Morgunblaðið - 24.02.1980, Síða 21

Morgunblaðið - 24.02.1980, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 53 söngvari, söng lag hans „American Girl“ sem var eins og samið fyrir Byrds, en Petty hefur mikiö veriö líkt viö Byrds, og til dæmis eitt dæmigert lag Byrds á þessari plötu „Here Comes My Girl“. Petty hefur þar að auki yfir aö búa ágætum rokk- arahæfileikum í stíl Bruce Springsteen, þó ekki jafn áhrifamikið, en samt. Þaö er nokkuö líf í plöt- unni, en tónlistin minnir nokkuö á fyrri ár og plötur sem gefnar voru út seinni hluta sjötta áratugsins. „FREEDOM AT POINT ZERO“ Jefferson Starship (Grunt) „Freedom At Point Zero“ kemur eftir langt hlé og miklar mannabreytingar. Grace Slick og Marty Balin sem hafa veriö aðalsöngv- ararnir á undanförnum plöt- um eru hætt auk Johnny Barbata trommuleikara. í staðinn er hljómsveitin nú skipuð Paul Kantner, gítar og söngur, David Frei- berg, bassi, hljómborð og söngur, Pete Sears, bassi, hljómborö, gítar og söngur, Craig Chaquico, gítar, en þessir fjórir voru allir í Jefferson Starship á síöustu plötu, auk þeirra eru á „Freedom At Point Zero“ þeir Aynsley Dunbar, trommuleikari, sem hefur getið sér gott orö meö John Mayall, Frank Zappa, David Bowie og Journey, og Mick- ey Thomas, söngvari, sem áöur söng meö Elvin Bish- op. Tónlistin er í nokkru í beinu framhaldi af fyrri verkum en mun veikbyggð- ari en búast hefði mátt viö og minna á Uriah Heep, meö lélegum textum og miklu hljómborðsástandi. En Thomas er sterkur söngvari sem viröist ráöa viö ágætt tónsviö, þó aö lögin séu ennþá í sama stílnum aö mestu, en breyt- inga er helst aö finna í fleiri rokklögum á borö viö Jane og Rock Music. „Freedom at Point Zero“ uppfyllir ekki vonir þær sem maður bindur viö Jefferson Starship, kannski vantar melódíurnar og textana hennar Grace Slick. — HIA Algens sjón á hljómleikunum, Valgarður, söngvari Fræbbblanna sitjandi á gólfinu, syngjandi af mikilli mniitun. Rislitlir hljómleik- ar en skemmtilegir Heldur voru þeir rislitlir Kampútseu-tónleikarnir, sem haldnir voru í Austurbæjarbiói síðastliðinn laugardag. Að visu mátti hafa gaman af þeim, en ekki þó vegna tónlistarinnar, sem leikin var, heldur sakir látbragðs og sviðsframkomu hljóðfæraleikaranna. Fullt hús var ekki, og er það illt, þvi að tónleikarnir voru jú góðgerðarhljómleikar, sem Hjáiparstofnun kirkjunnar stóð fyrir og allur ágóði af þeim, 1,4 milljónir rennur óskert til Kampútseusöfnunarinnar. Kampútseu-hljómleikar eru ekkert sérislenzkt fyrirbrigði. þeir hafa verið haldnir víða um lönd og yfirleitt hafa þar komið fram færustu hljóðfæraleikarar hvers lands. Einhverra hluta vegna var svo ekki hér, þótt ekki mega gleyma því að nokkrir Þursanna tróðu upp. En það var ekki „alþýðutónlistarlandslið" íslands, sem skemmti á laugardaginn, langt þar i frá. Snillingarnir komu fyrstir fram og léku þeir nokkur laga sinna. Hljómsveitin er frekar ung, var stofnuð fyrr í haust. Um Snill- ingana var sagt fyrst í stað að hér væru um hreinræktaða ræfla- rokkshljómsveit að ræða, enda þótt meðlimir hennar reyndu hvað þeir gætu til að kveða þann róg niður. Öllu nær væri að kenna Snillingana við ensku nýbylgju- stefnuna og skal það gert hér. Óhætt er að segja að þeir standi ekki undir nafni, hér eru engir snillingar á ferð, en það er gaman að þeim, á vissan hátt. Það er ekki ofsögum sagt, að bassaleikari hljómsveitarinnar, Steinþór Stefánsson, hafi vakið þeirra mesta athygli. Ekki fyrir hæfileika sína sem bassaleikari, heldur fyrir líflega sviðsfram- komu. Fettur hans og brettur féllu vel í kramið hjá aðdáendum hljómsveitarinnar, sem voru margir og höfðu hátt. Milli þess, sem hann otaði bassanum að áhorfendum og setti sig í stell- ingar, sem aðrir þekktir bassa- leikarar, eru oft ljósmyndaðir í, kallaðist hann á við hávaðasegg- ina úti í sal og bauð þeim óhikað byrginn. Svo sannarlega var Steinþór óárennilegur, þar sem hann stóð þarna á sviðinu, nakinn fyrir ofan mitti, í slitnum galla- buxum og með dökk sólgleraugu. Okkur úti í sal fannst lýsingin í það minnsta, en Steinþór hefur ekki ætlað að brenna sig á því að fá ofbirtu í augun. Að öðru leyti er lítið um Snillingana að segja, það háir þeim nokkuð að hafa ekki hljómborðsleikara í hljómsveit- inni, þótt saxafóninn bæti það að nokkru leyti upp. Lakast var þó hvað söngur Árna Daniels Júlíus- sonar skilaði sér illa. Að loknum leik sínum var hljómsveitinni fagnað vel og lengi, en ekki spilaði hún þó aukalag. Úr Kópavoginum kom bezta ræflarokkarahljómsveit landsins, Fræbbblarnir með Spak spýju- gjafa fremstan í flokki. Er ekki að orðlengja það að hljómsveitin tók þegar í stað til við að kyrja söng sinn, áhorfendum til mismikillar ánægju. En straumurinn framí anddyrið var aldrei stríðari en einmitt þá. Stemmningin meðal ræflarokkarana náði nú hámarki, þeir fögnuðu hverju lagi Fræbbbl- anna með öskrum og klöppum, og inn á milli sendu áðdáendur Snill- inganna hljómsveitinni tóninn. Óhljóð, líkast því þegar kastað er upp, mátti heyra meðal trygglynd- ustu aðdáendanna, og einhverjir voru að gera því skóna, að sumir hefðu ekkert verið að halda aftur af sér. Víða erlendis er þetta talið bera vott um hrifningu en hvort sú tízka hefur náð fótfestu hér, skal ósagt látið. Fræbbblarnir voru ekki í essinu sínu, þeir léku illa og eins og venjulega heyrðist vart texti lag- anna. Sagt hefur verið að texta ræflarokkslaga eigi ekki að vera hægt að heyra, utan eitt og eitt orð á stangli, sem gefi þá nokkra vísbendingu um innihald textans. En mikill er munur á að heyra orð af og til, og ekki neitt. Þeim í Fræbbblunum verður víst seint hrósað fyrir góðan hljóðfæraleik, en víst var gaman að þeim á laugardaginn, einkanlega þegar Valgarður söngvari lá marflatur á gólfinu og söng, en hinir stóðu grafalvarlegir í kringum hann og léku þrumandi rokktónlist. Söngflokkurinn Kjarabót kom síðan fram eftir hlé, og var tekið misjafnlega. Ræflarokkarar meðal áhorfenda voru ekki yfir sig hrifn- ir af sönghópnum og voru þeirri stundu fegnastir er flokkurinn lauk hlutverki sínu. Baráttusöngv- ar Kjarabótar eru kannski ágætir út af fyrir sig, en það er tvennt ólíkt að koma fram á vinnustað og syngja um daglegt líf verkafólks og að syngja á hljómleikum. Síðast kom fram stjörnuhljóm- sveitin, sem skipuðu nokkrir Þurs- ar, auk annarra. Dagskrá þeirra var aðallega byggð á ljóðum eftir Ara Jósefsson, sem þeir spiluðu í kringum. Áður en það gerðist komu þó fram nokkrir leikarar Alþýðuleikhússins og fluttu pistil um Kampútseu. Allur leikur stirn- anna var góður, eins og við var að búast, en þó var eins og einhvern neista vantaði. En þessi hljóm- sveit bar af hinum, eins og gull af eir. Kampútseu-hljómleikunum var þar með lokið. Samkvæmt venju voru skiptar skoðanir um ágæti þeirra, en það hlýtur þó að teljast einkennilegt að stilla upp fjórum óiíkum hljómsveitum í von um að halda heilsteypta hljómleika. Hinu er ekki að leyna að gaman var að heyra í þeim og væri betur ef hljómleikar á borð við þessa væru haldnir oftar. En er það ekki einkennilegt að allir rokkhljóm- leikar skuli vera haldnir í ágóða- skyni? —SA Steinþór, bassaleikari Snillinganna, var án efa þeirra líflegastur á sviði, en hér sést hann syngja með Árna Daníel. LjÚKmynd Mbl. Kristinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.