Morgunblaðið - 24.02.1980, Síða 27

Morgunblaðið - 24.02.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 59 FILMS ILLUSTRATED velur 10 bestu myndir ársins 1979 KSIIIIIII & J 'Sá, 13 ££ ' • Á síðustu Kvikmyndasíðu gat ég lítillega helstu verð- launahafa breska tímaritsins FILMS AND FILMING. Ég læt þar ekki alveg staðar numið, því hér birtist val gagnrýnanda annars, vel þekkts bresks kvikmynda- tímarits — FILMS ILLUSTRATED, á 10 bestu myndum síðasta árs. 1. MANHATTAN, Woody Allen 2. NEWSFRONT, Philip Noyce 3. THE CHINA SYN- DROME, James Brigdes 4. THE BUDDY HOLY STORY, Steve Rash 5. CAPRICORN ONE, Peter Hyams 6. AUTUMN SONATA, Ing- mar Bergman 7. THE DEER HUNTER, Michael Cimino 8.-9. THE NORMA RAE, Martin Ritt 8.-9. THE TREE OF WOODEN CLOGS, Ermanno Olmi 10. YANKS, John Schlesing- er Þá velja og lesendur blaðs- ins 10 bestu myndir ársins og þar er röðin ekki sú sama. 1. THE DEER HUNTER 2. THE CHINA SYN- DROME 3. YANKS 4. MANHATTAN 5. ALIEN, Ridley Scott 6. CAPRICORN ONE 7. SUPERMAN - THE MOVIE Richard Donner 8. HALLOWEEN, John Carpenter 9. THE WARRIORS, Walt- er Hill 10. DAYS OF HEAVEN, Terrence Malick. A NÆSTUNNI Nýja bíó: Ást við fyrsta bit Nokkuð smellin hugmynd, en það fátæklega útfærð að hún nýtur sín sjaldnast (ef undan er skilið diskó-atriðið og örfá önnur). Frábær rnynd fyrir þá sem gaman hafa af fimmaurabröndurum. Tónabíó: Dog Soldiers All-spennandi þriller um eiturlyfjasmygl nýgræðinga og þær ófyrirsjáanlegu afleið- ingar sem slíkur háskaleikur hlýtur að hafa í för með sér. Þegar höfundar taka sig alvarlega (sem er nokkuð oft), fer boðskapurinn aðallega fyrir ofan garð og neðan. Nolte er sannfærandi og kraftmikill eins og hans er von og vísa í aðalhlutverkinu; Weld reynir sitt besta í ólán- legu hlutverki, sem er í tæp- ast nógu góðu sambandi við söguna. Tæknilega frekar slælega gerð, einkum klipping og myndataka, en útkoman er spennandi afþreying. 3. GREASE. 4. THE EXORCIST. 5. GODFATHER. 6. SUPERMAN. 7. SOUND OF MUSIC. 8. STING. 9. CLOSE ENCOUNTERS OF THE THIRD KIND. 10 GONE WITH THE WIND. 11. SATURDAY NIGHT FEVER. 12. NATIONAL LAMPOONS ANIMAL HOUSE. 13. SMOKEY AND THE BANDIT. 14 . ONE FLEW OVER THE CUCKOO’S NEST. 15. AMERICAN GRAFFITI. 8. CALIFORNIA SUIT, Her- bert Ross. 9. THE DEER HUNTER, Michael Cimino. 10. THE MAIN EVENT, Howard Zieff. í fyrsta tölublaði VAR- IETY, ár hvert, birtist einnig endurskoðaður listi yfir vin- sælustu myndir allra tíma, byggður á aðsóknartölum blaðsins, fengnum frá öllum helstu borgum Bandaríkj- anna og Kanada. Látum hann fylgja hér á eftir (þær 15 efstu): 1. STAR WARS. 2. JAWS. Gagnrýnendur films 111 hölluðust að nýjustu Allens, MANHATTAN, sem toppmynd ársins. mynd Nick Nolte 1 myndinni DOG SOLDIERS. 1. SUPERMAN, Richari Donner. 2. ROCKY II, Sylvester Stall one. 3. ALIEN, Ridley Scott. 4. THE AMITYVILLI HORROR, Stuart Rosenberg 5. STAR TREK, Robert Wísí 6. MOONRAKER, Lewis Gil bert. 7. THE MUPPET MOVIE James Frawley. AÐ VENJU birti „biflía skemmtiiðnaðarins“, VARI- ETY, lista yfir vinsælustu myndir ársins í Norður- Ameriku, og þannig litur hann út fyrir árið sem leið: Likt og hér á landi naut THE DEER HUNTER mestra vinsælda lesenda FILMS ILLUSTRATED árið 1979. Vinsælustu mynd- ir ársins sem leið — vestan hafs 7 m Allir komu þeir aftur - og enginn þeirra dó REGNBOGINN: FLÓTTINN TIL AÞENU („Escape to Athena“) Leikstjórn: George Pan Cosmatos. Kvikmynda- taka: Gil Taylor. Tónlist: Lalo Schifrin. Aðalhlut- verk: Roger Moore, Telly Savalas, David Niven, Ell- iott Gould, Claudia Cardin- ale, o.s.fv. Brek, frá ITV. Gerð árið 1979. Hér gengur æði mikið á, meira en orð fá lýst í stuttu máli. En það má telja hvað helst, að myndin gerist í Grikklandi undir hersetu Þjóðverja og segir m.a. af makalausustu fangaupp- reisn; skemmdarverkum á olíuforðageymslu; starf- semi neðanjarðarhreyf- ingarinnar, sem að mestu leyti fer fram á þorpshóru- húsinu; rupli Þjóðverja á fornminjum; óvæntri ger- eyðingu á drápsskeyti einu óálitlegu, svartmáluðu. Þessi margflókni sögu- i þráður er að vissu leyti veikasti punktur myndar- innar. Áhorfandanum er næstum ofboðið með öllum klippingunum á milli sögu- sviða og persóna, en hér bregður fyrir aragrúa milli- stjarna. Spennan vill leka niður í öllum þessum hrær- ingum, svo útkoman verður meðalgóð afþreyingar- mynd. Víðsfjarri velheppn- uðum, ekki ósvipuðum stríðsmyndum eins og BYSSUNUM FRÁ NAV- ARONE (en þangað frekar en til mynda á borð við KELLY’S HEROS, tel ég að höfundar hafi sótt hug- myndina að FLÓTTANUM TIL AÞENU) og of mikil spaugsemi skaðar heildar- svip myndarinnar. Kostirnir eru líka ófáir. Leikstjórinn, Cosmatos, er í hópi eftirtektarverðari, nýrri leikstjóra, og eru mörg bardagaatriðin og átakasenurnar einkar vel upp settar. Sérstaklega kappaksturinn á mótorhjól- unum um öngstræti þorps- ins, gjöreyðing klaustursins og upphafssenan, sem er geysifögur, þar sem tónlist Schifrins fellur einkar vel við. (Atriðið í heild, minnir þó talsvert á upphaf ann- arrar, grískættaðrar mynd- ar, ZORBA THE GREEK). í myndinni verður tæpast þverfótað fyrir misfrægum leikurum. Kunnastir eru þeir Roger Moore og Telly Savalas. Roger Moore er tæpast í essinu sínu fyrr en rétt í lokin, þegar hann gleymir sér og er orðinn allt í einu gamalkunni Simon Templar. Reyndar er hlut- verk hans það ólánlega skrifað að ófært eír að túlka það af nokkru viti. Savalas ber sig reffilega að venju (hefur örugglega fengið hlutverkið í krafti síns gríska ætternis), en eina „leikinn" er að sjá hjá þeim Stephanie Powers og Elliott Gould — enda hafa þau einu bitastæðu hlutverkin. Og Cardinale er ennþá fög- ur sem nóttin ... Að öllum líkindum hefði FLÓTTIN FRÁ AÞENU orðið mun heilsteyptari og eftirminnilegri ef glundroð- anum hefði verið haldið betur í skefjum og brandar- arnir verið færri. En hvað með það, öruggar atvinnu- mannshendur Cosmatos lyfta henni vel í meðallag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.