fyrrnefndi styðst við
svokölluð neyðarástandslög og þó að
margt sé þar furðulegt tekur fátt
þessu fram:
„Bönnuð eru kóresk frímerki, útg.
1975 (nr. 2, 3, 4 og 6), og allar síðari
útgáfur. Einnig öllrit, sem Samband
frímerkjasafnara í Pyongyang í Al-
þýðulýðveldinu Kóreu hefur gefið
út.“
í öðrum kafla í fyrrgreindum
lögum, undir fyrirsögninni „Ýmis-
legt“, segir: „Bannaðar eru klám-
fengnar teiknimyndir með orðunum:
„Mér datt ekki í hug að þetta gengi“,
sem sýna hundinn Snata og fuglinn
Bíbí, sem báðir koma fyrir í Smá-
fólkinu, teiknimyndasögu Charles M.
Schulz."
Heiti annarra bóka, sem bannaðar
eru, gera þó öllu minni kröfur til
ímyndunaraflsins eins og t.d. „Játn-
ingar einkaspæjarans" og „Þættir úr
lífi þúsundþjalasmiðs". Bókin
„Makaskipti", sem fjallar um vin-
sælt tómstundagaman hvítra Ród-
esíumanna, er að sjálfsögðu bönnuð.
Breski landstjórinn, Soames lá-
varður, á nú að heita hæstráðandi í
Ródesíu en þrátt fyrir það hefur
hvergi verið slakað á ritskoðuninni
enda stendur kosningabaráttan nú
sem hæst og ritskoðararnir allir
önnum kafnir við að banna fólki að
ganga í skyrtubolum með áletruðum
nöfnum þeirra manna eða flokka,
sem það styður. Mörg rit skæruliða-
foringjanna tveggja, Roberts Mug-
abes og Joshua Nkomos, eru enn á
svarta listanum og það virðist sem
það ætli að ganga erfiðlega að koma
þeim þaðan.
- DAVID MARTIN
ÞJOÐHATIÐ
Nýbyggjarn-
ir námu land
í f jötrum
Um 15.000 milna veg til fangavist-
ar hinum megin á hnettinum.
Árið 1988 verður þess minnzt, að
tvær aldir eru liðnar frá því að
Bretar námu land í Ástralíu. Vonast
ráðamenn í Ástralíu til þess að
hátíðahöldin stuðli að frekari ein-
drægni þeirra 130 þjóða og þjóðar-
brota, sem álfuna byggja, en nokkuð
virðist skorta á, að hinar 14 milljón-
ir Ástralíumanna líti á sig sem eina
þjóð.
Við þessi hátíðahöld verður að
vonum slegið á ýmsa strengi og drög
hafa verið lögð að mörgum atriðum.
Uppi eru stórkostleg áform um að
minnast fyrstu landnemanna, sem
lögðu upp í 15.000 mílna siglingu frá
Bretlandi til Ástralíu. Voru þeir
1.487 talsins, bæði karlar og konur,
og hafði ekki slíkur mannfjöldi í
annan tíma lagt upp í svo langa og
áhættusama búferlaflutninga, en
vegalengdin frá Bretlandi til Ástr-
alíu er 15.000 mílur. Þessa mikla
afreks verður minnzt með því að
endurtaka siglinguna löngu á þjóð-
hátíðarárinu.. Frumkvöðull hug-
myndarinnar er dr. Jonathan King,
en hann er afkomandi brezks sjóliðs-
foringja, sem tók þátt í fyrstu
ferðinni. Hann vonast eftir fjár-
stuðningi, svo að hann geti látið
smíða a.m.k. tvær eftirlíkingar af
skipum, er önnuðust fólksflutn-
ingana til Ástralíu fyrir tveimur
öldum, en teikningar af þeim eru enn
til á brezka sjóminjasafninu. Ef allt
fer að óskum gerir King ráð fyrir
því, að skip hans komi til hafnar í
Sidney á þjóðhátíðadaginn 26. jan-
úar 1988.
Fyrstu Ástralíufararnir áttu samt
lítið skylt við þær frjálsbornu hetj-
ur, sem námu lönd annars staðar í
leit að auknu frelsi og olnbogarými.
Farþegarnir í skipunum 11, sem
sigldu frá Portsmouth voru lang-
flestir vesælir smáglæpamenn og
vændiskonur í hlekkjum. Með því að
flytja þá á brott til fjarlægrar
heimsálfu losuðu Bretar sig við
frekari áhyggjur af þeim, og í
kjölfar þeirra voru sendir fjölmargir
aðrir skipsfarmar af föngum til þess
að létta á fangelsum í Bretlandi, sem
gátu engan veginn tekið við öllum
þeim sakamönnum, sem þeim bar.
Flutningar sakamanna frá Bretlandi
til Ástralíu stóðu yfir í rúma hálfa
öld.
Ástralíumenn blygðast sín hreint
ekki neitt fyrir upprunann. Dr.
David Armstrong, sem er í hópi
þeirra er skipuleggja þjóðhátíða-
höldin segir að vísu: — Sumir
Ástralíumenn telja þetta blett á
sögu landsins, en við erum mjög
stoltir af því, hversu vel okkur hefur
miðað í rétta átt.
- GRAHAMLEES
Síðasta sýningarhelgi
Málverkasýning Ronalds Símonarsonar
Ásmundarsal við Skólavöröuholt
SÍGILD VERK
Vegna metaðsóknar veröur sýningin opin
frá kl. 10 að morgni til kl. 10 aö kvöldi.
Það hreinsar, verndar og f ægir í sömu yfirferð f lesta þá
hluti sem tilheyra hús- og heimilishaldi.
Svo sem: Stál, tin, messing, aluminium, silfur, gull.
Einnig bakaraofna, eldavélar, potta, katla, straujárn,
vaska, haðker, gluggarúður og spegla.
Setjið Starglanz í votan klút og nuddið bletti og óhreinindi
af. Þurrkið síðan og þá sjáið þið muninn.
Heildsölubirgðir
0.JOHNSON & KAABER HF.
Kalmar
t.liill
tiiirrd hitiAili
* TÁIB H6INSEND/IN MKIINÍ
Klæðaskápar
Nú fyrirliggjandi.
Hæö 210 cm. Dýpt 60 cm.
Breiddir 40 — 50 — 60 og 80 cm.
kajmar
innréttingar hf.
SKEIFAN 8. REYKJAVÍK SÍMI 82645