Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 1

Morgunblaðið - 25.03.1980, Síða 1
48 SÍÐUR 71. tbl. 67. árg. ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Leiðtogafundi EBE frestað Róm, 24. marz. AP. FYRIRHUGUÐUM leiðtogafundi Efnahagsbandalagsins 31. marz var frestað að beiðni ítala í dag og embættismenn sögðu að þeir mundu reyna að boða til annars fundar eins fljótt og auðið væri, helzt ekki siðar en i aprillok. Ákvörðunin var tekin til að veita starfandi forsætisráðherra Italíu, Francesco Cossiga, meira næði til að mynda nýja ríkisstjórn. Cossiga, sem er núverandi forseti bandalags- ins, bað um frestinn þar sem hann taldi að hann gæti ekki varið nógu miklum tíma til að fjalla um vandamálin sem leiðtogarnir taka til meðferðar vegna stjórnarkrepp- unnar. Aðalmálið á leiðtogafundinum Kennedy enn spáð ósigri New York, 24. marz. AP. BARÁTTUNNI fyrir forkosn- ingarnar á morgun lauk i kvöld og Edward Kennedy öldungadeildar- manni er spáð enn einum ósigri fyrir Carter forseta í New York riki sem velur 282 fulltrúa á flokksþing demókrata. Samkvæmt skoðanakönnun New York Daily News hefur Kennedy 20 af hundraði minna fylgi en Carter eða 36 á móti 56 af hundraði. George Bush einbeitir sér að forkosningu repúblikana í Connecti- cut þar sem skoðanakannanir sýna að Ronald Reagan hefur talsverða forystu. John B. Anderson er þriðji. Washington, 24. marz. AP. STÆRSTA birgðaskip sovézka flotans, Berezina, 40.000 lestir, er komið til Indlandshafs þar sem því er augljóslega ætlað að vera fljótandi geymsla fyrir rússnesk- an flota sem mun geta athafnað sig þar til frambúðar. Thomas Hayward aðmíráll, æðsti yfirmaður bandaríska sjó- hersins, sagði þinginu nýlega að Berezina væri eins gott og beztu skip Bandaríkjanna og mundi auka getu Rússa til varanlegra hernaðarumsvifa hvar sem væri í heiminum. Jafnframt er bandarísk flota- deild komin ásamt sveit 1.800 landgönguliða til Arabíuhafs. Rúmlega 400 sovézkir landgöngu- liðar munu vera á Suður-Kínahafi um borð í Ivan Rogov, stærsta landgönguskipi Rússa. Bandarísk- ir sérfræðingar telja að sovézku landgönguliðarnir séu á leið til Indlandshafs. Bandaríkjamenn og Rússar munu hafa jafnmörg skip á Ind- landshafi, 27 skip hvorir, og hafa mest haft 30 skip hvorir á þessum slóðum. Bandaríkjamenn telja Berezina eitt mikilvægasta skip sem Rússar hafa smíðað á síðari árum þar sem það gefi mikilvægar bendingar um það sem vaki fyrir Rússum. Það er búið þyrluskýli og lendingarpalli og vel vopnað af birgðaskipi að vera, m.a. loft- varnaeldflaugum. Sérfræðingar hafa talið að Ber- átti að vera beiðni Breta um jafnari dreifingu fjárframlaga Efnahags- bandalagsins. Bretar greiða banda- laginu um 2,5 milljarða dollara hærri upphæð en þeir fá í staðinn og krefjast breytinga á þessu. Stórrán í Bretlandi London. 24. marz. AP. VOPNAÐIR menn rændu vörubíl í austurúthverfum London í dag og komust undan með silfurstengur að verðmæti fjórar milljónir punda. Þetta er annað mesta rán í sögu Bretlands. Scotland Yard segir að einn úr hópnum dulbúinn sem lög- reglumaður hafi gefið vöru- bílnum og bíl sem ók á eftir honum með tveimur starfs- mönnum silfurfyrirtækisins skipun um að nema staðar. Sendibíll með sex vopnuðum mönnum kom á eftir og ók föngunum að bílskúr sem þeir voru lokaðir inni í. Enginn bílanna sem komu viðrsögu hafði fundizt í kvðld. Mesta rán í Bretlandi var framið í Lundúna-skrifstofu Ameríkubankans 1975 þegar 7.5 milljónum punda var stol- ið. Þriðja mesta ránið var lestarránið mikla 1965 þegar 2.6 milljónum punda var rænt. ezina væri ætlað að þjóna tveimur nýjum flugvélaskipum Rússa, Kiev og Minsk. Þau eru ekki á Indlandshafi, en nærvera Berez- ina getur bent til þess að gert sé ráð fyrir því í áætlunum Rússa að senda þau á vettvang. Keisarinn fór frá Panama aðeins einum sólarhring áður en lögfræðingar Teheran-stjórnar- innar lögðu fram formlega beiðni um framsal Mohammed Reza Pahlavis fyrir meinta glæpi gegn þjóð sinni. Utanríkisráðherra írans, Sa- dek Ghotbzadeh sagði Pars- fréttastofunni að gíslarnir yrðu framseldir byltingarráðinu ef keisarinn færi aftur til Panama og brottför hans spillti sáttatil- raununum. Reiði írana kom betur fram í útvarps-fréttaskýr- ingum, þar sem sagði að dvöl keisarans í Egyptalandi „gæti flýtt sprengingunni sem mundi varpa keisaranum og Sadat á ruslahaug sögunnar". Brunaverðir slökkva i itölsku ræð- ismannsskrifstofunni i London sem eyðilagðist i sprengingu, en engan sakaði. Sadat hefur oft sagt að það að veita keisaranum hæli sé aðeins mannúðleg ráðstöfun í anda múhameðskrar hefðar, en ákvörðun hans getur líka fært honum pólitískan ávinning. Keisarinn á inni boð um að leita lækninga í Bandaríkjunum, en hann kaus heldur að fara til Egyptalands. Þar með getur verið að Sadat hafi uppskorið þakklæti Bandaríkjastjórnar nokkrum vikum fyrir fund hans og Carters forseta um heima- stjórn fyrir Palestínumenn. Bandarískir embættismenn sögðu í kvöld að sú ákvörðun keisarans að fara frá Panama væri mannleg og ætti ekki að valda fleiri áföllum í tilraunun- um til að fá gíslana leysta úr haldi. En þeir viðurkenndu líka að ýmsir íranskir valdamenn væru fokreiðir brottför keisar- ans og hún gæti einnig skaðað tilraun Sadats forseta til að fá Arabaheiminn til að semja við ísrael. Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóri SÞ, sagði að ákvörðun keisarans mundi líklega torvelda tilraunir hans til að leysa deilu Bandaríkja- manna og írana. Keisarinn fær meðferð í Maadi-herspítalanum skammt frá Kaíró, bezta sjúkrahúsi Egyptalands, þar sem nokkrir kunnir egypzkir og arabískir stjórnmálamenn hafa fengið lækningu. Stórsprengmg í miðri London London, 24. marz. AP. ÍTALSKUR maður hefur verið handtekinn og yfirheyrður eftir stórfellda sprengingu sem eyðilagði itölsku ræðismannsskrifstofuna i Eaton Place i London i dag. Engan sakaði. Lögreglan sagði fyrst að ýmislegt benti til þess að sprengingin hefði stafað frá sprengju sem hefði að geyma allt að 100 pund af sprengi- efni, en sagði seinna að sprengjusér- fræðingar teldu að engin sprengi- efni hefðu verið notuð. En verið getur að sprengingin hafi stafað frá eldsprengju sem hafi kveikt í gasi í byggingunni að sögn talsmanns lögreglunnar. Aðspurður hvort Rauðu herdeild- irnar á Ítalíu væru tengdar málinu sagði talsmaðurinn: „Við vitum það ekki að svo stöddu." Aðspurður hvort sprengingin væri eins konar hefnd sagði hann: „Það getur vel verið." Vararæðismaður ítala, Umberto Colesanti, sagði að upplýsingar, skírnarvottorð, hjúskaparvottorð og persónuleg skjöl 140.000 Itala sem búa á Suður-Englandi hefðu eyði- lagzt í sprengingunni. „Ég skil ekki af hverju þetta gerðist — þetta virðist svo tilgangslaust. Einhver minntist á Rauðu herdeildirnar, en þetta virðist ekki geta verið þeirra verk.“ Fyrir einum mánuði gerðu um 100 ítalskir kennarar sem kenna lönd- um sínum í Bretlandi setuverkfall í ræðismannsskrifstofunni og kröfð- ust launahækkunar. Hvorki Franco Cardi aðalræðismaður né starfs- menn hans voru í byggingunni þegar sprengingin varð. Rúmlega 100 auðugir íbúar í nálægum götum flúðu heimili sín eftir sprenginguna og fóru sumir í minkakápur utan yfir náttfötin. Sovétbirgðaskip til Indlandshafs Fyrrverandi íranskeisari við komuna til Kairó í gær ásamt Anwar Sadat forseta. Keisarinn fær að . vera í Egyptalandi If.UA 04_A D Kaíró, 24. marz. AP. FYRRVERANDI Iranskeisari kom í dag til Egyptalands, þar sem Anwar Sadat forseti bauð honum að dveljast til frambúð- ar, en ekki er ljóst hvaða áhrif dvöl hans þar hefur á bandarísku gíslana 1 Teheran. Ekkert annað land hefur viljað taka við honum af ótta við hefndir Khomeini- stjórnarinnar. „ Stjórnmálasambandi Egyptalands og írans hefur verið slitið, engir egypzkir diplómatar eru í Teheran og enginn framsals-samningur er milli landanna. Sadat hefur kallað Khomeini vitfirring og afar ósennilegt er að hann mundi framselja keisarann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.