Morgunblaðið - 24.02.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980
55
félk í
fréttum
Þessir krakkar haía verið síðustu viku í starfskynn-
ingu á Morgunblaðinu. Þrjú þeirra hafa kynnt sér
biaðamennsku en Magnús Snorri Halldórsson, t.h.,
ljósmyndun. Þeir Magnús og Fjölnir Geir Bragason
eru úr Hlíðaskóla. Stelpurnar, sem báðar eru úr
Gagnfræðaskóla Mosfellssveitar, heita Alvilda
Gunnhildur Magnúsdóttir, t.v., og Guðrún Sigurðar-
dóttir.
Látum þetta
að kenningu
Galdrakarlinn og
skemmtikrafturinn Bald-
ur Brjánsson og Júlíus
bróðir hans hafa samið
og flutt nýja skemmti-
dagskrá sem þeir hafa
flutt á tveimur skemmt-
unum í Reykjavík. Við
ræddum í þessu tilefni
við Baldur og spurðum
hann, hvers konar
dagskrá þetta væri og
- ákveðnir
í að gera
miklu betur
hvort þeir bræður hygð-
ust halda áfram að koma
fram saman.
Baldur var ekki mjög
Nýr
yfirmaður
Hjálpræðis-
hersins
DANÍEL Óskarsson. kap-
teinn í Hjálpræðishernum.
tekur við sem yfirmaður
Hjálpræðishersins á tslandi
og i Færeyjum um n.k. mán-
aðamót. Guðmund Lund sem
gegnt hefur þessu starfi i
tæp tvö ár tekur við sem
yfirmaður í Norður-Noregi.
Daníel, sem er rúmlega
þrítugur að aldri, hefur áður
starfað fyrir Hjálpræðisher-
inn á Islandi sem gistihús-
stjóri og flokksforingi á Isa-
firði og flokksforingi í
Reykjavík. Hann er sonur
Óskars Jónssonar sem var
deildarstjóri á Islandi á und-
an Gudmund Lund en er nú
yfirmaður Hjálpræðishersins
í Upplöndum í Noregi. Kona
Daníels er Anne Gurine Ósk-
arsson og eiga þau tvær
dætur. Þau koma hingað til
lands frá Flekkefjord í Noregi
þar sem þau hafa starfað sem
flokksforingjar. Sunnudaginn
2. mars n.k. verður fagnaðar-
samkoma fyrir Daníel og fjöl-
skyldu í Hjálpræðishernum í
Reykjavík.
Daníel Óskarsson
og Anne Gurine.
okkur
verða
hress með frammistöðu
þeirra bræðra og sagði:
„Þetta er alveg agalegt, ég
hef sjaldan fengið annan
eins skell. Við vorum
mjög vel undirbúnir, bún-
ir að þaulæfa prógrammið
en við náðum engum tök-
um á áhorfendum. Þetta
var sæmilegt í fyrsta
skiptið en í seinni tvö
algjörlega mislukkað.
Þátturinn var sambland
af göldrum og gríni, en
svona gjörsamlega mis-
lukkaður.
Við erum nú samt ekki
af baki dottnir og erum
ákveðnir í að láta þetta
okkur að kenningu verða
— og gera miklu betur.
Hvað annað?“
Myndin hér til hliðar er
tekin af þeim bræðrum
rétt áður en þeir komu
fram í fyrsta sinn með
prógrammið. Ljósm. Mbl.
Sigurjón Grétarsson.
Geir Hallgrímsson. Albert Guðmundsson og Ellert B. Schram
eða...? Eins og allir sjá er þetta ekki í alvöru heldur er hér á
ferðinni Jörundur Guðmundsson og bræðurnir Halli og Laddi í
höfuðpaurar Þórskabarettsins.
Halli, Laddi og Jör-
undur í kabarett
VEITINGAHÚSIÐ Þórs-
café hefur í kvöld sýn-
ingar á kabarett sem hef-
ur fengið nafnið „Þórs-
kabarett“. Bræðurnir
Halli og Laddi hafa samið
og útfært kabarettinn
ásamt eftirhermunni Jör-
undi Guðmundssyni. Sjálf-
ir leika þeir stórt hlutverk
í sýningunni en auk þeirra
sýnir sjónhverfingamaður-
inn Johannay Hay, Stór-
band Svansins leikur og
íslenski dansflokkurinn
sýnir hluta úr danssýning-
unni „Coktair.
Eins og áður segir eru
Halli, Laddi og Jörundur
aðaluppistaðan í kaba-
rettnum og að sögn Ladda
munu þeir verða með ým-
islegt á boðstólum svo sem
söng, dans, grín og gaman.
„Þetta verður svolítið
öðru vísi en við erum með
venjulega, það er minna um
eftirhermur en meira um
annað gaman,“ sagði Laddi.
Ekki vissi Laddi hvort
þetta samstarf þeirra þre-
menninganna væri upphaf-
ið að öðru meira.
„Þetta verður svona alla
vega núna í bili hvað sem
verður. Það er alltaf gaman
að fást við eitthvað nýtt,“
sagði Laddi að lokum.
Ljósm. Mbl. Kristján.
Þau eru bæði þekkt, hvort á sínu sviði. Við látum
lesendum eftir að geta sér til um hver þau eru, en
myndin er tekin í íþróttahöllinni á hátíð, sem þar var
haldin.