Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.03.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1980 17 beiti sér fyrir því, að nú þegar verði afnumdar allar reglur, sem takmarka frelsi iðnfyrirtækja til verðlagningar eigin framleiðslu og þeim þannig sköpuð sama aðstaða og erlendum keppinautum hvað þetta snertir. F.I.I, varar alvar- lega við stefnu ríkisstjórnarinnar í verðlagsmálum, eins og hún kemur fram í málefnasamningi. Með henni er hætta á stórfelldum taprekstri iðnaðarins, t.d. ef er- lend hráefni valda meiri verð- hækkunarþörf en rúmast innan stefnumarkanna. Jafnframt er iðnaðinum sköpuð önnur og verri aðstaða en innfluttum iðnaðarvör- um.“ Tilvitnun lýkur. Eftir fundinn með forsætisráð- herra 25. febrúar skrifaði félagið Verðlagsráði og krafðist þess, að þar sem innlend framleiðsla ætti nú í beinni, óverndaðri samkeppni, skyldu sömu reglur gilda um verðlagningu innlendra iðnaðarv- ara og innfluttra. Var bréfið síðan ítrekað hinn 12. mars, þar eð málið hafði þá ekki enn verið rætt í Verðlagsráði. Samkvæmt þeim fregnum, sem ég hef bestar, hefur þetta mál enn ekki verið tekið fyrir í Verðlags- ráði, hvað þá erindinu svarað. Grundvöllur gengisskráningar Það er staðreynd sem óþarft er að fara mörgum orðum um, að gengi íslensku krónunnar hefur hingað til fyrst og fremst verið miðað við hag og þarfir sjávarútv- egsins. í byrjun mars 1979 gerði hag- deild F.I.I, tilraun til að reikna út hvaða áhrif hin mismunandi starfsskilyrði iðnaðar og sjávar- útvegs hefðu á grundvöll geng- isskráningarinnar. Kom þá í ljós, að sjálfur grundvöllurinn var skekktur um 3,6%. Eins og ég sagði áðan, álít ég að með þessu háttalagi séu íslensk stjórnvöld að styrkja og vernda erlenda framleiðendur fyrir samkeppni íslenskra iðnfyrirtækja, bæði hérlendis og erlendis. Aðlögunargjald Það vakti því miklar vonir er iðnaðarráðherra, Hjörleifur Gutt- ormsson, hófst handa um það á síðastliðnu vori að fá jöfnunar- gjaldið hækkað til að bæta hér um. Úr því varð ekki, en þess í stað var tekið upp nýtt gjald, aðlögunargjaldið, samþykkt, bæði hérlendis og erlendis. Það var og er skoðun F.Í.I. að eina frambærilega röksemdin fyrir aðlögunargjaldinu sé, að því sé ætlað að jafna að nokkru það uppsafnaða óhagræði rangrar gengisskráningar, sem iðnaðurinn býr við, vegna þess að honum eru búin önnur og enn hraksmánar- legri starfsaðstaða en sjávarút- vegurinn býr við, en að sjálfsögðu var ekki boðlegt að koma fram með þessa röksemd í Genf og Bruxelles. Jafnframt var ljóst, að hér var aðeins um tímabundna neyðarúrlausn að ræða, þar til starfsaðstaða iðnaðarins hefði verið leiðrétt. Álagning þessa gjalds rétti þó einungis hlut þess iðnaðar, sem selur framleiðslu sína á heima- markaði í samkeppni við innflutn- ing, sem aðlögunargjald leggst á, en hvorki útflutningsiðnaðar, né þess hluta iðnaðarins, sem selur framleiðslu sína í samkeppni við innfluttar vörur, sem gjaldið leggst eKKi á. Hinn 8. nóvember sl. ákvað ríkisstjórn íslands samkvæmt til- lögu þáverandi iðnaðarráðherra, Braga Sigurjónssonar, að end- urgreiða útflutningsiðnaði og þeim hluta heimamarkaðsiðnaðar, sem ég gat um hér áðan, það uppsafnaða óhagræði, sem röng gengisskráning veldur þeim, og nota til þess hluta af tekjum af aðlögunargj aldinu. Mátti með sanni segja að loks þá, þegar 53 dagar voru eftir af aðlögunartímanum, hafi iðnaður- inn búið við nokkurn veginn rétta gengisskráningu og er allt tal um útflutningsstyrki í þessu sam- bandi alveg út í hött. Ég fullyrði, að allur iðnaðurinn fagnaði mjög þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar og stjórn fé- lagsins leit svo á, að hér væri um stefnumótandi ákvörðun að ræða og að sami háttur mundi á hafður, þar til starfsskilyrði sjávarútvegs og iðnaðar hefðu verið samræmd. Til að undirstrika þessa skoðun félagsins, ritaði stjórn félagsins fjárveitinganefnd Alþingis bréf hinn 1. febrúar. Skýrði hún þar sjónarmið félagsins í þessu máli og lagði þunga áherslu á, að ekki yrði kvikað frá þeirri stefnu, sem mótuð hefði verið með ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 8. nóvem- ber 1979, enda hefði enn ekkert verið gert til að jafna starfsað- stöðu sjávarútvegs og iðnaðar. Og í títt nefndu bréfi félagsins til ríkisstjórnarinnar 11. febrúar sagði að félagið teldi óhjá- kvæmilegt að sama stefna og mörkuð var í nóvember 1979 yrði lögð til grundvallar ráðstöfun tekna af aðlögunargjaldi á árinu 1980. Svar við þessu mikilvæga sanngirnismáli barst í frumvarpi því til fjárlaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, en þar er ekkert tillit tekið til skoðana félagsins og fyrirtækin enn á ný skilin eftir á köldum klaka með ranglega skráð gengi. Ég trúi því ekki að þeir menn, sem þessu hafa ráðið, hafi gert sér grein fyrir því hvaða afleiðingar þessi ákvörðun þeirra mun hafa á atvinnuástandið í landinu. Treysti ég því, að iðnaðarráð- herra muni beita sér af alefli fyrir því, að stefna sú er mörkuð var 8. nóvember 1979 standi óhögguð og þá jafnframt að hann útvegi fé úr sameiginlegum sjóði landsmanna til þeirra iðn þróunaraðgerða, sem nauðsynlegar eru. Það er óhugs- andi að það sé rétt að byggja iðnþróun á rústum þess iðnaðar, sem eyðilagður hefur verið vegna skammsýni stjórnvalda. Það er algjörlega óþolandi ástand að geta ekki einu sinni treyst því að jákvæð, stefnumótandi ákvörðun ríkisstjórnar íslands um jafn mikilvægt málefni og gengis- skráningin er, skuli fá að standa óbreytt. Nóg er nú óvissan samt. Ég vil ítreka það, að verði ekki nú þegar gert það kerfisbundna átak, sem Jóhannes Nordal talaði um í fyrra, til að jafna á þessu ári starfsaðstöðu iðnaðar og sjávar- útvegs, er alveg óumflýjanlegt að framlengja verður lög um aðlög- unargjald um næstu áramót. Því aðlögunargjald verðum við að hafa meðan aðlögun stjórnvalda að fríverslun stendur yfir. Tollamál Einn kafli í bréfi félagsins til ríkisstjórnarinnar fjallaði um tollamál, því þótt ótrúlegt sé, er langt frá því að þau mál séu komin í heila höfn og það, þrátt fyrir vilja Alþingis. Má það raunar furðu sæta, að enn skuli ráða- mönnum þjóðarinnar ekki orðið ljóst, að vélar, tæki, húsnæði og hvers konar önnur aðföng sam- keppnisatvinnuveganna geta aldrei orðið raunhæfur tekjustofn. Skattlagning framleiðslutækja hindrar endurnýjun þeirra sem fyrir eru, stendur í vegi fyrir þróun nýrra atvinnutækifæra og stuðlar þannig að versnandi lífskjörum og enn frekari atgerfi- flótta en orðið er og rýrir þannig tekjumöguleika ríkisins í fram- tíðinni. Slíkt athæfi minnir mig á söguna um manninn, sem slátraði gsssinni, 2S21. v?rpti Kulleggjum, því honum lá svo á að ná eggjun- um, sem hann hélt vera inni í gæsinni. Fjármál Neikvæðir vextir síðastliðins áratugs og það verðbólgubrask, sem það ástand hefur valdið, hefur eyðilagt lánsfjármarkaðinn á íslandi, þannig að fé það sem bankarnir hafa til ráðstöfunar handa atvinnuvegunum fer sí- minnkandi. Ofan á þetta bætist, að á árunum 1970—1978 — á sjálfum aðlögunartímanum — tímanum sem ætlaður var til uppbyggingar og eflingar iðnaðarins, minnkaði — já, minnkaði — hlutur iðnaðar í heildarútlánum innlánsstofnana um 1/5 hluta, þ.e. úr 14,6% 1970 í 11,8% 1978. Iðnaðarráðherra skipaði nefnd í mars 1979 til að kanna hvernig auka mætti framleiðslu- og rekstrarlán til iðnaðar. F.Í.I. telur tillögur nefndarinnar skynsam- lega tilraun til að snúa af þeirri óheillabraut, sem við höfum verið á allan aðlögunartímann og mælir eindregið með því, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir framkvæmd þeirra. Félagið telur málið hins vegar svo aðkallandi, að nauðsynlegt sé að tillögurnar verði framkvæmdar á til muna skemmri tíma en nefndin gerir ráð fyrir. Hvað snertir fjárfestingalán iðnaðarins hefur félagið lagt til við ríkisstjórnina, að Iðnlánasjóði verði heimilað milliliðalaust að afla fjármagns erlendis og/eða á innlendum markaði til starfsemi sinnar. Með slíkri heimild mundi Iðnlánasjóði gert kleift að full- nægja eftirspurn eftir lánum til arðsamra fjárfestinga í iðnaði. F.Í.I. telur þá eðlilegt, að Iðnlána- sjóðsgjald falli niður, en jafn- framt verði iðnfyrirtækjum heim- ilað að leggja tvöfalt núverandi Iðnlánasjóðsgjald í skattfrjálsan fjárfestingasjóð, sem varðveittur yrði í fyrirtækjunum sjálfum. Á sama tíma væri eðlilegt, að ríkissjóður hætti að greiða fram- lag til Iðnlánasjóðs. EFTA-loforð í þeim samningi, sem iðnrek- endur gerðu við ríkisstjórn íslands árið 1969, þegar hugsanleg aðild íslands að EFTA var til athugunar, var því lofað, að íslenskur iðnaður skyldi fá inn- lend hráefni á eigi hærra verði en ríkjandi heimsmarkaðsverð væri hverju sinni. Framkvæmd þessa grundvallar- atriðis hefur verið æði risjótt, svo ekki sé meira sagt. Það var t.d. ekki fyrr en nú um áramótin, þegar ákveðið var að sælgæti og kex skyldu vera á frílista, að endánlega var frá því gengið, tæknilega, að framleiðendur þess- ara vörutegunda skyldu fá mjólkur- og undanrénnuduft á heimsmarkaðsverði, en þó eru hnökrar á framkvæmd þessa máls. Blómlegustu greinar útflutn- ingsiðnaðarins, ullar- og skinna- iðnaðurinn hafa orðið illilega milli steins og sleggju í þessu máli. Enn er alls óvitað hvernig baráttu þessara greina, fyrir því að þeir fái innlend hráefni sín á sambæri- legu verði og erlendir keppinautar þeirra, lyktar. Til að ráða hér nokkra bót á, ákvað ríkisstjórnin fyrir viku síðan að hækka niður- greiðslu ullar til bænda, þannig að verð til ullarverksmiðjanna nálg- aðist heimsmarkaðsverð. Landbúnaðarráðherra skýrði þó frá því á fundi ullarvöruframleið- enda á mánudaginn var, að þrátt fyrir þessa ákvörðun ríkisstjórn- arinnar, væri enn ósvarað spurn- ingunni um hver yrði framtíðar- lausn þessara mála. Tvennt er þó alveg ljóst í mínum huga: 1. Islenskir iðnrekendur munu aldrei geta keypt innlend hráefni á hærra verði en erlendir keppi- nautar þeirra eru reiðubúnir að greiða fyrir þau. 2. Ullarvöruiðnaðurinn stendur nú, þrátt fyrir lækkað ullarverð vegna þessara auknu niður- greiðslna til bænda, hundruðuin milljóna króna verr en hann gerði um síðustu aramöt, vegna péiiTár ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hætta að endurgreiða honum upp- safnað gengisóhagræði. Aukin framleiðni Augljóst er, að íslenskur iðn- aður getur því aðeins greitt sam- bærileg laun og erlendir keppi- nautar, að hann búi við sambæri- lega aðstöðu og þeir og að fram- leiðni hans, þ.e. afköst á starfs- mann, séu jafn mikil og keppi- nautanna. Það er á færi stjórnvalda að lagfæra hið fyrrnefnda, en það er bæði á verksviði stjórnvalda og okkar sjálfra, stjórnenda fyrir- tækja, að lagfæra og bæta hið síðarnefnda. Opinberar aðgerðir til að auka framleiðni í bréfi félagsins til ríkisstjórn- arinnar er fjallað nokkuð ítarlega um þessi mál og bent á marg- víslegar aðgerðir, sem stjórnvöld geta beitt sér fyrir til að örva framleiðni. Við leggjum meðal annars til, að meira tillit verði tekið til þarfa atvinnulífsins í hinu almenna skólakerfi og bendum á, að nauð- synlegt er að stórauka starfsþjálf- un og endurmenntun starfsfólks í iðnaði. Það er furðulegt og mér óskiljanlegt, að nær öllum þegnum hins íslenska lýðveldis er gefinn kostur á ókeypis menntun, en starfsfólk iðnaðarins er skilið eft- ir. Við leggjum áherslu á mikil- vægi vöruþróunar og leggjum til, aðlánasjóðum iðnaðarins verði gert kleift að veita áhættulán vegna nýrrar framleiðslu. Ekkert þróað land leggur eins lítið fé í rannsókna- og þróunar- starfsemi og ísland og ef við viljum búa við sambærileg lífskjör og samkeppnisþjóðirnar, verðum við að taka upp gjörbreytta stefnu í þessum málum. Því var það, eins og ég gat hér áðan, að við lögðum til þegar ný skattalög voru til meðferðar vegna kostnaðar við rannsóknir og þróunarstarfsemi nú itfebrúar, að tekinn yrði upp sérstakur skatta- afsláttur. Þeim mun meiri von- brigðum olli afgreiðsla og skiln- ingsleysi Alþingis á fyrrnefndri tillögu okkar. Varðandi vöruþróun, vil ég einnig vekja athygli' á, að eitt mikilvægasta tæki samkeppnis- landanna í þeim efnum erv inn- kaupastefna opinberra aðila. Þar er henni markvisst beitt til að örva vöruþróun og tækninýjungar, en slíkt hefur því miður aldrei tíðkast hér. Við bendum einnig á í bréfi okkar, að ein megin forsenda aukinnar framleiðni er, að mark- aðsmálum verði betur sinnt í framtíðinni, bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. Við teljum nauðsynlegt að höftum verði aflétt af útflutningi, höftum sem bæði eru sett á af hinu opinbera og lánastofnunum. Við leggjum til, að útflutningsfyrirtækjum í iðn- aði verði heimilað að leggja hluta af söluverðmæti útflutnings í sér- stakan útflutningsvarasjóð, að hliðstæðu ábyrgðarfyrirkomulagi vegna útflutnings og tíðkast í samkeppnislöndum, verði komið á og að Utflutningsmiðstöð iðnaðar- ins verði veitt nægjanlegt fé af fjárlögum til að skapa henni viðunandi starfsskilyrði. Aðgerðir innan fyrirtækja til að auka framleiðni Aukin framleiðni er fyrst og fremst verkefni fyrirtækjanna sjálfra. Með því að gera framleiðni að sérstöku umræðuefni á þessu ársþingi, vill stjórn félagsins leggja sitt lóð á vogarskálarnar, til að hvetja stjórnendur iðnfyr- irtækja til að sinna framleiðni- málum meira framvegis. Við viljum benda stiórnendum fyrirtækjanna á, að nauðsynlegt er að koma á meira jafnvægi í fjárfsstir.^2 milli byggingu, véla, hjálpartækja og hugvits. Við viljum hvetja þá til þess að leggja aukna áherslu á rannsókna- og þróunarstarfsemi. Við teljum nauðsynlegt að þeir geri átak hver um sig eða saman í starfsþjálfunar- og endurmennt- unarmálum innan fyrirtækjanna. Við teljum einnig mikilvægt að hefja umræður meðal starfs- manna fyrirtækjanna um mikil- vægi framleiðniaukningar. Loks viljum við hvetja stjórn- endur til að mæla framleiðni fyrirtækja sinna og fylgjast með þróun hennar. Á öll þessi atriði, viljum við leggja mikla áherslu og félagið er reiðubúið til að aðstoða iðnfyrir- tæki eftir föngum á þessu sviði, eins og tæknideild þesS hefur gert í vaxandi mæli undanfarin ár. Framlenging aðlögunartíma Portúgal Árið 1974 gerði F.Í.I. sér fyrst ljóst, að 10 ára aðlögunartími stjórnvalda að fríverslun væri of skammur. Því lögðum við til, að sótt yrði um lengri aðlögunartíma. Þessari tillögu okkar var hafnað og henni var aftur hafnað 1975, 1976,1977,1978 og 1979. Ég minnist þess ekki að hafa í raun séð neinar efnislegar rök- semdir fyrir þessari afstöð.u, en talað var um að þetta væri ekki sæmandi, að bókun sex hjá Efna- hagsbandalaginu mundi aftur falla úr gildi og síðast, þegar ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar, sem tók við völdum 1978 setti það í stefnuskrá sína að sækja um framlengingu, var talað um að málið væri svo flókið og tímafrekt. Það þyrfti m.a. að leggja málið fyrir þing allra landanna og því væri tíminn sem til stefnu væri of skammur o.s.frv. o.s.frv. F.I.I. gat aldrei fallist á neinar þessara mótbára og hélt því jafn- an fram að slík framlenging væri auðsótt, ef eftir væri leitað. Svo gerðist það í apríl í fyrra, að Portúgalar sóttu um þriggja ára framlengingu á sínum aðlögun- artíma. Þá reyndist málið ekki flóknara en það, að í desember sama ár var búið að ganga frá málinu og meira en það. Portú- gölum var jafnframt heimilað ýmist að hækka, eða leggja nýja tolla, á ýmsar vörur, sem þeir hafa ýmist hafið framleiðslu á, eða hyggjast hefja framleiðslu á. Ég tel rétt að skýra frá þessu máli hér, því ýmsir mætustu menn hafa talið okkur iðnrekendur fara með rangt mál, þegar við höfum fullyrt að framlenging aðlögun- artíma væri auðsótt mál, ef eftir væri leitað. Lokaorð ísland er gott land og gjöfult, ef fast er eftir sótt. Þeim mun sárari vonbrigðum hlýtur það að valda að hér skuli í mörg ár hafa ríkt neyðarástand í efnahagsmálum á þriggja mánaða fresti og ein af afleiðingum þess er atgerfisflótt- inn, sem ég talaði um áðan. Það getur ekki verið skemmti- legt lestrarefni fyrir neinn íslend- ing að lesa eftirfarandi klausu í nýlegri skýrslu frá sendiráði eins af Efnahagsbandalagsríkjunum hér í Reykjavík. Tilvitnun. „Aukinn hagvöxtur (íslands) hlýtur að byggjast annað hvort á auknum fiskafla eða aukningu orkuframleiðslunnar til notkunar í orkufrekum iðnaði, sem byggður yrði upp með erlendu áhættufjár- magni. Sjálf náttúran kemur í veg fyrir hið fyrrnefnda og íslenskir stjórn- málamenn gera hið síðara ómögu- legt. Stöðug ógnun vofir yfir því efnahagslífi íslendinga, annað hvort ógnun stöðnunar, eða ógnun minnkandi þjóðartekna." Tilvitn- un lýkur. Við skulum vera minnug orða Quintusar Enniusar: „Reiknaðu ekki með því að ókunnir geri það fvrir þía 5em þú getur sjálfur gert." Vandamál okkar íslendinga eru heimatilbúin og því hvílir nú skýluá t chhur öllum’ sjálfra okkar og niðja okkar vegna, að leysa þau. Ef við viljum búa hér á íslandi, verðum við að hætta dægurþrasi um fánýta hluti. Við verðum að standa saman, sem órofa heild, í að — kveða niður verðbólgudrauginn — bægja burt atvinnuleysisvof- unni — stöðva atgerfisflóttann og — bæta lífskjörin, en allt þetta getum við gert með því að beita öllum tiltækum ráð- um til að auka og bæta fram- leiðslu okkar og gera veg hennar sem mestan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.