Morgunblaðið - 25.03.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.03.1980, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 TÓMAS MÖLLER BERLINARBREF Önnur hræðileg nýjung, sem reyndar hefur aðeins verið sett upp á hinum 836 mílna löngu landa- mærum við V-Þýzka- land eru sjálfskota- byssur sem skjóta á flóttamann úr báð- um áttum í fóta-, hjarta- og höfuðhæð. Alls hafa verið settar upp 30.000 byssur af þessari gerð og til að kóróna hrottaskap- inn þá skjóta þær fínmöluðu brota- járni sem tætir mannslíkamann gjör- samlega í sundur. 66 Flótti yfir Múrinn Aöfaranótt 17. febrúar sl. bættust tveir Austur-Þjóðverjar í hóp þeirra sem hafa lagt líf sitt að veði með því að flýja yfir múrinn sem skilur á milli Vest- ur- og Austur-Berlínar. Fréttir af flótta austur-þýskra borgara yfir Berlínarmúrinn verða æ sjaldgæfari. Það sem áður fyrr var nær vikulegur viðburður er í dag fréttablöðum V-Berlínar tilefni til stórfréttar á forsíðu. Þannig var það einnig um miðjan febrúar þegar tveir ungir Austur-Þjóðverjar söguðu járnrimla úr húsi einu sem stendur við hina frægu landa- mærastöð „Checkpoint Charlie", biðu eftir að vaktaskipti færu fram í næsta varðturni og hlupu sem fætur toguðu yfir 20 metra langt „einskismannsland" áður en þeim tókst að klifra yfir 3,5 metra háan múrinn. Atta öðrum Austur-Þjóðverjum tókst að flýja land sitt á þenna ævintýra- lega hátt í febrúarmánuði, en 220 samborgarar þeirra flýðu með öðrum hætti í sama mánuði. Samkvæmt austur-þýskum lög- um flokkast þessir „ólöglegu búferlaflutningar" undir glæp sem nefnist lýðveldisflótti (Republikflucht) og liggja þung- ar refsingar við honum ef tekst að handsama flóttamann. í húsi einu sem stendur við áðurnefndan Checkpoint Charlie er safn nokkurt sem geymir áhöld og tæki sem notuð hafa verið við flótta frá A-Þýska- landi. Einnig eru þar sýndar myndir af flóttafólki og flótta- leiðum. Þar er m.a. að sjá heimatilbúna kafbáta, loftbelg nokkurn heimasaumaðan úr rúmlökum, en í honum flýðu 2 fjölskyldur í september síðast- liðnum, og bifreið sem breytt hafði verið þannig að manneskja komst fyrir í bensíntanknum og svo mætti lengi telja. Svo virðist sem allar hugsanlegar flóttaað- ferðir hafi verið notaðar frá því að landamærum A-Þýskalands var lokað, en ætíð hefur landa- mæralögreglan gripið til mótað- gerða til að hindra frekari flóttatilraunir. Flóttaaðferð sú sem notuð var við Checkpoint Charlie nýlega verður ekki notuð aftur; þegar er búið að þekja flóttaleiðina með hárfínum naglamottum. Naglamottur íslendingar við landamæri V- og A-Þýzkalands þessar eru þó ekki eina nýjungin sem hinum austur-þýsku landa- mæraverkfræðingum hefur dott- ið í hug til að stöðva flótta samborgara sinna yfir til Vest- urlanda. Hin 114,6 kílómetra löngu landamæri við V-Berlín eru ein samfelld dauðagildra sem gera hverja flóttatilraun að leik við dauðann. Nýlega hefur verið bætt við miklum fjölda blóðhunda sem ganga frjálsir milli þriggja metra hárra járn- girðinga við hliðina á múrnum sjálfum. Jafnvel landamæra- verðirnir þora ekki nálægt hund- um þessum, en stöðugt gelt þeirra hefur valdið mikilli rösk- un á næturfriði í nærliggjandi íbúðahverfum. Önnur hræðileg nýjung, sem reyndar hefur aðeins verið sett upp á hinum 836 mílna löngu landamærum við V-Þýskaland, eru sjálfskotabyssur sem skjóta á flóttamann úr báðum áttum í fóta-, hjarta- og höfuðhæð. Alls hafa verið settar upp 30.000 byssur af þessari gerð og til að kóróna hrottaskapinn þá skjóta þær fínmöluðu brotajárni sem tætir mannslíkamann gjörsam- lega í sundur. Alls eru á landa- mærum þessum 576 vaktturnar og þau eru vöktuð af gífurlegum fjölda hermanna sem allir hafa skipun frá æðstu stöðum um að skjóta á hvern þann samborgara sinn sem reynir að yfirgefa land sitt á ólöglegan hátt. Um allan heim meðal annars á íslandi, reyna hópar manna að sannfæra samborgara sína um ágæti sósíalísks þjóðfélag. Greinarhöfundur hvetur þessa menn að koma til Berlínar og líta á hina sönnu hlið sósíalism- ans. Það eitt má segja Austur- Þjóðverjum til hróss, þeir reyna ekki að fela þessa ömurlegu hlið. >DR Eifrige Tremntler Anders afs Poíen und Ungnrn ioístote díe DOR den Sowjets nach dom Eín- mar#ch in Alghanistan von Anfsng an pubiíustUehe Hiffe. « Gaby und Raíner Aflhau*, Rcporlcr- paar aus Ost-Beriin, bcnchtigten díc I.íigen ihrcr KoHegen aut dem ka- piialistischcn Ausiand. Keiiícswcgs seicn in Kabul. wie von \Ves;-Journafi- ttrn bchauptet, ailenthafhcn sowjetí- scfce Einfceiten aufmarschiert. Die an- gefcfich vott st'hw'erfcewafírtetcr- P.otar- mkim bicckíeríe StraBe vor dcnt Haus des Vofkc*. $o kabeitcn die bciden DDR-Jourf^listen nach Hause. „pav sicrcn wir>|reí“, gcntcínaant mit Hánd- Jcm, dic ..wie eh und jc“ ihre Lastcsei vor síeh triebcn —- Stimmungsbífd aus der afghitnistfien Hauptsíadt, nachzu- iescn irn ..Neucn DcuischJ&tid" vom vjertett Januar. AucJh Femschkorreíipttndcnt GUnter Neriich sah nichls, was der Aufrcgung wcrt gewesen ware, Den ÍTusdtaucm daheím zeigtc er keinett cinzígen Pa;t- zer oder Sowjetsofdaten. ..Das Lcben hat sich normalíssert”. berichtete der Mstarheiter der DDR- Nachrichienscndung „Aktueife Kamc- ra11 bereits am 31. Dezember aus Ka- bul, víer Tage ttach der scwjctischen lotervention. f <«»•.(♦%* Wjí.' ' DDK fest an tfmr Seíte Afghanistans untmnt V»»«» MivMbn ihn S«t"toiitff mH tkfi HtithmxétOk K-ðtUn tíik **?*•*** I tw. pv. voís*( iqwm! | tSí | FortsthriHtkröfte feit on der MoBnahmen der USA Seite des ofghomsehen Vofkes gefohrden Bexiehungen W^S m-tt e*j*ri iitttiK-Hitt* trtoéMém rjtii* xwiuheii 0*t und Wetl Cixtfit 5tuA <t*t kfiittn >« Mtmk Ksfmethwts tmfllffMpltnskst sstmúfkm frsmt tbr Das Volk Afghanistans tritt in eine neue Etappe der Aprilrevolution ein SouverönHar, UrMbhön^ghnii twrftortotetmearftötiMdwohrnDnmohrorln.iehnm | Schtagaetfen »m ,N«uen D«uf*chfand“; NírMt, wrat» der Auftogung .. Jtr’Km I rL£»wtt«an wlr« ODR-Fern*»hr*port«r Nmriich aa« Knbvt AFG ANISTANM ALIÐ Innrás Sovétmanna í Afganistan hefur valdið talsverðu umróti á stjórnmálasviðinu í V-Þýskalandi. Slökunarstefnan hefur lengi verið ein rósin í hnappagati sósíaldemókrata, enda er Willy Brandt einn þeirra sem ruddu brautina með sinni frægu „Ostpolitik". Þó hafa sósíaldemókratar lengi verið sakaðir um að sýna Rússum of mikið traust og einn þingmaður þeirra hélt því fram sl. haust að Rússar hefðu aðeins vopn til varnar. Snögg breyting varð á afstöðu þessari eftir að Sovétmenn yfirtóku Afganistan, og eru menn nú með mjög skiptar skoðanir um slökunarstefnuna. F.J. Strauss hélt því fram í sjónvarpsviðtali nýlega að þýska stjórnin hefði blekkt þjóðina í öll þau 10 ár sem slökunarviðræður hafa staðið yfir, og að stjórnin hefði litið þessar viðræður of rómantískum og draumkenndum augum, í stað þess að kanna betur útþensluáætlanir og raunveruleg heimsvaldamarkmið Rússa í viðræðum þessum. Dæmigert fyrir hin snöggu umskipti sem áttu sér stað í máli þessu er aðdragandinn að áramótaræðu Helmuths Schmiths. Hann hafði þegar samið ræðuna og lokið var við upptöku áður en Rússar réðust inn í Afganistan. I ræðu þessari lofaði Schmith áframhaldandi slökunarviðræðum við Rússa og kvaðst fullviss um friðarvilja þeirra. Hinn 30. desember, eftir innrásina, flaug upptökuhópur frá sjónvarp- inu til Spánar þar sem Schmith var í fríi, og var þar tekin upp ný og endurskrifuð áramótaræða, þar sem hvergi var minnst á friðarvilja Rússa. Stjórnin í Bonn hefur gagnrýnt Sovétmenn fyrir yfirgang þeirra, en samtímis hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt stjórnina fyrir að taka málið vettlingatökum, að hafa gagnrýnt Sovétmenn með hálfum huga, og viljað umfram allt halda dauðataki í áframhaldandi tilgangslausar slökunarviðræður. Stjórnin hefur einnig sætt harðri gagnrýni fyrir það að hafa ekki sýnt Bandaríkja- mönnum nægilegan stuðning í aðgerðum þeirra gegn Rússum. Þjóðverjar hafa verið tregir til að taka þátt í stöðvun vörusendinga til Sovétríkjanna, og auk þess hefur ákvörðun um fjarveru frá Ólympíuleikunum verið frestað fram á vor. Ferð Helmuth Schmiths í byrjun mars sl. og ferð F.J. Strauss til Washington stuttu síðar stóð í beinu sambandi við deilur þær sem risið hafa út af máli þessu, en afstaða stjórnarinnar í Bonn hefur valdið bæði vonbrigðum og gremju í Washington. Sem afsökun hefur verið bent á landfræðilega legu V-Þýskalands, m.a. benti Schmith á þá staðreynd í ferð sinni að rússneskar hersveitir væru í aðeins 50 km fjarlægð frá heimili hans í Hamborg. í framhaldi af þessu ber að geta þess að Þjóðverjar eru með mikil viðskipti við Sovétmenn: 10% af orkuinnflutningi þeirra kemur frá Sovétríkjunum í formi jarðgass, olíu og kola, 40% af úrannotkuninni og stór hluti af ýmsum sjaldgæfum málmum sem Þjóðverjar nota eins og t.d. króm, platin og palladium koma frá Rússum. Þegar allt er með talið, þá er Þýskaland stærsta útflutnings- land Sovétríkjanna á Vesturlöndum, og einnig stærsti útflytjandinn á vörum til Sovétríkjanna frá Vesturlöndum. Sem fyrr sagði þá hefur Afganistanmálið vakið mikið umtal, athygli og reiði í Vestur-Þýskalandi. Hér í Berlin gefst tækifæri til að bera saman hina gjörólíku túlkun fjölmiðla austan járntjalds og vestan á máli þessu. í austur-þýskum fjölmiðlum hefur málið svo til daglega verið tekið til umfjöllunar, en af túlkun þeirra á málinu mætti ætla að engin íhlutun Rússa hefði átt sér stað. Fréttir í vestur-þýska sjónvarpinu um mótmælagöngur í Kabúl, hafa verið túlkaðar í a-þýska sjónvarpinu sem stuðningssamkom- ur vegna „aðstoðar" Rússa, uppreisnarmenn hafa verið kallaðir glæpamenn, og fréttamynd af straumi manna inn í fangelsið í Kabúl sem voru að leita að föngum sem höfðu verið teknir af lífi var túlkuð í austur-þýska sjónvarpinu sem straumur af föngum er höfðu fengið frelsi út úr fangelsinu. Svona mætti lengi upp telja, en hin mismunandi túlkun á máli þessu sýnir berlega mikilvægi sjónvarpsins sem áróðurstækis í höndum stjórnvalda. Einnig ber að geta þess að í fréttum a-þýska sjónvarpsins hefur stöðugt verið talað um innrásina sem „hugulsama og bróðurlega aðstoð við vinaþjóð sem bað um hjálparhönd". í fréttum þessum hefur varla verið minnst á mótmæli þau sem höfð hafa verið uppi um allan heim, en hins vegar verið talað um „áróðursherferð kapitaliskra afla gegn slökunarstefnunni", og flest allar fréttir frá Afganistan hafa lýst mjög friðsömu landi, hermenn sjást varla á ferð og engir bardagar hafa sést. Af fréttum þessum er einnig að sjá sem almenningur í Austur-Þýskalandi styðji aðgerðir Rússa en síðustu fregnir herma að slagorð gegn Rússum hafi verið máluð á veggi meðal annars í Rostock, og í Leipzig var dreift andsovéskum fréttablöðum. I báðum borgunum voru tugir manna teknir til yfirheyrslu enda eru slíkar skoðanir ekki æskilegar í þýska „lýðræðislýðveldinu".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.