Morgunblaðið - 24.02.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1980
61
á. Orkumálin eru ein mestu
vandamál hins vestræna heims og
þar með okkar lands. Með skóg-
rækt getum við notfært okkur
sólarorkuna. Við þurfum líka til
þess hæfan jarðveg og svo um-
fram allt sanna „Vormenn ís-
lands," sem hafa þekkingu og
stórhug til að vinna að þessu
mikilvæga máli.
Skógræktarstjóri sagði í útvarpi
að nú væri hægt að fá lönd til
skógræktar, því margir bændur
hygðust minnka hinn hefðbundna
búrekstur eða jafnvel hætta. Því
þarf að bregða skjótt við um
fjáröflun og fleira svo hægt verði
að planta í sem víðáttumest land-
svæði þegar á næsta vori. Bændur
þyrftu að taka upp skógrækt sem
búgrein undir stjórn Skógræktar
ríkisins líkt og norskir bændur
hafa lengi gert með ágætri
reynslu. Endurnýja þarf birki-
skógana og planta nýjum líka með
beitarræktun í huga. Ég held að
bændur geri sér tæpast grein fyrir
hvað friðun og skjól er geysiþýð-
ingarmikið fyrir allan jarðargróð-
ur. Til dæmis vex auðveldlega
kafgresi árlega í þurrkuðu mýr-
lendi og víðar án nokkurs áburðar,
aðeins ef það er alfriðað og nýtur
skjóls. Svo er það heimatrjárækt-
un bæði til skjóls og augnayndis.
Góð skjólbelti kringum hús veita
bæði skjól gegn kulda og eru líka
vörn gegn ofviðrum.
• Eyðimerkurganga
upplausnarafla
Margir hafa barizt árum sam-
an gegn ræktun barr- eða nytja-
skóga. Fræg er áramótaósk
kvenprófessors í Háskóla íslands,
lögbann gegn ræktun barrskóga á
íslandi. Sömu þjóðardraugarnir
standa að svo miklu skemmdar-
starfi á íslenzkri tungu að hún
verður fljótlega tæpast skiljanleg
venjulegu fólki eða verður tæt-
ingsmál, sem fáir botna í. T.d.
hafa þrír háskólamenntaðir menn
(skáld, veðurfræðingur og stjórn-
málamaður) lýst því margoft yfir
að engar reglur eigi að gilda um
íslenzkt mál. Allir eiga að skrifa,
tala og lesa eins og hverjum
sýnist. En til hvers orðabækur eða
kennsla í málinu?
• Skógræktun
og uppeldismál
Uppeldi barrskóga er í ýmsu
líkt uppeldi barna. Hvort tveggja
þarf skjól og umönnun fyrstu
15—20 árin og geta svo að mestu
bjargað sér án stuðnings. Margar
SKAK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Wijk
aan Zee í Hollandi í ár kom þessi
staða upp í skák stórmeistaranna
Guðmundar Sigurjónssonar, og
Jans Timman, sem hafði svart og
átti leik.
þjóðir hafa þann ágæta sið að
planta tré hvert sinn er barn
fæðist. Þetta ættum við að gera.
Afturhaldsöflin óskapast yfir því
hvað seint skógurinn gefur arð, en
enginn talar um þótt bæði foreldr-
ar og þjóðfélagið verji gífurlegum
fjárhæðum til uppeldismála. Þess-
ir undarlegu furðufuglar ærast ef
einhverju félagi eða einstaklingi
gengur vel. Engin stór tré, helzt
ekkert nema skófir, mosar og sem
mestar eyðimerkur. Eitt ríkis-
náttröll skal svo gína yfir öllu
þjóðfélaginu með alla enda fasta
svo að hægt sé að kippa fljótt í ef
einhver sýnir óþekkt. Ekki
óáþekkt brúðuleikhúsi.
Skógi og gróðri fylgir friður og
farsæld. Eyðingu skóga fylgir eyð-
imerkurganga ófriðar og hungurs
eins og dæmin sanna víðs vegar
um heiminn.
Ingjaldur Tómasson.“
• Hefðbundin
vitleysa?
„Mig langar til að senda
nokkrar línur sem eru um íslenzkt
tungutak í daglegu tali:
1. Er rétt að segja mér langar
eða mig langar? Mér langar að
tala við þig o.s.frv.
2. Ég fer á bíó eða ég fer í bíó?
Ég fer í sjúkrahús, ekki ég fer á
sjúkrahús.
3. Að stikla á stóru. Að stikla á
steinum, er það ekki rétt?
Ýmis önnur tungutök mætti
nefna, en það yrði of langt. Margt
er hægt að nefna, en ég læt hér
staðar numið að sinni og vona að
sérfræðingur vilji vera svo vin-
samlegur að svara. Margt af þessu
er svokölluð hefðbundin vitleysa,
en það mætti hvetja alla kennara í
grunnskólum til að kenna nem-
endum sínum hið rétta í íslenzku
tali og skrifum.
Trygve Torsteinsen.“
Sjálfsagt er „hefðbundin vit-
leysa" réttnefni yfir marga vit-
leysuna í íslenzkri tungu og þágu-
fallssýkin, mér langar, er kannski
algengust. Mig langar hefur
hingað til verið talið réttara, en
ofangreindu bréfi er hér með vísað
til þeirra er treysta sér til að
svara og leiðbeina um íslenzkt
mál.
HÖGNI HREKKVÍSI
STERKUR og
STÍLHREINN
Handverkfæri eru
sterk og vönduð
Fjölbreytl úrval AEG
handverkfæra tll Iönaöar-,
bygginga- og tómstundavlnnu.
Við AEG borvélarnar
er auðveldléga hægt að setja
ýmsa fylgihluti, svo sem pússikubb,
hjólsög, útsögunarsög og margt fleira.
VELJIÐ AEG HANDVERKFÆRI SEM ERU ÞEKKT FYRIR GÆÐI
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
G3? SlGeA V/öGA í 'ilLVtmi
23 ... Hxb2!! 24. Kxb2 Db7+, 25.
Kcl f5! og hvítur gafst upp. Hvíta
drottningin getur ekki lengur
valdað e2 reitinn og eftir t.d. 26.
Dxg6 verður hvítur mát eftir 26
... Re2+! 27. Rxe2 Db2.
wn vm "fvk
w viRoð íKw wr' ■>u ‘ - C'X('
\ÚVQúiy, _____
X'