Morgunblaðið - 24.02.1980, Side 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980
FLUG-
HRÆÐSLA
Giinther vill að fólk sé eins og
heima hjá sér. Hann vill að menn
noti aðeins fornöfn, og á öðrum
degi þúast orðið flestir, enda þótt
þeir séu löngu komnir af skóla-
aldri. Við lítum á okkur sem
útverði, sem hamla á móti óþæg-
indum og röskun, sem þotuöldin
veldur. Ef mér dytti í hug að
kaupa mér sementsverksmiðju, þá
hefur Eric lofað að útvega mér
hana með kostakjörum. Herbert
og Hilde rabba saman í hléinu um
hinar ýmsu hliðar lánastarfsem-
innar. Við sitjum í hálfhring í
einu horninu í stórum samkomu-
sal, og menn gætu haldið af
yfirbragði okkar að við værum
saman komin til þess að gera með
okkur eitthvert spaugilegt sam-
særi.
Að minnsta kosti ræður stirð-
busaháttur ekki ríkjum á þessu
námskeiði. En Gúnther getur að-
eins lítillega sinnt hverjum ein-
stökum. Til þess er tíminn of
naumur. Við byrjum á öndunaræf-
ingum og reynum að slaka á
vöðvunum smátt og smátt. Síðan
kynnum við okkur 6 heilræði, sem
eiga að hjálpa þegar mikið liggur
við. Fyrst slökun, síðan að ala á
kjarki, leiða hugann að öðrum
efnum, meta aðstöðuna á réttan
hátt og lýsa tilfinningum sínum.
Auk þess er ráðlagt að fara í
eins konar samband af glímu og
sjómanni til þess að minnka
sálræna og líkamlega spennu.
Þessu framfylgdum við út í yztu
æsar, en annað mál er það, hvort
slíkt væri mögulegt, þegar til
kastanna kæmi. Eða hvernig
brygðust farþegar við slíku fram-
ferði? Ef til vill sýndu þeir ekki
ýkjamikinn skilning.
Þegar um er að ræða að leggja
rétt mat á aðstöðu hverju sinni,
leiðir Gunther okkur inn í marga
flugtæknilega leyndardóma. Til
dæmis fræðir hann okkur um að
hægt sé að fljúga með einum
hreyfli og að dauðinn sé ekki vís
þótt vélin bili. En hugmyndaflug
okkar getur sífellt af sér nýjar og
margslungnar ástæður fyrir ein-
hverjum hörmungum, svo Gúnth-
er verður að síðustu að láta í
Boeing 727 fellur log-
andi til jardar viö San
Diego í september 1978.
Model 1980
STJÓRNU
Stjórnun I
Stjórnunarfélag íslands heldur nám-
skeiö um Stjórnun I í fyrirlestrarsal
félagsins aö Síöumúla 23, 3. — 4.
mars kl. 13.30 — 19 báöa dagana.
Fjallað veröur um hvaö atjórnun er og
hlutverk hennar, um stjórnarsviðið og
setningu markmiöa og stjórnun og skipu-
lag fyrirtækja.
ÐSLAN
Leiöbeinendur:
Hans Kristján Arnason
rekstrarhagfræöingur
Námskeiðið gefur innsýn í stjórnunar-
vandamálin. Því er einkum ætlaö aö auka
möguleika þátttakenda á aö líta á viö-
fangsefnin á einstökum sviðum, t.d.
fjármálsviði, sölusviði og framleiöslu-
sviöi.
Námskeiöiö hentar vel þeim sem vilja
kynnast nútíma stjórnunarháttum og
stjórnskipulagningu fyrirtækja.
Nánari upplýsingar og skráning þátt-
takenda á skrifstofu Stjórnunarfólagsins,
sími 82930.
rekstrarhagfræóingur.
STJORNUNARFELAG
ÍSIANDS
Síöumúla 23
Sfmí 82930