Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980
3
Kór Hlíðar-
dalsskóla
í tjarofl-
unargöngu
UM 40 krakkar úr kór Hlíðar-
dalsskóla fóru í gær í fjáröflun-
argöngu til að safna fé fyrir
söngför kórsins til Bandarikj-
anna i mai n.k. Héldu þau frá
skólanum um kl. 9 i gærmorgun
og gengu um Þrengslin i átt til
Reykjavikur. Á mótum Þrengsla-
vegar og Suðurlandsvegar tóku
þau sér smáhvild og fengu sér
heita súpu og brauð. Siðan var
haidið af stað aftur og gengið yfir
Hellisheiði til Hveragerðis og
siðan aftur að skólanum, alls um
50 km leið. Um 200 manns höfðu
heitið krökkunum ákveðinni fjár-
upphæð fyrir hvern genginn
kilómetra auk þess sem um 20
fyrirtæki styrktu þau með augiýs-
ingum sem bornar voru í göng-
unni.
n „Við söfnum u.þ.b. einni millj-
ón króna ef við göngum alla leið,“
sagði Steinþór Jónsson er blaða-
menn Mbl. hittu göngumenn á
mótum Þrengslavegar og Suður-
landsvegar. „Við eigum vel að geta
gengið alla leið. Við erum hraust
og í góðri þjálfun og ef við höfum
þrek til göngum við ef til vill
lengra, jafnvel alla leið til Þor-
lákshafnar og til baka,“ sagði hann
hinn hressasti. Klukkan var þá
rúmlega 12 á hádegi en gert ráð
fyrir að þau kæmu aftur að
skólanum um sjöleytið í gærkvöldi.
Stjórnandi kórsins er banda-
ríkjamaðurinn Karen Sturlaugs-
son og sagði hún hugmyndina að
göngunni vera komna frá heima-
landi hennar. Einnig mun kórinn
safna fé til fararinnar á tónleikum
sem haldnir verða í Aðventkirkj-
unni í Reykjavík á föstudaginn.
Steinþór Jónsson
Göngumenn koma niður Þrengslaveg.
Myndir Kristján.
Stjórnandi kórsins,
Karen Sturlaugsson.
Eins og sjá má voru göngumenn vel klæddir og vildu helst ekkert
stoppa, „þá verður okkur kalt,“ sögðu þeir. Hvildin varð því ekki
iöng en þó gafst timi til að fá sér smá bita.
Spyrnt a ísnum.
Margir sáu ísakstur í þíðviðrinu
Bifreiðaíþróttaklúbbur
Reykjavíkur gekkst á sunnu-
dag fyrir ísakstri og „íscrossi"
á Leirtjörn við Úlfarsfell. Gott
veður var á sunnudag og
jafnvel heldur hlýtt til slíkrar
keppni að sögn forráðamanna
hennar þar sem brautirnar
urðu of linar í lok keppninnar.
Sigurvegari í ísakstri varð
Jón Ragnarsson á Renault 5, í
öðru sæti Halldór Jónsson á
Fiat 131, þriðji varð Ásgeir
Sigurðsson á Fiat 128 og fjórði
Ólafur Sigurjónsson á Saab 96.
Að sögn forráðamanna mótsins
vakti athygli sérstakur hjóla-
búnaður bíls eins keppandans,
en hann ók nánast á felgunni,
þ.e. með sérstökum „skafla-
járnum“ og gaf sá búnaður
nokkuð góða raun. Efstur í
svonefndum keðjuflokki í
ísakstrinum var Bragi Guð-
mundsson á Lancer 1400. í
„íscrossi" sigraði Rúnar
Hauksson á VW og næstur varð
Páll Gunnarsson einnig á VW
og þriðji Egill Örn Jóhannesson
á Saab 96.
BMW billinn ekur á felgunum, en Jón Halldórsson ökumaður
var þar að reyna nýjan útbúnað i isakstri.
Margir áhorfendur fylgdust með isakstrinum á Leirtjörn.
Ljósm. Rax.